Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 C 13 Það voru ráðgerðar 15 sýningar, en þær eru nú orðnar eitthvað á annað hundraðið og ekkert sýnilegt iát á. íslendingar ættu að kannast við formið: Afturhvarf til fortíðar, lög 7. áratugarins. NRK gerði síðan þátt með okkur og í framhaldi af honum vorum við beðin um að flytja norska framlagið í söngvakeppninni og vorum meira að segja höfð í ráð- um um val lagsins. Norskir voru næstum hættir við að vera með í ár, því lögin sem bárust þóttu ekki nógu bitastæð og þrautalendingin var að velja lag og flytjendur eftir bestu samvisku. En þetta hefur ekki mælst jafn- vel fyrir á öllum bæjum og margir eru hundfúlir." Brúnaþungur brandarakarl Það er barið að dyrum og Eiríkur beðinn á syngjandi Guðbrands- dælsku, að haska sér í búningadeild- ina til að velja sér sviðsskrúða. Á leiðinni staðfestist sagan um að ýmsir séu súrir í bragði yfir júró- visjóninu, þegar við mætum aftur yfujúrónum, spaugaranum og háð- fuglinum Jan Teigen. Hann er þung- ur á brún og svipurinn hefur ekkert me'ð grín og glens að gera, en minnir sterklega á þrumuský í Dofrafjöll- um, seint í febrúar. Eiríkur glottir í laumi og fræðir mig á því að höf- undur lagsins heiti Dag Kolsrud og sé fyrrverandi hljómborðsmaður og hjálparkokkur þeirra frægu AHA- sveina. Við fetum okkur á milli fat- asláa, sem á hanga þúsundir spjara og nú gefst fágætt tækifæri að spyija Eirík Hauksson spjörunum Á rosabullum til Rómar Eiríkur Hauksson rekur nú augun í kúrekastígvél ein mikil og játar fyrir búningahönnuðinum að hafa aldrei í slíkt skótau komið. Hann tekur fumlausa ákvörðun um að á þessum stígvélum fari hann suður til Rómaborgar og hefði Rómarför- um fyrri tíma trúlega þótt fengur í jafn vönduðum fótabúnaði og ekki að efa að páfi hefði orðið langleitur og jafnvel boðið skókaup fyrir synd- akvittunina. Næst er það síðan förð- unarráðuneytið þar sem hinn norski hluti kvartettsins gengst undir hefð- bundna hár- og andlitsmeðferð. Það er létt yfir mannskapnum og ábyrgðarlausar athugasemdir um búninga og almennt útlit meðlima eru á hraðbergi. Textahöfundurinn er á svæðinu, sköllóttur jakkafatamaður með húmorinn á réttu róli. Textinn er raulaður og orðum hnikað til, til að auka á sönghæfni lagsins, sem heit- ir því rammnorska nafni Mrs. Thompson. Fávísum íslendingi er skýrt frá því að upphaflegi textinn sé á ensku, en það flökrar samt að manninum að svona nafngift yrði varla liðin á íslandi án að minnsta kosti eins símtals í Þjóðarsálina. En þetta eru nú hin stóru útlönd. Heavy metal-ljúfmenni Nú birtist Hanne Krogh með rennblautt hárið. Hún fer ekki dult með að hún er ánægð með íslenska hevímetal-manninn, bæði sem söngvara og félaga og segir að Ei- ríki verði ekki hleypt frá Noregi í bráð. Hún játar að vera orðin laumu- Víkingurinn í klössun m Eiríkur með Hönnu Krogh og höfundinum Degi. úr, í orðanna fyllstu merkingu. Hafði maðurínn einhveijar efa- semdir um þátttökuna? „Já, heilmiklar," segir Eiríkur og snarast úr buxunum og jafnskjótt í aðrar. „Ég notaði gömlu góðu að- ferðina, lagðist undir feld í 2 daga og nætur og það sama gerði Hanne. En við slógum til og hættum varla við neitt úr þessu. Við lítum á þetta sem gott tækifæri til að vinna Just 4 fun sess hér í Noregi og kannski víðar. Ef hinsvegar „illa“ fer (í gæsalöppum), snúum við okkur hvert að sínum verkefnum, eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Satt best að segja hef ég litlar áhyggjur af júróvisjónþátttöku Norðmanna í ár, ég er hér með einvalaliði og er ekki einu sinni Norðmaður! þungarokksaðdáandi eftir að ís- lenski barnakennarinn útskýrði þol- inmóður fyrir henni launhelgar kynngi og krafts þungamálmsstefn- unnar og sér hafi þótt merkilegt að kynnast þungarokkaranum, prúð- menninu og tveggja barna fjöl- skylduföðurnum í einum og sama Eiríknum. En nú vil ég vita hvernig þetta Noregsævintýri litlu íslensku kjarn- afjölskyldunnar byrjaði? „Þetta byijaði nú þannig að þeir í Artch fengu mig til Iiðs við sig. Ég fékk að auki vinnu sem forfalla- kennari og konan mín á barnaheim- ili, þannig að mynstrið var nokkuð dæmigert að þungarokkinu undan- skildu. Síðan hefur eitt tekið við af öðru, en í dag lifi ég eingöngu af tónlistinni og hef komið nokkuð víða við. Ég söng til dæmis aðalhlutverk- ið í Vesalingunum heima í Frederik- stad og hef verið fenginn til að syngja einsöng með kirkjukórnum. Á sunnudögum syng ég svo í blús- hljómsveit svo ég kvarta ekki yfir tilbreytingarleysinu. Okkur líður vel hér og hyggjum ekki á heimferð í bili. Það er gott að búa í Frederik- stad og Osló freistar okkar ekki ennþá, að minnsta kosti.“ Þú fellur ekki inn í hina stöðluðu ímynd rokkarans. „Nei, ég vil fá að vera ég sjálfur á mínum eigin forsendum og er ekki tilbúinn að selja mig fyrir ein- hveija ímynd. Ég syng þungarokk af því að ég fíla þungarokk. Punkt- ur. Ekki.þar fyrir að sögur af lí- ferni rokkara eru oft stórlega ýktar og jafnvel tómur uppspuni. Kiss og Whitesnake, sem komu til íslands og var boðið í partí, drukku varla stakan víndropa og reyktu þaðan af síður. Félagar mínir í Artch halda fast í ýmsar norskar heilsubótar- hefðir, en auðvitað eru rokkarar misjafnir eins og allir aðrir. Fluga á vegg Það líður að upptöku og eftir að hafa svarið þess dýran eið að segja ekki nokkrum lifandi manni næstu 4 daga frá því sem heyrist og gerist í upptökusalnum, er tíðindamanni Morgunblaðsins leyft, einum blaða- snápa, að fylgjast með. Ýmsir norskir blaðamenn hefðu vafalítið gefið uppáhaldsbírópennann sinn fyrir að fá að vera flugur á veggn- um, en svona er lífið, eins og segir í gömlu sænsku dægurlagi. í dag er flugan íslensk. í einu horni upp- tökusalarins er 12 manna hljóm- sveit með alvæpni að undirbúa að- förina að Frú Thompson, með höf- undinn Dag við flygilinn. Blásara- sveitin gefur frá sér rokur og greini- legt er á öliu að menn hyggjast vanda til verksins. Tæknimenn og 'konur rása til og frá með tól og tæki í fanginu og smám saman kemst regla á óregluna. Það á að byija á upptöku lagasyrpu úr Bítla- tímasýningu Just 4 fun og brátt hljómar Mamas og Papas-bálkur, í bland við annað eldra góðmeti: „All the leaves are brown/and the sky is grey ...“ Það er með þessi lög eins og súr- meti, þau skemmast ekki við geymslu og þola flutning. Þeir Eirík- ur og Jan Groth knýja 12 strengja gítara, meyjarnar rugga sér mjúk- lega í lendunum og það liggur í eyrum uppi að hér fer samstilltur flokkur góðra söngvara. Syrpunni er rennt í gegn nokkrum sinnum og nú er komið að alvöru lífsins: Popplaginu um hvunndagshetjuna hana Mrs. Thompson. Nú spá menn og spekúlera í ergi og gríð og rýna í útsendinguna, hvort eitthvað megi færa til betri vegar og batnaðar. Margt er líkt með skyldum Eftir drykklanga hríð varpar hóp- úrinn öndinni og kastar mæðinni. Fram er borinn svaladiykkurinn Solo (frmb. Súlú) og nú vaknar spurningin um muninn á íslenskri og norskri rokktónlist. „Gæðin finnast mér áþekk. Nor- egur er auðvitað stærra þjóðfélag og pláss fyrir fleiri á markaðnum. Hér eru meiri peningar í spiiinu og metsöluplata á íslandi næði varla slöku meðallagi, ef við gleymum höfðatöluviðmiðuninni smástund. Oslóbúar eru fyrirferðarmiklir í bransanum hér, eins og Reykvíking- ar heima, en til dæmis Þrándheimur hefur sterka rokkhefð svipað og Keflavík." Eiríkur teygar Súlúið stórum: „Ég kann vel við mig í norska tónlistarheiminum og eftir þetta ævintýri verða sjálfsagt ekki margir hér í landi, sem vita ekki að það er til íslendingur sem heitir Eiríkur Hauksson. Það er margt skemmtilegt í deiglunni og fram- undan. Pásan er búin og Norðmenn og Islendingar spretta á fætur. Nú á að ráðast í sjálfa upptökuna. Hvað heldur Eiríkur Hauksson svo um brautargengi Frú Thompson suður í Róm? Og Eiríkur glottir við tönn: „Best að segja sem minnst, en hver veit nema Island og Noregur vinni sam- anlagt!“ fomhjólp Samhjálparsamkoma verður í Fíladelfíukirkjunni í dag kl. 1 6.30. Fjölbreytt dagskrá aó vanda. Mikill söngur og margir vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Söngtríóið „Beiskar jurtir" syngur. Stjórnandi: Oli Agústsson. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. TIL SÖLU Á MIÐJARÐARHAFE Jeanneau, Sun-Dream 29,6“ 9m. 3 ára seglskúta, skráð á íslandi. Er í Port Grimaud á frönsku Rivierunni. 2 káetur og borðstofa. Mjög vel tækjum búin. Til sölu 50% eða 2x 25% eignarhlutur. Upplýsingar í síma 91-611406. Hvítasunnukappreiðar Fáks 1991 Auglýsing um skráningu Mótið (ei fram 16. til 20. mai 1991. Skráningargjald verður kr. 3.000,- í allar greinar fullorð- inna en kr. 1.000,- í barna- og unglingaflokkum. Skráningargjald í kappreiðar kr. 2.000,- Skráningargjald greiðist við skráningu. Tekið verður við skráningu í eftirtaldar greinar: A flokk gæðinga B flokk gæðinga Unglingaflokk 13 til 15 ára Barnaflokk 12 ára og yngri Tölt 150 metra skeið Verðlaunafé: 1. kr. 20.000,- 2. kr. 10.000,- 250 metra skeið Verðlaunafé: 1. kr. 40.000,- 2. kr. 20.000,- 250 metra stökk Verðlaunafé: 1. kr. 10.000,- 2. kr. 5.000,- 350 metra stökk Verðlaunafé: 1. kr. 20.000,- 2. kr. 10.000,- 800 metra stökk Verðlaunafé: 1. kr. 40.000,- 2. kr. 20.000,- 300 metra brokk Verðlaunafé: 1. kr. 10.000,- 2. kr. 5.000,- Tekið verður við skráningu frá 2. til 10. maí á skrif- stofu Fáks milli kl. 13.00 og 18.00 virka daga. Dregið verður um keppnisröð föstudaginn 10. maí kl. 20.00. Félagið áskilur sér rétt til að fella niður þær greinar sem næg þátttaka fæst ekki í. Hestamannafélagið Fákur. Mótanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.