Morgunblaðið - 05.05.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.1991, Qupperneq 28
I 'tt&mjmíttWLvlQlSMfVMMmivmmi „ þctta. er 2 pwsent mjóUef hi/ab bOrC)a 'eg þci rriifdS fynr hihUSprósentin? * Ast er... . . . að vera sakleysið upp- málað þegar reikningarnir berast. TMReg US PatOff — all rights reserved ® 1991 Los Angeles T imes Syndicale Ég hreyfi mig ekki par. Konan er farin heim til að sækja pening í stöðumælinn. Konan þín er alveg frábær húsmóðir. Fer ekki á milli mála. HÖGNI HREKKVÍSI A FORNUM VEGI Morgunblaðið/Róbert Schmidt Geirfugl í Arnarfirði: Aprílgabbið sem ekkert varð úr Bíldudal. ÞEGAR nær dró 1. apríl, fóru margir að huga að aprílgabbi. En því miður urðu þau frekar fá, aðeins hjá Sjónvarpinu og Útvarp- inu. Dagblöð komu ekki út 1. apríl. A Bíldudal var búið að und- irbúa aprílgabb, en úr því varð ekki, vegna útgáfudaga blaðanna. t>essir hringdu . . Katrín verði borgarsljóri Guðný Ósk Friðriksdóttir- hringdi: „Ég vil eindregið mæla með því að Katrín Fjelsted verði næsti borg- arstjóri Reykjavíkur. Hún er mjög hæf til að gegna embættinu og svo er löngu tímabært að kona hljóti þessa stöðu.“ Gleraugu Herragleraugu voru skilin eftir á Hótel Sögu 20 apríl og má vitja þeirra í gleraugnasölunni Fokus Lækjargétu 6b. Bolti Hinn 29. apríl tapaðist við Aust- urbæjarskóla nýr fótbolti af gerð- inni Alitra cosmos, hvítur með svörtum dílum. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa samband við Karl í síma 28256. Kettlingur Tveggja og hálfs mánaða gamall gulur og hvítur högni þarf að kom- ast á gott heimili. Upplýsingar í síma 23015. Slæða Stór slæða fannst við Grensásveg þann 27. apríl. Upplýsingar 35842. Ákeyrsla Hinn 24. apríl á milli kl. 13 og 17 var ekið utan í svartan Daihatsu sæm var á stæði í sundinu við Ármúla 38 og 40. Eigandi bílsins er félítill námsmaður. Bíllinn sem tjóninu olli er ljós að lit. Viðkom- andi ökumaður eða vitni eru vin- samlegast beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða hringja í síma síma 51021. Kettlingur Ómerktur, svartur og hvítur högni, um það bil þriggja mánaða, kom í hús í Seljahverfi föstudaginn 26. apríl. Upplýsingar í síma 71185. Úr Stálúr með svartri ól fannst á Meist- aravöllum í mars. Sennilega krakkaúr. Upplýsingar í síma 25412. Oskar Magnússon, refaskytta og listamaður, var búinn að leggja mikla vinnu í að gera líkan af geirfugli, sem talinn er útdauð- ur fyrir löngu. Geirfuglinn var gerður úr frauðefnum úr brúsa og fóru fimm brúsar í fuglinn. Síðan var hann málaður og settir á hann fætur úr dagblöðum. Þá var komið að því að mynda geirfuglinn. Var það gert á litlu nesi við Dufansdal í Arnarfirði. Síðan var saga búin til og var hún eitthvað á þessa leiðf Geirfuglinn spakur að sjá „Vörubifreiðastjóri á Bíldudal, sem var að keyra með efni úr skreiðarhjöllum frá Dufansdal, tel- ur sig hafa séð geirfugl á litlu nesi fyrir neðan veg. Bílstjórinn tók tvær myndir af fuglinum, sem var nokkuð spakur að sjá. Mynd- irnar sendi hann til Sævars Peters- ens, fuglafræðings, og fullyrti hann að myndin væri af geirfugli. Geirfuglinn hefur sést stöku sinnum við nes í Arnarfirði og virð- ist hann vera einn á ferð. Fjöldinn allur af fuglaskoðurum, ljósmynd- urum og fuglafræðingum ásamt Bruce Spakel, yfirmanns Náttúru- vísindastofnunar Boston-háskóla, eru komnir vestur til Bíldudals til að skoða geirfuglinn. Bruce Spa- kel var staddur hér á landi í tengsl- um við rannsóknir á útbreiðslu keldusvíns á íslandi ásamt starfs- Víkverji skrifar Víkverji dagsins hefur lifað margar ríkisstjómir. Hann hefur oft og mörgum sinnum haldið því fram að viðreisnarstjórnin 1959- 1971 hal'i ekki aðeins verið lang- lífasta landstjórn lýðveldisins — heldur og sú farsælasta. Þetta stjórnarmunstur viðreisn- aráranna, samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, speglaði þann stóra borgaralega meirihluta, sem þá var með þjóðinni — og er enn. Það samtvinnaði jafnrétti og fijálslyndi. Það henti úreltum höft- um á öskuhauga og efldi framtak samkeppnishvata í þjóðarbúskapn- um. Það stórbætti starfsaðstöðu atvinnulífsins, sem skila verður verðmætum til að standa undir vel- ferð samfélagsins. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur áttu þá, fremur en nokkrir aðrir tveir stjórnmálaflokkar, sam- leið, bæði í innanríkis- og utanríkis- málum. Sósíalistaflokkur/Alþýðubanda- lag hélt þá enn dauðahaldi í höftin, miðstýringuna, forsjárhyggjuna og tengslin við marxískan [skoðana- leganj uppruna sinn í „fyrirmynd- arríkjum“ sósíalismans. xxx Víkverji hefur hitt örfáa ein- staklinga, sem spyrja sem svo: verður Viðeyjar-viðreisn jafn farsæl og forveri hennar 1959- 1971? Hafa þessir samstarfsflokkar ekki breytzt umtalsvert í tímans rás, sem og þjóðfélagið og umheim- urinn? Eiga þeir jafn mikið sameig- inlegt í innanríkis- og utanríkismál- um? Eru það ekki „aðrir menn“ nú en þá sem freista þess að byggja upp viðreisnar-trúnað sín á milli? Og eru kringumstæðurnar, sem skapa starfsvettvanginn, ekki með öðrum hætti 1991 en 1959? Vissulega hefur flest breytzt í samfélaginu á þessum árum. Sumt hefur breytzt of mikið, annað of lítið. En það er staðreynd, nú sem þá, að engir tveir stjórnmálaflokkar eiga fleira sameiginlegt og færra sem aðskilur þá, ef grannt er gáð, en Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn. Það, sem aðskilur, er þó töluvert. En ekki svo mikið að útiloki gott samstarf, ef af heil- indum er að því staðið af báðum aðilum. En vel þarf að vanda það sem lengi á að standa. xxx Hvort sem menn hafa meiri eða minni trú á ágæti Viðeyjar- viðreisnar, gildir það sama um þessa ríkisstjórn, þessa ráðherra, og fyrri stjórnir og einstaklingana sem þær mynduðu. Ríkisstjórnin á sinn reynslutíma! Það er ekki rétt að kveða upp dóma yfir henni fyrr en að hæfilegum reynslutíma lokn- um. Hún þarf að fá starfsfrið til að sýna, hvað í henni býr. Víkverji dagsins er þeirrar skoð- unar að þetta eigi eftir að reynast góð stjórn. Breytingin frá því sem var getur að minnsta kosti ekki orðið nema til hins betra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.