Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
Lítil stúlka hljóp bratt-
ar skriður eftir hjálp
fyrir slasaða frænku
Blönduósi.
ÁTTA ára stúlka, Anna Karen Jónasdóttir, fór einsömul niður
snarbrattar hlíðar Laxárdalsfjalls í Laxárdal í A-Húnavatnssýslu
síðdegis á sunnudag til að leita hjálpar fyrir frænku sína sem
hafði fótbrotnað efst í Illviðrishnjúk. Leiðin sem Anna litla fór
er víðast hvar snarbrattar skriður og mjög lausar í sér en hún
komst þessa leið á tæpum klukkutíma óhappalaust. Þegar var
gert aðvart um slysið og kom þyrla Landhelgisgæslunnar um
hálfníu á sunnudagskvöldið og bjargaði konunni.
Aðdragandi þessa máls er sá
að dóttir hjónanna, sém dvelja að
Illugastöðum í Laxárdal á sumrin,
fór ásamt eiginmanni sínum og
átta ára frænku, Önnu Karen, í
íjallgöngu á Iilviðrishnjúk seinni
hluta dags á sunnudag. Þegar upp
er komið á u.þ.b. 1.000 metra
hátt fjallið fótbrotnaði konan en
eiginmaður hennar sendi litlu
stúlkuna eftir hjálp.
Anna Karen sagði að hún hefði
aldrei orðið hrædd á leiðinni en
bara hugsað um það eitt að flýta
sér sem mest svo hjálp bærist
frænku sinni sem fyrst. Tvisvar
þurfti Anna litla að stoppa á leið
sinni niður fjallið til að losa steina
úr skónum.
Fólk sem var í sumarbústaðn-
um á Illugastöðum, hafði orðið
vart við að eitthvað hafði komið
fyrir á fjallinu og kom það til
móts við Önnu Karen. Tveir menn,
sem þarna voru gestkomandi,
lögðu strax á Illviðrishnjúk til
hjálpar. Það var svo þremur og
hálfum tíma eftir slysið að þyrla
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Anna Karen Jónasdóttir. Myndin
var tekin á Ulugastöðum í gær.
Landhelgisgæslunnar kom kon-
unni tii hjálpar efst á fjallinu því
ekki þótti ráðlegt að flytja hana
niður, meðal annars vegna þess
hversu bratt fjallið er og skriðurn-
ar lausar. Jón. Sig
Síldarverksmiðjur ríkisins:
Ríkisábyrgð skilyrði
fyrir skuldbreytingu
STJÓRN Síldarverksmiðja ríkis-
ins hélt í gær fund um stöðu fyrir-
tækisins með bankastjórum
Landsbankans en bankinn er
stærsti lánardrottinn þess. Enn
er óvíst hvort fjármálaráðherra
Bifhjólaslys
á ísafirði
ísafirði.
ÖKUMAÐUR bifhjóls virðist hafa
lent í örðugleikum með bensíngjöf
hjólsins í Bæjarbrekkunni á
ísafirði í gærkvöldi með þeim af-
leiðingum að hjólið lenti á steypt-
um garðsvegg.
Ökumaður og farþegi köstuðust
af inn í garðinn. Farþeginn, ung
stúlka, var flutt á sjúkrahús en virt-
ist ekki alvarlega slösuð, að sögn
lögreglu. Mótorhjólafólkið var hvort
tveggja með öryggishjálma. Úlfar
Gatnagerðargjöld í Hafnar-
firði hækkuð um 35% - 86%
Ekki fast gjald heldur hlutfall af byggingarkostnaði á rúmmetra
Gatnagerðargjöld í Hafnar-
firði hækka um 35-86% á næst-
unni samkvæmt nýrri reglu-
gerð, sem samþykkt var á bæjar-
stjórnarfundi á mánudag með
sex atkvæðum bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins gegn atkvæðum
minnihluta sjálfstæðismanna og
alþýðubandalagsmanna.
Reglugerðin felur í sér þá breyt-
ingu að í stað þess að um fast
gjald fyrir hveija tegund nýbygg-
ingar sé að ræða, sem hækki með
byggingavísitölu, er gatnagerðar-
gjaldið nú ákveðið hlutfall af bygg-
ingarkostnaði á rúmmetra.
Álverið á Keilisnesi:
Starfsleyfi kynnt í
ríkissljórn á morgun
Umfangsmikil umhverfisrannsókn á svæðinu
Umhverfisráðherra Eiður Guðnason kveðst munu kynna frágang
starfsleyfis fyrir væntanlegt álver á Keilisnesi á fundi ríkisstjómar-
innar á fimmtudaginn.
Ráðherra segir að allt samstarf
um umhverfis- og mengunarmál
hafi verið gott við samningamenn
Atlantsálsfyrirtækjanna. I sam-
komulaginu sem starfsleyfið bygg-
ist á verða ákvæði um vatns-, loft-
og hávaðamengun, auk ákvæða um
frágang fasts úrgangs. Þá er ákveð-
ið að upphæð sem svarar til 55
milljóna íslenskra króna verði varið
til umhverfisrannsókna á svæðinu
kringum væntanlegt álver, áður en
það tekur til starfa. Þetta verður
umfangsmesta umhverfísrannsókn
sem fram hefur farið hérlendis.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
deildarstjóri í umhverfísráðuneyt-
inu, hafði umsjón með undirbúningi
starfsleyfísins fyrir hönd ráðuneyt-
isins. Hún segir að fulltrúar Atl-
antsálsfyrirtækjanna hafí sýnt mik-
inn skilning á nauðsyn umhverfís-
vemdar. Einnig hafí þeir lagt
áherslu á það að íslenskir aðilar
sæju um alla verkþætti í fyrirhug-
aðri rannsókn á svæðinu kringum
álverið.
Útreikningar á breytingum á
gatnagerðargjöldum fyrir einstak-
ar tegundir nýbygginga lágu ekki
fyrir á bæjarstjórnarfundinum.
Samkvæmt útreikningum minni-
hluta Sjálfstæðisflokksins hækkar
gatnagerðargjald fyrir 800 rúm-
metra einbýlishús úr 983.411 kr.,
miðað við byggingarvísitölu 1. júlí,
í 1.630.000 til 1.650.000 kr., sem
er hækkun um 66%. Gjald fyrir
700 rúmmetra parhús, raðhús eða
tvíbýlishús hækkar úr 688.000 kr.
í 926.000 kr. sem er 35% hækkun,
en fyrir stærri hús getur hækkun-
in orðið allt að 50%. Gatnagerðar-
gjald fyrir íbúð í fjölbýlishúsi, 379
rúmmetra að stærð, hækkar úr
157.000 kr. í 293.000, sem er 86%
hækkun. Gjald fyrir atvinnuhús-
næði hækkar úr 2.775 krónum á
fermetra í 3.893 krónur, eða um
40%.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið að þess-
ir útreikningar væm nærri lagi.
Hann sagði að legið hefði fyrir að
gatnagerðargjöld í bænum væm
meira en helmingi lægri en í ýms-
um nágrannasveitarfélögum. Út-
reikningar fyrir ný hverfí, þar sem
allur framkvæmdakostnaður við
gatnagerð hefði verið tekinn inn
í, sýndi að gjöldin stæðu ekki und-
ir þeim kostnaði. „yið svo búið
mátti ekki standa því að þá hefðu
einhveijir aðrir en íbúar umræddra
hverfa, það er að segja almennir
skattgreiðendur, verið famir að
borga gatnagerðina."
Guðmundur Árni sagði að sam-
kvæmt reglugerðinni mætti lækka
gjöldin um allt að 25%, ef bærinn
vildi bjóða ungu fólki eða öldruðum
sérstaklega hagstæð kjör á íbúð-
um. Einnig mætti hækka þau og
væri þar tii dæmis horft til nýs
miðbæjar, þar sem lóða- og fast-
eignagjöld yrðu áreiðanlega hærri
en í öðrum bæjarhlutum. Guð-
mundur Árni sagðist þora í saman-
Jiurð við hvaða bæjarfélag sem
væri með þessa nýju reglugerð.
Þorgils Ottar Mathiesen, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði
í samtali við Morgunblaðið að
könnun sjálfstæðismanna á inn-
heimtu gatnagerðargjalda á
síðasta kjörtímabili hefði sýnt að
hún hefði verið hærri en sem nam
kostnaði við gatnagerð. „Ef hækka
á gatnagerðargjöld í Hafnarfirði
umfram það, sem það kostar að
leggja götur, er það aukaskattur,"
sagði Þorgils Óttar. „Það er stefnu-
breyting að nota eigi gatnagerðar-
gjöld sem tekjustofn til að greiða
niður skuldir bæjarins."
Ieyfir fyrirtækinu að taka 300
milljóna króna erlent lán með
ríkisábyrgð en Alþingi veitti ráð-
herra slíka heimild í mars síðast-
liðnum.
Að sögn Þorsteins Gíslasonar,
stjórnarfoi-manns fyrirtækisins, felst
vandi þess aðallega í langvarandi
loðnubresti. Nú þurfí ríkið, sem er
eigandi fyrirtækisins, að tryggja
reksturinn með því að ábyrgjast
frekari lántökur þess. Þorsteinn seg-
ir að á fundinum með bankastjórum
Landsbankans hafí verið rætt um
að bankinn skuldbreytti lánum fyrir-
tækisins til langs tíma en lánsábyrgð
ríkisins á umræddum 300 milljónum
væri skilyrði fyrir slíkri fyrirgreiðslu
af hálfu bankans.
Þorsteinn sagðist vera ósáttur við
moldviðri sem hefði verið þyrlað upp
í fjölmiðlum vegna stöðu fyrirtækis-
ins. Stjóm fyrirtækisins væri ekki
að biðja um fjárveitingu úr ríkissjóði
heldur einungis að fara fram á það
við eiganda fyrirtækisins að hann
ábyrgðist eitt tiltekið lán sem Al-
þingi hefði veitt heimild til í lánsfjár-
lögum.
„Fyrírtækið hefur starfað í 61 ár
og vil ég þakka það stærð þess.
Málið er nú í höndum sjávarútvegs-
ráðuneytis og fjármálaráðherra.
Síldarverksmiðjurnar eru ríkisfyrir-
tæki og því hlýtur það að vera hlut-
verk ríkisins að koma til hjálpar
þegar svona stendur á. Ég á því
ekki von á öðru en að fjármálaráð-
herra veiti okkur leyfí til lántökunn-
ar á næstu dögum,“ sagði Þorsteinn.
Ekki náðist í Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra í gærkvöldi.
Hraðfrystihús Ólafsvíkur:
Tungufell vill
skila þrota-
búinubátum
FORRÁÐAMENN útgerðarfé-
lagsins Tungufells í Ólafsvík hafa
sent bústjóra þrotabús Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur tilboð um
að skila inn í búið tveimur bátum
sínum. Tungufell er að mestu í
eigu sömu aðila og HÓ.
Forsvarsmenn Landsbanka ís-
lands, sem er stærsti kröfuhafínn í
þrotabú HÓ, hafa krafíst þess að
fjórir bátar í eigu sömu aðila og
áttu fyrirtækið verði teknir inn í
búið. Jóhann H. Níelsson, bústjóri,
segir, að á föstudag hafi sér borist
tilboð frá eigendum Tungufells um
að tveimur bátum fyrirtækisins verði
skilað inn í þrotabúið. Ekki liggi
fyrir hvenær afstaða verði tekin til
þessa tilboðs, en það muni hann
gera fljótlega í samráði við skipta-
ráðanda.
Yfirlæknir réttargeðdeildar segir upp störfum:
Faglegar ráðlegg-
ingar voru hunzaðar
- segir Lára Halla Maack
LÁRA Halla Maack, nýskipaður yfirlæknir fyrirhugaðrar réttargeð-
dcildar, sagði upp störfum í gær vegna ósamkomulags við heilbrigð-
isráðherra. Lára Halla sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að
faglegar ráðleggingar hennar um undirbúning starfseminnar hefðu
verið hunzaðar.
Lára Halla ætlaði sér hálft ár
eftir að hún tæki til starfa 1. sept-
ember næstkomandi til að leggja
faglegt mat á aðstæður og gera
tillögur um eðli og umfang starf-
semi réttargeðdeildar. Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra
segir þann undirbúningstími of
langan. Hann hafí því gengið í að
útvega deildinni húsnæði á Sogni
í Olfusi og fengið Ríkisspítala til
að annast reksturinn. Að því Ioknu
hafi hann óskað tillagna Láru
Höllu, en hún þá sagt upp störfum.
Að sögn heilbrigðisráðherra
verður undirbúningi að stofnun
deildarinnar haldið áfram og aug-
lýst eftir nýjum yfirlækni.
Sjá frétt og uppsagnarbréf
Láru IIöllu í heild á bls.23.
Halla Lára Maack.
Norðurlandamót yngri spilara í brids:
íslendingar í 5. sæti
ÍSLENDINGAR eru í fimmta
sæti á Norðurlandamótinu í
brids fyrir keppendur tuttugu
og fimm ára og yngri eftir þrjár
umferðir.
Alls keppa níu lið á Norður-
landamótinu, eitt frá Islandi en tvö
frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi.
Mótið er haldið í bænum Jyvá-
skylá í Finnlandi. íslenska liðið,
sem sat hjá í fyrstu umferðinni,
tapaði fyrir A-liði Dana í annarri
umferð en vann B-lið Dana í þriðju
umferð.
Alls hefur íslenska liðið nú hlot-
ið 57 stig en að öðru leyti er stað-
an þannig að Finnarnir eru í fyrsta
sæti með 66 stig, Norðmenn í
öðru með 66 stig en Danir og lið
Svía eru í þriðja og fjórða sæti
með 58 stig.
Opna skákmótið í
Kaupmannahöfn:
Hannes Hlíf-
ar í 1. - 5. sæti
Hannes Hlífar Stefánsson er í
1. - 5. sæti á opna skákmótinu í
Kaupmannahöfn með 4 Vi vinning
af sjö mögulegum.
í sjöttu umferð sigraði Hannes
Hlífar þýzka stórmeistarann Tisc-
hbierek. 1 sjöundu umferð gerði hann
jafntefii við Emst frá Svíþjóð.
Efstir á mótinu ásamt Hannesi eru
Sovétmennimir Dokhoian, Kishnev
og Pishkov auk Svíans Ernst.