Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 Alviðræður í Keflavík í gær: Oleystum atriðum fækkar - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra FUNDUR samninganefndar álfyr- irtíekjanna þriggja sem mynda Atlantsál og álviðræðunefndar sem haldinn var í Keflavík í gær leiddi, að sögn Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, í ljós að báðir Samkvæmt upplýsingum frá Nem- endaskrá Háskólans hefur svipaður fjöldi skráð sig í skólann nú og á sama tíma í fyrra. Ekki eru merkjan- legar miklar breytingar á aðsókn í einstakar deildir en það gæti þó breyst þar sem ávallt eru brögð að því að margir bíði fram á haust með að skrá sig. Flestir nýnemar munu hefja nám aðilar eru ánægðir með það sem áunnist hefur á undanförnum vik- um. „Óleystum atriðum fækkar óðum,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að þeim er unnið í samningaanda, en ekki við heimspekideild eða 325. 300 ný- nemar eru skráðir í félagsvísinda- deild, 220 í viðskipta- og hagfræði- deild, 174 í raunvísindadeild, 161 í læknadeild, 144 í lagadeild, 112 í hjúkrunarfræði, 82 í verkfræðideild, 79 í-sjúkraþjálfun, 24 í guðfræði- deild, 22 í lyfjafræði lyfsala og 19 nýnemar eru skráðir í tannlækna- deild. anda ágreinings." Sérstakur fund- ur um fjármálahlið nýrrar ál- bræðslu á Keilisnesi hefur verið ákveðinn um miðjan mánuðinn og iðnaðarráðherra segist eiga von á því að fundur hans með forstjór- um fyrirtækjanna þriggja hér á landi verði haldinn í byijun ágúst. „Það komu engin ný óleyst við- fangsefni í ljós á fundinum í dag,“ sagði ráðherra. Aðspurður hvort ein- hver viðfangsefni hefðu verið leyst á fundinum sagði Jón: „Ekki til fulln- ustu. Það verður haldinn fundur með fjárhagsnefnd Atlantsálfyrirtækj- anna um miðjan þennan mánuð. Til þess fundar munu fara menn frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ég geri ráð fyrir að stefnumót mitt við forstjórana verði snemma í ágúst og þá verði allt komið eins nærri niðurstöðu og frekast er kostur." Jón sagði að auk fundar fjárhags- nefndarinnar með íslenskum aðilum myndu lögfræðingar beggja aðila hittast á næstunni til þess að ganga frá endanlegum textum. „Þetta er allt saman í eðlilegum farvegi," sagði iðnaðarráðherra, „en því miður eru sumardagamir ekki jafndijúgir og menn vildu vegna sumarleyfa." Konur eru 60% ný- nema í Haskóla Islands FLEIRI konur hafa skráð sig til náms við Háskóla íslands i vetur en nokkru sinni áður. Eru þær tæplega 60% nýnema sem er um 5% aukn- ing frá fyrra ári en alls verða konur um 58% af nemendum skólans í vetur. Nú hafa um 4.700 nemendur skráð sig í skólann en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka nokkuð. VEÐURHORFUR í DAG, 3. JÚLÍ YFIRLIT: Milli íslands og Skotlands er vaxandi hæðarhryggur en um 500 km suður af Hvarfi er 995 mb lægð sem þokast norðaust- ur og síðar norður. Hitalægð er yfir Austurlandi. SPÁ: Suðvestankaldi eða stinningskaldi. Skýjað og dálítil súld eða rigning sunnanlands og vestan en þurrt og víðast bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti 10-22 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt, skýjað og víða rigning eða súld um landið suðvestan- og vestanvert en bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti verður 10-13 stig í vætunni en mun hlýrra að deginum norðaniands og austan. HORFUR Á FÖSTUDAG: Á föstudag verður hæg suðlæg átt og þurrara á Suður- og Vesturlandi og áfram bjart og hiýtt á Norður- og Austurlandi. Svarsími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: y, Norftan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hhastig: 10 gráður á Celsíus '(Qj)' Heiftskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. I* <• Skúrir ''(Qjjfa Léttskýjað r r r / / / / Rigning V Él Þoka 'Qj^ Hátfskýjað / / / * / # Þokumóða Súld 'áfk Skýjað / # / # Slydda / * / oo Mistur # # # • 4 Skafrenningur { Alskýjað » » » * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veSur Akureyri 18 léttskýjað Reykjavík 12 þokumóða Bergen 18 léttskýjað Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 20 skúrás.klst. Narssarssuaq e rigning Nuuk vantar Osló 17 skýjað Stokkhólmur 21 iéttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Algarve 25 heíðskirt Amsterdam 22 þokumóða Barcelona 22 skýjað Berlín 26 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 28 skýjað Glasgow 17 mistur Hamborg 23 léttskýjað skýjað London 18 LosAngeles 16 þokumóða Lúxemborg 26 skýjað Madríd 27 iéttskýjað Mataga 24 heiðskírt Mallorca 27 hálfskýjað Montreal 16 skýjað NewVork 21 skýjað Orlando 23 skúr París 18 rigning Madeira 22 hálfskýjað Róm 25 heiðskírt Vín 24 hálfskýjað Washington 24 þokumóða Winnipeg 16 rigning Morgvnblaðið/Ámi Sæberg Bjarney Þórarinsdóttir, starfsmaður hjá Sölufélagi garðyrkju- manna, með íslenskar gulrófur. Verðfall á grænmeti SPRETTA á íslensku grænmeti hefur verið með mesta móti i sumar vegna góðviðris. Gulrófur komu á markað í júni og er nánast einsdæmi að þær komi svo snemma. Verð á grænmeti er nú með lægsta móti vegna hins mikla framboðs. Samkvæmt upplýsingum frá áframhald verður á góðviðrinu gæti það lækkað enn frekar á næstunni. Á næstu dögum er von á íslensku spergilkáli, kínakáli og blómkáli í verslanir. Hagkaupum kostar kílóið af gul- rófum nú 78 krónur. Verð á tó- mötum, agúrkum og gulrótum lækkaði í síðustu viku og ef Verðhækkun á bensíni: Munar 30 aurum milli ol- íufélaga á 95 okt. bensíni Gasolíuverð lækkar um 14% VERÐLAGSRÁÐ heimilaði á fundi sínum á mánudag að verð á blýlausu 92 oktana bensíni hækkaði um eina krónu lítrinn í 58,40 krónur. Jafnframt var ákveðin þriggja króna verðlækkun á gasol- íu, úr 21,50 krónum í 18,50, eða sem nemur 14%. Bensínverð hækkaði í gær og hækkuðu olíufélögin mismikið verð á 98 og 95 oktana bensíni. Nú munar 30 aurum á lítranum af 95 oktana bensíni milli Olíufélagsins og Skeljungs, munurinn var áður 10 aurar. Samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofnun var heimiluð 1,7% hækkun á 92 oktana bens- íni, úr 57,40 krónum í 58,40, vegna hækkunar á gengi dollar- ans. Olíufélögin höfðu lagt til meiri hækkun, 2,3%, þar sem staða innkaupajöfnunarreiknings væri orðin neikvæð, en Verðlagsráð féllst ekki á það. Þá ákvað Verðlagsráð lækkun á gasolíuverði um þijár krónur lít- rann og eru ástæður lækkunarinn- ar að heimsmarkaðsverð hefur farið Iækkandi. 98 og 95 oktana bensín eru ekki undir verðlagsákvæðum og ákváðu olíufélögin því sjálf verð á þeim tegundum. Hjá Skeljungi hækkaði verð á 95 oktana bensíni úr 60,90 í 62,10, eða um 1,97%. Verð á 98 oktana hækkaði úr 63,90 í 65,10, eða um 1,87%. Hjá Olíufélaginu hækkaði verð á 95 oktana bensíni úr 60,80 í 61,80, eða um 1,64%. Verð á 98 oktana hækkaði úr 63,90 í 64,90, eða um 1,56%. Hjá Olís hækkaði verð á 95 oktana bensíni úr 60,90 í 61,90, eða um 1,64%. Verð á 98 oktana hækkaði úr 63,90 í 64,90, eða um 1,56%. Gísli Jónsson fyrrv. forstöðumaður látinn GÍSLI Jónsson fyrrverandi for- stöðumaður í Arnarholti á Kjal- arnesi lést sl. sunnudag eftir erfið veikindi, 78 ára að aldri. Hann fæddist að Lofstöðum í Flóa 13. febrúar 1913 sonur hjónanna Ragnhildar Gísladótt- ur og Jóns Jónssonar bónda og útgerðarmanns. Gísli var ráðinn forstöðumaður að Vistheimilinu í Amarholti árið 1944 og gegndi hann því starfi í 35 ár. Hann var kirkjuorganisti og söngstjóri kirkjukórsins í Braut- arholtskirkju um áratuga skeið og sat jafnframt í sóknarnefnd. Hann var einnig söngkennari í Klébergs- skóla á Kjalarnesi. Hann sat um árabil í hrepps- nefnd Kjalameshrepps fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og gegndi for- mennsku í sjálfstæðisfélaginu Þor- steini Ingólfssyni í Kjósarsýslu. Hann gegndi einnig formennsku í Slysavarnadeild Kjalarness og Li- onsfélaginu Búa sem hann stofnaði ásamt fleimm. Þá var hann einn af stofnendum Hestamannafélags- ins Harðar í Kjósarsýslu og var kjörinn fyrsti formaður þess og síðar heiðursfélagi. Gísli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Þau skildu. Eftirlifandi kona hans er Erna S. Gunnarsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Gísli Jónsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju nk. mánudag, 8. júlí, kl. 15.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.