Morgunblaðið - 03.07.1991, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
5
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Allsheijargoðinn les upp lögin og setur þingið.
Þingvellir:
Forn þingsetning
í Almannagjá
Selfossi.
FORN þingsetning átti sér stað á Þingvöllum, í Almannagjá, á
sunnudag. Þá söfnuðust norrænir tónlistarkennarar saman í þing-
brekkunni og Sveinbjörn Beinteinson allsherjargoði las lögin og
setti þingið.
Tónlistarkennararnir voru á
námskeiði á Laugarvatni og luku
því með kvöldverði á Þingvöllum.
Aður en þeir gengu til kvöldverðar
var gengið til þings undir fánum
þjóðanna. Að þingsetningu lokinni
kváðu nokkrir fulltrúar þjóðlegar
vísur og lúðrablásarar léku af
krafti. í lokin var svo sungið lag
eftir Jón Ásgeirsson við texta eftir
Heimi Pálsson en þeir höfðu umsjón
með þingsetningunni. í lokin var
svo þinginu slitið og gengið til
kvöldverðar.
Þingsetningin sýndi mjög vel
hversu góður hljómburður er í Al-
mannagjá. Allt sem sagt var hljóm-
aði um gjána og heyrðist ótrúlega
vel langt að. Söngurinn ómaði fag-
urlega um gjána endilanga og
greinilegt er að þar er góður staður
til tónleikahalds. — Sig. Jóns.
Isafjarðarkirkja:
Nefnd kanni möguleika á
nýrri tillögu að byggingu
SÓKNARNEFND ísafjarðar hefur
skipað þriggja manna nefnd til að
kanna möguleika á að fela þremur
óháðum aðilum að vinna tillögur
að nýrri sóknarkirkju á Isafirði.
Jafnframt er ákveðið að kalla til
sameiginlegs fundar með sóknar-
nefndum í prestakallinu en enginn
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Bifreiðin sem valt og í bakgrunni
má sjá krossinn.
Bolungarvík:
Bílvelta á
Oshlíðarvegi
Bolungarvík.
GÓÐUR Guð verndi vegfarendur,
er áletrunin á krossi þeim sem er
við veginn um Óshlíð. Það má víst
örugglega kalla það mikla mildi
að ekki fór verr er bifreið valt á
Óshlíðarvegi síðdegis á sunnudag.
Tvö ungmenni voru í bifreiðinni
og sluppu þau með skrámur. Ekki
er vitað um orsök óhappsins en af
einhveijum sökum missti ökumaður
stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum
afleiðingum.
Bifreiðin er gerónýt eins og sjá
má og víst að einhver verndarhönd
var yfir þeim sem í bifreiðinni voru.
- Gunnar.
prestur er nú starfandi á ísafirði
og enginn umsækjandi að brauð-
inu.
Að sögn Björns Teitssonar, for-
manns sóknarnefndar ísaijarðar-
kirkju, eru tæp fjögur ár liðin síðan
kirkjan á ísafirði brann og á þeim
tíma hafa tveir prestar látið af störf-
um og nú er svo komið að enginn
sótti um starfið þegar það var laust
til umsóknar. Ljóst væri að kirkju-
leysið hefði þessi áhrif. „Hér er bæði
kirkjulaust og prestslaust og hefur
verið ákveðið að halda fund með
sóknarnefndum í prestakallinu í
prestsmálinu," sagði Björn. „Við
samþykktum eirínig að fela þremur
mönnum úr sóknarnefndinni að
kanna möguleika á að fá tillögur frá
þremur innbyrðis óháðum arkitekt-
um, þar sem hver fyrir sig gerði til-
lögu að frumhönnun nýrrar kirkju í
stað samkeppni, sem áður hafði ver-
ið samþykkt að fram færi en sú leið
hefur strandað á mótþróa Arkitekta-
félags íslands, sem átti að tilnefna
mann í dómnefnd á móti okkur. Það
hafa þeir ekki gert. Þetta yrði ekki
bein samkeppni heldur leitað til
þriggja aðila um tillögur sem við
gætum síðan valið úr.“
Nokkuð er um liðið síðan tillaga
kom fram að nýrri kirkju á lóð fram-
an við nýja súkrahúsið en lóðin lá
ekki á lausu. Auk þess samþykktu
85% bæjarbúa í almennum kosning-
um að ný kirkja yrði reist á gömlu
kirkjulóðinni, sem er mun minni.
Sagði Björn að oftar en einu sinni
hefði verið tekin ákvörðun um að
taka niður gömlu kirkjuna sem
brann. „Það hefur staðið reipdráttur
við húsfriðunarnefnd ríkisins um
framkvæmd þess máls og nú hillir
undir einhveija lausn á því máli en
ég get ekki fullyrt nákvæmlega
hvernig hún verður,“ sagði hann.
Þann 1. júlí streymdu milljónir inn á Kjörbækur landsmanna, bæöi í
formi vaxta og verðbóta. Veröbætur fyrri hluta ársins reyndust vera tvö
hundruö sextíu og ein milljón.
Og áfram munu innstæöur dafna því nú hækka bæði vextirnir og
verðtryggingin.
Þannig hækkuöu grunnvextir nú í 13%, vextir á 1. þrepi í 14,4%
og vextir á 2. þrepi í 15%. Verðtryggingarákvæðið tryggir a.m.k.
3,5% raunávöxtun á grunnþrepi, 4,9% á 1. þrepi og 5,5% á 2. þrepi.
Kjörbókin er góð ávöxtunarleið meö háum vöxtum og
verötryggingarákvæöi. Þeir sem vilja geyma fé sitt lengi njóta þess
sérstaklega og fá afturvirka vaxtahækkun, fyrst eftir 16 mánuði og
aftur eftir 24 mánuði. Samt er
Kjörbókin óbundin bók.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna