Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI
13
„Reyndar þarf ekki
fræðimenn til að
glöggva sig á að dóms-
morð getur tekið til
smámála eða afmark-
aðra þátta stærri mála.
Samanburður við þekkt
dómsmorð úr mann-
kynssögunni er því
vægast sagt villandi
eins og að er staðið og
alvarlegt fráhvarf frá
hlutlægri fræði-
mennsku.“
annað tveggja sé langt um liðið
síðan Davíð Þór las bókina sjálf-
ur eða að hann grípi til aðferða
sem hlutlægum fræðimanni er
ekki sómi að, þ.e. að túlka og
skýra frá með einhliða og lítt
upplýsandi hætti sbr. t.d. að til-
gangurinnn helgi meðalið. Á bls.
12 í bók J.B. Hjort segir m.a.
svo til frekari glöggvunar:
„Því er það, að lagalega séð er
dómsmorð alveg eins fólgið í
því, er ákærði er dæmdur þrátt
fýrir ónógar sannanir, jafnvel
þótt full ástæða sé til að ætla,
að hann sé sekur. Dómararnir
taka hér þátt í tvísýnum leik,
þar sem eigið augnabliksmat
þeirra ræður meira en þær sann-
anir, er lögin krefjast til sakfell-
ingar eða sýknunar. Slíkur dóm-
ur án fullnægjandi sannana tefl-
ir réttarskipuninni i hættu, sé
mönnum ljóst, hvernig á stend-
ur. Það eru engar málsbætur,
að hann sé kveðinn upp í góðum
tilgangi og ekki í því skyni að
gera saklausum manni mein —
þótt það sé eðlilega enn alvar-
legri glæpur að dæma saklausan
mann á grundvelli ófullnægjandi
sannana. Ástæðan til, að svo rík
áhersla er lögð á þetta, er sú,
að brot á gildandi lögum um
málsmeðferð eru hættulegt for-
dæmi og orsaka upplausn. Dóm-
arinn fer þá eigi lengur eftir
lögunum, heldur hagsmunum
annarra, e.t.v. tilfinningum
sínum einum eða hégómaskap.
Tilgangur reglnanna um máls-
meðferð er að standa vörð um
fijálsræði einstaklinganna í
samræmi við hina frægu megin-
reglu Rudolfs von Iherings: „Die
Form ist die geschworene Feind-
in Der Willkúr, die Zwillings-
schwester der Freiheit“, þ.e.
„reglurnar eru svarinn óvinur
sjálfræðisins og tvíburasystir
frelsisins".
Lesendur geta síðan sjálfir dæmt
um hvor umfjöllunin lýsir með
gleggri hætti inntaki dóms-
morðsskilgreiningar, krossfest-
ing Krists og tilgreindu sögu-
frægu dæmin þijú, sem hann
segir Hafskipsmálið trauðla
jafnast á við (!) eða bein tilvitnun
að framan í hinn virta fræði-
mann J.B. Hjort. Reyndar þarf
ekki fræðimenn til að glöggva
sig á að dómsmorð getur tekið
tii smámála eða afmarkaðra
þátta stærri mála. Samanburður
við þekkt dómsmorð úr mann-
kynssögunni er því vægast sagt
villandi eins og að er staðið og
alvarlegt fráhvarf frá hlutlægri
fræðimennsku.
Að gefnu tilefni vegna greinar
Davíðs Þórs sé ég einnig ástæðu
til að riQ'a upp önnur viðbrögð mín
í kjölfar dómsniðurstöðu Hæsta-
réttar. í þeim efnum vakti ég að
auki athygli á erfiðri stöðu leik-
manna gagnvart lögunum. Þeim er
ætlað að þekkja þau, skilja og fara
eftir í hvívetna. Þegar kemur að
fræðimönnum í greininni virðist
hins vegar fátt fast í hendi og flest
háð persónulegu mati og túlkunum,
sem á leikmanninn kann að virka
sem nokkurs konar rússnesk rúll-
etta og þykja þá lítið fara fyrir
réttaröryggi sínu. Þessa skoðun
byggi ég m.a., en ekki eingöngu á
mismunandi ákærum í Hafskips-
málinu og mismunandi dómum í
sakadómi og Hæstarétti, þótt um
„minni háttar" atriði sé að ræða
þegar litið er til rústa upphaflegs
málatilbúnaðar ákæruvaldsins — en
alvarleg atriði samt.
Aðrar efnisathugasemdir gerði
ég ekki á upphafsstigi málsins að
öðru leyti en að vekja athygli á
þeim knappa tíma sem Hæstiréttur
gaf sér til málsmeðferðarinnar, þótt
ekki væri nema að teknu tilliti til
efnismagns dómsskjala, sem voru á
annan tug þúsunda blaðsíðna. Ekki
sýnist fræðilegur möguleiki á að
dómarar Hæstaréttar hafí haft tíma
til að lesa öll dómsskjölin og skilja,
sumir samhliða öðrum tímafrekum
störfum — málafjöldi fyrir Hæsta-
rétti og slæmur aðbúnaður dómara
er einnig umhugsunarefni í þessu
samhengi og kann að snerta réttar-
öryggi þegnanna — eða þess vegna
stöðu opinbers ákæruvalds, svo
jafnræðis sé gætt.
í niðurlagi greinar sinnar segir
Davíð Þór: „En hver ætlast svo sem
til þess að þeir (Hafskipsmenn, inn-
skot höf.) geti litið hlutlaust á mála-
vexti?“ Þótt hér sé háðulega orðað
er þetta að sjálfsögðu rétt athugað
hjá lögfræðikennaranum, enda gera
jafnvel íslensk lög ekki ráð fyrir
slíkum ofurmennum í hópi sakborn-
inga. Hlutlægni má hins vegar
krefjast af fræðimönnum, ekki síst
þegar þeir koma fram á opinberan
ritvöll. Þá er einnig til þess að taka
að í lögum um meðferð opinberra
mála er m.a. kveðið skýrt á um
hlutlæg vinnubrögð rannsóknara
og ákæruvalds, þar sem horfa ber
jafnt til þess sem getur leitt til sekt-
ar eða sýknu sakbomings, og er
um bein lagafýrirmæli að ræða. Er
nokkurt umhugsunarefni hvernig
til tókst í þeim efnum í áralöngum
og hamfarakenndum málarekstri
Hafskips-Útvegsbankamálsins, allt
frá skiptarétti til rannsóknarlög-
reglu og þaðan um grýttan veg
þriggja mismunandi handhafa
ákæruvaldsins.
Hér skal fullyrt og byggt á þekk-
ingu á málavöxtum að hlutlæg
rannsókn myndi leiða í ljós ekki
tugi, heldur hundruð atriða, þar sem
fram kemur ótvírætt að þessari
grundvallarreglu í íslensku réttarf-
ari var ekki beitt og mannréttindi
sakþorninga fótum troðin, svo að
við refsilög kann að varða. Því telst
málefnalegt, ef til umhugsunar
mætti verða, að ljúka greininni með
sama hætti og hún var byijuð, þ.e.
með fyrirsögn úr grein Davíðs Þórs
Björgvinssonar: „Hverjir geta litið
hlutlaust á málavexti?" — reyndar
hafa vankvæði þess lengst af verið
helsti Akkillesarhæll Hafskipsmáls-
ins allt frá því í árdaga slyssins.
Höfundur er fyrrum
stjórnarformaður Hafskips hf.
Tónleikar sama og Grænlendinga
Grænlendingarnir Anda Kuuitsi og Pauline Motzfeldt Lumholt.
_________Tónlist_____________
JónÁsgeirsson
Mjög fróðlegir tónleikar voru
haldnir í Norræna húsinu sl.
mánudag en þar fluttu samar frá
Noregi og Grænlendingar tónlist
þjóða sinna, ásamt því að segja
frá ýmsu því sem er tengist söng-
mennt þeirra.
Ánte Mikkel Gaup og Ola Graff
ásamt Juhan A. Gaup fluttu
söngva, sem einu nafni nefnast
„Joika“ og fer þar saman mjög
sérkennileg tónskipan og flutn-
ingsmáti, sem trúlega á sér langa
hefð. Joika er persónuleg tjáning
söngmannsins, bæði með og án
texta. Þessi undarlega seiðandi
söngur fjallar ekki um viðfangs-
efni, hann er sjálft viðfangsefnið.
Tvær gerðir voru uppfærðar á
þessum tónleikum og það var jo-
ika, uppfært af Juhan A. Gaup,
þar sem tónskipanin er nánast
lestónn og joika sem Ánte Middel
Gaup söng af mikilli innlifun, þar
sem tónskipanin var mun la-
grænni og hrynfastari en í Ieslög-
unum hjá Juhan. Sömunum til
aðstoðar var Ola Graff, sem hefur
lagt sig eftir sögu joika-Iistarinn-
ar.
Á seinni hluta tónleikanna
fluttu trommudansarinn Anda
Kuuitsi og Pauline Motzfeldt
Lumholt grænlenska söngva og
dansa en slíka dansa hefur nokkr-
um sinnum borið fyrir augu og
eyru íslendinga, þó minna hafí
heyrst af eiginlegum söngvum
þeirra. Það sama má segja um
grænlensku tónlistina og joikalög
samanna, að tónskipanin er ákaf-
lega einföld. í samspili tromm-
unnar og söngsins má heyra sér-
kennilegt dæmi um „heterofóníu",
þar sem trommuslögin hafa sjálf-
stæðan hryn á móti líðandi tón-
ferli lagsins.
Tónleikar þessir voru skemmti-
legir og vel uppfærðir og í raun
stórkostleg andstæða þeirrar al-
þjóðlegu sambræðslu fjölmiðlun-
ar, sem hvílir eins og galdrakápa
á herðum Vesturlandabúa. Einn
tónleikagesta velti því fyrir sér,
hvort samar og Grænlendingar
léku ekki djass og virtist ekki
skilja, að þessir útverðir fornra
menningarhefða hefðu lent utan
við fjölmiðlasambræðslu nútímans
og varðveitt þýðingarmikinn arf,
sem með engu móti má týnast.
rux;
dWn'M»WWjr
H I
sogu
Saga er með fjölbreytt úrval
bílaleigubíla víðs vegar um heim.
ATHUGIÐ SÉRTILBOÐ Á FERÐUM
TIL LUXEMBORGAR OG
AMSTERDAM í JÚLÍ OG ÁGÚST
- BÓKIST FYRIR 15. JÚLÍ.
Einnig bjóðum við gott úrval
íbúða og sumarhúsa víðs vegar
um Evrópu.
Lúxemborg frá kr. 26.500,-
fimmtud. og föstud. - 2 vikur, flokkur A
Daun Eiffel og Biersdorf
Draumastaðir fjölskyldunnar.
Winterberg og Weingartner
Gisting í sérflokki
Kaupmannahöffn frá kr. 36.100,-
Föstudagar- 2 vikur, flokkur A
Amsterdam frá kr. 26.300,-
Mánud. og þriðjud. - 2 vikur, flokkur A
Við bjóðum einnig mjög gott úrval
fyrsta flokks íbúðargistingar á
Frönsku Rivierunni
- staðir í sérflokki.
Á ítaliu erum við með gistingu við
Gardavatnið og í Bibione.
Bandarikin
Verð á bíl í viku með kaskói og
ótakmörkuðum akstri.
Orlando Baltimore
8.700,- 14.500,-
10.200,-
11.600,- 16.000,-
17.500,- 22.600,-
X-Geometro
Z-Cavalier
#C-Buick Skylark
V-Mini van
Staðgreiðsluverð á gengi 26.6.’91
Miðað er við 4 saman í bíl
FERÐASKRIFSTOFAN