Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 14

Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 Wafa og Zoheil Saddamaðdáandi og sonurinn Akmed. Blaðamaður Morgunblaðsins í Irak Vanessa Redgrave við komuna til A1 Rasheed. „Við höfum í öðru að snúast nú en framleiða eiturvopn“ Kynjasögur um Saddam, eftirlit og upplýsingaráðherra að fá uppreisn æru Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir „VIÐ höfum annað við tíma okkar að gera um þessar mundir en framleiða eiturvopn. Hernaðaruppbygging getur ekki haft forgang nú þegar iðnaður og aðrir atvinnuvegir eru í rúst. Það er mikið miskunnarleysi að ekki skuli vera aflétt viðskiptahömlunum og því erum við illa staddir með alls konar nauðsynlega varahluti og tæki sem gætu greitt fyrir að lífið kæmist á rétt ról. Við hljótum líka að krefjast þess að inneignir Iraka erlendis verði affrystar snarlega svo við getum tekið upp viðskipti á jafnréttisgrundvelli." Ég var á fundi hjá iðnaðarráð- herra íraks, dr. Hammedi A1 Sa- ádi. Hann er stillilegur í fasi og notaði ekki sterk orð en varð tíðrætt um óréttlætið sem írakar væru beittir þó þeir hefðu sam- þykkt alla skilmála sem þeim voru settir við vopnahlésgjörðina. Þessa daga var sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í írak til að rannsaka vopnabúr og verksmiðjur þar sem ajungilak. IGLOO SVEFNPOKINN MEST SELDI POKINN í EVRÓPU SUMARTILBOÐ KR. 10.990 STGR. -3KMAK FWMUR SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 grunur lék á að annað tveggja væru geymd efnavopn eða alla vega efni til að búa þau til. Dr. Saádi sagði það hvarflaði ekki að írökum annað en leyfa þeim að- gang að því sem væri á þeirra verksviði að kanna. Til marks um þann hægagang sem er enn á öllu í landinu vegna viðskiptabannsins má nefna að nú eru aðeins framleidd 2 þúsund megavött rafmagns en ársfram- leiðsla var áður 9 þúsund. Ráðherr- ann bjóst við að í lok ársins gæti hún þó verið komin í 6 þúsund megavött og þar með tækist ekki að auka hana meira nema banni yrði aflétt og írakar fengju aðgang að inneignum sínum erlendis á ný. Síðustu árin hafa verið byggð orkuver í landinu með framleiðslu- getu upp á þúsund megavött til að fullnægja aukinni eftirspurn. Þetta hefur verið í samvinnu við ítali, Þjóðveija og Breta en trúlegt að ekki verði af þvi í bráðina við núverandi aðstæður. Ráðherrann sagði um það spurð- ur að írakar ætluðu ekki að hika við að vinna með neinum erlendum fyrirtækjum eftir að ástandið kæmist i lag. Bandarísk fyrirtæki, bresk eða frönsk — „þau eiga öll aðgang að vinnu hér hvað sem stríðsrekstri þeirra á hendur okkur líður“ sagði hann. Það hefur verið í fréttum síðustu daga að fyrrnefndum fulltrúum SÞ hafi verið meinaður aðgangur að einhveijum verksmiðjum og Irakar hafi til að byija með notað þann fyrirslátt til að hleypa þeim ekki inn að stóra Eid-hátíðin hafi verið að ganga í garð. Ráðherrann sagði að ekki kæmi annað til greina en vinna með eftirlitsnefndarmönn- um. „Þeir fá aðgang að því sem þeir óska eftir og er í samræmi við þeirra hlutverk," sagði dr. Sa- ádi. Svo virðist þó sem þessir er- lendu fulltrúar geri sér ekki alls kostar grein fyrir mikilvægi þeirrar hátíðar. Sömuleiðis læðist óneitan- lega að mér grunur um að þeir hafi þanið verksvið sitt nokkuð út. Mér finnst ennfremur það bera keim af ofsóknarbijáli að ganga svona nokkurn veginn út frá því sem gefnu að eitthvað gruggugt sé á seyði þó írakar vilji fá að halda sína hátíð í friði eða að nefndin haldi sig innan sinna marka. Nú hef ég í sjálfu sér ekki hugs- að mér að taka til þess afstöðu hvort írakar eru að fela búnað eða ekki. í sjálfu sér mættu Sameinuðu þjóðimar þó ígrunda að það er fáránlegt að ætla sér að ganga svo hart að írökum að þeir geti ekki einu sinni séð um lágmarksland- vamir. Öllum er kunnugt um að ísraelar ráða yfir kjarnorkuvopn- um, að Sýrlendingar eiga efna og eiturvopn og það hefur verið talað hljótt um að Saudar og íranir séu að koma sér upp alls kyns græjum til að framleiða efna- eða jafnvel kjarnorkuvopn. Þegar ég ræði þetta við íraska kunningja koma þessar röksemdir jafnan upp og mér þykir það í sjálfu sér rökrétt. Það er eitt sem ekki hefur brugðist þó fæst annað gangi. Öryggisþjónustan starfar af krafti. Erlendir blaðamenn hafa ekki ýkja mikið athafnafrelsi fremur en fyrri daginn hvað sem líðuryfirlýsingum um aukið svigrúm þeirra og vænt- anlegar umbætur í lýðræðisátt. Blaðamenn eru sem fyrr látnir vera á Hotel A1 Rasheed og þar er ekki undan neinu að kvarta nema verðlaginu sem hefur hækk- ' að meira en ég hefði getað gert mér í hugarlund. Það er á allra vitorði að hlerunarbúnaður er í herbergjum blaðamanna en það talar enginn um það. í stóru for- dyri hótelsins sitja daginn út og inn einhveijir náungar sem hafa að því er virðist lítið annað að gera en gera einhveijum viðvart ef blaðamaður fer út án þess að hafa gert þeim góðu mönnum herra Udeh og herra Khalid við- vart á blaðamannamiðstöðvarborð- inu. „Hótelið hefur sérstaka bílstjóra sem æskilegt er að þið notið,“ var mér bent kurteislega á við kom- una. Ég nýtti mér þjónustu þeirra í tvo daga og bílstjórinn Zooheil var bæði vænn og gjörvilegur og stækur Saddamsinni. Hann bauð mér heim til sín og ég heilsaði upp á fjölskylduna, konuna, soninn fjögurra mánaða, mágkonur hans tvær og tengdaforeldra auk nok- kurra frænda og frænka. Önnur mágkona hans er enskukennari en hún virðist starfa í þjónustunni í tómstundum. Hún spurði mig spjörunum úr um afstöðu mína til Saddams Hussein ... „Við höfum myndir af honum í hveiju herbergi því okkur þykir svo vænt um hann.“ Og Zooheil sýndi mér brúð- armyndina af sér og konu sinni sem var tekin við stóra mynd af forsetanum. „En sniðugt," sagði ég. „Þetta er nákvæmlega eins mynd og ég fékk þegar ég var hér siðast og hef gætt hennar vel. Svo á ég púða með áþrykktri mynd af forsetanum ykkar.“ Fjölskyldan laust upp fagnaðarópi þegar þetta var þýtt; skýrslan um mig hefur ábyggilega verið góð þann daginn. En ég var greinilega stundum til vandræða. Kvöldið eftir ég kom birtist íraskur kunningi, bílstjóri í tveimur síðustu ferðum, Eytan Imam, að heimsækja mig og bjóða mér í bíitúr og heim að hitta famel- íuna. Hann var rekinn úr starfi sem bílstjóri, en er raunar tæknifræð- ingur að mennt, við A1 Rasheed í mars þegar hreinsun var gerð meðal bílstjóranna. Hann hefur ekki legið á skoðunum sínum og á sér nú þann draum að komast úr landi með fjölskyldu sína. Ég fór niður að hitta hann því ég hélt að erfíðara væri að koma hlerunum við í þessum víðáttumikla forsal. Hann sagði að fylgst væri með öllum ferðum sínum og hann væri orðinn logandi hræddur. Ég sagði það væri skynsamlegra að við skröfuðum saman utan hótelsins og mér litist prýðilega á þessa hugmynd að fara í bíltúr. Við vor- um að labba áleiðis að útidyrunum þegar starfsmaður blaðamannam- Viðgerð er hafin á kúpli einu moskunnar í Bagdad sem Iðnaðarráðherrann dr. Saádi og linakk- ég veit til að hafi skemmst í Ioftárásunum. inn á túlknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.