Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/Frímann Verið að undirbúa að koma sanddæluprammanum á réttan kjöl. Sanddælupramminn Mjölnir: Náðist upp eftir níu mánuði í sjó SANDDÆLUPRAMMINN Mjölnir, sem sökk við hafnargarðinn í Keflavík 25. september 1990, náðist á flot s.l. þriðjudag og var dreg- inn upp í fjöruna skammt frá höfninni á síðdegisflóði á miðvikudag. Afríkuflugið hjá Atlanta gengur framar vonum - segir yfirflugstjóri félagsins Jeddah, Saudi-Arabíu, frá Gunnari Þorsieinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA flugfélagið Atlanta hefur annast flug fyrir ríkisflugfé- lag Súdans, Sudan Airways, í rúman mánuð. Samkvæmt upphafleg- um samningi flugfélaganna er verkefnið nú rúmlega hálfnað. Þotan sem Atlanta notar er af gerðinni Lockheed Tristar L-1011, rúmar 345 farþega og er stærsta flugvél íslendinga. Fjórtán íslend- ingar starfa hjá Atlanta í Afríku og við Persaflóa. Verið var að draga prammann frá ísafírði til Voga þegar honum hvolfdi út af Garðskaga og var hann dreginn til hafnar í Keflavík. Þar sökk hann daginn eftir þegar reynt var að koma honum á réttan kjöl. Pramminn var á töluverðu dýpi, 14-18 metrum, og um sex metrar voru niður á hann. Hann náðist á flot með því að dælt var lofti inn í loftheld rými. Áður höfðu kafarar losað gröfu prammans frá. Það eru þrír kafarar frá Reykjavík sem tóku verkið að sér, Gunnar Ágústsson, Sigurður Klein og Björn Bjarnason, en pramminn er í eigu Vátrygginga- félags íslands. Að sögn hafnsögumannsins í Keflavík voru allar aðstæður til verksins ákjósanlegar, það hreyfði ekki vind og sjórinn var sléttur. Unnið hafði verið að því að ná prammanum á flot hátt í eina viku. Bjöm sagði í samtali við Morgun- blaðið að þyngd prammans væri 150-170 tonn. Hann sagði að þeir hefðu fyllt prammann Iofti þar sem því hefði verið hægt að koma við auk þess sem 20 tonn af lyftipokum hefði verið festar á hann. Hann væri nokkuð heillegur að því undan- skildu að önnur hliðin væri rifin og yfirbyggingin væri skemmd. Ekki væri vitað um ástand vélanna sem eru tvær. Bjöm vildi ekki upplýsa hve mikið þeir félagar bæru úr být- um, en hann bjóst við að þeir fengju einhveijar prósentur af verðmæti prammans. Talið er að verðmæti prammans sé á bilinu 60-70 milljón- ir kr. í október á síðasta ári vom gerð- ar nokkrar tilraunir tii að ná prammanum á flot og voru í því skyni festir fjórir tankar við pramm- ann sem fylltir voru lofti. Þá var einnig 10 þúsund lítrum af gasolíu dælt af tönkum prammans. Könnun var gerð í máímánuði. Úrtak var valið úr þjóðskrá meðal landsmanna 15-70 ára og fengust 884 svör. Andstaða við kvótasölu er samkvæmt mest í elstu hópunum. Þannig voru 80% svarenda 55-70 ára andvíg kvótasölu og 76% á aldr- inum 45-54 ára, 68% 35-44 ára, 66% 25-34 ára en 42% fólks 15-24 ára. í könnuninni var einnig spurt hvort svarendur fylgdust með um- ræðum um kvótakerfi og sjávarút- veg. 15% sögðust alltaf fylgjast Starfsmenn Atlanta við Afríku- flugið eru alls 27, þar af 14 íslend- ingar en aðrir eru Bandaríkjamenn og einn er frá Finnlandi. Ásgeir Christiansen er yfirflugstjóri Atl- anta í Afríku. Áð sögn Ásgeirs hefur þotan flogið 10 klst. á dag að jafnaði og fyrsta mánuðinn flutti Atlanta um tuttugu þúsund farþega i Afríku. „Flugið hefur gengið framar öllum vonum og allir starfsmenn félagsins leggjast á eitt um að láta hjólin snúast. Flugvélin hefur reynst einstaklega vel og við höfum aðeins þurft að framkvæma hefðbundið daglegt viðhald,“ sagði Ásgeir Christians- en í samtali við Morgunblaðið. í megindráttum skiptist Afríku- verkefnið í tvennt. Annars vegar er verið að flytja pílagríma frá Súdan og nokkrum Afríkuríkjum til og frá Jeddah í Saudi-Arabíu og hins vegar er flogið á hinum ýmsu áætlunarleiðum Sudan Air- ways. Fyrri hluti pílagrímaflutn- með, 21% oft, 27% stundum, 24% sjaldan og 11% aldrei. Andstaða við kvótasölu er samkvæmt könnuninni því meiri því betur sem svarendur fylgjast með umræðum um kvóta- kerfi og sjávarútveg. 73% þeirra sem alltaf fylgjast með eru andvígir kvót- asölu og 70% þeirra sem fylgjast oft með. 67% þeirra sem stundum fylgj- ast með eru andvígir, 53% þeirra sem fylgjast sjaldan með og 55% þeirra sem aldrei fylgjast með eru andvígir kvótasölu. inganna hófst 27. maí sl. en fyrir fáeinum dögum hófst heimflutn- ingur pílagrímanna. Aðeins um fjögur þúsund pfla- grímar fara frá Súdan í ár en píla- grímaferðir frá öllum löndum hafa dregist mikið saman og gætir þar áhrifa Persaflóastríðsins. Samtals er búist við 1,5 milljónum píla- gríma til Mekka í ár, þar af rúm- lega 500 þúsund með flugvélum. Til samanburðar má geta þess að þegar ferðalög af þessu tagi náðu hámarki á níunda áratugnum kom um ein milljón pílagríma flugleið- is. í júnímánuði voru áramót hér í Saudi-Arabíu sem og hjá múha- meðstrúarmönnum um allan heim og gekk árið 1411 í garð. Afríkuflug Atlanta að þessu sinni er ólíkt fyrri verkefnum ís- lendinga í þessum heimshluta vegna þess hve víða um álfuna og Persaflóa er flogið. Aðalbæki- stöðvar Atlanta eru í Kharthoum, höfuborg Súdans, en flogið hefur verið til 18 borga sl. mánuð. í Afríku eru áfangastaðimir orðnir þessir: Kaíró og Luxor í Egypta- landi, Tripoli í Líbýu, Lagos, Kano og Kaduna í Nígeríu, Bandjul í Gambíu, Accra í Gana og Ndjam- ena í Tsjad. Eftirtaldir áfangastað- ir eru við Persaflóa: Jeddah í Saudi-Arabíu, Sana og Aden í Jemen og Sameinuðu furstadæm- in: Abu Dhabi, Dubai, Oman, Shaijah og Doha. Frá og með 7. júlí nk. mun þota Atlanta einnig fljúga áætlunarflug tvisvar í viku milli Kharthoum í Súdan og Lond- on með viðkomu í Róm og Kaíró. Lengsta flugleið þotunnar er tæp- ar 8 klst. og það er milli Jeddah í Saudi-Arabíu og Bandjul í Gamb- íu, eða milli Atlantshafsins og Rauðahafsins, þvert yfír Afríku. Lockheed Tristar L-1011 er stærsta flugvél sem skráð er á íslandi og jafnframt eina breiðþot- an í flugflota íslands. Þotan, sem er þriggja hreyfla, rúmar 345 far- þega. Hún vegur 195 tonn full- hlaðin og hefur rúmlega 9 klst. hámarksflugþol. Sudan Airways rekur sex flug- vélar, tvær Boeing 737-200, tvær Boeing 707 og tvær Fokker 50 skrúfuþotur. Þá á félagið í pöntun tvær nýjar tveggja hreyfla breið- þotur af gerðinni Airbus A 310 og er fyrirhugað að taka þær í notkun á næstu vikum og mánuð- um. Núna er háannatíminn hjá Sudan Airways og því var gripið til þess ráðs að leigja íslenska þotu frá Atlanta. Höggmynd Péturs af- hjúpuð við Sæbraut HÖGGMYNDIN Partnership eft- ir Pétur Bjarnason listamann verður afhjúpuð á sjávarbakkan- um við Sæbraut gegnt Seðla- bankanum og gamla útvarpshús- inu 4. júlí næstkomandi. Bandarísku sendiherrahjónin á íslandi, þau Charles E. Cobb Jr. og Sue Cobb, færa Reykjavíkurborg höggmyndina að gjöf í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan formlegu stjórnmálasambandi var komið á milli íslands og Bandaríkjanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra og fráfarandi borgarstjóri veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd þjóðar- innar og Reykjavíkurborgar. Stein- grímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra mun einnig flytja ávarp en faðir hans, Hermann Jón- asson, var forsætisráðherra þegar stjómmálasambandi var komið á milli íslands og Bandaríkjanna. Partnership er stærsta bronsaf- steypa sem gerð hefur verið á ís- landi og er hún táknræn fyrir vin- samlegt samband og náið samstarf þjóðanna tveggja á þessu fímmtíu ára tímabili, segir í frétt frá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna. Athöfnin hefst kl. 16.15 við Sæ- braut. Könnun Gallup fyrir Sjávarfréttir: 66% eru andvíg kvóta- sölu milli útgerðarfélaga 66% ÞEIRRA sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem Gallup á íslandi gerði fyrir tímaritið Sjávarfréttir reyndust andvígir því að útgerðarfé- lögum sé heimilt að kaupa og seija kvóta sín á milli. 34% voru því fylgjandi. Verð frá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SÍMI 689900 Morgunoiaoio/Ldney öiguroaraouir Hljómsveitin Kokteill á bryggjunni þar sem Þorsteinn GK liggur bundinn. Þórshöfn: Bátur í stað bilaða bílsins Þórshöfn. HLJÓMSVEITIN Kokteill frá Raufarhöfn kallar ekki allt ömmu sína, þvi þegar hljómsveit- arbíllinn þeirra bilaði á síðustu stundu, þá stukku þeir út i bát og sigldu til Þórshafnar með hljóðfærin sín. Hljómsveitin átti að spila á dans- leik á Þórshöfn um þjóðhátíðarhelg- ina og þar sem meðlimirnir eru flestir vanir sjónum, þá lá sú leið beinast við. Hljóðfærin voru því drifin úr biluðum bílnum og um borð í Þorstein GK og var mikill dansleikur haldinn á Þórshöfn um kvöldið. - L.S. Honda *91 Civic Sedan 16 ventla Karls Sighvatssonar minnst í Þjóðleikhúsinu FYRIR stuttu fórst tónlistarmað- urinn Karl Sighvatsson í bílslysi. Til að heiðra minningu hans halda nokkrir tónlistarmcnn minningartónleika í Þjóðleikhús- inu annað kvöld, fimmtudag. Ágóða af tónleikunum verður varið í minningarsjóð um Karl. Að sögn Jakobs Magnússonar, sem skipulagði tónleikana, koma fram á tónleikunum hljómsveitir sem Karl spilaði með og einnig hljómsveitir sem leika munu lög sem Karl gerði með ýmum hljóm- sveitum. Fram koma Þursaflokkur- inn, Mannakorn, Bubbi Morthens, GCD, hljómsveit Bubba og Rúnars Júlíussonar, Nýdönsk, Ellen Kristj- ánsdóttir með félögum úr Mezzo- forte, Spagettíjass og Síðan skein sól. Jakob sagði einnig að líklega myndi Trúbrot koma fram í ein- hverri mynd, en ekki hefði tekist að fá til landsins söngkonuna Shady Ovens til að koma fram með hljóm- sveitinni. Hilmar Om Hilmarsson mun flytja hugvekju og ljóðskáld lesa ljóð. Jakob sagði að ágóði tónleikanna rynni í Minningarsjóð um Karl J. Sighvatsson, en þegar hefðu sjóðn- Karl Sighvatsson. um borist nafnlaus framlög upp á um tvær milljónir króna. Sjóðurinn mun styrkja efnilega orgelleikara til náms og orgelkaup, en úr honum verður veitt fé árlega. Tónleikarnir í kvöld verða hljóðritaðir til útgáfu síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.