Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
Japanskir bændur mótmæla
Reuter
Japanskir bændur mótmæla hér hugmyndum um að leyfa innflutning á hrísgijónum til Japans. Þeir hafa
efnt til mótmælasveltis fyrir framan landbúnaðarráðuneytið í Tókýó til að krefjast þess að banni við slík-
um innflutningi verði ekki aflétt.
Heittrúarmenn í
Alsír yfirbugaðir
Algeirsborg. Reuters.
ALSÍRSKA lögreglan handtók á mánudag um 800 heittrúarmenn
um allt landið, um sólarhring eftir að leiðtogar Islömsku freisishreyf-
ingarinnar (FIS) voru handteknir. Sama dag réðust öryggissveitir
alsírsku lögreglunnar á höfuðaðsetur heittrúarmanna innan FIS í
Algeirsborg og náðu því á sitt vald eftir snarpan skotbardaga. Þess-
ar aðgerðir benda til þess að alsirska lögreglan ætli sér að taka á
heittrúarmönnum af aukinni hörku en síðustu sólarhringa hafa átök
geisað á milli lögreglu og liðsmanna FIS.
Fjórir menn féllu og 15 særðust
í átökum sem brutust út eftir hand-
töku Madanis og Belhadjs, en þeim
er gefið að sök að hafa skipulagt
og haft forystu um samsæri gegn
stjórnvöldum. Sid Ahmed Ghozali,
forsætisráðherra Alsírs, sagði frétt-
amönnum að tvímenningarnir
myndu bráðlega verða leiddir fyrir
rétt.
Alsírski herinn dró úr umsvifum
sínum í höfuðborginni í gær og
voru bæði hermenn og skriðdrekar
kallaðir til bækistöðva sinna. Aðfar-
anótt þriðjudags voru skriðdrekar
á ferð í borginni og skothvellir og
vélbyssuskothríðir heyrðust annað
veifið en undir morgun var allt með
kyrrum kjörum og flestir skriðdre-
kanna horfnir af götunum. Her-
menn og óeirðalögreglumenn voru
þó í viðbragðsstöðu í Algeirsborg í
gær.
Síðan Chadli Benjedid, forseti
Alsírs, lýsti yfir umsátursástandi í
kjölfar mótmæla heittrúaðra músl-
ima gegn stjórnvöldum, hefur her-
inn beitt ýmsum aðferðum í viður-
eign sinni við heittrúarmenn, t.d.
minnkað og aukið umsvif sín í höf-
uðborginni til skiptis.
♦ ♦ ♦
Edúard Shevardnadze um myndun nýrra stjórnmálasamtaka:
Okkar helsta markmið að
varðveita perestrojkuna
H LOS ANGELES - Sjónvarps-
leikarinn Michael Landon, lést á
mánudag úr
krabbameini í lifur
og brisi, að sögn
fréttafulltrúa
Moskvu. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
sagði í viðtali við sovéska sjónvarpsstöð að myndun hinna nýju'
sljórnmálasamtaka, Lýðræðislegu umbótahreyfingarinnar, væri
ekki aðför að perestrojkunni, umbótastefnu Míkhails Gorbatsjovs,
forseta Sovétríkjanna. „Þvert á móti. Okkar helsta markmið er
að bjarga perestrojkunni, bjarga lýðræðinu, bjarga lýðræðisþróun-
inni og tryggja að ekki verði aftur snúið til fortíðarinnar, til alræð-
isstjórnar,“ sagði Shevardnadze meðal annars.
• Níu sovéskir frammámenn, sem misserum og á síðasta flokksþingi
allir eru fyrrum samstarfsmenn
Gorbatsjovs, undirrituðu á mánu-
dag sjö blaðsíðna
yfirlýsingu um
stofnun samtak-
anna. Meðal
þeirra eru, auk
Edúards She-
vardnadzes, hag-
fræðingurinn
Staníslav Shat-
alín, Alexander
Jakovlev, sem um
árabil var helsti
batsjovs, Gavríl
hans, í júlí á síðasta ári, sagði einn
helsti talsmaður umbótasinna,
Boris Jeltsín, sig úr flokknum.
Glæsilegur sigur hans í forseta-
kosningunum í Rússlandi í síðasta
mánuði var þvi mikið áfall fyrir
kommúnistaflokkinn. Enn eru þó
flestir þeir sem teljast til umbóta-
sinna enn félagar í kommúnista-
flokknum, þar með taldir flestir
þeir sem rituðu undir stofnyfirlýs-
ingu hinna nýju samtaka á mánu-
dag.
Öðrum flokkum en kommún-
istaflokknum var ekki leyft að
starfa fyrr en á síðasta ári. Þó að
margir nýir flokkar hafi verið
myndaðir síðan er fylgi flestra
þeirra enn óverulegt. Vegna þess
hversu þekktir menn standa að
stofnun hinna nýju stjórnmála-
samtaka er þó talið líklegt að nú
kunni að verða breyting á því.
hans. Hann var 54
.ára gamall er hann
lést. Landon öðl-
aðist fyrst frægð
fyrir að leika Jóa
Michael Landon litla í Bonanza-
sjónvarpsmynda-
flokknum og síðar lék hann m.a.
eitt aðalhlutverkið í þáttaröðinni
„Húsinu á sléttunni“ sem sýnd var
í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum
árum, tilkynnti í apríl að hann þjáð-
ist af krabbameini en sagðist vona
að hann gæti unnið bug á sjúkdómi
sínum.
■ LOS ANGELES - Leikkonan
Lee Remick Iést í gær úr krabba-
meini á heimili sínu í Los Angeles.
Hún var 55 ára gömul og hafði átt
við veikindi að stríða í tvö ár. Með-
al kvikmynda sem Remick lék í var
„Dagar víns og rósa“, en þar lék
hún áfengissjúka konu á móti Jack
Lemmon.
Edúard
Shevardnadze
ráðgjafi Gor-
Popov, borgar-
stjóri Moskvu, og Anatolíj Sobt-
sjak, borgarstjóri Leníngrad.
Hið róttæka dagblað Nezav-
ísímaja Gazeta benti á að með því
að stofna stjórnmálasamtök, en
ekki stjórnmálaflokk, eins og upp-
haflega hefði verið ætlunin, þá
væri þeim sem undirrituðu yfirlýs-
inguna gefinn kostur á að vera
áfram félagar í kommúnista-
flokknum. í september ættí svo
að halda stofnfund þar sem ákveð-
ið yrði hvort stofnaður yrði nýr
flokkur. Fram að því gætu fijáls-
lyndir menn unnið að því að kljúfa
kommúnistaflokkinn með því að
fá umbótasinna þar til að láta af
samstarfi við harðlínumenn af lífi
og sál, kerfiskarla og stalínista,
sagði blaðið.
Sumir stjórnmálaskýrendur eru
samt þeirrar skoðunar að hin nýju
samtök eigi á hættu að tengjast
kommúnistaflokknum um of í
huga almennings þar sem ekki sé
skorið endanlega á tengslin við
hann.
Það er hins vegar almenn túlkun
að með stofnun samtakanna hafi
líkurnar aukist verulega á því að
kommúnistaflokkurinn klofni.
Flokkurinn hefur átt í alvarlegri
tilvistarkreppu á undanförnum
Stöðugar skærur á milli Kró-
ata og Serba í Júgóslavíu
Tugir manna hafa látið lífið á síðustu mánuðum
Knin. Reuter. The Daily Telegraph.
Á MEÐAN átök geisa í Slóveníu á milli Júgóslavíuhers og vopn-
aðra sveita Slóvena eiga sífelldar skærur sér stað í Króatíu á
milli Króata og Serba sem þar búa. Rígurinn á milli þessara
þjóðernishópa er mjög djúpstæður og á sér rætur langt aftur
í aldir. Tugir manna úr báðum flokkum hafa verið drepnir
átökum síðustu mánuði.
Ástandið í Króatíu er mun
flóknara en í Slóveníu, þar sem
í lýðveldinu býr minnihlutahópur
um 600.000 Serba, en Króatar
eru um 4,5 milljónir talsins.
Flestir þessara Serba búa í suð-
urhluta Króatíu, nálægt landa-
mærum Serbíu. Þar búa báðir
þjóðernishóparnir saman í þorp-
um og bæjum og miklar skærur
og ofbeldi hafa sett sinn svip á
samskipti þeirra síðustu vikur.
Króatar lýstu yfír sjálfstæði sínu
í vikunni sem leið og Serbar í
Króatíu vilja ekki una við að búa
utan ríkjasambandsins, án
tengsla við Serbíu. Þeir óttast
að verða ofsóttir og strádrepnir
ef Króatía fær fullt sjálfstæði.
Króatar hins vegar saka Serba
um að vilja halda dauðahaldi í
kommúnismann og standa í vegi
fyrir framförum og eðlilegri þró-
un innan lýðveldanna.
Þessi ágreiningur á sér reynd-
ar miklu dýpri rætur og skerpt-
ist í síðustu heimsstyijöld, en
Serbar hafa sakað Króata þá
sem hlynntir voru fasisma um
fjöldamorð. Að vísu lifðu þjóðirn-
ar í sátt og samlyndi á yfírborð-
inu á meðan Tító var við völd í
Júgóslavíu, en eijurnar sem brot-
ist hafa út upp á síðkastið sanna
að grunnt hefur verið á hatrinu.
Skothríð á hverri nóttu
Hersveitir frá sambandshern-
um hafa verið sendar til þeirra
þorpa þar sem ólgan hefur verið
hvað mest. Eitt þessara þorpa
nefnist Glina. Þar voru fjórir
menn drepnir í þjóðernisátökum
í síðustu viku í skotbardögum
sem hófust þegar króatíska lög-
reglan hugðist afvopna herskáa
Serba. Að sögn Króata í bænum
voru 16 lögreglumenn teknir í
gíslingu af Serbum. Serbar segja
hins vegar að átökin hafi byijað
þegar fjórar bifreiðar mannaðar
lögreglumönnum óku í gegnum
serbíska bæjarhlutann og skutu
á allt sem fyrir varð. Byggingar
báru þess merki að mikil skot-
hríð hefði átt sér stað og svipaða
sögu er að segja frá króatíska
bæjarhlutanum. Skothríð gellur
við í bænum á hverri nóttu.
Að sögn króatískra embættis-
manna var lögreglustjórinn í
bænum Osijek skotinn til bana
af manni sem misst hafði hús
sitt í sprengjuárás herskárra
Serba. Tveir aðrir lögreglumenn
voru drepnir í bænum. Að sögn
króatíska útvarpsins færast
sprengjuárásir á hús og járn-
brautalínur sífellt í aukana og
mannrán verða tíðari. Skotbar-
dagar geisuðu á sunnudag í
bænum Borovo Selo þar sem
sextán manns fórust í átökum á
milli þjóðernishópa 2. maí
síðastliðinn.
Herinn stendur álengdar
Ólíkt því sem gerðist í Sló-
veníu stendur herinn aðeins
álengdar og fylgist með hildar-
leiknum þegar Serbar og Króatar
berast á banaspjótum. Samt eru
Serbar uggandi um að herinn
hverfi á brott á næstunni ef
Króatar og Slóvenar ná sinu
fram. „Fari herinn erum við búin
að vera. Króatar munu gera út
af við okkur“, hefur breska dag-
blaðið The Daily Telegraph eftir
Branko, 35 ára Serba sem býr
í bænum Glina. „Herinn hefur
hins vegar fullvissað okkur um
að hann fari hvergi.“ Króatinn
Gordan telur einnig að herinn
verði um kyrrt, en viðhorf hans
eru allt önnur: „Ég held að her-
inn verið áfram. Hann er að
vernda hermdarverkamennina.
Gamla fyrirkomulagið getur ekki
haldist lengur, en ég sé enga
lausn á málinu. Þetta ástand
mun vara í marga mánuði
a.m.k."
Hinn djúpstæði ágreiningur á
milli Serba og Króata lýsir sér
e.t.v. best í orðum sem Reuters-
fréttastofan hefur eftir gömlum
Króata: „Allir Serbar eru komm-
únistar og þeir vilja ekki sleppa
tökum á fortíðinni. Þess vegna
telja þeir. það ekki eftir sér að
drepa okkur.“