Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
28
Minning:
Hermann J. Ásgeirs■
son tannlæknir
Fæddur 11. mars 1942
Dáinn 25. júní 1991
Hermann Jón Asgeirsson var
fæddur á ísafirði 11. mars 1942,
sonur Kristínar Önnu Hermanns-
dóttur frá Svalbarða í Ögurvík og
Ásgeirs Guðmundar Sigurðssonar
járnsmíðameistara frá Bæjum á
Snæijallaströnd. Hann var frum-
. _ burður foreldra sinna og einkason-
ur, en tvær systur átti hann, Sigríði
Borghildi, sem er gift Ólafi Þórar-
inssyni á Akranesi og Önnu Kristínu
konu Gísla Jóns Hjaltasonar og búa
á ísafirði.
Hermann Jón sótti Menntaskól-
ann á Akureyri og brautskráðist
þaðan vorið 1962. Hann stundaði
síðan nám í tannlækningum, sem
varð ævistarf hans. Fyrst ein þrjú
ár á Isafirði, en síðan í Kópavogi
meðan starfskraftar entust.
Hinn 15. apríl 1965 gekk hann
að eiga Guðfinnu Sigurborgu Gunn-
þórsdóttur frá Seyðisfirði eystra.
Eignuðust þau fjögur börn: Gunn-
þór, Björn, Katrínu og Kristínu
- -Önnu.
Hermann Jón var fyrsta barna-
barn foreldra minna og hið fyrsta
sem kveður af þeim stóra hópi,
stóru hundraði eða meir, barna-
barna og barnabarnabarna og ég
kann ekki að telja. Mér er það mjög
minnisstætt 12. marz 1942 þegar
Sæmundur Bjarnason, skólastjóri
okkar í Ögurvíkinni, kom í frímínút-
um heiman úr Ögri, þar sem síminn
var, og sagði mér að Anna systir
mín hefði eignast dreng deginum
- áður. Ég man meir að segja hvar
ég var staddur í Ungmennafélags-
húsinu, þar sem kennt var þá. Svo
undarleg þótti mér fréttin. Ég átti
sjálfur tveggja ára bróður og þótti
í meira lagi frábrigðilegt að uppá-
halds systir mín og fóstra skyldi
hafa eignast barn.
Hermann Jón kom barnabarn
með móður sinni heim til okkar á
Svalbarða. Þá engdist þessi litli
kútur af svo grimmilegúm kíghósta
að honum var vart hugað líf. Það
voru langar og erfíðar andvökunæt-
ur. En allt fór vel og drengur óx
úr grasi. Varð tápmikill unglingur
og ærslafenginn. Þó geðgóður og
glaðvær þá og ávallt svo af bar.
Atti þó ti! stríðlundaðra að telja í
'báðar ættir og skapbrigðamanna.
Hermann Jón skilaði ágætu ævi-
starfi, þótt hann kembdi ekki hær-
ur. Það er fyrir mestu að aka heilum
vagni heim í verklok, þótt mikill
sjónarsviptir sé að svo ungum ágæt-
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
ismanni. Hann var mikill vinur vina
sinna og frændrækinn. Góður faðir
og ektamaki og í hvívetna hinn
bezti þjóðfélagsþegn.
Fyrir nokkrum árum tók að búa
um sig í Hermanni Jóni ókennilegur
sjúkdómur sem lék hann hart áður
dró hann til dauða. í slíku falli get-
ur dauðinn verið frelsun, þótt jafn
sár sé harmurinn, sem að nákomn-
um er kveðinn.
Ég sendi Guðfinnu og börnum
hennar kveðjur mínar og minna.
Önnu systur minni bið ég styrktar,
en hún missti mann sinn ágætan
fyrir skemmstu og má nú sjá á bak
einkasyninum.
Minningin um góðan eiginmann
og föður og son er mikil huggun
harmi gegn en Guð bæti um betur.
Sverrir Hermannsson
Hermann Jón Ásgeirsson gekk
ungur til liðs við Rótarýklúbb Kópa-
vogs í ársbyijun 1972 sem verðugur
fulltrúi starfsgreinar sinnar, tann-
lækninga, en hann átti bæði heim-
ili sitt og vinnustað í Kópavogi.
Hann átti þannig hátt í tveggja
áratuga starf í blóma manndómsára
sinna innan vébanda hreyfíngarinn-
ar að baki, er hann hlaut að hætta
fyrir ári sökum heilsubrests og
ganga síðan til móts við sinn skapa-
dóm.
Hermann starfaði af lifandi.
áhuga og ósérplægni í félagsskapn-
um. Einkum voru æskulýðsmál,
ferðalög og önnur gleðskaparmál
honum hugleikin. Var hann árum
saman ýmist í æskulýðsnefnd eða
skemmtinefnd, auk þes sem hann
starfaði í stjórn klúbbsins sem
gjaldkeri 1981-82. Einnig utan
skemmtinefndar bauðst hann til að
starfa með nefndinni, og þótti þá
vart raðum ráðið, nema hann kæmi
þar við. Einkum var honum hugað
um fjölskylduferðir og samkomur
með ungmennum, og átti hann
þannig drjúgan þátt í að brúa kyn-
slóðabilið. Fyrir honum var það
raunar ekkert bil, enda bjó hann
að traustum, vestfirskum hefðum í
þeim efnum.
Hugur okkar leitar í sameiginleg-
um söknuði og sorg til Gufinnu og
barnanna. Þeim vottum við dýpstu
samúð og biðjum þeim blessunar.
F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs,
Bjarni Bragi Jónsson
í dag er kvaddur i Kópavogs-
kirkju elskulegur frændi minn og
vinur, Hermann Jón Ásgeirsson,
tannlæknii;. Efst í huga nú er þakk-
læti fyrir hlýhug og vináttu í minn
garð frá okkar fyrstu kynnum og
bar aldrei skugga á. Hann fæddist
á ísafirði 11. mars 1942. Þar
bjuggu foreldrar hans, Anna Her-
mannsdóttir frá Ögurvík og Ásgeir
Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjalla-
strönd. Að þeim stóðu vestfirskar
ættir, traust og gott fólk, sem ekki
mátti vamm sitt vita. Hermann Jón
var elstur þriggja systkina, en hin
eru Sigríður Borghildur, gift Ólafi
Þórarinssyni frá Akranesi þar sem
þau búa ásamt fimm börnum sínum.
Yngst er Anna Kristín, gift Gísla
Jóni Hjaltasyni. Þau eiga þijú börn
og búa á ísafírði.
Eftir landspróf á ísafirði lá leið
Hermanns Jóns til Akureyrar, þar
sem hann settist í Menntaskólann.
Þar næst tók við háskólanám í tann-
lækningum. Hann vann á sumrin í
síldarvinnu á Seyðisfirði og stund-
aði síldveiðar á mb. Vigra með Gísla
Jóni Hermannssyni, skipstjóra,
frænda sínum. Hann var hörkudug-
legur og vann fyrir námi sínu alla
tíð.
Hermann Jón kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Guðfinnu Gunn-
þórsdóttur ættaðri frá Seyðisfirði,
hinn 15. apríl 1965. Þau hófu bú-
skap á ísafirði og þar fæddust börn-
in þeirra fjögur: Gunnþór, f. 17.9.
1965, nemandi í Garðyrkjuskólan-
um í Hveragerði; Björn, f. 27.11.
1968, starfar hjá Kópavogsbæ;
Katrín, f. 7.10. 1970, stúdent, og
Kristín Anna, f. 10.10. 1971, hún
varð stúdent í vor.
Á ísafirði setti Hermann Jón upp
tannlæknastofu, en flutti árið 1974
til Kópavogs með fjölskylduna og
setti upp tannlækningastofuna þar
sem hann starfaði þar til fyrir rúmu
ári að þrek og heilsa leyfði ekki
meira. Kom þá best í ljós æðruleysi
hans og einlæg barnatrú er hann
hlaut í arf frá foreldrum sínum.
Á kveðjustund er mönnum gjarnt
að líta yfir farinn veg, rifja upp
atvik og góðar minningar. Hermann
Jón var hár og myndarlegur mað-
ur, beinvaxinn og bjartur yfirlitum
með blik f auga og bros á vör. Man
ég hann sem ungan dreng á ísafirði,
fullan af orku og lífsgleði. Alltaf
nóg að gera, fótbolti, sund, dorgað
við bryggju og ótal margt fleira sem
gleður unga drengi. Ég sá hann
vaxa og þroskast og verða heil-
steyptan mann. Það var gott að
vera í návist hans. Að eðlisfari var
hann glaðlyndur, hafði létta
kímnigáfu sem aldrei særði. Hann
leitaði að því jákvæða í fari ann-
arra, hafði fastmótaðar skoðanir á
mönnum og málefnum og stóð fast
á sínu. Ættrækni var honum í blóð
borin og hafði hann oft forgöngu
um að halda ættarmót, hvort heldur
var í móður- eða föðurætt.
Hermann Jón var tryggur og
vinafastur. Er mér ljúft að geta
þess hve hlýr og tillitssamur hann
var ávallt við fóstru mína og hversu
vel hún kunni að meta hann og
hans ágætu konu.
Það duldist engum sem þekktu
Hermann Jón og Guðfinnu að þau
voru afar samhent og lifðu í far-
sælu hjónabandi, enda var heimilið
og fjölskyldan honum allt. Guðfinna
stóð sem klettur við hlið hans þar
til yfir lauk.
Lífshættir Hermanns Jóns voru
til fyrirmyndar. Hann hvorki reykti
né drakk, stundaði sund og göngu-
ferðir, neytti einungis hollrar fæðu,
enda hraustur vel eða allt þar til
fyrir um tveimur árum. Þá var sem
ský drægi fyrir sólu þegar hann
veiktist af þeim sjúkdómi er varð
honum að aldurtila. Baráttan var
löng og ströng. Það var sárt að sjá
hann visna og fölna dag frá degi,
eins og tré er rifið hefur verið upp
með rótum. Það er þungbært og
erfitt að skilja hvers vegna þessi
góði drengur féll frá aðeins 49 ára
að aldri, hann átti svo margt ógert.
Nú er kveðjustund, ekki leiðar-
lok. Minningin um góðan dreng
mun lifa. Þakkir og alúðarkveðjur
fylgja honum yfír móðuna miklu
„til hærra lífs og ódauðlegra
söngva".
Guðfínnu minni, börnunum og
móður hans og aðstandendum öllum
sendi ég og börn mín innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðrún Gunnarsson
Látinn er á miðjum aldri stúd-
entsbróðir, starfsbróðir og gamall
vinur. Margs er að minnast af löng-
um kynnum allt frá menntaskóla-
árum. Efst í huga er minningin um
glaðværan og trygglyndan félaga
en líka óvæginn þá sjaldan deilt var.
Hermann var víða valinn til for-
ystustarfa enda félagslyndur með
afbrigðum og vinsæll í vinahópi.
Hann var m.a. einn af stofnendum
íþróttafélags Kópavogs og starfaði
lengi í stjórn þess félags. Þá var
hann jafnan sjálfsagður forystu-
maður fyrir stúdentahópnum frá
MA1962 og svo mætti áfram telja.
Sem tannlæknir starfaði Her-
mann aðallega við barnatannlækn-
ingar, hann aflaði sér framhalds-
menntunar á því sviði og kenndi
þau fræði við tannlæknadeild HÍ
um skeið.
Hermann var hávaxinn og ljós
yfirlitum, karlmannlegur og glæsi-
legur í senn. Nú, þegar hann er
allur eftir erfiða sjúkdómsbaráttu
eru margir sem syrgja. Ég kveð
hann fyrir hönd stúdentahópsins frá
MA 1962, við höfum misst foringja
okkar en mestur er þó missir Guð-
finnu og barnanna, sem sjá á bak
eiginmanni og föður, er lét sér svo
annt um hag þeirra. Ég kveð hann
fyrir hönd okkar Hrafnhildar.
Blessuð sé minning Hermanns
J. Ásgeirssonar,
Loftur Olafsson
Mig langar með örfáum orðum
að minnast frænda míns Hermanns
Jóns Ásgeirssonar frá Isafirði. Við
vorum bræðrabörn Óskars og Ás-
geirs Sigurðssonar frá Bæjum á
Snæíjallaströnd. Við ólumst upp í
faðmi fjalla á ísafirði með íjöruna
umleikis okkur sem var aðal leik-
vangur barna á þeim tímum.
Ég flutti ung að árum frá ísafirði
og skyldu leiðir okkar Hermanns
um sinn. Við hittumst síðar í
Reykjavík þá bæði komin í fram-
haldsskóla en Hermann stundaði
nám við MA. Enn verður hlé og
tíminn er fljótur að líða og næst
þegar leiðir okkar lágu saman erum
við bæði búin að festa ráð okkar,
orðin fullorðin og farin að reyna
okkur í lífsbaráttunni. Seinna hitt-
umst við sem áhugafólk um að af-
komendur Bæjarættarinnar næðu
saman sem er stór hópur dreifður
um allt land og út fyrir landsteina.
Þetta tókst með dugnaði margra
ættmenna og úr varð ættarmót
vestur við Djúp og árvisst í
Reykjavík í áraraðir. Þar tókum við
Hermann þátt í kórstarfi meðal
ættingja undir öruggri stjórn
frænda okkar Sigvalda Kaldalóns
yngri.
Hermann starfaði lengst af sem
tannlæknir í Kópavogi þar sem börn
mín nutu varfærnislegra og vand-
virkra handa hans og vil ég þakka
fyrir þau og ljúfar minningar á
tannlæknastofunni í kaffi með þeim
hjónum Hermanni og Guðfinnu. Það
er sorglegt að sjá mann í blóma
lífsins fölna eins og haustblóm en
þegar alvarlegur sjúkdómur heijar
á eins og í þessu tilfelli gerir maður
sér grein fyrir að mannlegur máttur
gagnar lítið. Þetta sá ég best er ég
heimsótti Hermann á Reykjalund
fyrir u.þ.b. 2 mánuðum og þakka
fyrir traust hantak í lifenda lífi.
Ég bið Guð að styrkja Önnu móður
hans, Guðfinnu og börnin þeirra.
Blessuð sé minning frænda míns.
Ragnheiður Óskarsdóttir
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast frænda míns Hermanns Jóns
Ásgeirssonar sem látinn er fyrir
aldur fram eftir fremur skamma
en átakanlega sjúkdómslegu. Á
bernsku- og æskuárum bar fundum
okkar sjaldan saman þar sem við
ólumst upp fjarri hvor öðrum, hann
á ísafirði, en ég i Reykjavík. En
eftir að Hermann hóf störf sem
tannlæknir hittumst við oftar þar
sem hann hafði umsjón með tann-
heilsu fjölskyldu minnar og fórst
það verk vel úr hendi sem og annað
er hann fékkst við. Hann var afar
laghentur og handbragð hans þægi-
legt, öruggt og fumlaust. Kona
hans Guðfinna starfaði lengstum
sem aðstoðarstúlka á stofunni og
sá um að allt væri ævinlega til reiðu
þegar á þurfti að halda. Það sagði
Hermann mér eitt sinn að af öllum
þeim aðstoðarstúlkum sem hann
hefði haft kynni af og starfað með,
bæri Guðfinna sín af þeim öllum.
Eigi ég að iýsa lyndiseinkunn
Hermanns verður mér fyrst fyrir
að nefna alúðlegt viðmót og já-
kvætt viðhorf gagnvart mönnum
og málefnum. Hann hafði hins veg-
ar ákveðnar skoðanir á hlutunum
og rökstuddi þær jafnan einarðlega
og af mikilli sannfæringu. Hann var
maður fastheldinn og lítt gefinn
fyrir breytingar breytinganna
vegna. Hann var varfærinn og ras-
aði hvergi um ráð fram. En fáa hef
ég þekkt greiðviknari og hjálpsam-
ari þegar á hefur þurft að halda
en frænda. Samúð hans var og öll
með þeim sem minna máttu sín, en
lipurð hans og lag á börnum var
einstakt og aðdáunarvert. Hann var
hinn umhyggjusami og þolinmóði
ijölskyldufaðir sem lét sig ekki
muna um að taka fullan þátt í heim-
ilisstörfunum, enda heimilið stórt
og störfin mörg.
En það var á vettvangi félgsmála
sem við Hermann störfuðum eink-
um saman. Frá því að fyrsta ættar-
mót Hærribæjarættar var haldið
árið 1980 höfum við starfað meira
og minna saman á þeim vettvangi
á hveiju ári, oft vegna skipulagn-
ingar ættarmóta, en einnig í ættar-
kórnum okkar sem oft hefur hist
og tekið saman lagið. Hermann
hafði yndi af léttri tónlist og í kórn-
um okkar naut hann sín afar vel,
lék á als oddi á æfíngunum, söng
þar tenór og gerði það vel.
Mér verður þungt um hug er ég
hugsa til þess að nú muni Hermann
frændi allur. Ekki hafði ég talið
hann í hópi þeirra er færu héðan
svo fljótt. Okkur setur hljóð þegar
spurt er: Hvers vegna? Sé til svar,
þá er það vissulega handan seiling-
ar og ekki ljóst á þessari stundu.
Hermann var góður maður í
fyllstu merkingu þess orðs. Hann
var góður og gegnheill. Megi algóð-
ur Guð líta hann í því ljósi. Blessuð
sé minning hans.
Síðustu mánuði ævi sinnar dvald-
ist hann að Reykjalundi og naut
þar einstakrar umönnunar lækna
og hjúkrunarfólks og eru starfsfólki
öllu færðar alúðar þakkir fyrir.
Eiginkonu hans Guðfinnu, böm-
unum Gunnþóri, Birni, Katrínu og
Kristínu Önnu, eftirlifandi móður,
Önnu Hermannsdóttur og systrun-
um Sigríði Borghildi og Önnu
Kristínu sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigvaldi Snær Kaldalóns
Að morgni þriðjudagsins 25. júní
lést einn af félögum okkar, Her-
mann Jón Ásgeirsson tannlæknir.
Hann kvaddi þegar sólargangur er
hvað lengstur, landið baðað í geisl-
um júnísólar frá annesjum til jökla.
Það var vissulega við hæfi, því bjart
og hlýtt var í kringum Hermann
Jón áður en hin alvarlegu veikindi
knúðu dyra, sem lögðu hann að
lokum að velli.
Hermann Jón fæddist á ísafirði
11. mars 1942. Foreldrar hans voru
Ásgeir Guðmundur Sigurðsson
járnsmíðameistari og Kristín Anna
Hermannsdóttir húsmóðir. Mennta-
skólaárunum eyddi hann á Akur-
eyri og útskrifaðist stúdent frá MA
1962. Hugurinn stóð til frekara
náms og lá leið han í tannlækna-
deild Háskóla íslands, þaðan sem
hann lauk kandidatsprófi í tann-
lækningum 1969.
Eftir námið leitaði Hermann Jón
á æskustöðvar sínar, ísafjörð, þang-
að sem hann flutti ásamt fjölskyldu
sinni og starfaði til ársins 1972.
Eftir þriggja ára farsælt starf á
isafirði fluttist fjölskyldan suður og
Hermann Jón setti upp tannlækna-
stofu í Kópavogi, þar sem hann
stundaði tannlækningar allt þar til
heilsan bilaði.
Hermann Jón leitaðist við að við-
halda menntun sinni bæði innan-
lands og erlendis. Á tímabili stund-
aði hann nám í barnatannlækning-
um í Gautaborg. Á árunum 1980
til 1984 var hann stundakennari
við tannlæknadeild HI. Þá var hann
trúr og dyggur félagi í Tannlækna-
félagi Islands og lét sig ekki vanta
á félagsfundi.
Á námsárum sínum kynntist
Hermann Jón eiginkonu sinni Guð-
finnu Sigurborgu Gunnþórsdóttur.
Börn þeirra eru Gunnþór, Björn,
Katrín og Kristín Anna.
Með Hermanni Jóni er genginn