Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 29

Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 29
góður félagi. Tannlæknafélagið þakkar honum samfylgdina og vott- ar Guðfmnu, bömum þeirra og fjöl- skyldu innilega samúð. Megi þeim famast vel um ókomna tíð. Svend Richter Mig langar til að minnast frænda míns, Hermanns Jóns Ásgeirssonar með fáeinum orðum. Hermann Jón Ásgeirsson er son- ur Ásgeirs Guðmundar Sigurðsson- ar frá Bæjum á Snæfjallaströnd og Önnu Hermannsdóttur frá Ögurvík. Afi og amma okkar Hermanns, þau Sigurður Ólafsson og María Ólafs- dóttir áttu 15 börn og var Ásgeir faðir Hermanns og Arnþúður Guð- björg móðir mín í þeim fríða hópi. Hermanni kynntist ég fyrst á ísafirði þegar ég bjó hjá Maríu móðursystur minni og föðursystur hans. Þetta var sumarið 1953 þegar Hermann var orðinn 12 ára, en ég að verða 9. Alltaf alúðlegur, alltaf hjálpsam- ur og síbrosandi þreyttist hann aldr- ei á að leiðbeina þessum aðkomu- strák úr Reykjavík. Með honum ranglaði ég um fjörur, út með fírði og inn í skóg. Löngu síðar flutti ég í Kópavog og þar lágu leiðir okkar saman á ný. Hermann var farinn að skokka eins og hraustra manna er siður. Ég slóst í för með honum og hlupum við saman á Rútstúni, af og til um eins árs skeið. Mér er það minnis- stætt hvað Hermann lagði rólega af stað. „Það borgar sig ekki að vera með neinn æsing,“ sagði hann og brosti góðlátlega. Er við fjölskyldan fluttum til Kanada á miðju ári 1982, hélt ég uppteknum hætti þegar farið var að skokka. Byijaði rólega, hugsaði um Hermann og reyndi að halda sama hraða og hugarfari. Er ég fluttist aftur heim til íslands í árs- byijun 1984 var Hermann hættur að skokka, vegna eymsla í baki. Það var nánast sjálfgert að leita til Hermanns um tannlækningar, þar sem við bjuggum í sama bæjar- félagi. Hermann hafði einstakt lag á að deyfa tönn þannig að maður fann ekki til. Hann fór varlega og „deyfði á undan nálinni". Kannske kunna fleiri þessa list, sem drengur svo mjög úr hræðslu manna við slíkar heimsóknir. Hermann talaði í sífellu um alla heima og geima og beindi þannig athyglinni frá sjálfri tannviðgerð- inni. Hjá honum var ég í áratug og síðast haustið 1989. Þá dáðist ég að því hvað hann var orðinn öruggur og hvað maður fann lítið til. Jafnvel tannúrdráttur varð að eins konar kurteisisheimsókn og spjalli yfir kaffibolla. Árið 1980 var haldið ættarmót í minningu afa okkar og ömmu, þeirra Sigurðar Ólafssonar og Maríu Ólafsdóttur frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Við það tækifæri stofnuðum við ættingjarnir 45 manna kór, sem söng undir stjórn Sigvalda eldri bróður míns. Við Hermann sátum hlið við hlið á æf- ingum, hann í tenór, ég í bassa. Þá var oft glatt á hjalla og stundum gantast yfir því að hann var hærri í sæti en ég, þótt ég væri hávaxn- ari uppistandandi. Hermann var iðinn við að læra sína rödd og taldi ég hann máttarstólpann í tenórnum, að öðrum ólöstuðum. Þegar verið var að undirbúa árs- hátíð 1984, þurfti ég að leita til Hermanns, sem formaður skemmti- nefndar. Hann hafði fyrir sið að skrifa niður nöfn allra, sem mættu á ættarmót og árshátíðir. Einnig mátti ganga að vísum ýmsum praktiskum upplýsingum um hvað gert var til gamans, hvað var í matinn og hveijir sáu um hvað. Það er stórt skarð fyrir skildi nú eftir fráfall Hermanns. Hann var alltaf drífandi í að komast á mann- fagnað og stuðla að því að fólk hitt- ist. Ég veit ekki um neinn sem kemur í hans stað á þessu sviði. Guðfinna, Gunnþór, _ Björn, Katrín og Kristín Anna. Ég sendi ykkur hugheilar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Megi Guð vera með ykkur. Örn S. Kaldalóns og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 29 Minning: Ólöf Ólafsdóttir Fædd 20. júlí 1923 Dáin 25. júní 1991 í dag kveð ég elskulega frænku mína, Lólu, eins og ég kallaði hana alltaf. Lóla var eina móðursystir mín og fyrir mér hefur hún alltaf verið afskaplega mikils virði og sérstök. Þegar ég var lítil stelpa man ég að Lóla kom fram við mig sem fullorðna manneskju, en það var eitt af því sem ég mat mikils og raunar held ég að of sjaldan _sé talað til barna á þennan hátt. Ég hlakkaði alltaf til þess að Lóla og Siguijón kæmu í heimsókn í Efra- Lón á sumrin, og þau sumur sem þau komu ekki fundust mér ekki eins mikil sumur. Að koma í Grund- argerði, heimili þeirra Lólu og Sig- uijóns, var alltaf jafn indælt. Það var eitt mesta tilhlökkunarefni suð- urferða minna að koma þangað. Fjölskyldutengslin hafa ætíð ver- ið mjög sterk. Grundargerðisbörnin, sem öll eru uppkomin og sjálf búin að eignast böm, eru oft eitt eða fleiri ásamt börnum sínum stödd í foreldrahúsum. Það segir raunar meira en margt annað um þá fjöl- skyldu, að síðustu tvær vikurnar var Lóla í sumarfríi á Benidorm ásamt dóttur sinni og syni annarrar dóttur sinnar. Hún var nýlega kom- in úr þvi ferðalagi þegar hún varð bráðkvödd á heimili sínu. Lóla var fædd árið 1923 í Reykjavík, dóttir Hólmfríðar Stef- ánsdóttur og Ólafs Hjartarsonar sem þá höfðu nýlega flutt til Reykjavíkur en höfðu áður búið á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Faðir Lólu dó sama ár og hún fæddist og móðir hennar dó þegar hún var sex ára. Eina eldri systur átti hún, Guðrúnu, sem er á lífi. Þær ólust upp í Laxárdal hjá ömmu sinni, Guðrúnu Guðmundu Þorláksdóttur, og Ólafi Þórarinssyni, seinni manni hennar, sem jafnframt var afabróð- ir þeirra. Þóra Ólafsdóttir, hálfsyst- ir móður þeirra, var heima í Dal og annaðist þær systur af alúð. Eftir barnaskóla fór Lóla í Kvennaskólann í Reykjavík og að loknu námi þar hóf hún störf á Póstmálaskrifstofunni og vann þar um nokkurn tíma, eða þar til hún gifti sig. Hún vann einnig um tíma á fæðingardeild Landspítalans en þegar börnin voru vaxin úr grasi hóf hún störf á skrifstofu Hjúkr- unarskólans og starfaði þar uns skólinn var lagður niður sem sjálf- stæður skóli. Þá hóf hún störf á bókasafni Landspítalans og vann þar til dauðadags. Árið 1950 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Siguijóni Auð- unssyni jámsmíðameistara, f. 30. ágúst 1919. Þau eignuðust fimm börn á sex árum, Ölaf Hjört, f. 1951, sem er liffræðingur og kenn- ari við Ármúlaskóla í Reykjavík, Jórunni, f. 1952, sem er hjúkrunar- fræðingur á slysadeild Borgarspít- alans í Reykjavík, Vilberg, /. 1954, sem er vélstjóri hjá ísaga í Reykjavík, Hólmfríði, f. 1955, sem er fulltrúi hjá Pósti og síma í Reykjavík og Guðrúnu Sigríði, f. 1956, sem er fulltrúi hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Ég hef alltaf litið á krakkana í Grundargerði sem hálfgerð systkini mín og Lóla var alltaf miklu meira en frænka mín. Hér er ekki mein- ingin að nota háfleyg lýsingarorð til að lýsa mannkostum hennar. Slíkar lýsingar virka oft léttvægar þegar þær em komnar á blað. Hins vegar langar mig að minnast þess að alltaf þegar einhver þurfti á aðstoð eða hjálp að halda var hún reiðubúin. Hún var manneskja sem maður átti alltaf vísa. Veit ég að hér tala ég fyrir munn systra minna allra, því allar höfum við notið þess að eiga Lólu og Siguijón sem bak- hjarl. Þó hefur ekki alltaf verið mikið um heimsóknir eða samband á milli. Það skiptir heldur ekki öllu máli, því annaðhvort á maður fólk að eða maður á það ekki að. Hún gat tekið þátt í kjömm annarra á þann hátt sem því fólki einu er lag- ið sem hefur heilbrigðan hugsunar- hátt og er laust við tilgerð. Þannig gat hún tekið þátt í gleði og erfið- leikum annarra, þannig að allir ósk- uðu eftir návist hennar, hvert sem tilefnið eða kringumstæður voru. Stefanía, móðursystir hennar, sem lengi var veik og átti erfitt með að búa ein, gat alltaf leitað til Lólu þegar hún þurfti á hjálp að halda, hvort heldur var á nóttu eða degi. Þetta þótti Lólu svo sjálfsagt að ekki mátti einu sinni minnast á að þetta væri greiðvikni, hvað þá held- ur annað. Þegar ég og fjölskylda mín þurftum að leigja okkur íbúð á síðastliðnu hausti spöruðu Lóla og Siguijón okkur ómælt erfiði með því að lána okkur íbúð sem Lóla átti. Þetta eru aðeins dæmi um hjálpsemi frænku minnar. Allt var það á sömu bókina lært, þetta vom sjálfsagðir hlutir í hennar augum og tók því ekki að tala um þá. Með þessum fáu orðum kveð ég frænku mína og votta um leið nán- ustu fjölskyldu hennar innilega samúð og vona að minningin um hana styrki þau og efli í komandi framtíð. Anna Björk Sigurðardóttir Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, fijóvgar og blessun færir. (Jónas Hallgrimsson) Einn mildan júnídag stend ég í garðinum í Grundargerði harmi slegin yfir þeirri ótrúlegu fregn að við eigum nú að sjá á bak elsku- legri tengdamóður minni Ólöfu Ól- afsdóttur. Garðurinn er í blóma og allt ber vott um þá umhyggju og alúð sem lögð er í öll verk utan sem innan í Grundargerði. Ólöf hafði mikið dálæti á blómum og af sömu umhyggju og nærgætni og hún hlúði að þeim umgekkst hún sam- ferðarmenn sina í lífinu. Hlýjan og mildin sem hún sýndi okkur öllum gerir minninguna um hana bjarta og göða. Þegar ég kom fyrst á æskuheim- ili mantisins míns Ólafs Hjartar fann ég strax þá hlýju og hógværð sem streymdi frá þeim báðum, Ól- öfu og Sigurjóni. Æ síðan hef ég notið hjálpsemi þeirra og greiðvikni í ríkum mæli. Margar góðar stundir höfum við átt í Grundargerði öll fjölskyldan og var Ólöf á sinn hægláta hátt miðpunktur slíkra samfagnaða hvort sem um stórhátíðir var að ræða eða notalega hvunndagseft- irmiðdaga. Ólöf var einstaklega natin og góð amma. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor barnanna og vakti stöðugt yfir velferð þeirra. Ást hennar á börnum og málleysingjum var sannarlega ósvikin. Sjálf eign- aðist hún fimm börn sem öll bera vitnisburð um það góða veganesti sem þau höfðu úr foreldrahúsum. Hlýjan og væntumþykjan milli þeirra hjóna var einnig auðfundin og voru þau einkar samhent og samrýnd og aldrei heyrði ég þau haila orði á hvort annað. Ólöf fæddist í Reykjavík 20. júlí 1923 og voru foreldrar hennar Ólaf- ur Hjartarson, trésmiður og bóndi, og Hólmfríður Stefánsdóttir en þau bjuggu að Ytra Álandi í Þistilfirði. Ólafur Hjartarson flyst suður til Reykjavíkur ásamt konu og dóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur. Þar fæðist svo Ólöf 'Og er skírð við útför föður síns sem deyr af berklum skömmu eftir fæðingu Ólafar. Þær systur alast upp hjá móðurömmu og afa- bróður í Laxárdal í Þistilfirði því móðir litlu telpnanna sýkist einnig af berklum og deyr þegar Ólöf er aðeins sex ára. Ólöf er við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1939-43 og bjó þá lengst af hjá Vilborgu Stefánsdóttur frænku sinni. Að loknu námi hóf hún störf hjá Póstmálaskrifstofunni. Árið 1950 giftist Ólöf Siguijóni Auðuns- syni (f. 30.8.1919) járnsmíðameist- ara og bjuggu þau fyrstu búskapar- árin að Laugateigi 25 en byggja síðan hús í Grundargerði 21 og hafa búið þar síðan. Þar alast upp bömin fímm; Ólafur Hjörtur (f. 1951) líffræðingur, maki Kristín Hafsteinsdóttir kennari og eiga þau 3 böm,-Jórunn (f. 1952) heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingur. Vilberg (f. 1954) vélstjóri, maki Sigrún Ándrésdóttir skrifstofumaður og eiga þau 3 böm. Hólmfríður (f. 1955) skrifstofumaður, maki Nils Jens Axelsson rafeindavirki og eiga þau 2 börn og yngst er Guðrún Sigríður (f. 1956) skrifstofumaður sem á 2 börn. Ólöf vann frá 1963 á Landspítalanum og síðan við Hjúkrunarskóla íslands, síðustu ár- in á bókasafni Landspítalans. Að lokum langar mig að senda Siguijóni, systkinunum i Gmndar- gerði, Gullu, Þóru og ástvinum öll- um mínar dýpstu samúðarkveðjur í von um að fallegar minningar um góða konu hjálpi okkur til að sætt- ast við þann mikla missi sem við öll megum þola við fráfall Ólafar. Hafi elsku Ólöf þakkir fyrir allt. • Kristín Hafsteinsdóttir Þriðjudaginn 25. júní kvaddi samstarfskona okkar Ólöf Ólafs- dóttir þennan heim. Daginn áður kom hún glöð og endumærð í vinn- una úr sumarfríi. Hún hafði verið í þijár vikur á Spáni ásamt dóttur sinni og bamabami. Var greinilegt að hún var mjög ánægð með þá ferð og vorum við sammála um að það geislaði af henni gleðin og sjald- an hafði hún Iitið betur út. Daginn eftir var hún öll. Það er mikil eftirsjá að Ólöfu. Á Bókasafni Landspítalans starfaði hún í fjögur ár. Safnið er til húsa í gamla Hjúkrunarskólanum, nú Eirbergi, en þar hafði hún starfað í mörg ár en flutti yfir á Bókasafn Landspítalans þegar Hjúkmnar- skólinn var lagður niður. Ólöf var sérstaklega vönduð kona, þægileg í umgengni, jafnlynd og nákvæm í sínum störfum og minnumst við hennar með hlýhug. Fjölskyldan var henni hugstæð og fylgdist hún vel með barnaböríi- um sínum. Vottum við Siguijóni eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabömum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafði þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Samstarfskonur Við þökkum fyrir allar stundir sem við áttum með elsku ömmu. Alltaf tók hún á móti okkur opnum örmum og alltaf var gott að koma í Grundó og fá nýbakaðar kökur og hitta ömmu og afa. Margar skemmtilegar og glað- værar stundir höfum við átt með henni elsku ömmu. Við þökkum fyrir sönginn, sögurnar, litabæk- urnar og alla umhyggjuna. Alltaf munum við sakna hennar ömmu okkar. Við elskum hana öll. Sigurjón, Ingibjörg, Ólöf, Nils Öskar, Sigurjón Auðun, Gauti, Guðrún, Andri, Aron og Hafsteinn. Ingigerður Eiríksdótt■ irfrá Gunnarshólum Hún Gerða frænka er búin að fá hvíldina. Hún dó þriðjudaginn 25. júní og var það langþráð hvíld eftir 6 vikna erfiða sjúkdómslegu á Borgarspítalanum. Hún hafði reyndar átt við vanheilsu að stríða oft í gegnum sitt líf. Fyrir mér var Gerða frænka meira en frænka, því hún bjó á heimili foreldra minna í mörg ár. Hún var mér mjög náin, þar sem persónuleg tengsl okkar voru mikil og ekki síður milli hennar og barn- anna minna, sem hún passaði mjög oft, þegar þau voru lítil og bar allt- af mikla umhyggju fyrir. Gerða, fullu nafni Ingigerður Eiríksdóttir, fæddist að Bitru i Flóa 30. september 1910. Foreldrar hennar voiu Eiríkur Gíslason trésmjðameistari frá Bitru og Guð- rún Ásmundsdóttir frá Apavatni. Gerða fluttist með foreldrum sínum til Eyrarbakka í fallegt og reisulegt hús, sem faðir hennar hafði teiknað og smíðað og heitir Gunnarshólmi. Þau ólu Eiríkur og Guðrún upp sinn barnahóp, sem voru Elín, Ingigerð- ur, Gísli, Ingunn, Ása, Ásta, Guð- björg og Vigdís. Jafnframt ólust upp hjá þeim tvö barnabörn, Eiríkur og Jóhanna og grunar mig að Gerða hafi átt sinn þátt í uppeldi þeirra, þar sem hún giftist ekki og eignað- ist sjálf aldrei börn og tók því miklu ástfóstri við þessi systkinabörn sín. I æskuminningum mínum eru ferðirnar til Eyrarbakka afar ljósar, því við fjölskyldan fórum mjög oft að Gunnarshólma í heimsókn og dvöldum yfir helgar, því það var sú besta afslöppun sem faðir minn þekkti. Ennfremur dvaldi Matthías bróðir minn í mörg sumur á heim- ili Gerðu og Eiríks Bragasonar syst- ursonar hennar. Gerða frænka var með myndarlegri húsmæðrum sem ég hef þekkt og átti alltaf til allar tegundir af þessu góða íslenska „bakkelsi". Gestrisni var mikil á því heimili og okkar beið alltaf veislu- borð og húsið glansaði af hreinlæti. Árið 1971 fluttist Gerða til Reykjavíkur á heimili foreldra minna, Vigdísar systur sinnar og Sigurðar Matthíassonar kaup- manns. Þar bjó hún næstu 17 árin uns hún fluttist að Vistheimilinu Seljahlíð, þar sem hún bjó síðustu 2 æviárin. Börnin mín, Sigurður, Ragnheið- ur og Eiríkur, þakka frænku fyrir allt og kveðjum við hana með bæn- inni, sem hún kenndi þeim: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, guð í faðmi þinum. Ásta Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.