Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
t
Faðir minn og tengdafaðir,
GRÍMUR ÖGMUNDSSON,
Syðri-Reykjum,
Biskupstungum,
lést á Ljósheimum 1. júlí.
Grétar Grímsson, Lára Jakobsdóttir.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR
frá Urriðaá,
lést í Landakotsspítala 1. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskap-
ellu mánudaginn 8. júlí kl. 10.30.
Rósmundur Guðmundsson,
Sigrún Guðmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES GUÐMUNDSSON,
Bárugötu 17,
sem lést 22. júní, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 5. júlí kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hins látna,
láti líknarstofnanir njóta þess.
Hulda H. Guðmundsson,
Ingibjörg Jóhannesdóttir, Þórður Þórðarsson,
Kristín H. Jóhannesdóttir, Oddur B. Sveinsson,
Guðmundur Kr. Jóhannesson, Guðrún E. Halldórsdóttir,
Sveinn Jóhannesson, Siguriín R. Óskarsdóttir,
Markús Jóhannesson, Hulda Össurardóttir,
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN AUÐUNSDÓTTIR,
Bústaðavegí 89,
andaðist að morgni 29. júni.
Jarðarförin ferfram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. júlíkl. 15.00.
Blóm afþökkuð, en þeir, sem víldu minnast hennar, láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Ragnhildur Eliasdóttir,
Jón Elíasson,
Valgerður Elfasdóttir,
Höskuldur Elíasson,
Guðrún Elíasdóttir,
Hilmar Eliasson,
Elín Þorvarðardóttir,
Sigurður Þorleifsson,
Kolbrún Sigurðardóttir,
Haraldur Benediktsson,
Nanna Sigurpálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför konu minnar, móður og tengdamóður,
HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. júlí kl> 10.30.
Guðmundur Gíslason,
Magnús Guðmundsson,
Gísli Guðmundsson,
Axel Þ. Guðmundsson,
Ástþór Guðmundsson,
Fjóla Guðmundsdóttir,
Skúli Guðmundsson,
Jens G. Guðmundsson,
Ingibjörg Ó. Guðmundsdóttir,
Þóra S. Guðmundsdóttir.
Sigurrós Kristjánsdóttir,
Dagbjört Ólafsdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir,
Kristín Högnadóttir,
Sigurbjörn H. Ólafsson,
Björg Guðnadóttir,
Sigurbjörg Stefánsdóttir,
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR,
Efstasundi 73,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30.
Sigríður Sigurðardóttir, Gísli Ingólfsson,
Kristrún Sigurðardóttir, Ole Mikalsen,
Stefán Jón Sigurðsson, Anna M. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+ Útför föður okkar og tengdaföður,
ÁRNA EINARSSONAR,
Álfheimum 31,
fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helga Árnadóttir, Jónas Gunnarsson,
Guðrún Árnadóttir, Jónas Helgason,
Eínar Árnason, Hulda Sigurlásdóttir.
Sigrún Þorkels-
dóttir - Minning
Fædd 29. maí 1896
Dáin 24. júní 1991
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Nú er hún elsku amma okkar
dáin og okkur langar til að minnast
hennar með örfáum orðum í þakk-
lætisskyni fyrir ailt það sem hún
gaf okkur. Vonandi eigum við eftir
að bera gæfu til að verða okkar
barnabömum jafngóð amma og hún
var sínum bamabörnum. Einlægur
áhugi hennar á því sem við vomm
að aðhafast í lífinu skein alltaf í
gegn o g var okkur mikil hvatning.
Amma okkar, Sigrún Þorkels-
dóttir, lést að kvöldi mánudagsins
24. júní sl. Hún fæddist 29. maí
1896 í Búlandsseli í Skaftártungu,
dóttir hjónanna Þorkels Árnasonar
og Signýjar Bárðardóttur. Amma
var næstyngst fjögurra systkina,
sem öll eru látin. Systkini hennar
vom Steinunn Sigríður Gunnarína,
fædd 2. júní 1890, Signý, fædd 2.
nóvember 1893, og Arinbjöm,
fæddur 11. janúar 1901. Átta ára
gömul flytulr hún með foreldrum
sínum að Skálmeyjarhraunum í
Álftaveri. Sem ung stúlka fer hún
fyrst í Mýrdalinn og síðan til
Reykjavíkur, þar sem hún stundaði
ýmis störf, bæði í físki og einnig
sem vinnukona, eins og algengt var
á þeim árum.
Meðan amma bjó enn í Álftaver-
inu kom þangað ungur vinnupiltur
að nafni Jón Jónsson. Þessi ungi
maður varð seinna eiginmaður
hennar. Afi var fæddur 6. apríl
1900 á Syðri-Steinsmýri í Meðal-
landi. Lærði hann klæðskeraiðn og
starfaði við það mestan hluta
ævinnar. Einnig stundaði hann
verslunarrekstur. Þau giftu sig 5.
janúar 1928 og bjuggu allan sinn
búskap í Reykjavík. Afí og amma
eignuðust þrjú böm, Erlu, húsmóðir
í Kópavogi, fædd 3. apríl 1928, sem
er gift Þorvarði Gunnarssyni húsa-
smíðarmeistara og eiga þau þijú
böm. Tvíburarnir Magnús, verslun-
arstjóri og Sigurþór, framkvæmda-
stjóri, fæddust 20. október 1930.
Fyrri kona Magnúsar var Jómnn
Guðmundsdóttir, sem er látin, og
eignuðust þau fjögur böm. Seinni
kona Magnúsar er Magnea Ingvars-
dóttir og eiga þau saman tvö börn,
en Magnea átti dóttur frá fyrra
hjónabandi, er var alin upp hjá
þeim. Sigurþór er kvæntur Sigur-
borgu V. Jónsdóttur og eiga þau
fjögur börn.
Heimili ömmu og afa var annálað
fyrir gestrisni og myndarskap og
voru þeir ættingjar er bjuggu úti á
landi ávallt velkomnir til þeirra.
Amma var mikil húsmóðir og lagði
mikinn metnaði í að halda fallegt
heimili. Allir þeir þættir í fari ömmu
sem við höfðum sem börn talið sjálf-
sagða, gerum við okkur grein fyrir
í dag að gerðu hana að þeirri góðu
ömmu sem við áttum. Hún var allt-
af tilbúin tii að hlusta og gefa góð
ráð. Minningarnar streyma að, nú
þegar amma er dáin, það hvernig
við frænkumar fengum alltaf báðar
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar mágkonu og föðursystur, STEINUNNAR HANNESDÓTTUR, Hofsvallagötu 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Sigurlaug Sigfúsdóttir, Sævar Örn Kristbjörnsson, Erna Aradóttir, Sigurður Kr. Kristbjörnsson, Anna Þ. Kristbjörnsdóttir, Bragi Skúlason, Steinar Kr. Kristbjörnsson, Elín Anna Antonsdóttir.
+ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓNSSON fyrrv. forstöðumaður í Arnarholti, lést á Borgarspítalanum 30. júní sl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju nk. mánudag 8. júlí kl. 15.00. Erna S. Gunnarsdóttir, Ragnhildur Gisladóttir, Jakob Frímann Magnússon, Gunnar Leo Gíslason, Þórunn Daðadóttir, Erna Guðrún Jakobsdóttir, Bryndís Jakobsdóttir, Gísli Þór Gunnarsson, Guðrún Elin Gunnarsdóttir.
+ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN S. MARKÚSSON trésmíðameistari, Vogatungu 95a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast látið Hjartavernd njóta þess. Sigríður Þórðardóttir, Ingibjörg F. Björnsdóttir, Guðjón Ragnarsson, Svava Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Géir Magnússon, Sigríður Björnsdóttir, Axel Þórarinsson, Hallur Björnsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Örnólfur Sveinsson, Þórður Björnsson, Helga Á. Einarsdóttir, Lúðvík Björnsson, Halldóra Magnúsdóttir, Stefanía Björnsdóttir, Manit Saifa, barnabörn og barnabarnabörn.
að sofa hjá ömmu í einu, því að hún
vildi ekki gera upp á milli okkar.
Þá útbjó hún uppáhaldsmatinn okk-
ar og er okkur sérstaklega minnis-
stæður pylsurétturinn, sem hún eld-
aði handa okkur. Einnig hvernig
hún tók á móti okkur börnunum
með kleinum og mjólk þegar við
komum göngumóð inn úr kuldanum
í heimsókn til hennar og það hvern-
ig hún hló ofan í barminn og sagði
„blessunin" þegar við vorum að
segja henni frá einhveiju sem
eflaust var afskaplega merkilegt.
Þá eru jólaboðin ekki síður minnis-
stæð, þegar við kömum öll saman
hjá ömmu og afa á jóladag. Eftir
mat og kaffi settist fullorðna fólkið
að spilum, en við börnin sátum í
hnapp fyrir framan útvarpið og
hlustuðum á barn’atímann. Við átt-
um eftir að sakna þessara jólaboða
mjög mikið í mörg ár eftir lát afa
og voru jólin ekki þau sömu. En
fyrst og fremst hafði amma alltaf
tíma fyrir okkur.
Eftir lát afa 15. maí 1963 flutt-
ist amma til Erlu dóttur sinnar í
Kópavogi og naut þá önnur okkar
návistar hennar þau ár sem amma
bjó þar. Þar bjó hún í nokkur ár
við gott atlæti hjá dóttur sinni og
tengdasyni og fór þaðan á Hrafn-
istu, þar sem hún dvaldi til dauða-
dags.
Eftir að amma var komin á
Hrafnistu og við komnar sjálfar
með börn gætti hún þess alltaf að
eiga eitthvað gott í pokahominu til
að stinga upp í smáfólkið. Marga
sokkana og vettlingana hefur hún
pijónað í gegnum árin og hafa okk-
ar börn ekki síður notið þess, því
það var sent á milli landshluta og
til annarra landa, þegar þess var
þörf.
Nú er þetta orðið að minningar-
brotum, sem sveipuð verða hlýju
og yl og þannig verður minning
hennar ætíð í huga okkar. Okkur
langar til að þakka ömmu fyrir all-
ar þær gjöfulu stundir, sem við átt-
um með henni, og mun minningin
um góða ömmu ávallt fylgja okkur
í gegnum árin.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Sigurþórsdóttir og
Sigrún Þorvarðardóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir iiðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og alit.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(SB 1886 - V. Briem)
Með þessum erindum úr sálmi
V. Briem kveðjum við tengdamóður
okkar og þökkum henni samfylgd-
ina. Megi guð geyma hana í eilífð-
inni.
Tengdadætur