Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 36
36
V MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
*
Ast er...
... hrein ögrun.
TM Reg. U.S. Pat OH. — all rightsreserved
® 1991 LosAngeles Times Syndicate
Einasta sem hann þarf eru
nokkur kerti.
Herrar minir. Við getum
ekki verið hér til eilífðar-
nóns.
HOGNI HREKKVISI
I fylgd með einmana sál
Gamall maður. Þarna gekk hann
niður Bankastrætið, sín taktföstu
spor, og sveif um sem vofa á gang-
stéttum miðbæjarins. Öll þekktum
við þennan ólánsama mann, sem
sum okkar kölluðu róna, en aðrir
kenndu í bijósti um. Litlu krakkarn-
ir hlupu á eftir honum og kölluðu:
Fyllibytta, fyllibytta, og höfðu aldr-
ei heyrt • þau viskuorð að enginn
viti sína ævi fyrr en öll er. Alltaf
virti ég hann fyrir mér þennan
óhamingjusama gamla mann sem
allir þekktu en enginn vissi hver
var, eða hefði verið. Hann var okk-
ur öllum eins vel kunnugur og Tóm-
as í Tomma og Geir í Valhöll, en
þó vissu fáir hvað hann hét. Oft
hafði ég spurt Guð í hljóði hvers
Þegar um er að ræða barna-
verndarmál eða óleyst forsjármál
skilnaðarbarna reynast vegir kerfis-
ins oft krókóttir og óskiljanlegir
þeim sem í hlut eiga. Með einstök-
um dramatískum undantekningum
liggja stjórnsýsluaðgerðir hins opin-
bera í þagnargildi. Innan frá kerfinu
sjálfu heyrast þó öðru hvoru hjá-
róma raddir um fullkomin lagarugl-
ing, vonda starfsaðstöðu og faglega
vanhæfni þeirra stjórnvalda, sem
æðstu ábyrgð bera á lausn mál-
efna, sem oft varðar heill og ham-
ingju barna mestu. Dómsmálaráðu-
neytið fer með formlegt alræðisvald
um skipan forsjármála skilnaðar-
barna, en lætur barnaverndarstofn-
anir um að skapa sér leynilegar
forsendur í umsagnarformi. Laga-
lega er óljóst hver ábyrgð ber á
málsmeðferðinni og niðurstöðum.
Málsaðilum er neitað um aðgang
að málsgögnum og fá oftast engan
Týndur köttur
Svört læða sem gengur undir
nafninu Cordelía tapaðist frá Keilu-
granda 19. júní s.l. Hún var með
græna.hálsól og merkisspjald. Þeir
sem kynnu að hafa séð Cordelíu eða
vita af svörtum ketti á flækingi
vinsamlegast hafi samband í síma
17363 eða 19986.
vegna barn fæddist í þennan heim
til þess að verða úthýstur róni og
ráfa um göturnar í öllum veðrum,
klæddur í sama ullarfrakkann frá
Álafossi árum saman og gömlu
skóræflunum frá Geljun sem fylgdu
honum hvert sem hann fór.
Eitt sinn hafði Guð þó svarað
bænum mínum um að reisa hann
upp til betra lífs og það gladdi mig
meir en orð fá lýst. En svo sá ég
hann eftir nokkrar vikur eins og
við öll þekktum hann og vissum
hvað hann var, skjögrandi um, reik-
ull í spori, sviplaus gamall maður,
fullur. Ó hvað ég kenndi í bijósti
um hann.
Hann átti marga yini sem heim-
sóttu hann í húsasundin og sögðu
rökstuðning fyrir örlagaríkum
ákvörðunum, sem börn þeirra
varða. Iðulega bíða þeir frá tveimur
og allt upp í fimm ar eftir endaleg-
um niðurstöðum. Á þeim tíma eru
viðkomandi börn og foreldrar leik-
soppar kerfisins, sem deilir og
drottnar og umbreytir lífi þeirra í
martraðarlíki spennu og óvissu. Slík
reynsla veldur börnum og ungling-
um óbætanlegu tjóni!
Fyrirmæli barnalaganna um for-
sjármál skilnaðarbarna eru mun
eldri en lögin sjálf. Þar er lögð
áhersla á óvefengjanlegan rétt emb-
ættismanna til að ráðskast einhliða
með börn í slíkri stöðu. Börnum og
unglingum er hins vegar ekki ætl-
aður réttur samkvæmt þeim.
Barnaverndarkerfið, sem starfar á
grundvelli lagafomeskju sem á ræt-
ur meira en hálfa öld aftur í tímann,
starfar af hroka en þó fálmandi að
lausn forsjártnála að beiðni dóms-
málaráðuneytisins, án þess að styðj-
ast við sérstök lagafyrirmæli eða
reglugerð, eða nokkuð eftirlit með
nærgöngulli og langvarandi um-
sagnargerð. Niðurlæging barna og
foreldra er botnlaus gagnvart þessu
kerfi, réttarstaða engin, aðildarrétt-
ur enginn, mannréttindin stórskert.
Til eru þeir, sem telja, að mál
sem snerta grundvallarrétt barna á
sviði einkamála eigi að fá úrlausn
óháðs dómsvalds ef um er deilt.
Slíkt er í samræmi við ákvæði
stjórnarskrárinnar um hlutverk
dómstóla og alþjóðafyrirmæli um
vernd mannréttinda. Slíkt er án
vafa í þágu barna og unglinga þess-
arar þjóðar, sem telur sig siðmennt-
aða. Þá yrði von til að hráskinna-
leik kerfisins linni með börn.
S.G.
mjá og þegar hann strauk þeim
yfir mjúkan og hlýjan feldinn og
heyrði malið í þeim fann hann fyrir
örlitlum votti af öryggi og ham-
ingju. Það fannst honum góðar
stundir, þó fátæklegar virtust þeim
sem til sáu.
Nóttin kom og ruddi deginum
burt og regnskúr féll af himni.
Steypiregnið dundi með miklu of-
forsi niður á malbikið og einn og
annar bíll skutust yfir vatnsflóðið.
Þarna sat hann undir nóttinni með
kisu í fanginu sem hann hafði
stungið undir frakkann og raulað
lagstúf sem minnti hann á horfna
tíð. Hann seildist í vasa sinn og tók
upp sprittglas sem einhver Steini í
Hraunbæ hafði keypt fyrir hann í
Iðunnarapóteki fyrr um daginn.
Hann skrúfaði rautt lokið af og
þefaði rólega af sterkum vökvanum
og leit augnablik niður í stútinn.
Hún var djúp þessi hola, myrk eins
og svartasta helvíti. Hann leit
stjörfum augum ofaní þetta ógur-
lega hyldýpi sem á augabragði
gæti bundið endi á ónotalega næð-
inginn sem gnauðaði í lífi hans og
feykti burt öllu sem hann átti. Kald-
ir ósýnilegir fjötrar hertust um hann
allan meir og meir og ætluðu að
meija hann sundur. Ráðvilltur og
ruglaður sökum óvissunnar sem
morgundagurinn bæri í skauti sér
báru þvalar titrandi hendur hans
veigarnar að vörum hans og hann
saup af. Hann lagðist á bijóst
óraunveruleikans og leið inn í
undraheim, þar sem allt nema ekk-
ert gat skeð. Mestu skjálftahrinurn-
ar, þegar klíjandi fötin límdust við
hann, hurfu fljótt, þegar sprittið
sendi sína loga um líkamann.
Birtan frá götuljósum varpaði
daufri skímu á götuna, meðan nátt-
myrkrið þrengdi sér inn í öll skúma-
skot. Kisa var stofnuð og kariinn í
tunglinu leit til þeirra er hann
gægðist fram á milli skýjanna.
Kyrrðin strauk gamla manninum
um kinnina og vaggaði gömlum
manni í svefn sem hírðist í húsa-
sundi í Þingholtunum með kisu í
fanginu og var hvergi til nema í
þjóðskrá.
Nóttin leið á meðan góðborgar-
arnir byltu sér í hlýjum sængurföt-
unum. Grámyglulegur morguninn
ruddi nóttinni burt og dagurinn
rann upp á strönd tímans. Kisa var
farin. Uti var þornað á steini og
iðandi mannlíf leið um götur bæjar-
ins. Gamli maðurinn reisti sig upp
og ól hugarfóstur sitt í heiminn:
Þar ertu dagur. Hvar verður þú
þegar nóttin kemur aftur?
Einar Ingvi Magnússon
Réttur baraa og unglinga
Víkverji skrifar
ýskur kunningi Víkveija, sem
hafði verið við útför ættmenn-
is síns hér í Reykjavík, hafði orð á
því, að honum þætti mikils til þess
koma hvernig íslendingar stæðu
þar að verki. Væri það ósambæri-
Iegt við venjur í heimaborg hans,
Hamborg. Þar væru að jafnaði
10-20 manns við útförina en hér
hefðu hundruð manna sýnt hinum
látna virðingu sína.
Sjálfur sagði. Þjóðveijinn að hann
myndi láta brenna sig og gefa fyrir-
mæli um að öskunni yrði varpað í
Atlantshaf. Væri unnt að kaupa
slíka þjónustu í Hamborg. Flestir,
er veldu hafið sem sinn hinsta reit,
kysu að vísu Eystrasalt, enda væri
það ódýrara en að sigla með öskuna
út á Atlantshaf.
xxx
Isama mund og þetta umræðuefni
var á döfinni barst í hendur
Víkveija danskt dagblað, þar sem
sagt var frá deilum í Kaupmanna-
höfn vegna ágreinings um verð-
lagningu á bálfararþjónustu Kaup-
mannahafnarborgar. Þar kostar
605 danskar krónur (6.000 ísk.) að
láta brenna sig. Er þjónustan niður-
greidd af borgarsjóði, sem er bund-
inn af samningum við bálfararfélag.
Danska bálfararfélagið var
stofnað fyrir 110 árum. Ein af
ástæðunum fyrir stofnun þess var
að mönnum óx í augum hve mikið
landrými fór undir kirkjugarða. Nú
er svo komið að miklu meira en 90%
Kaupmannahafnarbúa láta brenna
sig eftir dauðann.
xxx
Fyrr á þessari öld urðu töluverð-
ar umræður um bálfarir hér
á landi og stofnað félag til þess að
stuðla að upptöku þeirra. Á sínum
tíma voru lík send héðan til brennslu
í Kaupmannahöfn en eftir að Foss-
vogskapella reis varð aðstaða til
líkbrennslu hér og er duftreitur
framan við kapelluna.
Fyrir nokkrum árum var hætt
að jarða í Fossvogskirkjugarði og
stofnað til nýs kirkjugarðs í Gufu-
nesi. Síðan var brotið nýtt land í
Fossvogi og aftur tekið til við að
greftra þar, jafnframt er þrengt að
Gufunesgarði með nýrri byggð,
þótt augljóst sé að land í Fossvogi
sé takmarkað.
Hver er framtíðarstefnan í þess-
um málum? Eigum við ef til vill
eftir að feta í fótspor annarra og
stórfjölga bálförum?