Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
37
London
KR. 16.900
Island, vaknaðu!
í Morgunblaðinu þann 15. júní
birtist sú frétt að nokkrir lands-
kunnir íslendingar hafi mótmælt
siglingu Gaiu. Nú er það þannig
að ég er ekki nógu fróður maður
til að geta dæmt um hvort Leifur
Eiríksson hafi verið íslendingur eða
Norðmaður. En eitt verð ég að
segja; ég hef aldrei getað skilið að
íslensk stjómvöld skuli nokkrum
tíma samþykkja Jan Mayen samn-
inginn þar sem íslendingar þyrftu
að gefa eftir eignarréttindi og það
sem verra er; að taka þátt í samn-
ingi sem skar af réttindum græn-
lensku þjóðarinnar í Austur-Græn-
landi.
Að lokum er frú Gro, forsætisráð-
herra Noregs að reyna að græða á
kostnaði íslendinga varðandi fisk-
veiðiréttindi í yfirstandandi samn-
ingaviðræðum um EES. ísland,
vaknaðu.
Vilhjálmur Alfreðsson
ÆRANDI
HÁVAÐI
í tilefni af því að neyðast til að
hringja í lögregluna s.l. nótt get ég
ekki orða bundist yfir ósvífni tilefn-
isins. Þannig er mál með vexti að
skemmtistaðurinn Tveir vinir og
annar í fríi er í næsta nágrenni við
mig og þaðan berst mikill hávaði
um helgar og venjulega einnig á
miðvikudögum. En s.l. nótt keyrði
um þverbak. Til að mynda söng
einhver I feel good, like you know
that I should og það úr barka alls
óskyldum James Brown og það
hafði því ekki tilætluð áhrif því
hávaðinn var ærandi enda þótt allir
mínir gluggar væru lokaðir.
Undanfarin 20 ár hef ég búið
erlendis í milljónaborgum eins og
New York og Los Angeles þar sem
nábýli veldur oft hávaða en aldrei
varð ég samt vör við slíkt sem
þetta. Því komast ósvífnir kaup-
sýslumenn eins og eigendur þessa
staðar upp með þessa ódýru auglýs-
ingu? Því nota þeir ekki ijölmiðla
eins og aðrir? Eftir hávaðanum að
dæma hafa þeir sennilega efni á
því. Eiga þriðja flokks skemmti-
staðir eins og þessi að eyðileggja
okkar yndislegu Reykjavíkurborg;
að eyðileggja ró og svefnfrið fólks?
Mér er spurn.
Lögreglan brást vel við kalli mínu
og þeim sé þökk en hafa þeir ekki
annað á sinni könnu en að þurfa
sí og æ að vesenast með staði eins
og þennan sem brjóta lög að ásettu
ráði.
Gunnlaug Krisljánsdóttir
Þessir hringdu . .
Góð þjónusta
Sigrún Gunnarsdóttirhringdi:
Ég vil koma á framfæri kæru
þakklæti til starfsfólks Bókabúðar
Braga við Hlemm. Einkum og sér
í lagi vil ég þakka stúlkunni á
kassanum. Um daginn komst ég
að því að ég hafði óvart gefið út
innistæðulausa ávísun. En stúlkan
stöðvaði hana fyrir mig og geymdi
meðan málunum var kippt í lag.
Ég versla oft í Bókabúð Braga
og allt starfsfólkið þar er einstak-
lega lipurt og þægilegt. Því vil
ég koma þakklæti til þeirra.
Tapað múrsteinsarmband
Finnandi múrsteinsarmbands
sem tapaðist í Hafnarfirði eða
Alftanesi vinsamlegast hafi sam-
band við Velvakanda en ekki
símanúmerið sem vísað var á í
blaðinu í gær.
Blómapotti stolið
Erna Helgadóttirhringdi:
Blómapotti var stolið af tröpp-
unum fyrir utan dyrnar á íbúðinni
minni á Miklubraut 28. Þetta
gerðist á laugardagsnóttina og ég
tel líklegt að einhveijir unglingar
hafi verið þar að verki. Ég vona
að þeir sem þar voru á ferð skili
blómapottinum aftur því það er
mikil prýði af honum fyrir framan
heimili mitt.
Hringur tapaðist
Ragnheiður Árnadóttirhringdi:
Gullhringur með perlu tapaðist
s.l. föstudag á skemmtistaðnum
Casablanca. Finnandi vinsamleg-
ast hafi samband í síma 666067.
Fundarlaun.
Gleraugu týnd
Símona Christiansenhringdi:
Ég týndi gleraugum með bleikri
spöng þriðjudaginn í seinustu
viku. Ég var á göngutúr frá Ell-
iðaárbrú upp göngugötuna bak
við Fella- og Hólakirkju, fór í
bakaríið við Hraunberg og heim
til mín í Hólaberg 70. Ef einhver
hefur fundið þau vil ég biðja við-
komandi að hafa samband við
Félagsstarf aldraðra í Gerðubergi
eða í síma 73048.
Þreytt á skrifum um
kristindóminn
Hera Karlsdóttirhringdi:
Ég er alveg gáttuð á þessum
skrifum um kristindóminn. Mér
virðist sem það séu 2-3 menn sem
standi í einhveijum persónulegum
illindum sín á milli um hvort Krist-
ur hafi verið læs eða ekki og ann-
að álíka sem mér finnst ekki
skipta höfuðmáli. Auðvitað er
umræða um kristindóminn nauð-
synleg en ég tel að Velvakandi
sé ekki rétti vettvangurinn fyrir
umræður af þessu tagi. Þetta fyll-
ir orðið darkana dag eftir dag.
Einnig vil ég nota tækifærið
og kvarta undan Sjónvarpinu.
Þeir ættu að sýna eina góða mynd
á föstudagskvöldum í staðinn fyr-
ir allt þetta rusl sem nú er sýnt.
Myndin seinasta föstudag var t.d.
afleit.
Síamsköttur í óskilum
Svanfríður hringdi:
Síamsköttur fannst í Kópavogi
fyrir nokkrum dögum. Nánari
upplýsingar má fá í síma 650972
eða 73248.
Köttur fannst í
Elliðaárdalnum
Konahringdi:
Lítil, gulbrún læða fannst í Elliða-
árdalnum á sunnudag. finnandi
hafi samband í síma 76229 og
40790.
SNJÓBRÆÐSLA
I Flogið alla miðvikudaga.
Frjálst val um hótel, bílaleigur og
framhaldsferðir.
= FLUGFEROIR
= 5GLRRFLUC
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
^Ón^verö^orustaögroiteluvo^miaaövia^gengM^tobjJlugvallagjöldogJortanatr^gging^okkHnnifalinJ^vorBum^
'