Morgunblaðið - 21.07.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNÐLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991
eftir Guómund Löve
UMFANG verslunar meó hross hér á landi er meira en
flestir gera sér grein fyrir eóa vilja vióurkenna. Heim-
ildarmenn fullyróa aó langstærsti hluti innanlandssölu
á hrossum sé aldrei gefinn upp til skatts, og aó þau
hross sem flutt eru út séu gjarnan skráó á mun lægra
verói en i raun fékkst fyrir þau. Þaó er þvi óhætt aó
segja aó hestamarkaóurinn sé svartur, en hversu
svartur hann er veit enginn.
íðastliðin ár höfum við orðið vitni að örri þróun
í hrossarækt og viðskiptum með hross. Eftir
að útflutningsmarkaðirnir opnuðust á ný kring-
um 1970 jukust umsvifín mjög, og nú er svo
komið að álíka mikið er flutt út af hrossum
og selt er innanlands.
Skuggahliðin á málinu er hins vegar sú að
stefnt hefur í ógæfuátt hvað varðar eðli við-
skiptanna, og svo virðist sem harðnandi sam-
keppni og offramboð verði þess valdandi að í
síauknum mæli er gripið til vafasamra leiða
til að standa vörð um afkomuna. Hér á eftir
fer lausleg áætlun um hvert hið raunverulega
umfang hrossaviðskiptanna gæti verið, en töl-
ur þær sem hvergi eru skjalfestar eru áætlað-
ar samkvæmt mati fjölmargra fagmanna úr
hrossabransanum. Það er ástæða til að taka
skýrt fram að hér er aðeins um matstölur og
ágiskanir að ræða.
Svarl
Samkvæmt talningu í fyrra eru á íslandi
alls um 72.000 hross. Þau eru auðvitað eins
misjöfn og þau eru mörg, en meðal þeirra er
að fínna ófáa gæðinga á 0,5-1,5 milljónir auk
úrvals stóðhesta á allt að 25 milljónir stykkið,
ef marka má kviksögumar. Verð á góðum stóð-
hestum er hins vegar í kringum 3-7 milljónir.
Ef hestakaup eru meðtalin má áætla að um
2.000 hestar skipti um eigendur á hverju ári
Útflutningur hefur stóraukið veltu hrossaræktenda.
hér innanlands, eftir því sem næst verður kom-
ist. Þegar dýrustu hrossin eru tekin með í reikn-
inginn má gera ráð fyrir að meðalverð þeirra
sé 300.000 krónur, svo heildarveltan í hrossa-
sölu landsmanna verður um 600 milljónir
króna. Svo til ekkert af þessu er gefíð upp til
skatts, enda hefur hið opinbera hvorki yfirlit
yfir viðskiptin né möguleika á slíku. Flestir
viðmælendur Morgunblaðsins telja að minna
en 10% viðskiptanna fari lögformlega fram,
og því má að öllum líkindum gera ráð fyrir
að umfang svartamarkaðarins sé kringum 550
milljónir árlega ef þær upplýsingar standast.
Arið 1990 voru fluttir út tæplega 1.700
ónir króna, samkvæmt útflutningsskýrslum.
Raunin er hins vegar sú, að vegna skatta hér-
lendis og hárra innflutningstolla erlendis, kem-
ur hið raunverulega kaupverð hvergi fram.
Þekktur hrossaræktandi hélt því fram að upp-
gefíð verð á Þýskalandsmarkað væri oft á
tíðum allt að þrjátíu sinnum of lágt, og flestir
aðrir giskuðu á að einungis 10% til þriðjungur
kaupverðs væri gefínn upp. Þar með má leiða
likur að því að aðeins komi fram um fjórðung-
ur raunverulegra útflutningstekna, og heildar-
salan sé því um 600 milljónir á ári. Hér gætu
því um 450 milljónir farið framhjá yfirvöldum
á ári hveiju.