Morgunblaðið - 21.07.1991, Síða 17
um ríkjum. Dæmi um það er að
þegar nýi sambandssáttmálinn tekur
gildi munu lýðveldin sex sem ekki
ætla að undirrita hann að greiða
fyrir innflutning frá Sovétríkjunum
í vestrænum gjaldeyri.
Þá eru öll þessi ríki og lýðveldi
orðin mjög háð innbyrðis vegnar
þeirrar stefnu sem sovésk stjórnvöld
hafa fylgt. Oft er þannig einungis
einn aðili í Sovétríkjunum sem getur
séð verksmiðju fyrir einhverri vöru
eða hráefni. Hagfræðingar sem
könnuðu 5.884 framleiðsluvörur
komust að því að 77% þeirra voru
einungis fáanlegar frá einum fram-
leiðanda.
Þá eru skilin milli hinna mismun-
andi þjóða sem byggt hafa Sovétrík-
in ekki eins -skörp og þau voru áður
fyrr, fyrst og fremst vegna búferla-
flutninga skipulagðra af stjórnvöld-
um. Sem dæmi má nefna Eistland
en þar eru nú 52% íbúa af rússnesk-
um uppruna og Kirgizíu þar sem
Rússar eru 26% íbúa og gegna öllum
mikilvægum stöðum.
Verða til ný kjarnorkuveldi?
Eitt stærsta vandamálið varðandi
endurskipulagningu Sovétríkjanna
er hvað gera eigi við hið mikla kjarn-
orkuvopnabúr Sovétmanna. Hafa
sovéskir ráðamenn notað það sem
svipu á Vesturlönd að ef Sovétríkin
liðist í sundur muni myndast fimmt-
án sjálfstæð kjarnorkuveldi. Ekki
mjög æskileg framtíðarsýn að mati
flestra. Það er samt mjög ólíklegt
að þetta verði raunin. Ef vopnin
yrðu skilin eftir í þeim lýðveldum
þar sem þau eru nú yrðu einungis
þijú kjarnorkuveldi til: Rússland,
Úkraína og Kazakhstan.
Þau tvö síðarnefndu hafa hins
vegar lýst því yfir að þau hafi ekki
hug á að verða að sjálfstæðum kjarn-
orkuveldum. Til greina kemur að
vopnin verði áfram þar sem þau eru
en undir stjórn Moskvu. Það gæti
valdið erfiðleikum í ljósi þess að rík-
in ætla að reka sjálfstæða utanríkis-
stefnu. Þá hefur verið nefnd sú lausn
að öll kjarnorkuvopn verði afhent
Rússlandi sem er í sjálfu sér líklegri
lausn en að til verði „fimmtán sjálf-
stæð kjarnorkuveldi“.
Eða dettur einhveijum heilvita
manni í hug að Kremlarherrar færu
að afhenda Eystrasaltsríkjunum,
Armeníu eða þeim lýðveldum þar
sem múhameðstsrúarmenn eru í
meirihluta kjarnorkuvopn sem þau
hafa ekki í dag?
Fátækt þrátt fyrir ríkidæmi
Efnahagslíf Sovétríkjanna er
vægast sagt í rúst. Það er ekki vegna
þess að ríkið sé fátækt af náttúrunn-
ar gæðum. Þvert á móti. Ekkert ríki
í heiminum er ríkara af náttúruauð-
lindum en Sovétríkin. Hvergi í heim-
inum eru líklega betri aðstæður fyr-
ir landbúnað og í jörðu er að fínna
verðmæti á borð við gas, olíu og
gull. Þessari draumastöðu hefur hins
vegar tekist að glutra niður eins
kyrfilega og hugsast getur með því
að láta 18 milljónir skriffinna stjórna
efnahagslífinu í stað framboðs og
eftirspumar.
Gott dæmi um eiginleika þessa
kerfis er að þegar samið var um
brottflutning sovéskra hermanna frá
Þýskalandi í kjölfar sameiningar
landsins urðu þýsk og sovésk stjórn-
völd ásátt um að Þjóðveijar fjár-
mögnuðu byggingu húsnæðis í Sov-
étríkjunum fyrir hermennina sem
héldu heim. A síðasta ári voru 7,8
milljarðar þýskra marka látnir renna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991
Ástand sovéska kerfisins í augum teiknarans Júrís Kosobúkins.
Skoöanakönnun í Sovétríkjunum:
r
SAMKVÆMT skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðasta
mánuði fyrir tímaritið US News and World Report er mikill
mcirihluti Sovétmanna fylgjandi því að tekið verði upp mark-
aðshagkerfi í Sovétríkjunum. Mestur stuðningurinn við kapít-
alisma er meðal háskólanema en andstaðan er mest meðal
Sovétmanna á aldrinum 31-50 ára og starfsmanna ríkiskerfis-
ins og menntakerfisins. Það er líka athyglisvert að fleiri eru
andvígir en fylgjandi því að Sovétmenn fari fram á fjárhags-
í þetta verkefni. Þrátt fyrir það hef-
ur ekki ein einasta íbúð verið byggð
enn.
Annað dæmi má taka úr landbún-
aðarkerfinu. Metuppskera varð af
korni á síðasta ári og nam hún alls
237 milijónum tonna. Rýrnunin við
uppskeru, flutninga og geymslu nam
hins vegar 40%!
Það er því kannski ekki undrunar-
efni að fyrstu fjóra mánuði þessa
árs drógust þjóðartekjur Sovét-
manna saman um tíu prósent, sam-
kvæmt opinberum tölum. Ef tekið
er mið af dulinni verðbólgu er þessi
tala líklega nær 15%, að mati sér-
fræðinga. Almennt er talið að þjóð-
artekjur Sovétmanna dragist saman
um 20% á þessu ári. Verðbólga í
aprílmánuði nam 110% og ef miðað
er við fijálst markaðsgengi eru mán-
aðarlaun Sovétmanna að meðaltali
innan við þúsund krónur íslenskar.
egar spurt var hvort Sov-
étríkin ættu að sækjast
eftir fjárhagslegri aðstoð
frá Vesturlöndum voru 41% því
fylgjandi en 47% andvíg. Þá
töldu 34% að hætta væru á því
að Vesturlönd næðu efnahags-
legum undirtökum í Sovétríkj-
unum en 46% voru þeirrar skoð-
unar að ekki væri hætta á því.
Einnig var í könnuninni
spurt hvers konar ríkjasam-
band Sovétríkin ættu að vera.
4% vildu pólitískt samband lýð-
veldanna, 39% vildu efnahags-
legan samruna, 25% vildu pólit-
ískan og efnahagslegan sam-
rana, 2% vildu sameiginlega
hernaðarsamvinnu og 25% vildu
efnahagslegan samruna við Evr-
ópubandalagið.
Þegar spurt var hvaða stjórn-
kerfi höfðaði mest til viðkom-
andi sögðu 29% það vera sósíal-
isma, 26% kapítalisma og 46%
blöndu kapítalisma og sósíal-
isma.
Loks voi-u 64% jákvæð gagn-
vart eignarrétti einkaaðila, 19%
neikvæð en 17% sögðust ekki
hafa á því skoðun.
Áætlanir um úrbætur
Forsætisráðherra Sovétríkjanna
Valentín Pavlov lagði fyrir nokkrum
mánuðum fram neyðaráætlun sem á
margan hátt má kalla róttæka. Felst
m.a. í henni mjög víðtæk einkavæð-
ing. Áætlunin er samt ekki nógu
róttæk. Enn standa eftir takmarkan-
ir á fijálsri verðmyndun og mikil
miðstýring sem ætlunin er að af-
nema á löngum aðlögunartíma. Það
verð sem menn borga í Sovétríkjun-
um samræmast engan veginn heims-
markaðsverði. Hráefni eru ódýrari,
neysluvörur dýrari. Niðurstaðan er
skekkja og óhagkvæmni í efnahags-
lífinu.
Sovéskir hagfræðingar og starfs-
bræður þeirra við Harvard-háskól-
ann í Bandaríkjunum hafa gert mun
róttækari áætlun um endurskipan
sovésks efnahagslífs en Pavlov. Fyr-
ir hópnum fara þeir Grigoríj Javl-
inskíj, sem er óopinber ráðgjafi
Gorbatsjovs og rekur litla hagfræði-
stofnun í Moskvu, og hagfræðipróf-
essorinn Jeffrey Sachs, sem þekkt-
astur er fyrir að hafa unnið áætlun
um endurreisn pólsks efnahagslífs.
í áætlun þeirra felst m.a. að fjár-
lagahallinn verði þurrkaður út frá
og með næsta ári, dregið verði úr
útgjöldum til varnarmála, rekin mjög
ströng peninga- og efnahagsmála-
stefna, verðlagning gefin fijáls, rúbl-
an gerð gjaldgeng á alþjóðlegum
gjaldeyrismörkuðum og ríkisfyrir-
tæki einkavædd. í ljósi reynslunnar
frá Austur-Evrópu megi ganga út
frá því að Sovétmenn muni þurfa
mjög víðtæka aðstoð frá Vesturlönd-
um og meta hagfræðingarnir þörfma
á 20-30 milljarða dollara árlega á
fimm ára tímabili. En samt ekki
strax.
í viðtali við þýska tímaritið Spieg-
el, aðspurður um hvað réttlætti slík-
an fjáraustur í gjaldþrota hagkerfi,
sagði Javlinskíj að það væri ekki
fyrr en tryggt væri að 95% fjár-
magnsins myndi renna til baka að
áhætta af þessu tagi væri réttlætan-
leg fyrir Vesturlönd. En Sovétríki
sem byggðu á markaðskerfi og lýð-
ræði myndu hafa grundvallarbreyt-
ingar í för með sér í heiminum.
Hann segir að fyrsta skrefið af hálfu
Sovétmanna til að hjálpa sjálfum sér
ætti að vera að skera niður útgjöld
til varnarmála.
Um tíma var gefið í skyn af hálfu
Sovétmanna að Gorbatsjov hygðist
gera áætlun Javlinskíjs að sinni og
leggja hana fyrir leiðtoga sjö helstu
iðnríkjanna. Þegar nær dró fundin-
um kom í ljós að sú var ekki raun-
in. Áætlunin sem hann kynnti var
blanda af tillögum Pavlovs og Harv-
ard-hópsins en flestir vestrænir hag-
fræðingar eru þeirrar skoðunar að
þessar tvær áætlanir séu ósamrým-
anlegar.
Það hefur viljað brenna við að
ráðamenn í Sovétríkjunum hafi viljað
kenna „Vesturlöndum" um hvernig
komið er eða þá „mafíum" sem séu
að eyðileggja efnahagslífið. „Vest-
urlönd“ vilji ekki borga og því sé
ástandið eins og það er. Þeim fækk-
ar stöðugt í Sovétríkjunum sem enn
trúa þessum söng. Og hvað „maf-
íurnar“ varðar þá eru þær bein af-
leiðing hins miðstýrða kerfis. Það
gerir framtakssama einstaklinga
sem vilja stunda jafn saklaus við-
skipti og t.d. bílasölu að glæpamönn-
um - „mafíósum" eða „svartamark-
aðsbröskurum“. Besta leiðin til að
binda enda á þetta ástand er að
afnema höftin og miðstýringuna.
Gott dæmi um þetta er sá svarti
markaður með gjaldeyri sem til
skamms tíma var mjög víðfeðmur í
Sovétríkjunum. Eftir að tekin var
upp skráning á rúblunni sem tók
mið af raunveruleikanum má segja
að hann hafi gufað upp nær sam-
dægurs.
Vandi Sovétmanna er fyrst og
fremst heimatilbúinn. Fyrr en þeir
taka á honum sjálfir er því ekki von
á miklum vilja Vesturlanda til að
láta fé af hendi rakna. Hver vill líka
styðja við bakið á ríki þar sem lýð-
ræði hefur ekki enn verið komið á
að fullu og sem telur sig þar að
auki geta haft efni á stærsta her í
heimi, endurnýjun kjamorkuvopna
sinna og fjárstuðningi við kommún-
ista i Kúbu? „Ekki ég“, sögðu leið-
togarnir sjö.