Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 2
EFNI
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991
Yfirvinnu-
bann raskai*
áætlunum
YFIRVINNUBANN Sjómannafé-
lags Reykjavíkur hjá hásetum á
kaupskipum hefst á morgun,
mánudag. Það gildir í höfnum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og hef-
ur í för með sér að skip geta ekki
látið úr höfn á tímabilinu frá kl.
17 til kl. 8 árdegis né um helgar.
Þórður Sverrisson, framkvæmda-
stjóri hjá Eimskipafélagi íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
yfirvinnubannið raskaði verulega
brottfarartíma þeirra skipa sem eru
í reglulegum áætlanasiglingum, þar
sem þau hafi yfirleitt lagt úr höfn
síðla kvölds. Um er að ræða skip sem
eru í föstum áætlanasiglingum til
Norðurlandanna, Evrópu, Ameríku
og á ströndina, samtals átta skip.
Ahrif á áætlanir stórflutningaskipa
eru verulega minni.
Þórður sagði að nokkurt svigrúm
væri í áætlununum og reynt yrði að
nota það til að mæta þessum aðgerð-
um. Hins vegar væri þetta mjög
bagalegt og vonandi leystist þessi
deila sem fyrst.
# Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Olafur Eggertsson á hafraakrinum, í baksýn er Þorvaldseyri.
Góð kornuppskera á Suðurlandi:
Hef ekki séð akrana svona bleika
*
- segir Olafur Eggertsson á Þorvaldseyri
Selfossi.
UPPSKERA á korni verður mjög
góð í ár á Suðurlandi, um 3 tonn
á hektara af mjög vel þroskuðu
korni. A góðum blettum fer upp-
skeran í 4-5 tonn á hektara. „Eg
hef ekki séð akrana svona bleika,
Uppsagnir
starfsfólks
á Tímanum
STARFSFÓLKI Tímans var skýrt
frá því á föstudag að til uppsagna
þess kynni að koma vegna erfið-
leika í rekstri blaðsins og þær
tækju gildi um áramót. Steingrím-
ur Hermannsson formaður Fram-
sóknarflokksins og útgáfustjórnar
Tímans segir uppsagnirnar ná til
alls starfsfólks blaðsins. Vel komi
til greina að aðrir en Framsóknar-
flokkurinn taki við rekstri
Tímans.
Erfíðleikar Þjóðviljans valda mikl-
um vandræðum í rekstri Tímans, að
sögn Steingríms, þar sem þessi blöð
hafa haft sameiginlega prentun,
pökkun og dreifingu. „Sú ákvörðun
ríksins að hætta að kaupa 500 blöð
veldur okkur miklum erfiðleikum.
Þetta er um sjö milljóna króna áfall
og stefnir í verulegt tap á rekstri
blaðsins."
sem er vísbending um góðan
þroska kornsins. Kornið i axinu
er vel hart sem þýðir að fljýtlegt
er að þurrka það,“ sagði Ólafur
Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum.
Hann þurrkar kornið fyrir sig og
aðra og þar á meðal sáðkorn með
góðum árangri en ólíklegt hefur
verið talið að hægt væri að ná sáð-
korni af íslenskum ökrum og fá
sama árangur og með erlendu
komi. Tilraunir með ræktun á höfr-
um gefa góðar vonir um ræktunar-
möguleika.
í fyna þurrkaði Ólafur 25 tonn
af sáðkomi fyrir sig og aðra bænd-
ur. Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins hefur fylgst með þessu starfí
Ólafs og rannsakað spírun sáð-
komsins. Einnig stundar stofnunin
tilraunir með ýmis komafbrigði á
ökrum Ólafs. Sáðkomið sem tekið
er af íslenskum kornökrum gefur
ekkert eftir því sáðkomi sem flutt
er inn.
í ár gerir Ólafur ráð fyrir að
þurrka 35 tonn af sáðkorni fyrir
sig og um 10 tonn fyrir aðra bænd-
ur sem koma með korn af eigin
ökrum til hans. „Þó svo maður
þurrki útsæðiskom þarf alltaf að
flytja inn kom svo ekki komi upp
rýmun í stofninum auk þess sem
erlendis eru aðilar sem bókstaflega
rækta þetta fyrir íslenska markað-
inn,“ sagði Ólafur Eggertsson.
Gera má ráð fyrir að bóndi, sem
tekur sáðkorn af eigin akri og fær
það þurrkað hjá Ólafi, spari um 50
þúsund krónur á hvert tonn af sáð-
korni.
Ólafur og faðir hans Eggert eru
brautryðjendur í komrækt á Suður-
landi. Ólafur sáði höfmm í nokkra
hektara og vel lítur út með upp-
skem af þeim og jafnvel er mögu-
legt að hægt sé að fá sáðkorn af
þeim. Hafrarnir em mikið notaðir
í fóður fyrir hross og þessi tilraun
því áhugaverð.
Kornræktin á Suðurlandi er í
stöðugum vexti. Bygg er nú ræktað
í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllum, í
Landeyjum og síðan hafa bændur
í uppsveitum Árnessýslu verið að
þreifa fyrir sér með kornrækt og
gengið vel.
- Sig. Jóns.
Laugarvatn:
HSK skilar umboði
til landsmótshalds
Laugarvatni.
LANDSMÓTSNEFND Héraðs-
sambandsins Skarphéðins hefur
sagt af sér og stjórn HSK skilað
til Ungmennafélags íslands um-
boði sínu til landsmótshalds 1993.
Stjóm UMFÍ heldur þó enn í þá
von að geta haldið mótið á Laugar-
vatni á tilskildum tíma.
Landsmótsnefnd HSK tókst ekki
að fá samning sem tryggir aðstöðu
til landsmótshalds á Laugarvatni
sumarið 1993. Eftir viðræður við
bæjarstjóm Selfoss í sumar varð ljóst
að tími til nauðsynlegra fram-
kvæmda á Selfossi er of stuttur. Þar
sem nefndin taldi undirbúnings-
tímann of skamman og enn óljóst
með aðstöðu til mótshaldsins skilaði
hún af sér til stjómar HSK. Stjómin
tekur undir álit nefndarinnar og hef-
ur afhent stjóm UMFÍ umboð sitt
til iandsmótshaldsins.
Að sögn Jóns Jónssonar formanns
HSK er stjóm sambandsins tilbúin
til að endurskoða afstöðu sína komi
fram einhver trygging alveg á næst-
unni um að aðstaðan verði tilbúin.
Þórir Haraldsson varaformaður
UMFI segir enn unnið að því hjá
stjóm UMFÍ að mótið verði haldið á
Laugarvatni og ekki farið að skoða
aðra möguleika. Hann segir afstöðu
stjómvalda mjög jákvæða en tryggja
verði fjármagn svo nauðsynlegar
framkvæmdir geti hafist á Laugar-
vatni. Kári
Spítalarnir í Stykkishólmi og
Hafnarfirði ekki ríkisspítalar
HUGMYNDIR heilbrigðisráðuneytisins um að leggja niður skurðdeildir
við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og St. Fransiskuspítala í Stykkis-
hólmi hafa mælst illa fyrir hjá þingmönnum í kjördæmunum. Árni
Mathiesen og Sturla Böðvarsson alþingismenn leggja álierslu á að spít-
alarnir séu ekki rikisspitalar og því nauðsynlegt að ná samkomulagi
um rekstur þeirra.
Árni Mathiesen þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi
leggur áherslu á, að einungis sé um
hugmyndir heilbrigðisráðuneytisins
að ræða og að þær hafi verið kynnt-
ar þannig en ekki ræddar efnislega.
„Spítalinn er ekki ríkisspítali og því
verður að ræða allar breytingar við
og í stjórn spítalans áður en þær
koma til framkvæmda," sagði hann.
„Endanleg ákvörðun er síðan tekin
á Alþingi við afgreiðslu fjárlaganna
um þáð hver fjárveiting til sþítaláns
verður og þar með hver reksturinn
getur orðið. Það er því ótímabært
af ráðuneytinu að kynna þessar til-
lögur fyrir ráðamönnum spítalans
sem endanlega ákvörðun."
Sagði hann að spítalinn væri mikil-
vægur hiekkur í heilbrigðiskerfí
Hafnarfjarðar. Hann þjónaði heilsu-
gæslustöðvum og dvalarheimilum
aldraðra auk þess sem hann væri vel
rekinn. Það væri vitnað til þess hvað
hann væri rekinn af mikilli hagsýni.
„Ég mun 'þvf stánda vörðUmTíágK-
muni spítalans og þeirra sem hann
þjónar í dag, þegar umræðan verður
tekin upp á Álþingi,“ sagði Árni.
Sturla Böðvarsson fyrsti þingmað-
ur Vesturlandskjördæmis sagðist
eiga von á að ákvörðun heilbrigðis-
ráðuneytisins verði endurskoðuð, hér
væri ekki um hugmynd að ræða,
heldur ákvörðun eins og stjórn St.
Fransiskuspítalans voru kynntir
málavextir. „Ég á von á að ákvörðun-
in verði endurskoðuð," sagði Sturla.
„Spítalinn er sjálfseignarstofnun og
nauðsynlegt að ná samkomulagi við
svona stofnanir áður en gripið er til
jafn róttækrar breytingar." Sagðist
hann hafa talið að fallið hafi verið
frá-hugmyndinnLeftir umræður inn-
an þingflokks Sjálfstæðismanna í
sumar. Þá var talið að ekki yrði um
raunverulegan spamað að ræða ef
skurðdeildir minni landsbyggðar-
sjúkrahúsa yrðu lagðar niður, vegna
kostnaðarins við að flytja sjúkíingana
í burtu og að koma upp aðstöðu fyr-
ir þá annarS staðar, til dæmis í
Reykjavík.
„Svona vinnubrögð setja fjárveit-
inganefnd í mikinn vanda,“ sagði
Sturla, sem á sæti í nefndinni. „Þeg-
ar þing kemur saman í haust standa
nenfdarmenn frammi fyrir því að
ekkert er hægt að gera. Þess vegna
er mikilvægt að ráðuneytið vandi til-
lögur og ákvarðanir sem þessar svo
að fjárlaganefnd leggist ekki gegn
hennir^----------:-----------------
Lögmál
frumskógarins?
►Nýleg aflaskerðing flotans kem-
ur misþungt niður á fyrirtækjum
og landshlutum. Leitað er álits
flölda manna ogþeir meðal annars
spurðir um hugsanlegar ráðstafan-
ir gegn þeirri tekjurýrnun sem
þjóðarbúið verður fyrir svo og
framtíð sjávarútvegsins. /10
Sænsku kosningarnar
►Steingrímur Sigurgeirsson
blaðamaður skrifar frá Stokk-
hólmi. /14
Dagpeningar og risna
ráðherra
► Því hefur verið haldið fram að
dagpeningakerfí opinberra starfs-
manna sé ferðahvetjandi því það
gefí álitlega launauppbót í aðra
hönd. Samkvæmt niðurstöðum at-
hugunar Morgunblaðsins á málinu
eru íslenskir ráðherrar í nokkurri
sérstöðu hvað varðar hlutfallið
milli dagpeningagreiðslna og
fastra launa ráðherra. 16
Makedónía stefnir að
sjálfstæði
►íbúar syðsta lýðveldis Júgó-
slavíu hafa samþýkkt með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða í
þjóðaratkvæðagreiðslu að lýst
verði yfir sjálfstæði landsins./22
B
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-32
Fagurt umhverfi
►Holtasel var valin fegursta gat-
an í Reykjavík á þessu sumri. /14
C
► 1-32
Móðir, drós og meyja
►Arlega er fríðum hópi ungra
kvenna hópað saman til að keppa
innbyrðis um það hver þeirra sé
fegurst. Þótt því hafí verið fleygt
að fegurðin búi í augum sjáandans
hafa allir lært að eitthvað eitt sé
fegurra en annað. Þessi viðmið eru
meðal annars viðfangsefni þessar-
ar greinar og þær hugmyndir um
kvenlegt eðli sem þau byggja á. /1
Rómaborg er aldrei of
lofuð
►Vala Schopka er ung kona sem
undanfarin ár hefur stundað nám
í búninga- og tískuhönnun í Róm.
Hún hefur náð góðum árangri og
hér segir nánar af högum hennar
í borginni eilífu. /8
Náttúrubörn í nýju
landi
► Svipmyndasyrpa frá Kvik-
myndahátíðinni í Montreal. /10
Mikael-fræðin
►Angi af nýöldinni eru Mikael-
fræðin svokölluðu sem talið er að
á fjórða hundrað manns hafí kynnt
sér. Þetta fólk leggur áherslu á
að hér sé ekki um trúarbrögð að
ræða heldur fremur lífsspeki, sem
þó beri að líta gagnrýnum augum.
/12
Verð aldrei söm ►Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður segir frá ferð sinni til Eystrasaltsríkjanna./14 FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar/Konur 30
Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 32
Hugvekja 9 Mannlífsstr. 7c
Leiðari 18 Fjölmiðlar 18c
Helgispjall 18 Kvikmyndir 20c
Reykjavíkurbréf 18 Dægurtónlist 21c
Myndasögur 20 Minningar 24c
Brids 20 A fomum vegi 28c
Stjömuspá 20 Velvakandi 28c
.Skák 20 Samsafnið 30c
Bíó/dans 22c
Fólk í fréttum 30
INNLENDAR FRETTIR;
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4-