Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Bemharður Guðmundsson fer til starfa hjá Lútherska heimssambandinu: Starfíð felst í að finna leiðir til að koma boðskap kirkjunnar til skila SÉRA Bernharður Guðmundsson mun um næstu mánaðamót taka við starfi forstöðumanns ráðgjafarþjónustu Lútherska heimssam- bandsins í Genf, en það eru samtök lútherskra kirkna með 103 aðildarkirkjur og 70 milljón meðlima. Innan þess fer fram starf að samhæfingu og stuðningi við kirkjur víðs vegar í veröldinni. Morgun- blaðið ræddi við séra Bemharð um væntanlegt starf hans á erlend- um vettvangi og starf hans að fræðslumálum innan kirkjunnar hérlendis á undanföraum misserum, en hann hefur gegnt starfi fræðslu- og þjónustustjóra frá því að það embætti var sett á laggira- ar fyrir tæplega þremur áram. Sr. Bemharður Guðmundsson er fyrsti íslendingurinn sem kallaður er til starfa í aðalstöðvum alþjóða- samtaka kirknanna í Genf og hefur hann fengið leyfi frá störfum hjá Biskupsstofu íslands til að sinna því næstu fjögur árin. Meginverkefni ráðgjafarþjón- ustu heimssambandsins, sem hann mun veita forstöðu, er fólgið í því að aðstoða kirkjur við að fínna boðleiðir innan eigin menningar- heildar þannig að boðskapur þeirra komist til skila, hvort sem um þró- unarhjálp eða kristniboð er að ræða. „Mikill fjöldí -jarðarbúa er ólæs og talar tungumál sem fáir aðrir skilja. í sumum löndum eru töluð fjöldamörg mál þannig að brýnt er að fínna leiðir til þess að koma boðskapnum til skila,“ sagði Bemharður, í samtali við Morgnn- blaðið og nefndi sem dæmi að á Indlandi gæti boðleiðin verið fólgin í dansi og drama og í ýmsum Afrík- uríkjum væri hún fólgin í trommu- söng. „I hinum vestræna heimi og annars staðar þar sem tæknileg þróun hefur átt sér stað, sérstak- lega í Austur-Evrópu, er starf deildarinnar fólgið í því að aðstoða kirkjur við að nýta fjölmiðla í starfí sínu á sem fjölbreyttastan hátt og stuðla að því að koma á framfæri boðskap kirkjunnar sem snertir heildarvelferð mannsins," sagði Bemharður. Undanfarið hefur Bemharður veitt forstöðu Fræðslu- og þjón- ustudeild kirkjunnar en sú deild var sett á laggimar er starfsemi Bisk- upsstofu Islands var endurskipu- lögð fyrir rúmlega tveimur ámm. Á þessum tíma hefur verið unnið að fjölbreyttara fræðslustarfí innan kirkjunnar og beinist það nú að öllum þáttum lífslínunnar þar sem samfundir verða á milli kirkju og manns, að hans sögn. „Starf kirkjunnar á vettvangi fræðslumála hefur lengst af beinst að bömum frá því að þau byijuðu í sunnudagaskóla og þangað til þau hættu í unglingastarfí. Á þessu var hins vegar gerð breyting við endur- skipulagninguna og nú er lögð Morgunblaðið/Þorkell Sr. Bernharður Guðmundsson áhersla á að sinna fræðslu allt frá unga aldri og fram á efri ár,“ sagði Bemharður. Aðspurður að því hvaða breyt- ingar hefðu verið gerðar á hefð- bundnu fræðslustarfí kirkjunnar, eins og fermingarfræðslunni, sagði hann að allt námsefni fyrir hana væri í endurskoðun. „Skilningurinn á inntaki fermingarinnar er auk þess að breytast. í vaxandi mæli er lögð áhersla á að ekki eigi ein- ungis að vera um fræðslu að ræða heldur líka upplifun og þess vegna hafa verið haldin námskeið í Skál- holti og á Löngumýri í Skagafírði þar sem fermingarbömum er gef- inn kostur á að kynnast h'fí kirkj- unnar og öðlast dýrmætar minn- ingar sem tengjast henni,“ sagði Bemharður. Öldmnarstarfið er annar þáttur sem hefur verið lengi innan kirkj- unnar en tekið breytingum að und- anfömu. Fræðsludeildin hefur látið vinna efni sem ætlað er til nota sem umræðuefni fyrir fólk á efri ámm, þar sem tekið er á ýmsum aðstæð- um sem þessi aldurshópur býr við. „Markmiðið með þessu er að auð- velda öldmðu fólki að loka hringn- um, en það hefur, að mínu mati, stundum verið of mikið um beina skemmtistarfsemi í starfí aldraðra að ræða. Þetta gáfaða, lífsreynda fólk vill fá að fást við annað líka,“ sagði Bemharður. Margs konar tilraunastarfsemi hefur einnig verið í gangi á vegum Fræðslu-og þjónusturdeildarinnar að undanfömu í samvinnu við próf- astsdæmin. „Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með það hvar þörfin fyrir fræðslu sé,“ sagði Bemharður. Haldin hafa verið námskeið fyrir fóstmr og starfs- menn leikskóla sem og dagmæður, námskeið til að styrkja konur í forystustörfum innan kirkjunnar og námskeið fyrir fráskilda for- eldra og böm þeirra. Starf og þjálf- un vegna sorgarhópa hefur auk þess verið áberandi þáttur í starfínu undanfarin misseri, að sögn Bem- harðar, en námskeið hafa verið haldin fyrir leiðbeinendur slíkra hópa. Nárnskeið hafa jafnframt verið haldin fyrir kirkjuverði og um þessar mundir er að hefjast vetrar- langt nám, í samvinnu við guð- fræðideild Háskóla íslands og Skál- holtsskóla, fyrir starfsmenn safn- aða og aðra áhugamenn, þar sem kennd . verða undirstöðuatriði um kristna kenningu, trúfræði, sið- fræði, helgisiðafræði, táknmál kirkjunnar, sálgæslu og fleira. Á vegum fræðsludeildar hefur einnig byijað starf í þágu fatlaðra, nám- skeið hafa verið haldin fyrir sókn- amefndir um allt land og fræðslu- starf hefur verið hafíð meðal ungra fanga. „Ýmsar aðrar nýjungar hafa auk þess verið í gangi og sem dæmi má nefna að síðasta vor var gerð athyglisverð tilraun með athvarf fyrir böm í tveimur safnaðarheimil- um. Bömum útivinnandi foreldra var þá boðið að vera í safnaðar- heimilunum á morgnana og fá næringu og stuðning við heimalær- dóm ef þörf var á. Þetta mæltist vel fyrir og er að fara af stað aft- ur víðar á höfuðborgarsvæðinu nú,“ sagði Bernharður. Á grunni þessara tilrauna og ýmissa rannsókna verður síðan unnin fræðslustefna kirkjunnar. Að sögn Bernharðar er í vaxandi mæli kallað eftir samstarfí við kirkjuna. „Þjóðfélag okkar er orðið mjög flókið og það er svo víða sem þörf er á aukinni þjónustu en við verðum jafnframt að leita uppi hvar hennar er þörf, því oft heyrist minnst í þeim sem mest þurfa á henni að halda,“ sagði Bernharður, að lokum. Veiðifélag Miðfirðinga sem heldur einkum utan um útleigu og fiskrækt á vatnasvæði Mið- fjarðarár vígði nýlega stóran og glæsilegan laxastiga í Kambs- fossi í Austurá sem er ein af aðalám svæðisins. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra vígði stigann á dögunum. Stiga- gerðin virðist hafa heppnast óvenju vel, því lax gekk strax í töluverðum mæli fram fyrir stigann, en þar tekur við 10 kíló- metra langt svæði sem bætist nú við laxveiðisvæði árinnar. Er nú laxgengt að svokölluðum Valsfossi sem er hart nær inni á Arnarvatnsheiði. Árið 1980 byijaði veiðifélagið að sleppa seiðum á umrædd svæði í Austurá ofan við Kambsfoss og var það gert til að nýta hin góðu skilyrði sem þar eru fyrir laxa- seiði. Hugmyndin þá var fyrst og fremst að auka laxgengd á svæð- ið, en síðustu árin hefur verið eftir því tekið að lax hefur safnast mik- ið undir Kambsfossi og stokkið linnulaust í hann, en án árangurs að sjálfsögðu. Það var því á fundi veiðifélagsins í apríl 1990 að ákveðið var að reisa laxastiga við fossinn. Verkinu er nú lokið. Hönnuður stigans var Guðmundur Gunnars- son, sem lét ekki þar við sitja, heldur dró hann einnig fyrsta lax- inn ofan stigans, 12 punda hiygnu. Loftorka var verktaki og verkstjóri Gylfí Hallgrímsson. Eftirlitsmaður af hálfu heimamanna var Guð- mundur Karlsson á Mýrum. Böðvar Sigvaldason bóndi á Barði, formað- ur Veiðifélags Miðfírðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að kostn- aður við verkið hefði verið um eða yfír 20 milljónir króna, en lokaupp- gjör lægi ekki fyrir enn sem kom- ið væri. Hvernig félagið ætlaði að standa straum af kostnaði sagði Böðvar að hitt og þetta væri í at- hugun, en fjölgun stanga væri ekki eitt af þvi, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Það má segja um laxastigann að lokum, að hann er rúmlega 17 metra hár og er hæsti laxastigi sem hefur verið byggður í einum hluta við laxveiðiá á íslandi. Þá segja þeir sem hafa séð hann, að hann sé ákaflega „umhverfís- vænn“, þ.e.a.s. hann falli vel inn Rupari Food fær góð meðmæli frá bæði sendiráði og bönkum Landbúnaðarráðuneytinu hefur verið tjáð af bandariska sendiráðinu að Rupari Food, sem hefur samið um kaup á 800 tonnum af ærkjöti frá íslandi, hafi fulla heimild til að stunda alþjóðleg viðskipti með kjöt, og viðskiptabanki fyrirtækisins í Flórída hafi allt gott um viðskipti við fyrirtækið að segja. Erlendur Garðarsson, umboðsmaður Rupari Food á íslandi, segir að eiganda fyrirtækisins, Steven Mintz, hafi orðið á fyrir mörgum árum að komast lítillega í kast við bandarísk lög, en fréttir Stöðvar 2 sl. fímmtudagskvöld hafí dregið upp ýkta mynd af málinu. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði að strax og hreyfíng komst á samn- inga við Rupari Food um kjötsöluna hefði ráðuneytið hafíð könnun á áreiðanleika þess og dótturfyrirtækja þess - hvað bankar þeirra telji þá örugga viðskiptavini. Landsbankinn hefur þegar sent ráðuneytinu niður- stöðu varðandi dótturfyrirtækið í Danmörku, sem heitir Mayfair og gefur því bestu einkunn. Viðskipta- banki fyrirtækisins í Kanada, sem mun veita greiðsluábyrgðir, gefur góða umsögn um dótturfyrirtæki þar, Unifood, sem verður kaupandi kjötsins ef til kemur. „Hins vegar höfum við ekki fengið svar frá Lands- bankanum varðandi Rupari Food, von á því á hverri stundu. Við höfum hins vegar fengið bréf frá viðskipta- banka þess í Flórída sem staðfestir að hann eigi góð og örugg viðskipti og geti ábyrgst allt upp í 6,5 milljón- ir dollara fyrir þá. Það stóð aldrei til að landbúnaðarráðuneytið gengi frá viðskiptasamningi við ókunnugt erlent fyrirtæki án þess að fram færi könnun á áreiðanleika þess og grundvöllur þessara viðskipta verður að sjálfsögðu sá að fyrir liggi 100 prósent fullnægjandi greiðslutrygg- ingar. Varðandi þessar ásakanir sem komu fram á Stöð 2 í gær er það að segja að við höfum enn engar upplýsingar sem benda til þess að þessi maður hafi ekki fullkomin rétt- indi til að stunda þau viðskipti sem sem er móðurfyrirtækið,, en eigum. yið ætlum að eiga við hann,“ sagði Sigurgeir. I bréfi sem bandaríska sendiráðið sendi ráðuneytinu kemur fram að þó Mintz hafí verið sakfelldur árið 1982 fyrir brot í viðskiptum sem varðaði kjötskoðun hafí það ekki áhrif á leyfí hans til að stunda alþjóð- lega viðskipti með kjöt. Sigurgeir sagði að ráðuneytið hefði undir hönd- um afrit af innflutningsskýrslum bandaríska viðskiptaráðuneytinu sem sýndu að Rupari Food væri stór innflytjandi á kjöti frá Skandinavíu. Ráðuneytið hefði bréf frá þremur viðskiptafyrirtækjum þeirra í Dan- mörku og Finnlandi sem staðfesti örugg og góð viðskipti. „Við höfum í sjálfu sér á þessari stundu enga ástæðu til að ætla annað en að þetta sé í góðu lagi en við bíðum hins veg- ar eftir endanlegu svari sem utanrík- isráðuneytið gengur eftir frá banda- ríska landbúnaðarráðuneytinu til að allt liggi ljóst fyrir. Fyrr verður ekki gengið frá þessum samningum," sagði Sigurgeir. Erlendur Garðarsson, umboðs- maður Rupari Food, sagðLað. Stevan. Mintz hefði verið sakfelldur fyrir mútur fyrir mörgum árum er hann starfaði sem aðstoðarforstjóri Verm- ont Packing. í raun hefði atvikið gerst á þann hátt að Mintz var að leysa út gáma með kjöti og opinber embættismaður hefði verið honum innan handar. Að verkinu loknu hefði Mintz rétt manninum 100 dollara og sagt honum að bjóða konu sinni í mat í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Maðurinn var búinn upptöku- tækjum og reyndist vera lögreglu- maður þegar til kom. Síðar hefði komið upp annað atvik og var Mintz þá sakfelldur fyrir smygl á kjöti. Forsaga þess var sú að fyrirtæki Mintz keypti kjöt frá fyrirtæki í Danmörku og starfsmaður þess hafði sett sýnishom af svínahálsum í gám án þess að skrá það í farmskrá. Gámurinn átti upphaflega að fara til Kanada en síðar fannst kaupandi að kjötinu í Bandaríkjunum og þangað var gámurinn fluttur. Þar var inni- hald borið saman við farmskrá og reyndist þá svínahálsunum ofaukið, að sögn Erlends. Morgunblaðið/Einar Hannesson Kambsfoss í gilinu, en laxastig- inn blasir við. Myndin var tekin er stiginn var vígður. í umhverfið og spilli því lítið eða ekkert. Laxveiði lauk í Miðfjarðará 9. september síðastliðinn. Það veidd- ust 1.118 laxar á svæðinu sem er mun betra en í fyrra. Og útkoman í ánum í sumar er sú besta af öll- um ám í Húnavatnssýslunum í sumar, sem dæmi hafa Vatnsdalsá og Víðidalsá aðeins gefíð rúmlega 600 laxa hvor, en það er langt frá þeirra besta og lítill fiskur hefur verið í þeim ám í sumar. gg Landsvirkjun: hjá við af- greiðslu um lántöku Gæsluvarð- hald fyrir nauðgun Tveir stjórn- ar menn sátu ALFREÐ Þorsteinsson og Finn- bogi Jónsson stjórnarmenn í Landsvirkjun sátu hjá við af- greiðslu stjómarinnar á heimild til 400 milljóna króna lántöku. Stjómin heimilaði lántökuna á fundi sinum í fyrradag. Alfreð lét bóka eftirfarandi: „Ég vek athygli á því að hvorki eignar- aðilar né stjórn Landsvirkjunar hafa enn samþykkt raforkuverð í fyrirhuguðum samningi við Atl- antsál. Meðan svo er treysti ég mér ekki til að samþykkja fjárfrek- ar framkvæmdir.“ Finnbogi tók undir bókunina. Alfreð segist einn- ig hafa látið bóka vegna hækkun- ar á töxtum að hún kæmi á mjög óheppilegum tíma vegna fram- halds þjóðarsáttar en íjárhagur Landsvirkjunar væri það slæmur, aðallega vegna Blönduvirkjunar, að ekki væri hægt annað en að hækka. TVEIR varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa verið kærðir fyrir meinta nauðgun konu á þrítugsaldri og úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar átti atburðurinn sér stað á vallarsvæðinu fyrri hluta vikunnar. Rannsókn málsins er í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.