Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEFTEMBER 1991 Skipting porskígilda eftir kjör- dæmum 68.116 Efri talan í hverri súlu . sýnir flölda þorskígilda í kjördæminu, en hin neðri sýnir þorskígildi á íbúa, þ.e.a.s. þorskígildafjölda deilt með íbúatölu kjördæmisíns. 41.506 30,556 4,63 m jj§jgg 1.5 Alls var úthlutaö 327.579 þorskígildum á landinu öllu. islendingar eru I55.708 talsins, svo að meðaltali ætti ------.ia 1,28 þorskígildi í hlut hvers þeirra. 3,14 greiðir öðrum fyrir að hætta í stað þess að leita í ríkiskassann eins og bændurnir þegar fækka á hjá þeim. Vafalaust ríkir ákveðin tregða til sameiningar sjávarút- vegsfyrirtækja, en sú tregða er ekki síður bundin við sveitarfélög. Að mínu viti ætti að byija á því að sameina sveitarfélög áður en byijað yrði að ræða sameiningu fyrirtækja. Ég er svo sem ekkert að segja að lögmál frumskógarins muni endilega gilda í þessu efni, en ég tel óeðlilegt að ætla að við fengjum ekki út úr þessu færri og stærri einingar. Ég ætla það líka að ein- staklingurinn í greininni muni geta lifað af vegna þess að oft hefur hann svo margt umfram þá stóru. Það er því ékkert sjálfgefið að hlut- irnir séu betur komnir hjá stóru fyrirtækjunum þó það geti vissu- lega átt við sums staðar. Mér hef- ur fundist það vera alfarið mál útgerða hvernig þær reka skipin og ráðstafa aflanum. Hagsmunir útgerðarmannsins hljóta í leiðinni að vera þjóðarhagsmunir. Vinna í landi, sem ekki er arðbær, er vinna sem er gagnslaus,“ segir Kristján. Að sögn formanns LÍÚ var út- gerðin rekin með nokkrum greiðsluafgangi áður en til kvóta- skerðingar kom, en með þeim nið- urskurði sem nú hefur verið gefinn út snýst dæmið við. „Menn skulu því gleyma öllum launahækkunum í bráðina því það er ekki fimmeyr- ing að hafa út úr sjávarútveginum við þessar aðstæður. Og þó svo að ríkið ætli sér að hafa eitthvað úr úr greininni verður það ekki gert með samningum við okkur,“ segir Kristján. Útflutningur bannaður á óunnum þorski og ýsu Samtök fiskvinnslustöðva reikna með 13,5% tekjurýrnun botnfiskvinnslunnar vegna kvóta- skerðingarinnar og leggja því til að bannað verði að flytja út ýsu og þorsk sem óunninn ísfisk. Fisk- vinnslan þoli ekki frekari skerð- ingu á því aflamagni sem fer til vinnslu hér á landi. Ljóst sé að vinnsla þorsks og ýsu hérlendis skapi að jafnaði vérulega verð- mætaaukningu umfram útflutning á þessum tegundum óunnum. „Við teljum nauðsynlegt að okkar tak- markaða sjávarafla verði ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt fyrir þjóðarbúið og þó að það sé hag- kvæmt fyrir einhvem einstakling að gera eitthvað annað, þá teljum við það ekki þjóðhagslega hag- kvæmt,“ segir Agúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri SF. Botnfiskvinnslan er að meðaltali .rekin með 6,9% halla, eða um 2,6 milljarða króna á ári, þrátt fyrir hátt afurðaverð og hagstæð ytri skilyrði. Að sögn Amar Sigur- mundssonar, formanns SF, eru helstu ástæður fyrir hallanum í ár miklar hækkanir á hráefnisverði og inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð Menn skulu gleyma öllum launahækkun- um í bráðina því það er ekki fimmeyring að hafa út úr sjávarút- veginum við þessar aðstæður. Menn verða að leita leiða til hagræðingar sem eflaust mun kosta svita og tár víða. Ohagræðið bitnar aðeins á lífskjörum okkar sjálfra. sjávarútvegsins og við þær að- stæður, sem nú eru, er enginn grundvöllur fyrir launahækkunum. Mörg fiskvinnslufyrirtæki standa nú höllum fæti vegna þessarar samkeppni og slæmrar skulda- stöðu vegna erfiðleika undanfar- inna ára. Fyrirsjáanlegur sam- dráttur í íslenskum sjávarútvegi gerir frekari kröfur til sjávarút- vegsins í heild um að vinna sameig- inlega að hverskonar hagræðing- ar- og skipulagsaðgerðum innan greinarinnar, m.a. með aukinni samvinnu og samruna fyrirtækja og veiðiheilda, segir m.a. í ályktun frá SF. 10-20% skerðing Kvótaskerðing einstakra út- gerða nemur á bilinu 10-20%, sem þýðir tug- og hundruð milljóna króna tekjutap fyrir einstök fyrir- tæki, að sögn útgerðarmanna sem Morgunblaðið ræddi við víða um landið. Fæstir höfðu hugsað þá hugsun til enda til hvaða aðgerða yrði gripið í framhaldinu, en oftast var viðkvæðið það að lítið annað væri hægt að gera en að leggja skipum og gefa góð jóla- og sum- arfrí. Misjafnt er hvað menn hafa verið duglegir við að afla sér auk- ins kvóta á síðustu árum og standa þau fyrirtæki, sem það hafa gert, jafnan best að vígi nú. Aftur á móti eru menn vondaufir um aukin kvótakaup nú enda lægi varla mik- ill kvóti á lausu á þessum síðustu og verstu tímum. Þannig verða Grundfírðingar m fyrir verulegum skelli nú þar sem að tveir stærstu togarar þeirra voru á sóknarmarki áður. Afli á togaranum Runólfi, sem Sæfang gerir út, fer úr fjögur þúsund tonn- um í rúm 2.800 tonn sem þýðir um 100 milljóna króna tekjuskerð- ingu fyrir fyrirtækið. Grundfírð- ingar hyggjast mæta samdrættin- um með öflugra samstarfi þriggja fyrirtækja. Og á Snæfellsnesi er stofnun fiskmarkaðar á döfinni. „Víðast hvar eru útgerð og fisk- vinnsla mjög nátengdar greinar og þó lausnarorðið í dag sé sameining fyrirtækja, þá sé ég ekki í fljótu bragði neina sérstaka hagræðingu í því ef ekki er hægt að selja fast- eignir,“ segir Jón Páll Halldórsson hjá Norðurtanga á ísafirði. Grandi lokar í einn mánuð Þannig nemur kvótaskerðingin hjá Granda hf. um 250 milljóna króna tekjuskerðingu, eða um 10% af tekjum miðað við eitt ár, en í tonnum talið nemur skerðingin 2.200 tonnum. Þetta þýddi að starfsfólk til sjós og lands yrði af tekjum upp á 80 milljónir króna, en launagreiðslur fyrirtækisins námu um 814 milljónum króna á sl. ári. Að sögn Brynjólfs Bjarna- sonar, forstjóra Granda, virtust eðlilegustu viðbrögðin vera þau að draga úr sókn skipanna í samræmi við skerðingu kvótans. Grandi hafi nú þegar lagt og síðan selt einn togara sinn og fært heimildir hans yfir á aðra togara í eigu sinni. „Annar valkostur er sá að fyrir- tækið leigi eða kaupi meiri kvóta. Mér heyrist að helst allar útgerðir í landinu ætli að grípa til þessa ráðs vegna kvótaskerðingarinnar. Meira að segja hafa verið settar á fót nefndir á vegum sveitarfélaga, sem ætlað er að útvega meiri kvóta. Af þessum sökum er ekki víst að kvótakaup séu raunhæfur möguleiki eins og er,“ segir Brynj- ólfur. Unnið er að skipulagningu útgerðar skipanna fyrir næsta ár, en áætlanir eru um að loka frysti- húsum Granda næsta sumar í um einn mánuð og stöðva skipin á svipuðum tíma. Sumarleyfum starfsmanna verði þannig beint inn á þann tíma. Tekjumöguleikar launafólks minni Kvótaskerðing Útgerðarfélags Akureyringa nemur um 12%, sem er um 2.500 tonn af fiski og 320 milljóna króna tekjurýrnun. „Eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar enn um hvernig við munum bregð- ast við, en það eru ýmsir valkost- ir, sem til greina koma, meðal annars sá hvort leggja beri e.inum togaranum eða hvort hægt sé að afla aukinna veiðiheimilda. Á und- anförnum árum höfum við verið að auka okkar heildarafla og allar líkur benda til þess að heildarafli félagsins verði meiri á árinu 1991 en hann var í fyrra,‘‘ segir Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA. Hann býst ekki við að grípa þurfi til upp- sagna. Hinsvegar mætti búast við að tekjumöguleikar fólks verði minni en áður. Viðskiptalandhelgi Gunnar segist ekki leggja dóm á réttmæti eða óréttmæti skerð- ingarinnar enda hafi hann engin haldbær rök til þess. „Ég tel að við þurfum að fara að með gát. Ljóst er að fiskistofnarnir okkar eru veikir, en það má svo alltaf deila um það hvort leyfílegt afla- magn hefði átt að vera tiu þúsund tonnum meira eða minna. Menn mega ekki endalaust beija höfðinu við steininn. Þegar aflaheimildir dragast svona saman ár frá ári, þá verða menn enn frekar að finna leiðir til hagræðingar og einingarn- ar verða að sameinast að einhveiju leyti, sem eflaust mun kosta svita og tár víða. Þetta er þróun, sem verður að eiga sér stað ef við ætl- um okkur að standast samkeppn- ina. Ohagræðið kemur bara niður SJ’A NÆSTU S’IÐU M/S4S Samviniiiiferðir-Lanilsýii -Landsýn býður íslendingum upp á ógleymanlega skoðunarferð til Malasíu með viðkomu í Thailandi og Singapore dagana 11. nóvember- 3. desember. Fagurskreytt musteri, risavaxin Búddalíkneski úrskíragulli, hellamusteri, eplagarðar, jarðarberjaakrar, blaktandi pálmar á hvítum ströndum, fljótandi markaðir, fiðritdabúgarður og snákamusteri, er aðeins brot af því sem gefur að líta í þessum löndum dulúðar og töfra. En þótt margt sé að skoða og víða farið, munum við gefa okkur góðan tíma til að slaka rækilega á annað veifið enda aðstæður til slíkra hluta vægast sagt frábærar á þessum slóðum - emstök þjónusta, óviðjafnanlegar strendur og glimranþi golfvellir! Með þessu ferðalagi komumst við í snertingu við ótrúlega náttúrufegurð og heillandi andrúmsloft. Góða skemmtun! Verð á mann í tvíbýli: 182.685 kr. staðgreiðsluverð. 192.300 kr. almennt verð. Verð á mann í einbýli: 232.275 kr. staðgreiðsluverð. 244.500 kr. almennt verð. Innifalið i verði: Flug, gisting með morgunverði, aliur akstur erlendis skv. dagskrá og islenskur tararstjóri. Ekki innifalið iverði: Flugvallarskattur, forfallagjald og brottfararskattur í Singapore. Verð er miðað við gengi og flugverð 3. janúar 1991. FARARSTJÓRI: FRIÐRIK HARALDSS0N. Reykjavík: Austurstræti 12. S. 91 - 69 10 10. Innanlandsferðir. S. 91 - 69 10 70. Póstfax 91 - 2 77 96. Telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg. S. 91 - 62 22 77. Pósttax 91 - 62 39 80. Akureyri: Skipagötu 14. S. 96 - 27 200. Póstfax 96 - 2 75 88. Telex 2195.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.