Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 13
sé réttlætanleg. Nauðsynlegt sé að draga þetta mikið úr þorsk- ög ýsuveiðum. „í framhaldinu tel ég að hreinlega eigi að loka töluvert miklu af hryggningar- og uppeldis- stöðvum fyrir veiðumítil að byggja upp stofnana. Það er allt of lítið/ af fiski að vaxa upp. Aflasamdrátt- urinn er auðvitað mjög þungbær fyrir alla aðila, en þetta er stað- reynd sem menn verða að átta sig á,“ segir Sigurðúr. „Hægt hefur verið að sýna fram á ákveðna hagræðingu með sam- einingu fyrirtækja. Menn hafa hinsvegar ekkert náð saman um það hér í Eyjum, ýmissa hluta vegna, til dæmis hafa menn horft á hvað gera ætti við fasteignir auk hugsanlegrar eignahlutdeildar. Menn eru að minnsta kosti ennþá hver í sínu horni og engin slík umræða í gangi,“ segir Sigurður. Aflinn færist út á sjó „Almennt séð reyna menn að nýta hráefnið betur með því að gera meiri verðmæti úr því, ásamt því að hagræða veiðiheimildum," segir Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. og Skagfirðings hf. á Sauðárkróki. „Þessi mikla skerðing nú getur valdið ýmsum aukaáhrifum í þjóð- félaginu sem ekki verður séð fyrir, eins og til dæmis það að fyrir- tæki, sem hugsanlega hefðu getað bjargað sér, lognist út af fýrr en ella. Hitt, sem er alvarlegra, er að til komi ákveðin breyting innan sjávarútvegsins. Ég hef til dæmis trú á því að aflinn færist í auknum mæli út á sjó, á frystitogarana og það held ég að gangi þvert á það sem stjómvöld settu sér sem mark- mið í upphafi. Fyrir vikið tel ég að framboð á fiskmörkuðum hljóti að minnka því óneitanlega hafa frystitogaramir bestu möguleik- ana á að kaupa þá upp sem hætta,“ segir Einar. Prófsteinninn á byggðastefnuna Einar segist ekki óttast atvinnu- leysi í greininni nema því aðeins að fyrirtæki verði gjaldþrota. Á stærri stöðunum hefði frekar vant- að fólk í vinnsluna frekar en hitt og nú sæi hann fram á það í fyrsta skipti að Sauðkrækingar þyrftu að fá útlendinga í vinnu í vetur. „Þau fyrirtæki, sem voru hinsveg- ar illa stödd fyrir skerðinguna, eiga eftir að lenda í miklum hremming- um, en prófsteinninn á byggða- stefnuna verður væntanlega á Suð- ureyri. Ef þar fer illa verður þeim sem koma á eftir ekkert frekar hjálpað. Það er dálítið harkalegt að taka vinnu frá fólki, sem unnið hefur í físki aila sína tíð. Fyrsta skylda stjórnvalda í stöðunni er að beita sér fyrir sameiningu fyrir- tækja. Hægt hefði verið að koma á fót sérstökum sameiningarsjóði fyrirtækja, en slíkur sjóður hefði getað ráðið úrslitum á mörgum þeim stöðum sem hafnað hafa sameiningu nú,“ segir Einar. Skörp skil Að mati Þorsteins Más Baldvins- sonar hjá Samheija á Akureyri eru að verða mjög skörp skil í sjávarút- veginum þó hann vilji ekki spá neinum stórbreytingum. „Þau fyr- irtæki, sem byggja sín fyrirtæki upp á samræmingu veiða og vinnslu og ráða við það, verða að mínu mati ofan á í samkeppninni. Þá mun framboð af físki frá aðil- um, sem eru eingöngu í útgerð, aukast þannig að framboð á fisk- mörkuðunum mun jafnframt auk- ast. Ég hef trú á að fískvinnslufyr- irtækjum muni fækka á næstunni og aukin skil verði á milli veiða og vinnslu hjá minni fyrirtækjun- um. Þá mun útgerð og fískvinnslu ekki verða liðið lengur að sækja reglulega í opinbera sjóði, eins og verið hefur. Eftir að sjávarút- vegurinn hefur farið í gegnum ákveðna uppstokkun mun veiði- leyfagjald verða tekið upp í ein- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Kvótaþróun milli kjördæma Ki'ioi inHir Kr»rr«l/'ínil/-Ir> puouuun puior\iyuua /im J — nuu 300 - _ 200 -j Vestfirðir ~ — S Vesturland ~ - 100 - - Suðurland 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 | hverri mynd, en í nokkur ár í við- bót þarf útgerðin að fá frið til hagræðingar," segir Þorsteinn Már. Lífsspursmál gámamanna „Við hugsum til þess að reyna að fá sem mest fyrir aflann hveiju sinni og þess vegna er frumskil- yrði'að útflutningur á ferskum físki verði áfram við líði. Ég fullyrði það, að ef við fáum ekki að flytja físk á erlenda markaði, þá getum við útgerðarmenn hér í bæ alveg eins lagt upp laupana. Þetta er lífs- spursmál fyrir okkur. Við fáum miklu hærra skilaverð* úti en hér heima þrátt fyrir aukinn kostnað og skerðingu aflans," segir Guðjón Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Kleifars hf. og Sæhamars hf. I Vestmannaeyjum, en þau fyrirtæki gera út togbáta og eiga auk þess hlut í fiskvinnslu, en byggja mest- megnis á gámaútflutningi. „Ég er sammála því að þjóðin eigj fiskinn í sjónum, en ekki ein- stakir útgerðarmenn. Hinsvegar höfum við afnotarétt af honum og eigum því að getað ráðstafað afl- anum að vild. Þær staðhæfingar fiskvinnslunnar um að gámaút- 13 flutningurinn sé að ganga frá vinnslunni er ekki alls kostar rétt- ar því það gleymist oft í umræð- unni að vinnslan á um 80% af út- gerðinni. Það eru því ekki nema 15-20% af útgerðarmönnum, sem geta ráðstafað sínum afla sjálfir og það er ekki stór hluti af heild- inni,“ segir Guðjón. Að mati Guðjóns ber stjórnvöld- um skylda til að banna veiðar inn- an fjögurra mílna landhelgi. Og loka ætti uppeldis- og hryggning- arsvæðum fyrir veiðum árið um kring. „Svæðunum hefur aðeins verið lokað í stuttan tíma í einu og þegar flotanum hefur verið hleypt inn á þessi svæði aftur hef- ur verið gengið frá þeim. Slíkt hefur blóðbaðið verið. Við bindum nú vonir okkar við Grænlands- göngu og treystum á að yfirvöld gefi út auknar aflaheimildir þegar á líður kvótaárið. Það verður að gerast ef þjóðfélagið á að lifa.“ Frá Kaupmannahöfn kemstu fljótt og örugglega til áfangastaða um heim allan Kaupmannahafnarflugvöllur er einn besti tengiflugvöllur í heimi. Þaðan fljúga á hverjum degi yfir 200 vélar á vegum SAS til borga um heim allan. Auk þess njóta farþegar með SAS og einkum þeir sem ferðast á Euro Class, meiri og betri aðbúnaðar á Kaupmannahafnarflugvelli en aðrir farþegar. Hafdu samband við ferðaskrifstofuna þína ff/ff£AS Flugfélag athaf nafólks Laugavegur 3, sfmi 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.