Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 16

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 HVERIMIG LÍST ÞÉR Á EftirGuðmund Löve ÍSLENSKIR ráðherrar geta tvöfaldað hreinar tekjur sínar með því að vera þrjá mánuði á ári' í útlöndum — ef þeir taka maka sína með. Og hvers vegna greiða þeir aðeins hálfan skatt af þessari upphæð? Bandarískir ráðhérrar fá engar aukagreióslur á ferðalögum en mun hærri föst laun. Danskir kollegar þeirra geta í raun eytt eins miklu og þá lystir, en siðfræði þeirra er strangari en við eigum að venjasl. ví hefur verið haldið fram að dagpening- akerfi opinberra starfsmanna sé ferðahvetjandi því það gefi álitlega launauppbót í aðra hönd. Sam- kvæmt athugunum Morgunblaðsins á málinu eru íslenskir ráðherrar í sérstöðu hvað varðar hlutfallið milli dagpeningagreiðslna og fastra launa ráðherra. Það er hins vegar staðreynd að laun ráðherra hér á landi eru mun lægri en starfssystk- ina þeirra í nágrannalöndunum. Forsætisráðherra íslands hefur 317.702 krónur í mánaðarlaun fyrir skatt, en aðrir ráðherrar 288.818 krónur, svo ef til vill er þörf á örlít- illi uppbót. Útlínur kerfísins Grunnupphæð dagpeninga opin- berra starfsmanna hérlendis er um 13.900 krónur á dag, eða 11.900 kr. eftir skatt, því samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra er aðeins greiddur tekjuskattur af helmingi dagpeninga. Upphæðin er ákveðin af ferðakostnaðamefnd er starfar á vegum ljármálaráðuneytis og er endurskoðuð þegar þörf krefur. Upphæð þessi er þó einungis notuð sem viðmiðun, því sumir þurfa að greiða af henni hótel og mat, með- an aðrir fá hótelið greitt framhjá dagpeningakerfinu og fá að auki helmings álag á dagpeningana. Allir embættismenn sem ferðast á vegum ríkisins fá fargjöld og annan beinan ferðakostnað greidd- an að fullu. Hitt er svo annað, að gisti- og matarkostnaður er ýmist greiddur af dagpeningunum eða beint af ríkinu, og þá framhjá dag- peningakerfinu. Reglur um hina ýmsu hópa embættismanna era sem hér segir (tölur eftir skatt): Óbreyttir embættismenn: Ferð- ast á venjulegu flugfarrými. Fá' dagpeninga, kr. 11.900, er eiga að renna til greiðslu bifreiðakostnaðar, fæðis, hótelkostnaðar, minniháttar risnu, yfirvigtar og annarra persón- ulegra útgjalda. Undir sérstökum kringumstæðum má þó einnig greiða fargjald maka auk hálfra dagpeninga. Forstjórar stærstu ríkisstofnana: Ráðherra getur vikið frá aðalregl- unni um dagpeninga og ákveðið að gisting skuli greidd auk hálfra dag- peninga, þ.e. um 6.000 krónur á dag til persónuiegra nota, umfram föst laun. Biskup, skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi, hæstaréttar- dómarar, ríkissáttasemjari og for- setaritari: Ferðast á Saga Class. Fá greiddan allan gisti- og síma- kostnað auk % hluta fullra dagpen- inga. Þessir menn hafa því úr um 7.900 krónum að moða daglega umfram laun. Ráðuneytisstjórar, alþingismenn og aðstoðarmenn ráðherra: Eins og að ofan, nema fullir dagpeningar í stað% — sem sagt 11.900 á dag umfram laun. Ráðherrar, forsetar Alþingis og forseti hæstaréttar: Fá fulla dag- peninga auk 20% álags; makar fá hálfa dagpeninga ráðherra. Fá auk þess greiddan allan gisti- og síma- kostnað fýrir sig og maka sinn. Ferðast á Saga Class. Fá greidda alla risnu. Fá greidda leigubíla milli fundarstaða og til og frá flugvelli. Þetta þýðir að ráðherra fær um 14.300 krónur á dag eftir skatt fyrir sjálfan sig, og hjón þá sam- tals 21.400 krónur á dag til persón- ulegra nota, eftir skatt og ofan á venjuleg laun sem era um 7.000 kr. á dag. Miðað við síðarnefnda upphæð getur ráðherra tvöfaldað hrein laun sín með því að vera á ferðalagi 90 daga á ári, á fjórföldum launum með maka sinn með. Sjálfræði ráðherra Reglur þær um ferðadagpeninga og risnukostnað er gilda fyrir óbreytta ríkisstarfsmenn í embætt- iserindum erlendis eru ótvíræðar og einhlítar, enda er þar aðeins um dagpeningagreiðslur að ræða auk greiðslu ferðakostnaðar. Annað gildir um hærra setta embættis- menn, því þar fyrirfinnast í raun engar formlegar reglur — allar ákvarðanir eru teknar af Ijármála- ráðherra, stundum í samráði við forsætisráðherra eða ríkisstjórn. Fyrrverandi fjármálaráðherrar, Matthías Á. Mathiesen og Albert Guðmundsson, gerðu ýmsar breyt- ingar á dagpeningakerfinu á tíma- bilinu 1975 til 1985, sem allar mið- uðu í þá átt að rýmkaðar vora heim- ildir þeirra hæst settu. Þó ferða- kostnaðarnefnd ákvarði upphæð dagpeninga, sem miðaðir era við fullt uppihald á utanlandsferðum, hefur það lítið að segja þegar hún er aðeins notuð sem viðmiðun. Árið 1989, í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannssonar, var hafist handa við gerð draga að regl- ugerð um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins. Þau drög er nú liggja fyrir era samantekt á tilskip- unum fjármálaráðherra og fyrri venjum í þessu sambandi, og era því það sem næst verður komist gildandi reglum í þessu sambandi enda er þeim framfylgt í dag. Skattamál Samkvæmt venjulegum skilningi á skattskyldum greiðslum ættu dagpeningar að koma til fullrar sköttunar hjá þeim sem þegar fá greiddan beinan ferða- og gisti- kostnað. Hér virðist þó vera sem vissir forréttindahópar njóti nokk- urra skattfríðinda, því ríkisskatt- stjóri hefur ákveðið að einungis helmingur dagpeningagreiðslna sé skattskyldur. Gildir þetta einnig um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.