Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 17
rO(MOEG»NIBIiAiÐI£J.íSUNNUID'A'GKHVl5ÍIgEprreMBERiY991 þá sem fá gistingu, leigubíla, risnu og símtöl greidd að fullu framhjá dagpeningakerfinu. Því virðist sem persónulegar tekjur af þessu tagi séu aðeins skattaðar til hálfs fyrir ákveðinn hóp fólks. Vissulega eiga þeir sem ferðast á vegum ríkisins að fá greiddan allan þann beina kostað sem af ferð- inni hlýst, og ber alls ekki að skatta menn fyrir það. Hitt er annað, að þegar allur beinn ferðakostnaður hefur þegar verið greiddur af ríkinu verða dagpeningarnir að eins konar launauppbót og ættu því skilyrðis- laust að koma til sköttunar eins og önnur laun. Samanburður Bandaríkin: Laun forseta Bandaríkjanna eru um 1.030 þúsund krónur á mánuði og hafa verið óbreytt í dollurum frá janúar 1969. Auk þessa fær forset- inn 520.000 krónur á mánuði í fastan ferðastyrk sem ekki kemur til skatts, en einnig 260.000 á mán- uði fyrir risnukostnaði og öðrum opinberum kostnaðarliðum, og telst sá hluti fram til skatts eins og hjá dönsku ráðherrunum. Ef þetta er borið saman við ut- anríkisráðherra íslands, er heildar- dagpeningagreiðsla til forseta Bandaríkjanna um 3.120 þúsund fyrir skatt, en árið 1989 var ut- anríkisráðherra erlendis í 114 daga og hefði samkvæmt núgildandi töxtum fengið fyrir það 1.630 þús- und ef hann hefði verið einn á ferð, en 2.440 þúsund fyrir hjónin. Tölur þessar eru þó ekki fullkom- lega sambærilegar þó í báðum til- fellum hafí verið tekið tillit til beins ferðakostnaðar. Bandaríkjaforseti fær nefnilega engar aukagreiðslur þegar maki er með í förinni auk þess sem hann verður að greiða risnu og annan kostnað opinbers eðlis af þessari upphæð, öfugt við íslenska ráðherrann. Varaforseti, sem hefur sem sam- svarar um 830.000 íslenskum krón- um í mánaðarlaun, fær að auki 52.000 krónur á mánuði til að mæta kostnaði á vegum embættis síns. Kemur sú upphæð til sköttun- ar. — . Ráðherrar hafa hins vegar jafn- gildi um 720.000 króna í mánaðar- laun og fá enga fasta kostnaðar- uppbót eins og forseti og varafor- seti fá. Þeir taka því allan almenn- an kostnað í ferðum í embættis- erindum af eigin föstu iaunum, að undanskildum beinum ferðakostaði. Um almenna starfsmenn alríkis- yfirvalda gilda hins vegar venjuleg- ar reglur um dagpeninga og greiðslu ferðakostnaðar. Reglan er sú, að samanlagður kostnaður fyrir gistingu og uppihald má ekki yf- irstíga ákveðna upphæð sem ákveð- in er fyrir hvern stað. Dæmi um slík hámörk eru 8.100 krónur á dag fyrir Washington DC, 7.700 fyrir Los Angeles og 4.300 krónur á dag fyrir ferðir til Port Huron, Michig- an. Af þessari heildarupphæð eru beinir dagpeningar annaðhvort, 1.600 eða 2.100 krónur, eftir stöð- um. Við útreikninga dagpeninga er sólarhringum skipt í fernt, og að- eins greitt fyrir þá fjórðunga sem viðkomandi starfsmaður er á ferða- lagi. Almennt gildir að ekki skuli ferð- ast á fyrsta farrými, en allur ferða- kostnaður skuli greiddur — einnig leigubílar til og frá flugvelli svo dæmi sé tekið. Reglurnar eru á heildina litið nokkuð strangar; til dæmis fær starfsmaður lægra kíló- metragjald, 11 kr/km, ef hann kýs að nota eigin bíl í stað bíls í eigu ríkisins á móti 15 kr/km sem hann fengi ef ríkið óskaði eftir að hann notaði eigin bfl. Danmörk: Um opinbera starfsmenn gilda svipaðar reglur og á íslandi. Þeir fá dagpeninga sem ráðast af ákvörðunarstað, auk þess sem allur ferðakostnaður er greiddur. Dag- peningar eru samningsatriði milli fjármálaráðuneytis og starfsmann- afélaga ríkisstofnanna, og eru eins og stendur 6.000 íslenskar krónur plús allt að 5.600 fyrir hótelkostn- aði, fyrir heimsóknir hingað til lands. Samtals eru þetta 11.600 krónur fyrir skatt. Útreikningur dagpeninga- greiðslna miðast við hvort viðkom- andi embættismenn fá fría gistingu og/eða mat, og kemur ákveðin upp- hæð til frádráttar ef svo er. Allar upphæðir eru vísitölubundnar og endurskoðaðar með reglulegu miili- bili með tilliti til verðbreytinga í hinum mismunandi löndum. Auk þess er tillit tekið til vikulegra heim- ferða sem menn hafa rétt á sam- kvæmt samningum og það dregið frá dagpeningum. Um ráðherra dönsku ríkisstjórn- arinnar gilda engar sambærilegar reglur. Þeir fá afgreidda ákveðna peningaupphæð þegar þeir leggja af stað, og þegar þeir snúa aftur er gerður upp mismunurinn á af- greiddri upphæð og kostnaði sam- kvæmt reikningum. Þetta þýðir í raun að þeir geta eytt eins miklu og þá lystir, en þess ber að geta að almenningsálit í Danmörku er sterkara afl en íslendingar eiga að venjast auk þess sem hart er tekið á óráðsíu ráðherra á þinginu, ef marka má nýlegt dæmi þar sem utanríkisráðherrann kom við sögu. Hvað risnu varðar hefur hver ráðherra eigin risnureikning á veg- um ráðuneytis síns, sem dregið er af. Skýr greinarmunur er gerður á persónulegum kostnaði og risnu- kostnaði — ef ráðherra nýtur sjálfur af veittri risnu dregst ákveðin upp- hæð frá greiðslum til þeirra persón- ulega. Laun ráðherra dönsku ríkis- stjórnarinnar eru þau sömu fyrir alla ráðherra og einnig fá þeir ráð- herrar sem ekki sitja á þingi greidda sömu upphæð og þingmenn fá í þingfararkaup. Grunnlaunin eru um 3,2 milljónir íslenskra króna á ári, en að viðbættu þingfararkaupi eða uppbót um 6,2 milljónir, eða um 515.000 kr á mánuði. Að auki eru forsætis- og utanrík- isráðherra með fasta kostnaðarupp- bót sem nemur 640.000 og 850.000 kr á ári. Upphæðir þessar skatt- leggjast á sama hátt og launa- greiðslur. Noregur: Enn gilda svipaðar reglur um vóbreytta“ ríkisstarfsmenn og á Islandi og í Danmörku, en ráðherr- arnir eru eftir sem áður sér á báti. Föst laun forsætisráðherra Noregs eru frá 1. september sem samsvar- ar um 330.000 íslenskum krónum á mánuði, en aðrir ráðherrar fá tæp 310.000. Svo verðdæmi sé tekið af ferð til Islands fær norskur ráðherra um 7.000 íslenskar krónur á dag fyrir hótelkostnaði, en fær endurgreidd- an muninn ef það reynist dýrara. Upphæð dagpeninga er um 8.100 krónur, og er það upphæð sú er óbreyttir opinberir starfsmenn fá auk 50% álags. Risna er greidd eftir reikningi, 'en hlutur ráðherra dregst frá dag- peningum hans eins og í Dan- mörku. Allir taxtar eru endurskoð- aðir með vissu millibili með tilliti til verðlagsþróunar. Niðurstöður Miðað við samanburð þann sem hér hefur verið gerður má vafalítið segja að íslenska dagpeningakerfið skýtur fram hjá markinu hvað ráð- herra og hærra setta embættismenn varðar — það er orðið að hreinni launauppbót, því upphaflega ætlun- in með dagpeningunum, að mæta kostnaði, er farin forgörðum hjá þessum hópum. Þeir fá allan kostn- að greiddan framhjá dagpeninga- kerfinu en greiða hann ekki af þeim eins og aðrir opinberir starfsmenn. Augljóst virðist því að hér sé um ferðahvetjandi kerfi að ræða sem að auki eru ýmsir annmarkar á. Það kemur undarlega fyrir sjónir að einungis helmingur þessara tekna skuli vera skattskyldur, þegar enginn kostnaður annar en persón- uleg eyðsla liggur að baki. Vera má að þessi þróun hafi orð- ið vegna lágra launa hérlendra ráð- herra miðað við starfsbræður er- lendis, en dulin launauppbót er engu ódýrari þjóðarbúinu en hrein launa- hækkun. 9Í17 Akranes: Nýr leikskóli í notkun Akranesi. TEKIN hefur verið formlega í notkun nýr leikskóli á Akranesi., Með tilkomu hans munu 98 börn fá þar þjónustu og hefur því veru- lega saxast á þörf fyrir dagvistun- arrými á Akranesi. Hinn nýi leikskóli er við Lerki- grund 9 og er þriggja deilda skóli sem allar eru jafnstórar. Bygging hans hófst í lok ársins 1989 og samn- ingur um fullnaðarfrágang hússins var undirritaður í desember 1990. Leikskólinn sem er 534,5 fm að stærð er að fullu frágenginn með öllum búnaði. Lóðin, sem er alls 2720 fm, er einnig vel frágengin og mikið úr- val leiktækja þar. Um er að ræða glæsilegt mannvirki. Kostnaður við byggingu leikskólans er tæpar 60 milljónir króna. Eins og áður segir verður rými fyrir 98 börn í hinum nýja leikskóla þegar starfsemi er að fullu komin í gang. Hið nýja húsnæði leysir af leik- skólann við Háholt sem rekin hefur verið undanfarin ár í húsnæði Skáta- félags Akraness. Aldur barna í skó- lanum er frá eins árs til sex ára. Boðið verður upp á breytilegan vist- unartíma frá fjórum til níu stundum á dag. Leikskólastjóri hins nýja skóla verður Brynja Helgadóttir og yfir- fóstra Guðlaug Sverrisdóttir. Alls verða starfsmenn í 11,5 stöðugildum. Hönnun hins nýja skóla var í hönd- um VT-teiknistofunnar. Tréverk sf. og Akur hf. önnuðust byggingu fok- helds húss. Tréverk sf. sá um innrétt- ingar og fullnaðarfrágang. Skóflan hf. sá um frágang lóðar. Öll verk voru leyst vel af hendi og bera meist- urum sínum fagurt vitni. - J.G. Sigurjón Skúlason verktaki afhendir Sigrúnu Gísladóttur formanni framkvæmdanefndar formlega lykla af leikskólanum. Fyrirlestur um álag við barnsfæðingar HÉR á landi er stödd í boði námsbrautar í hjúkrunarfræði við Há- skóla íslands dr. Dyanne D. Affonso, prófessor í fjölskylduhjúkrun við hjúkrunardeild Kaiiforníuháskóla Dr. Affonso er þekkt víða um heim fyrir rannsóknir sínar sem einkum varða streitu og vanlíðan mæðra í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Hún mun halda tvö námskeið og einn fyrirlestur meðan á dvöl hennar stendur. Fyrirlestur dr. Affonso fjallar um andlega og félagslega álagsþætti í tengslum við barnsfæðingu og verður haldinn miðvikudaginn 18. septemb- er kl. 16-17.30 i Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Námskeið dr. Affonso eru haldin í samstarfi námsbrautar í hjúkrunar- fræði og endurmenntunamefndar Háskólans og ætluð fagfólki í heil- San Fransisco. brigðisþjónustunni. Fyrra námskeið- ið nefnist „Þverfagleg viðfangsefni er varða heilsu og atferli" og fer fram dagana 17., 19. og 20. septemb- er kl. 13-16 hvern dag. Námskeiðs- gjald er 5.000 kr. Síðara námskeiðið nefnist „Hug- tök og fyrirbæri innan hjúkrunar; kenningar, notkun í starfí og rann- sóknir", og fer fram dagana 26. sept. og 3. okt. kl.. 9-16 báða dagana. Námskeiðsgjald er 7.500 kr. Skráningu og upplýsingar um násmkeiðin annast endurmenntunar- deild Háskólans. (Fréttatilkynning) súrnm á hreint frábæru verdi, 23.900,- krónur* FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD býður nú þriggja daga ferð til þessarar heillandi borgar í Sviss 27. - 29. september nk. Dvalið verður á hinu stórgóða hóteli Senator í miðborginni, skammt frá hinu fræga verslunarhverfi við Bahnhofstrasse. Zurich-borg er af mörgum talin ein fallegasta borg heims svo það er vel þess virði að hoppa með fyrir þær sakir einar. Njótið ferðar með okkur undir íslenskri fararstjórn, þar sem boðið verður upp á fjölmargt skemmtilegt. Nægirþar að nefna siglingu um hið ægifagra Zurich-vatn, þar sem hópurinn getur notið svissneskrar matargerðalystar í ferðinni. Þá verður kvöldverður með hátíðarmat. Boðið verður upp á skoðunarferð um ægifögur fjallahéruð mið-Sviss, auk margs annars. Zurich er mjög lifandi og skemmtileg borg fyrir sælkera, auk þess sem margar af frægustu verslunum heimsins er þar að Láttu dekra við þig í þessari háborg Mið-Evrópu. Það verður enginn svikinn af því að skella sér með í þessa frábæru ferð með okkur og á þessu nánasta hlægilega verði. ‘Innifalið í verði er flug til og frá Zurich, flutningur til og frá flugvelli ytra, gisting á Senatorhótelinu og íslensk fararstjórn. inna. fmíMIOSIBDIN rtpcm AUSTURSTRÆTI17, SIMI62 22 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.