Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 24

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 24
AUK/SlA k624-2 MOEGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 ±24 HEFUR ÞÚ ÁHUGA ? Viö erum ab leita ab söngmönnum. Hafðu samband við Ernst í síma: 621010 milli kl. 9.00-17.00 eða Böðvar í síma 32584 eftir kl. 19.00 Skáldskapur eftir konur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson HENDING. 1. tbl. 1. árg. Ritstjór- ar: Berglind Gunnarsdóttir, Elísabet Jökuisdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir. Svokallaður femínismi eða andóf kvenna (h'ka í bókmenntum), bók- menntafræði kvenna og fleira slíkt hefur verið áberandi, en skemmtir ekki öllum, allra síst takmörkuðum körlum. Það er aftur á móti unnt að taka undir með ritstjórum Hendingar og „óska eftir skáldskap eftir konur“. Hending flytur skáldskap kvenna (og karla), einnig greinar um konur og skáldskap. Það má byija með að lýsa því yfir að þetta er hið athyglis- verðasta tímarit, yfir því ferskur blær og framtakið lofsvert. Meðal þess sem forvitni vekur er viðamikil umfjöllun Soffiu Auðar Birgisdóttur um franska mynd- höggvarann Camille Claudel og bandarísku skáldkonuna Susan Lud- vigson. Sú síðarnefnda hefur ort ljóðaflokk um hina fyrmefndu og fá Hin grátbiðjandi eftir Camille Claudel. . > « NO PRIMER,t toOUNDERCOAT, huma ummmm HAMMERITE er ryðbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryð og stöðvar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beint á rydid“ og einblöðungnum „Nú má lakka yfir ryðið“sem eru fáanlegir hjá þeim. HAMMERITE FÆST ( MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkið fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila. lesendur að kynnast nokkrum Ijóð- anna í þýðingu Soffíu Auðar. Camille Claudel var systir skálds- ins Paul Claudels og var nemandi, aðstoðarmaður og ástkona mynd- höggvarans Auguste Rodins. Að lo- knu tímabili sköpunar eftir að slitn- aði upp úr sambandi hennar við meistarann eyddi hún ævi sinni á geðveikrahæli. Það eru þessi harm- sögulegu örlög sem Susan Ludvigson yrkir um á sannfærandi hátt og hef- ur Soffíu Auði tekist mjög þokkalega að miðla ákafa ljóðanna. í Ijóðinu Bréf til Rodins frá Tour- aine, 1893, segir m.a.: Hvílík gleði að vakna uppaf draumi um þig og þrá þig ekki! Allan þennan tíma, hendur mínar iðnar í gifsinu, bjóstu í líkama mínum einsog leigjandi. Hvert sem ég sneri sá ég konur með þínu auga, hold þeirra roðna undan opinskáu augna- ráði mínu. Það er annars konar „uppreisn“ sem við blasir í grein Geirs Svansson- ar um bandarísku skáldkonuna Kat- hy Acker, en meðal þeirra titla sem Geir heiðrar hana með eru ritsóði, ritþjófur og klámkjaftur. Acker svífst einskis við að svipta hulunni af karl- veldinu og birta hugarheim kvenna, en eins og Geir bendir á er hætta hennar fólgin í því að verða hluti af markaðinum. Hún er að verða tísku- höfundur. Acker er afsprengi menn- ingarhefðar stórborganna þar sem afbrigðileikinn er eftirsóknarverður, daglegt líf og venjulegt fólk ekki ákjósanlegt söguefni. Hún hefur lært af höfundum á borð við William Burroughs. Skáldskapur innlendra höfunda í Hendingu er með ýmsu móti. Líklega kemst Nína Björk Amadóttir næst því að draga upp líka mynd örvænt- ingar og Susan Ludvigson. Nína Björk yrkir um guðinn Savage, hinn alræmda guð sjálfsmorða og sjálf- seyðileggingar. Það er nóg af þjáningu, dauðabeyg og hvers kyns kvölum i Hendingu, vissulega eins og lífinu sjálfu. Helst er að fínna bjartsýni í Ljóðabréfi til bemskunnar eftir Þóm Elfu Bjöms- son. „Manstu dagana bjarta/ og sífellda?" spyr Þóra Elfa. En það vom auðvitað liðnir dagar. Ég hafði gaman af að lesa fleira í Hendingu, m.a. einlægt viðtal Elísa- betar Jökulsdóttur við Lindu Vil- hjálmsdóttur og líka upprifjun Berg- lindar Gunnarsdóttur á framlagi Unnar Eiríksdóttur til skáldskapar- ins. Ljóðasýnishomin sanna að Unn- ur hafði margt að segja og gerði það á listrænan hátt, ekki síst í ljóðinu um tréð sem óx í skjóli háskans. Þakstál með stfl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVOR BYGGINGAREFNI Srhi 641255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.