Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 30
~*30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGURJ5. SEPTEMBER 1991 HAMHLEYPA Koberling er veiði- maður af lífi og sál Morgunblaðið/Gerd Fleischmann Bernd Koperling í vinalegu umhverfi Loðmundarfjarðar. KARLAR Litlir karlar að hlýtur að vera alveg hræðllegt að vera lágvax- inn karlmaður. Það er nefni- lega svo hrikaleg mótsögn fólg- in í því hlutskipti að það er eins og að vera radd- laus söngvari eða vatns- hræddur sund- kappi. . Börn vita það frá unga aldri að einn góðan verðurdag muni þau verða stór. „Þú mátt gera þetta þegar þú ert orðinn stór.“ „Þú skilur þetta þegar þú ert orðinn stór.“ „Hvað ætlarðu að'verða þegar þú ert orðinn stór?“ Svona setn- ingar dynja á ungviðinu og spennan magnast. Tilveran er greinilega ekkert slor þegar maður er orðinn stór. Þá má maður allt og skilur allt — og þá v^rður maður líka „orðinn“ eitthvað. Litlar stelpur dreymir um að verða FALLEGAR OG GRANNAR en ef sá draumur rætist ekki geta þær alltaf reynt að fara í megrun og meika sig. Litlum strákum þykir hins veg- ar fátt eftirsóknarverðara en að verða STÓRIR OG STERKIR eins og Schwarztenegger, Jón Páll og öll hin átrúnaðargoðin. En til hvaða ráða geta þeir grip- ið, greyin, þegar þeir eru orðnir „stórir" en eru samt ennþá litl- ir? Það verður víst fátt um svör þegar svo stórt er spurt .... j*. Ég er viss um að fjölmargir lágvaxnir karlmenn líða sál- arkvalir vegna útlitsins. Margir þeirra eru a.m.k. haldnir ægi- legu mikilmennskubrjálæði sem ég tel einmitt sönnun þess hve óhamingjusamir þeir eru inn við litlu beinin sín. Þessir karlar virðast fá eitthvert „kíkk“ út úr því að sitja í stórum leðurstólum við skrifborð á stærð við hjónarúm og sýna vald sitt í verki. Ráða og reka fólk og þykjast ansi miklir menn. En þeir hækka því mið- ur ekkert þótt þeir geri sig breiða. Andleg vanlíðan annarra lágvaxinna karla brýst út með þeim hætti að þeir fara í ein- hvern trúðsleik. Rembast við það frá morgni til kvölds að vera óskapleg fyndnir og hrók- ar alls fagnaðar — líklega í þeirri von að fólk fyrirgefi þeim þá dauðasynd að vera svona litlir eða taki ekki eftir hve lág- ir þeir eru í loftinu. Þessir menn verða jafnvel skemmtikraftar að atvinnu og eru skrýtlur um smæð þeirra sjálfra gjarnan fastur liður í prógramminu. En menn stækka ekki heldur við það að vera stórskemmtilegir. Samskipti við gagnstæða kynið eru hins vegar ekkert grin fyrir litla karlmenn því, eins og allir vita, þá eiga karlar að vera stærri en konur. Sem betur fer er til slatti af smá- vöxnum stelpum en þetta nátt- úrulögmál setur stuttum strák- um þó óneitanlega þrengri skorður en kynbræðrum þeirra. Jafnvel þótt þeir séu sjálfir til í að gefa skít í allar hefðir í þessum efnum — enda þrælvanir því að vera öðruvísi en aðrir — er nefnilcga ekki víst að þeir finni margar leggja- langar fegurðardísir sem eru jsama sinnis. Í stuttu máli: Það er ekki tek- ið út með sældinni að vera lítill naggur í landi þar sem meiri- hluti karlmanna er líklega yfir 1,80 metrar á hæð. Við ættum því að taka ofan fyrir lágvöxn- um mönnum! (Þeim þætti '*kannski ekkert verra ef við færu.m líka úr skónurn?) Maður er nefndur Bernd Koberl- ing, þýskur myndlistamaður, fæddur í Berlín í miðju síðara stríðinu. Hann er þekktur málari í Evrópu og um þessar mundir hanga verk hans uppi í nýlista- miðstöðvum bæði í Dusseldorf og Osló. Hann er sannkallaður Islandsvinur, kemur hingað til lands á hverju ári. Oftast tvisv- ar. Einu sinni til þess að verja viku við laxveiðar í Laxá í Kjós um hásumarið og síðan aftur undir haustið til þess að dvelja í nokkra daga í sumarhúsi austur í Loðmundarfirði. Og hann gluggar yfirleitt aðeins í Kjósina í leiðinni, enda er maðurinn veið- imaður af lífi og sál og veiði- mennskan er honum í blóð borin. Og hann notar hana mjög í verk- um sínum, fjölmörg þeirra end- urspegla næma innsýn inn í nátt- úruna og hið harða en jafn framt eftirsótta veiðimannalif. Eittaf þekktustu verkum hans er af kviðpokaseiði laxfisks. eir sem þekkja Koberling segja að hann tengi ekki aðeins myndlistina og veiðiskapinn með þeim hætti að hann sæki myndefni í veiðina, heldur einnig þannig, að hann máli og veiði með sömu ástríðu- fullu einbeitingunni. Sú saga er sögð af Koberling, að um nokkura ára skeið hafi hann haft stúdíó uppi á stóru og miklu hlöðulofti. Þar mál- aði hann helst um nætur. En ef að einhver myndin stóð í honum og hann komst ekki áleiðis með hana sama hvað á dundi, braut hann upp stemminguna með því að þeyta upp stórum hlerum í báðum endum hlöð- unnar, stilla sér síðan upp á miðju hlöðugólfinu og kasta flugu eins og vitlaus maður, en svo mikið gekk á, að hlöðuloftið eitt sér dugði ekki til þótt stórt væri, því vað að opna hlerana, bæði fyrir bak- og fram- köstin... Morgunblaðið mælti sér mót við Koberling er hann var í hausttúrnum sínum í Kjósinni. Það var daginn áður en hann átti að halda austur í Loðmundarfjörð. Það var vitlaust slagveður er fundum bar saman, áin í vexti og Koberling hættur þann daginn þótt klukkustund lifði af veiðitímanum. Það var einhvern veg- inn ekki líkt þeim Koberling sem hafði verið lýst fyrir blaðamanni og hann hafði það á orði. „Það er rétt, Koberling er ekki þannig. Koberling ætti eiginlega að vera úti í á enn þá, norpandi í slagveðrinu og neit- andi að gefast upp. En ég er svo heppinn að hafa góðan og snjallan leiðsögumann með mér, Ásgeir Heið- ar. Það er ekki nóg með að hann viti hvar hver einasti lax í ánni ligg- ur, heldur hefur hann þá skynsemi að stinga upp á því að hanka upp og hætta þegar staðan er vita von- laus. Þetta sá ég um leið og ég hafði sest upp í bílinn til hans. Ef ég hefði verið einn við ána, væri ég þar enn með lafandi sultardropana!" sagði Koberling. Hann hafði verið í Bugð- unni og misst einn. En daginn áður lágu sjö í valnum, þannig að hann mátti við smásveiflu niður á við. „Svo er nú veðrið gersamlega geggj- að,“ bætti listamaðurinn við. Við hittumst aftur inni í veiðihúsi eftir að Koberling hafði dregið af sér slagveðursgallann. Þar var hann spurður út í uppruna sinn. Hann taldi ekki ástæðu til að fara út í hann í neinum smáatriðum, sagðist þó hafa fæðst í Berlín í stríðinu síð- ara. Sem lítill drengur flutti hann síðan til skyldfólks sem bjó á vot- lendissvæðum sem tilheyra nú Pól- landi. „Sprengjuregnið var svo mikið í Berlín,“ segir Koberling. Þar var hann að myndast við að veiða og hann segist ekki muna eftir sér öðru vísi heldur en spekúlerandi í veiði. Hvenær listin kom í kollinn segir Koberling: „Það þurfti allt að hafa sinn gang, en ég var 16 ára þegar ég varð ákveðinn í að verða myndlistamaður og þá fór ég að plægja í gegn um bækur og þróa mig. Þá var öldin önnur en nú, það þótti ekki líklegt ungmenni til afreka sem ætlaði sér að hafa atvinnu af því að svelta heilu hungri. Karl faðir minn lagði á það ríka áherslu að ég menntaði mig og ég sá fljótt að það var mjög skynsamlegt að gera svo, stunda myndlistina með og sæta svo lagi þegar færi gæfist og hella sér á fullu út í myndlistina. Ég þurfti því að finna út hvað ég vildi gera. Ég ákvað að læra til kokks! Já, ég er lærður kokkur. Kokkur og prófessor í myndlistarfræðum. Ég gat ómögu- lega ætt um allar jarðir og blásið mig út sem óuppgötvaðan snilling. Auðvitað hefði ég viljað getað helgað mig myndlistinni frá byijun, en þetta var rétta leiðin.“ Ég vann í áraraðir sem kokkur á veitingahúsum í Berlín. Ég vann þannig, að það voru stífar vaktir í fjóra daga, síðan frí í nokkra daga. Meðfram þessu málaði ég eins og ég lifandi gat. Árið 1968, þegar ég var þrítugur, gerðist það að ég seldi mitt fyrsta verk. Ég hefði ef til vill getað náð þeim áfanga mun fyrr, en ég var ekkert að sperra mig, tók þetta hægt og rólega og beið þess að mér fyndist sjálfum ég vera tilbú- inn að tefla fram verkum mínum. Það breyttist mikið við það að selja loks mynd. Ég yfirgaf mína vinnu og fór í myndlistina af fullum krafti. Þetta gekk upp og ofan fyrstu árin, en hin síðari ár hefur gengið mjög vel,“ segir Koberling. En hvenær kemur veiðiskapur inn í myndlistina af svo miklum krafti? „Það var einmitt við þessi tímamót. Árið eftir fór ég til Svíþjóðar og Lapplands og Noregs, gekk á fjöll og um heiðar og fírði með veiðistöng reirða við bakpokann. Ég fékk norð- urhjarann á heilann. Ég hitti Lappa og aðra innfædda, blandaði geði, upplifði þennan heimshluta og hann varð óhemjusterkur í verkum mín- um.“ En hvenær bættist ísland við? „ísland bættist við árið 1977 þegar ég hitti Dieter Roth í Berlín. Við kynntumst og er hann heyrði hverjar mínar ástríður voru hafði hann á orði að tengdafólk hans ætti hús í Loðmundarfirði. Það væri ef til vill eitthvað sem ég hefði gaman af að upplifa, að koma þangað, og hann bauð mér. Ég þáði. Síðan hef ég aðeins misst eitt ár úr, var þá stadd- ur í Sao Paolo. Fyrsta skiptið sem ég kom var snemma vors, laxveið- itíminn ekki byijaður og leiðindaveð- ur. Dieter og Rafn Hafníjörð þekkt- ust, en Rafn er vel þekktur laxveiði- maður. Hann sá fyrir tilviljun flugur sem ég hafði hnýtt, rak upp stór augu og hafði á orði að ég þyrfti að reyna íslensku veiðivötnin. Sem ég sagði, laxveiðin var ekki hafín, en Rafn fór með mig í vitlausu veðri suður í Hlíðarvatn í Selvogi. Það gekk ekkert þar, en ferðin varð kveikjan að því að ég fór að þreifa á laxveiðiánum næstu árin. ,SNOW —BIRD, VETRARFATNAÐUR HLÝR, VATNS- OG VINDHELDUR Snow Bird LJLPUR Snow Bird BUXUR Snow Bird SKÍÐAGALLAR í barnastæröum 116 - 176. ÚTSÖLUSTAÐIR: Hummelbúðin, Ármúla 40, Reykjavik; Sporthúsið, Akureyri; Akrasport, Akra- nesi; Torgið, Siglufirði; Sporthlaðan, ísafirði; Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. flquaAsport heildverslun, Sundaborg 1,104 Reykjavík, sími 688085, fax 689413. ■iirpj' .................................................. eftir Jónínu Leósdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.