Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
Norrænt grafíkþríár II
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Norræn grafík hefur löngum
verið dálítið alveg sérstakt innan
myndlistar bræðraþjóðanna og hér
höfum við af ríkri arfleifð að státa.
Norðmaðurinn Edvard Munch
endurreisti ekki einungis grafíkina,
heldur beitti hann áður óþekktum
tæknibrögðum, og fordæmi hans
kom af stað flóði af framúrskar-
andi grafík- og listamönnum á
Norðurlöndum.
Hin sáraeinföldu tæknibrögð
hans í tréristunni, sem byggðust á
því að saga niður krossvið og þekja
hvetja einingu með sérstökum lit,
voru m.a. enn við lýði, er ég nam
fagið í Osló fyrir nær Ijórum ára-
tugum. Raunar er aðferðin með
góðum árangri notuð enn þann dag
í dag í ýmsum tilbrigðum.
En Munch var ekki einungis
áhrifavaldur á Norðurlöndum held-
ur um alla Evrópu og það jafnt í
grafík sem málverki.
Að sjálfsögðu er mikil nauðsyn
á því, að Norðurlandaþjóðimar
kynni það markverðasta, sem er
að gerast innan grafíklistarinnar,
og það helst sem oftast.
Hingað hafa ratað ýmsar nor-
rænar sýningar og er mér einna
minnisstæðust sýning Norræna
grafíksambandsins í Norræna hús-
inu árið 1972, sem var sterk,
óþvinguð og opin, þannig að hún
kynnti vafalítið ágætlega það, sem
efst var á baugi um þær mundir.
Kom mér það á óvart hve ijöl-
þætt og skemmtileg hún var og
hefði ég viljað sjá fleiri jafn litríkar
sýningar á norrænni grafík því
kynning hennar hefur hingað til
verið frekar formleg og fálmkennd.
Það mun vafalaust tilgangurinn,
þegar Norræna grafíkþríárinu var
hleypt af stokkunum, að kynna
framsækna grafík af hárri gráðu
í löndunum og helst ýmsar aðferð-
ir, sem eru lítt kunnar. Að þessu
sinni var einkum gengið útfrá
myndefni sem nefnist „óhlutlæg
my_ndlíking“.
Eg verð að viðurkenna, að fyrri
sýningin er mér ekki sérlega minn-
isstæð og trúlega verður þessi það
naumast heldur.
Astæðan er sú, að mjög formleg-
ar og opinberar sýningar eru sjald-
an þess eðlis, að þær festist í
minnið, og þá oftar fyrir það, hve
ranga hugmynd þær gefa af því,
sem er að gerast, og hve takmark-
aðar þær eru en hitt.
Það er vegna þess, að menn
vinna útfrá fyrirfram ákveðnum
forsendum, — hugmyndum, sem
viðkomandi eru hallir undir og vilja
halda fram.
Menn eru þá_að miðla eigin hug-
myndum um það, hvað sé helst að
gerast á tilteknum sviðum, frekar
en að miðla fróðleik á hlutlægan
hátt. Er þá komið gott dæmi um
það hér, sem nefnt hefur verið for-
sjárhyggja og miðstýring í listum
á Norðurlöndum.
Sýningarnar verða þá eitthvað
svo tómar og yfirgengilega form-
legar og eiga þá miklu meira er-
indi í.listhús, sem kynna ákveðnar
listastefnumrog halda þeim stíft
fram, en í opinbert sýningarhús-
næði.
Það væri t.d. allt annar hand-
leggur að sjá þessa sýningu í list-
húsinu Nýhöfn hér í borg, en í
sölum Norræna hússins og trúa
mín er sú, að myndirnar hefðu
notið sín þar mun betur. Er ég þá
á engan hátt að vega að sjálfum
myndunum, heldur þykir mér þær
ekki njóta sín nægilega vel á staðn-
um, auk þess sem sumir veggir
standa alveg auðir.
Þó er það sýnu lakara, að sýning-
in kemur manni á engan hátt á
óvart, heldur er sem bergmál þess,
sem maður sér í sýningarsölum
ytra, þekkir og kannast við út í
fingurgóma.
Almenningur hefur svo ákaflega
takmarkaðan áhuga á slíkum fram-
kvæmdum, svo sem glögglega hef-
ur komið fam áður, og þá er spurn,
hver er ávinningurinn?
A ékki að beina straumi fólks
inn á listsýningar svo sem tekist
hefur víða um heim eða eru opin-
berar sýningar á Norðurlöndum
einkamál örfárra listapostula og
almenningi allsendis óviðkomandi?
Ekki fetti ég fingur út í það, að
sýningin er styrkt með 6 myndum
eftir hina ágætu amerísku lista-
konu Helen Frankenthaler, en ekki
eykur það ris norrænnar grafíklist-
ar, einkum vegna þess að myndir
hennar gefa sýningunni þann lit
og það líf, sem ætti að ganga sem
rauður þráður í gegnum hana alla.
Menn taki bara eftir, hve mikill
ljómi er yfír myndinni „Blue Curr-
ent“ (Blár straumur), sem er ein-
föld og mjög lífræn í byggingu sem
litahljómi. Auk þess búa þær yfir
ijölbreytileika og sköpunargleði
sem lyftir þeim upp og vart á sér
hliðstæðu á sýningunni.
Ég hrífst og af sumum hinna
þungu og einföldu mynda Sigurðar
Guðmundssonar, sem hefur verið
sóttur til Hollands, en það er ein-
hver magnþrungin undiralda í
þeim, sem kemur jafnvel enn betur
fram í myndaröðinni eftir hann,
sem piýðir inngang Sundlauganna
í Laugardal um þessar mundir. Um
leið búa þær yfír sterkri grafískri
kennd.
Hin ábúðarmikla æting Svíans
Max Book „Timex“ nýtur sin ekki
allskostar og myndir hans hefðu
að mínum dómi átt að fá annan
stað í sýningarsölunum. Það er og
erfítt að átta sig á verkum hans,
vegna þess að þau eru einungis
tvö. Hins vegar sýnir Finninn
Jukka Makela röð rafætinga, eða
16 talsins, en þær eru svo líkar
hvor annarri, að maður er einnig
litlu nær um listamanninn. Línan
í rafætingum er ekki eins lífræn
og lína nálarinnar milli fmgranna,
og aðferðin virðist takmörkuð og
einhæf svo sem hún kemur fyrir
sjónir.
Dómnefndinni mun hafa þótt
rafæting upplögð til kynningar, því
að Norðmaðurinn Olav Christopher
Jenssen sýnir einig röð myndtákna
í sömu tækni, sem eru einskonar
myndrænar „skeggræður í tíðinni",
eða öllu frekar sjónrænt muldur,
og er ei heldur gott að fóta sig á
því, hvert hann er að fara. Menn
hafa notað slíkt tjáform í ótal til-
brigðum á síðustu áratugum og það
fellur undir hugmyndafræðilegu
listina.
Þá er einungis eftir að geta
Sigurður Guðmundsson: Minning.
framlags Danans Per Kirkeby, en
sá er um þessar mundir kannski
nafnkenndastur núlifandi nor-
rænna listamanna.
Grafíkmyndir hans eru svo sem
oftar unnar í blandaðri tækni þ.e.
trérista/dúkrista/æting/litþrykk.
Eru þær einkennandi fyrir hann,
þó heldur hefði ég viljað sjá sitt-
hvað af því, sem ég hef séð á verk-
stæði Hostrups Petersens og Jo-
hansens í Kaupmannahöfn, þar
sem ég hef unnið að grafíkmyndum
í þrígang og þekki þar af leiðandi
allvel þá hlið listar hans. Það er
heilmikil speglun frá gerviljósinu í
þessum myndum og vafalítið
myndu þær njóta sín betur í dags-
Ijósi. Þetta eru mjög líf- jarðrænar
og safaríkar myndir en verst að
ekki skuli vera miklu fleiri myndir
eftir þennan athyglisverða lista-
mann á sýningunni, því nóg er
auða rýmið.
Getrud Sandquist, listsögufræð-
ingur og fyrrum forstöðumaður
Norrænu listamiðstöðvarinnar í
Svíaríki, ritar mjög listsögulegan
formála, en ekki er maður alltaf
fullkomlega með á nótunum varð-
andi lýsingar hennar á verkum list-
amannanna, en skáldlegt hugar-
flug hennar er óneitanlega mikið
og ekki skortir orðgnóttina. En
skiptir annars ekki meginmáli að
forvitni hins almenna skoðanda sé
jakin á verkunum með skýi-ri og
einfaldri framsetningu máls, heldur
en að hann þurfi að velta því fyrir
sér hvert viðkomandi sé eiginlega
að fara? Minnir formálinn meira
en lítið á þau alþjóðlegu vinnu-
brögð, sem eru viðhöfð, er listhús-
eigendur heimsborganna eru að
skapa ímynd í kringum skjólstæð-
inga sína.
Dregið saman í hnotskurn þá er
það mitt álit, að það þurfi að stokka
upp í framkvæmd þessa fyrirtækis
og kynna norræna grafík á meiri
alhliða hátt í framtíðinni. Og þar
sem verið er að kynna grafíklist
kemur mér það spánskt fyrir sjónir
að enginn þátttakendanna hefur
grafík sem aðaltjáform og þó það
sé kannski ekki gagnrýnisvert í
sjálfu sér, þá er spum hvers allir
þeir eiga að gjalda sem hafa grafík
að aðaltjáformi og rannsakað hafa
grafíkina og möguleika hennar um
árabil. Þar sem framkvæmdin er
einungis á þriggja ára fresti þá er
og mikilvægt að áhersla sé lögð á
öfluga og fjölbreytilega kynningu
hveiju sinni. Og trúa mín er sú,
að ekki þurfi endilega að fara út
fyrir landamæri Norðurlandanna
til að gera sýningarnar spennandi
jafnt fyrir atvinnumenn sem al-
menning. Allt annað er dæmi um
norræna minnimáttarkennd, sem
virðist heija á listsögufræðinga og
ýmsa menningarpostula eins og
fyrri daginn.
TZutanay
Heílsuvörur
nútímafólks
Doktor í taugalíffræði
TJöfóar til
JL JLfólks í öllum
starfsgreinum!
GUÐRÚN Pétusdóttir lauk dokt-
orsprófi við Háskólann í Osló dag-
ana 20. og 21. júní sl. Samkvæmt
hefð hélt Guðrún tvo opinbera
fyrirlestra á vegum læknadeildar
háskólans fyrri daginn, en varði
doktorsritgerð sína þann síðari.
Annar fyrirlesturinn fjallaði um
efni sem læknadeild lagði fyrir og
nefndist Sompatotopic organization
of the nervous system, occurence,
development and functional signific-
ance. Éfni si'ðari fyrirlestursins valdi
Guðrún sjálf og kallaði When being
small is your strength; — epidemio-
logy in Iceland, þar ræddi hún um
Námskeið í stjórn á áfengisneyslu
Vilt þú draga úr áfengisneyslu þinni eða hafa betri stjórn
á henni?
Námskeið í hófsemisþjálfun eru að hefjast að nýju.
Upplýsingar og skráning í síma 675583 og 611359 á
kvöldin.
Ráðgjafar á námskeiðinu eru Auður R. Gunnarsdóttir,
sálfræðingur, og Ævar Árnason, sálfræðingur.
þann styrk sem íslenskar aðstæður
veita faraldsfræðilegum og erfða-
fræðilegum rannsóknum. Doktorsrit-
gerðin fjallar um þroskun heilans á
fósturskeiði og nefnist The develop-
ment of specifíc axonal projections
in the brainstem of the chicken
embryo.
Verkefnið var unnið undir leiðsögn
prófessors Jan Jansens, sem er löngu
heimskunnur fyrir rannsóknir sínar
á þroskun taugakerfisins. Tauga-
kerfið er samsett úr milljörðum taug-
afruma, sem eru tengdar innbyrðis
á afar námkvæman hátt. Rétt tengsl
milli þeirra eru höfuðforsenda þess
að taugakerfíð starfi rétt og eru
ýmsar tilgátur uppi um hvemig þess-
um tengslum er komið á meðan taug-
akerfið_ er að myndast á fóstur-
skeiði. Asamt samstarfsmönnum sín-
um við háskólann í Osló hefur Guð-
rún þróað nýjar aðferðir til að rann-
saka þetta. Þau hafa notað aðgengi-
leg hryggdýrsfóstur, hænuunga og
merkt taugar í heila þeirra með nýj-
um litarefnum. Með því að nota heil-
ann og mænuna in vitro, þ.e. ein-
angra vefina og halda þeim lifandi
í næringarlausn í tilskilinn tíma, varð
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SfMI: 62 84 50
Til frambúðar
SiBA
stál þakrennur
með lituðu plastisol
ISVOR BYGGINGAREFNI
| Sími 641255
Dr. Guðrún Pétursdóttir
þeim kleift að ná fram mun meiri
nákvæmni en áður hefur verið mögu-
leg. Með þessu móti hafa þau fylgst
með þroskun ákveðinna taugábrauta
í heila frá því að fyrsti vísir þeiiTa
er sjáanlegur og þar til þær hafa náð
fullum þroska.
Niðurstöður rannsóknanna sýna
að taugar sem liggja frá heilastofni
til mænu virðast rata rétta leið af
mikilli nákvæmni frá upphafi og
benda líkur til að upphafleg staðsetn-
ing frumanna sé nátengd því hvaða
veg þær rata.
Dómnefnd um ritgerðina skipuðu
prófessorarnir Kirsten Osen, Per
Brodal og Arild Njá og voru þeir síð-
amefndu andmælendur við vömina.
Guðrún er nú dósent í frumuljf-
fræði og fósturfræði við Háskóla ís-
lands. Hún er dóttir Péturs Bene-
diktssonar og Mörtu Thors, kona
Ólafs Hannibalssonar og móðir Ás-
dísar Ólafsdóttur.
(Fréttatilkynning)
Félagslegt húsnæði
í Hafnarfirði:
350-400 fjöl-
skyldur bíða
STJÓRN Verkamannafélagsins
Hlífar hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun:
„Um áratuga skeið hefur mikil
húsnæðisekla hijáð láglaunafólk í
Hafnarfirði sem og annnars staðar
á höfuðborgarsvæðinu. Mikil eftir-
spurn eftir íbúðarhúsnæði hefur leitt
af sér húsaleigu, sem er það há að
hún er í engu samræmi við almennar
launatekjur. Þegar leiga fyrir 3ja
herbergja íbúð er orðin hærri en
dagvinnulaun er vá fyrir dymm, því
fjárhagsleg afkoma þúsunda heimila
er í hættu.
Verkamannafélagið Hlíf hefur ít-
rekað krafist opinberra aðgerða til
lausnar húsnæðisvandanum en án
sýnilegs árangurs, því sífellt ijölgar
óafgreiddum umsóknum eftir félags-
legum íbúðum. Að vísu hafa stjórn-
völd tjáð sig reiðubúin til að leysa
vandann, gefið um það loforð og
hælt sér fyrirfram yfir góðum ár-
angri. Efndirnar hafa síðan komið
fram í meiri húsnæðisskorti og taum-
lausara okri á húsaleigu, því þrátt
fyrir öll loforð um úrbætur hefur
húsnæðisvandinn aldrei verið meiri
en nú þegar 350-400 fjölskyldur bíða
eftir félagslegu húsnæði hér í Hafn-
arfirði.
Verkamannafélagið Hlíf skorar á
stjórnvöld að standa við loforð sem
þau gáfu verkalýðshreyfingunni við
undirritun síðustu kjarasamninga um
byggingu félagslegra íbúða til lausn-
ar húsnæðisvandanum, en tíminn til
þess er að renna út.“