Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
15
íslenskan og skólarnir
eftir Jón Hafstein
Jónsson
Fyrir nokkrum tugum ára þótti
sjálfgefið að stúdentsprófsskírteinið
væri vitnisburður um að handhafi
þess gæti fundið einhveija náms-
grein í Háskóla íslands, sem hann
hefði næga þekkingu til að leggja
stund á. Engum datt þó í hug að
sérhver stúdent réði við sérhvetja
námsgrein háskólans. Til þess að fá
inngöngu í verkfræðideild nægði t.d.
ekki að vera úr stærðfræðideild ein-
hvers hinna þriggja menntaskóla
landsins, heldur þurftu einkunnir
nemandans einnig að standast próf
hinnar svokölluðu Leifsformúlu og
þá raun stóðust aðeins fáir.
Aðrar deildir stóðu stúdentum
opnar, en háskólinn treysti dóm-
greind og sjálfsgagnrýni nemend-
anna til að takmarka aðsóknina, auk
þess sem próf snemma á námsferlin-
um leiðréttu hugsanleg mistök, og
það var ekkert tiltökumál þó að þessi
mistök væru á stundum nokkuð
mörg. Fall í Háskóla íslands var (eins
og raunar í menntaskólunum) skrifað
á reikning nemandans.
Nú er öldin önnur. Allar tegundir
stúdentsskírteina — og þær eru
margar og misjafnar — gilda sem
aðgöngumiðar að Háskóla Islands
og þau viðhorf verða ríkjandi að
honum beri að afgreiða hópinn, sem
inn í hann ritast, áfallalítið gegnum
deildir sínar.
Umbætur í íslenskukennslu
Sennilega hefur engin námsgrein
á framhaldsskólastigi fengið eins
rækilega endurskoðun og umfjöllun
og einmitt móðurmálið. Það varð því
mörgum undrunarefni þegar háskól-
akennarar kvörtuðu nú nýverið
vegna lélegrar kunnáttu í íslensku
hjá nýstúdentum. Umbótaviðleitnin
í framhaldsskólanum varð að sjálf-
sögðu tortryggileg og það í þeim
mæli, að ráðherra menntamála fann
sig knúinn til að hefta frelsi þeirra
MH-inga við hið göfuga sköpunar-
starf þar á bæ — og umræðan um
móðurmálskennslu í skólum tók fjör-
kipp.
Þá er ég kominn að þættinum
„Mál til umræðu" í ríkisútvarpinu
þ. 6. sept. sl. en hann — og raunar
aðeins eitt orð í honum — er tilefni
þessara skrifa.
í þættinum kom fram að það átti
síður en svo að draga úr íslensku-
kennslu við MH, slíkt var bara regin-
misskilningur, því að nemendunum
átti að gefast kostur á enn fleiri
áföngum í móðurmálinu, og áfangar
í íslensku eru vinsælir og nemendur
safna þeim eins og frímerkjum á lok-
askírteinin sín. Til sannindamerkis
voru áfangarnir nefndir með nafni,
bókmenntaþetta og bókmenntahitt.
Það var ekki fyrr en spurt var um
málfræðina að hennar var getið og
þá á þann veg að ég get ekki orða
bundist. Jú, það er sannarlega boðið
upp á áfanga í málfræði, en áhuginn
er ekki mikill á „málfræðistaglinu".
Þetta orðalag segir meira en langt
mál um viðhorf (fordóma) og vænt-
anlega störf þess kennara, sem nefn-
ir einn meginþátt kennslugreinar
sinnar stagl! En málið er alvarlegt
vegna þess að þeir eru langtum fleiri,
móðurmálskennaramir, sem svona
hugsa. Því til staðfestingar vil ég
nefna eftirfarandi.
Aðförin að málfræðinni
Einn aðsópsmesti móðurmáls-
kennari landsins ritaði fyrir rúmum
tveim árum greinaflokk í Morgun-
blaðið, og þar stóð m.a. þetta:
„Við þetta bætist svo það að vafa-
samt er að þorri nemenda á grunn-
skólaaldri geti tileinkað sér svo flók-
ið hugtakalíkan sem málfræði móð-
urmálsins er. Auðvitað geta allir
lært að þekkja algengustu orðflokka
— mikið vafamál hvort þeir skilja
hvers vegna hvert orð tilheyri hvaða
flokki, en það leiði ég hjá mér. Hitt
skiptir að mínu mati meira máli að
fyrir móðurmálsskilning og móður-
málsnotkun unglinga hefur mál-
fræðiþekking afar lítinn tilgang. í
raun og veru er afar lítið hægt að
nota hana í þeirri umfjöilun um móð-
umál sem skólinn telur brýnasta nú
og jafnan, þ.e.a.s. viðleitninni við að
efla málþroska, vitund og samvisku-
semi nemenda í öllu sem varðar notk-
un móðumálsins."
Mér sýnist að skipulega hafí verið
unnið að því að losa skólaæskuna
undan því „fargi", sem málfræðin
var minni kynslóð. En stafar nokkur
háski af hnignun eða brottfalli henn-
ar úr skólakerfinu? Mín skoðun er
að meinið, sem allir ræða um, sé að
skólamir eru hættir að veita æsk-
unni þá vitsmunalegu ögun og rækta
hjá henni þau vinnubrögð og þann
Jón Hafsteinn Jónsson
„Mér sýnist að skipu-
lega hafi verið unnið
að því að losa skólaæsk-
una undan því „fargi“,
sem málfræðin var
minni kynslóð.“
smekk, sem fæst af því að greina
mál sitt, vega og meta það sem sett
er á blað. Ég held að ritgerðasmíðin
um hitt og þetta hafi ekki tekið að
sér það hlutverk að knýja nemandann
til að kryfja málfar sitt.
Málfræðinám krefst þess, að bar-
nið beiti athygli sinni að merkingu
og formi þess texta, sem um er fjall-
að, og venur það á að skoða með
gagnrýni í huga það mál, sem það
sjálft lætur frá sér fara. Ég heyrði
fyrir löngu einhvern umbótasinnann
— ég man ekki hvern — tala um að
málfræðin skapi málótta hjá ungling-
um.
Það er þetta uppeldi sem nemend-
ur vantar, og fyrir því finna ailir
kennarar.
Fyrirmyndin
Einmitt nú var ég að fá í hendur
sunnudagsblað Morgunblaðsins hlað-
ið móðurmálsþönkum. Að. sjálfsögðu
lék mér mest forvitni á framlagi ís-
lenskukennarans við Kennarahá-
skóla íslands. Auk áhugaverðs fram-
lags átti ég von á vönduðu málfari,
sem stæðist þær kröfur, sem kenn-
ari í framhaldsskóla gerir til nem-
enda. Innleggið hófst með kröfu um
fleiri kennslustundir og hærri laun.
Auk þess benti hann á mikilvægi
þess að allir kennarar tali góða ís-
lensku. Allt er þetta gott og gilt en
einhvem veginn hafði ég búist við
öðrum og vandfundnari ábendingum
úr þessari átt og vonað að finna
gagnrýni á skólalágkúruna. Þeirri
málfarslegu fyrirmynd, sem hér gat
að líta, vil ég lýsa með tveim ívitnun-
um.
Sú fyrri var innan gæsalappa og
hljóðar þannig: „...sjálfír kvarta
margir þeirra yfír því að þegar út í
kennsluna sé komið hefðu þeir viljað
vera öruggari í móðumálinu“. Sú
seinni var ekki innan gæsalappa
(gæti að hluta skrifast á reikning
blaðamannsins) og hún er svona:
„Sigurður benti á að menn virtust
gjarnari á að meta íslenskukunnáttu
út frá tilfínningum en önnur fög og
að íslenskukunnáttunni hefði ævin-
lega þótt fara hrakandi".
Mér kemur helst í hug að grunn-
og framhaldsskólinn hefðu betur
skapað háskólakennaranum (og
blaðamanninum) ögn af málótta.
Þetta nægir, en þó er af meiru
að taka, t.d. niðurlagið, og öll er rit-
smíð þessi ljóslifandi dæmi um þann
vanda sem nú er í brennidepli um-
ræðunnar og meistari Þórbergur
nefndi ruglandi.
Mér er spurn: Er virðingarleysið
fyrir íslenskunni orðið slíkt — þrátt
fyrir allar umhyggjuyfírlýsingarnar
— að jafnvel íslenskukennari í stofn-
un sem nefnir sig háskóla sjái hvorki
ástæðu til að vanda mál sitt né til
að ritskoða innskot blaðamanns, þeg-
ar hann tjáir sig um íslenskt mál —
og áminnir kennara annarra náms-
greina um að vanda hversdagslegt
málfar sitt.
Tillögnr í lokin
Er ekki æskilegt að bókmennta-
áfangar á framhaldsskólastigi hefjist
með lestri ritgerðar Þórbergs „Einum
kennt — öðrum bent“? Er ekki við
hæfí að hvetja nemendur til að
mæla þau bókmenntaverk, sem talið
er að eigi erindi í almenna skóla,
með málfarskvarða þeim, sem Þór-
Bækur sem geta opnað
þér nýja framtíðarsýn
BAÐAR
BÆKURNAR
FYRIR KR. 3.800*
Bók um þróun, stöðu og
framtíð hlutabréfamarkaðar
I bókinni „Hlutabréfornarkaðurinn á Islandi“
er að finna umfengsmiklar upplýsingar um
ungan og ört vaxitndi hlutabréfamarkað í um-
fjöllun nokkiura fróðustu manna um þetta
máleftii hérlendis. Auk þess er í bókinni
viðauki með ítarlegu talnaefni.
Verðkr. 1.480.
Bók fyrir þá sem vilja hugsa
um framtíðina
Hér fjallar Þorkell Sigurlaugsson um stefhu-
markandi áætlanagerð. I bókinni er lýst skipu-
legii vinnu viö áætlanagerð sem byggir á skil-
greiningu á hlutverki, stefnumörkun og mark-
miðssemingu. Tímabært og aðgengilegt rit
sem höfðar til allra.
Verð kr. 2.850.
'Bœkumarfást adeins á tilbodsverði i afgreiðslu VIB, Arrnúla 13a og hjá Framtíðarsýn ísíma 91. 678263.
- Þærfást einnig í öllum betri bókaverslunum.
íKyFRAMTÍÐARSÝN HF.
bergur skilgreinir í ritgerð sinni?
í umræðuþættinum 6. sept. kom
fram hjá móðurmáiskennara úr MH
krafa um að Háskóli íslands lagi sig
að þeirri breytingu, sem orðin er í
framhaldsskólunum. Ég tel aftur á
móti að viðbrögð háskólans við
ástandinu á framhaldsskólastiginu
ættu að vera þau að koma á inntöku-
prófí í einstakar deildir. Hér er ég
ekki aðeins að hugsa um íslenskuna,
heldur einnig og ekki síður um stærð-
fræðina og allt sem snertir undirbún-
ing háskólanáms í raunvísindum.
Slíkt myndi skapa framhaldsskólun-
um aðhald sem þeim er hollt að fá
og auðvelda kennurum með faglegan
metnað að starfa.
Höfundur er deildarstjóri í
stærðfræði við Verslunarskólann.