Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 16

Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991_ Ottinn ekki ástæðulaus eftir Guðmund Jónas Kristjánsson Sá ágæti maður, Bjöm Bjarna- son, ritar grein í Morgunblaðið þann 4. sept. sl. Kveikjan að skrifum hans virðist vera grein sú sem und- irritaður sendi Mbl. 13. júlí sl. en var ekki birt fyrr en nú 28. ágúst, og fjallaði um samningana um Evr- ópskt efnahagssvæði. I greininni var nokkuð fjallað um þátt Bjöms Bjamasonar í þessu stórmáli og reynt að kryfja það til mergjar, í hveiju þessir samningar fælust og hvað þeir gætu þýtt fyrir smáríkið ísland. Ræðir ekki lgama málsins Bjöm Bjarnason er vanur því að svara fyrir sig þegar svo ber undir og enginn dregur þekkingu hans á alþjóðamálum í efa. Þess vegna kemur á óvart, hvers vegna hann virðist ekki vilja ræða kjarna máls- ins, þegar fjallað er um Evrópu- bandalagið og samningana um Evr- ópska efnahagssvæðið. Að fara að ræða um einhveija allt aðra og óskylda hluti, eins og aðdraganda að stofnun NATO og varnarsamn- inginn við Bandaríkin þátt hér- lendra kommúnista í baráttunni gegn þeim gjömingum og tengja það síðan við umræðuna og barátt- una gegn Evrópsku efnahagssvæði, er með öllu óskiljanlegt. Þó fyrst kastar tólfunum, þegar Bjöm lætur stóratburðina í Sovétríkjunum tengjast réttlætingunni á þátttöku íslands í Evrópsku efnahagssvæði, og talar um hugrekki í því sam- bandi... Margir hafa kvartað undan því, að umræðan um þátttöku íslands í Evrópsku efnahagssvæði sé á lágu plani, þokukennd og oft og tíðum villandi. Fólk kvartar oft um það að það viti ekki um hvaða grund- vallarþætti þetta stórpólitíska mál snýst. Samkvæmt skoðanakönnun fyrir nokkru hélt þannig ótrúlega stór hluti kjósenda, að Island væri þegar aðili að Evrópubandalaginu. Og ekki bætir það þekkinguna, þegar jafnmiklir fræðimenn og Bjöm Bjarnason veigra sér við að ræða grundvallarþætti málsins. Grundvallarþættir málsins En hveijir eru þá þessir grund- vallarþættir, sem Bjöm Bjarnason og talsmenn EB og EES vilja ekki ræða? Þeir byggjast aðallega á því, að með samningunum um Evrópskt efnahagssvæði er verið að yfirfæra 4 helstu gmnnákvæði Rómarsátt- mála EB (veigamestu þætti stofn- sáttmála EB) yfir til aðildarríkja EFTA, og þar með til íslands. Svo einfalt er það. Þessi 4 ákvæði hafa í daglegu tali verið kölluð „fjórfrels- in“. í þeim felast fijálsir fjár- magns- og fólksflutningar milli landa, þ.m.t. óheft búsetu- og at- vinnuréttindi, kaup á landi og bú- jörðum og frjáls aðgangur að auð- lindum. í þeim samningsdrögum að Evrópsku efnahagssvæði (EES), sem nú liggja fyrir, hafa fyrirvarar þeir sem Island gerði í upphafi varð- andi „íjórfrelsin" verið útþynntir mjög, ef frá er talinn aðgangur EB-landa að íslenskum fiskimiðum, sem þó er enn mjög óljós, sérstak- lega með tilliti til samruna hluta- fjármarkaðar EB og EES. — Þá eiga íslendingar að samþykkja yfír- þjóðlegan dómstól, þar sem meiri- hluti dómenda verður að sjálfsögðu frá EB, sem skera á úr um öll ágreiningsefni, sem af samningnum kunna að leiða. Við eigum að sam- þykkja fleiri þúsund blaðsíðna laga- bálka EB í þessu sambandi og láta þau íslensku víkja. Þama eru á ferð- inni hlutir sem andstæðingar EES kalla réttilega stórskerðingu á ís- lensku fullveldi og forræði okkar íslendinga yfír eigin málum. Auk þess er svo talað um að við, ásamt öðmm-EFTA ríkjum, skulum greiða miklar fjárhæðir í einhvern aum- ingjasjóð, sem á að útdeila ein- hveiju ölmusufé til bágstæddra út- kjálkasvæða innan EB. M.ö.o. Það er meira að segja verið að draga okkur inn í margfrægt sjóðasukk EB og allt það mikla miðstýring- arapparat sem í Bmssel er að fínna. — Já, þetta em þeir gmndvallar- þættir sem Björn Bjamason og aðr- ir stuðningsmenn EB og EES vilja einhverra hluta vegna sem minnst um tala. Ottinn ekki ástæðulaus Björn Bjarnason segir í grein sinni, að grein mín „beri með sér ótta við breytingar og aukna þátt- töku Íslendinga í alþjóðlegu sam- starfi". Þessi fullyrðing er röng og á miklum misskilningi byggð. Þvert á móti kom mjög sterkt fram í grein minni undirstrikun á mikilvægi al- þjóðlegrar fríverslunar í heiminum, og var í því sambandi sérstaklega bent á mikilvægi GATT-samning- anna fyrir ísland. Því það er mikill eðlismunur á GATT sem hreinum fríverslunarsamningi og samning- unum um EES, en inn í EES koma allt aðrir hlutir en hrein og klár fríverslun, sbr. „fjórfrelsin" svoköll- Guðmundur Jónas Kristjánsson „Við ekki bara óttumst, heldur vitum, að jafn fámenn þjóð og íslend- ingar, með tilsvarandi lítið fjármagn, hrein- lega verður undir á markaði evrópska efna- hagssvæðisins.“ uðu. En einmitt á þeim hlutum byggist ótti minn og fjölda annarra íslendinga, og þá horfum við jú til þeirrar einföldu staðreyndar, að við erum fámenn þjóð. Óttinn er þess vegna ekki ástæðulaus. Við ekki bara óttumst, heldur vitum, að jafn fámenn þjóð og íslendingar, með tilsvarandi lítið fjármagn, hreinlega verður undir á markaði Evrópska efnahagssvæðisins, og er þá átt við það í víðtækum skilningi. Það er því mjög varhugavert, þejgar Björn Bjamason og fleiri bera Islendinga saman við aðrar stórríkar milljón- manna þjóðir, og telja að við getum staðið þeim jafnfætis nánast á hvaða sviði sem er innan EES. Hin nýju samtök Að lokum fjallar Björn Bjarnason um hin nýju samtök sem stofnuð hafa verið gegn þátttöku íslands í Evrópsku efnahagssvæði, og reynir eins og í greininni 11. júlí sl. að gera þau tortryggileg, m.a. með því að koma á þau kommúnískum stimpli. Hér verður ekki farið nánar út í að útlista þessi ágætu samtök. Hins vegar er alveg furðuleg þessi árátta Björns Bjamasonar, að vilja sjá vonda kommúnista í hveiju horni, þegar honum mislíkar og það á tímum hruns heimskommúnis- mans. Nei, Björn Bjarnason verður að fara að nálgast nútímann betur og temja sér ný vinnubrögð í áróðri, ef hann vill láta taka sig alvarlega. í andstöðuhópum gegn þátttöku íslands í EES er fólk úr öllum flokk- um, líka úr Sjálfstæðisflokknum. Fólk sem t.d. man sjálfstæðisbar- áttu Jóns Sigurðssonar, og ætlar sér að standa vörð um árangur hennar. Og að þetta sé orðið „eitt- hvert feimnis- og vanræðamál í Framsóknarflokknum“ eins og Bjöm Bjarnason vill láta liggja að, kannast undirritaður ekki við. Þvert á móti virðast margir sjálfstæðis- menn vera orðnir heldur feimnir og vandræðalegir með hvernig „euore- kratismi" Jóns Baldvins er farinn að vaða uppi í Sjálfstæðisflokknum og það fyrir tilstuðlan háttsettra manna þar á bæ ... Höfundur er skrifstofumaður á Flateyri. Tvö hús, tvenn ósannindi eftir Einar Árnason í sumar lagði Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri homstein að tveim stórhýsum í Reykjavík, Perlunni og ráðhúsi Reykjavíkur. Báðar þessar byggingar em reistar fyrir almannafé og því á almenn- LINGUAPHONE T ungumálanámskeið Lærið sjálf á skömmum tíma nýtt tungumál NÁMSKEIÐIÐINNIHELDUR: 6 snældur Myndskreytta kennslubók Handbók • Námsvísi • Orðabók VERÐ AÐEINS KR. 10.997,- LAUGAVEGI 96, SÍMI 600934. s • K • 1 • F • A • N LAUGAVEGI 96 SÍMI 600934 ] S PJöfðar til LJLfólksíöllum tarfsgreinum! P* ingur kröfu á að rétt sé farið með tölur þeim viðkomandi. Af einhveijum ástæðum reynir fyrrverandi borgarstjóri að koma því inn hjá almenningi að bygging- arkostnaður Perlunnar og reyndar ráðhúss Reykjavíkur einnig hafí ekki farið „nema“ 20 til 30% fram úr upphaflegri áætlun og þykir ýmsum nóg um. Tölur borgaryfir- valda sjálfra liggja þó fyrir sem sýna að þetta er rangt; hækkun byggingarkostnaðar Perlunnar er yfír 100% og ráðhússins a.m.k. 107% að teknu tilliti til verðbólgu. Samtals nemur áætluð hækkun kostnaðar við byggingu þessa tveggja húsa nú þegar rúmlega 2.200 milljónum króna. Perlan yfír 100% hækkun — ekki 20 til 30% í fréttatíma Stöðvar 2 föstudag- inn 6. september þar sem sagt var frá fjárhagsvandræðum Hitaveitu Reykjavíkur í kjölfar byggingar Perlunnar lýsti Davíð Oddsson fyrrverandi borgarstjóri ábyrgð á hendur sér vegna þess að kostnað- ur við hana hefur farið langt fram úr áætlun. Síðan sagði hann: „Það er enginn vafí í mínum huga að ég hefði byggt þessa byggingu eða staðið fyrir því, þó ég hefði vitað að kostnaðurinn yrði 20 til 30% hærri en menn gerðu ráð fyrir.“ Staðreyndin er því miður sú að kostnaðurinn við Perluna hefur farið meira en 100% fram úr áætl- un, en ekki 20 til 30% eins og Davíð gaf til kynna og enn eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Þegar teknar voru ákvarðanir um byggingu Perlunnar var áætl- aður kostnaður við byggingu henn- ar samtals 434 milljónir króna á verðlagi í október 1987. Þetta kem- ur fram í sundurliðaðri áætlun sem fyrrverandi hitaveitustjóri lagði fram í stjórn veitustofnana í des- ember 1987. í apríl 1989 þegar geymarnir höfðu þegar verið klæddir með málmplötum og búið var að steypa upp fyrstu hæðirnar undir veitingahúsinu upp í sömu hæð og geymamir, var áætlað að heildarkostnaðurinn vegna fram- kvæmdanna á Öskjuhlíð yrði að- eins u.þ.b. 4% umfram upphaflegu áætlunina að teknu tilliti til verð- bólgu (sjá Mbl. 6.4. 1989, bls. 2). Uppfærð til verðlags í dag er áætl- unin sem stuðst var við þegar ákveðið var að byggja Perluna samtals krónur 790 milljónir. í kjölfar tímabærrar óskar Markús- ar Amar Antonssonar núverandi borgarstjóra var upplýst í lok síð- asta mánaðar að kostnaður við byggingu Perlunnar væri minnst 1600 milljónir (sjá t.d. DV 31.8.91 kl. 4). Þetta gerir yfir 100% eða hækkun kostnaðar upp á 810 millj- ónir króna. Ráðhúsið a.m.k. 107% hækkun — ekki 10% Undirritaður hefur sýnt fram á í blaðgrein í DV þann 5. mars sl. að Davíð Oddsson sagði almenn- ingi rangt til við umræðu um íjár- hagsáætlun borgarinnar í febrúar síðastliðnum þegar hann fullyrti að byggingarkostnaður ráðhússins „verði um 20% meiri en gert var ráð fyrir í upphafí" (Mbl. 22.2. 1991, bls. 16). í DV þann 26. fe- brúar í ár upplýsti aðstoðarborgar- verkfræðingur að áætlaður kostn- aður við ráðhúsið yrði 2,7 milljarð- ar. Upphafleg áætlun var 750 milljónir (og sú tala var margítrek- uð jafnvel eftir að framkvæmdir vegna ráðhússins voru hafnar) sem á verðlagi sl. febrúar var tæplega 1,3 milljarðar svo hækkunin á byggingakostnaði hússins er a.m.k. 107% en ekki 20%, — eða hækkun upp á meira en 1.400 milljónir. í viðtali við aðstoðarborgarverk- fræðing í Morgunblaðinu 29.8. síð- Einar Árnason „Hækkun byggingar- kostnaðar Perlunnar og ráðhússins ein og sér (2,2 milljarðar) dugir fyrir heilum 314 íbúð- um á 7 milljón króna meðalverði.“ astliðinn (bls. 4) er enn geflð í skyn að áætlaður heildarkostnaður vegna ráðhúsframkvæmdanna væri um 20% meiri en gert var ráð fyrir. Þessa 20% hækkun fær hann með því að bera kostnaðaráætlun frá í vor við áætlun í janúar 1989 en þá var ár liðið frá útboðum í annan áfanga hússins og fram- kvæmdir við það löngu hafnar. Það má fá út hvaða „viðunandi" hækk- un kostnaðar sem er ef borið er saman við nógu nýlega áætlun. Þannig mætti gera síðustu kostn- aðaráætlun daginn fyrir vígslu húss og „sanna“ þannig að kostn- aður hefði reynst í fullu samræmi við áætlanir. Hvað eru 2,2 milljarðar? Hækkun byggingarkostnaðar Perlunnar og ráðhússins ein og sér (2,2 milljarðar) dugir fyrir heilum 314 íbúðum á 7 milljón króna meðalverði (t.d. fyrir aldraða í Reykjavík) og miðað við að þrír búi að meðaltali í íbúð/húsi myndi þetta samsvara íbúðarhúsnæði fyr- ir alla íbúa Eyrarbakka og Stokks- eyrar til samans. Fyrir andvirði beggja byggingnana sem nú er þegar áætlað a.m.k. 4,3 milljarðar mætti því kaupa sambærilegt íbúð- arhúsnæði fyrir t.d. alla Borgnes- inga og meira til. Hver ber ábyrgð og hvemig er hún öxluð? Aðstoðarborgarverkfræðingur segir í grein í DV 13. mars sl. „ .. .að ráðhúsið er hannað og byggt á miklum hraða og það er einungis hægt með því að teikna og byggja að miklu leyti á sama tíma“. Það skal engan undra þar sem fyrrverandi borgarstjóri var búinn að lofa að vígja húsið 14.4. 1992 kl. 16. Núverandi hitaveitu- stjóri segir aftur á móti um Perl- una í viðtali við DV 31. ágúst sl. „Húsið er hannað um leið og það er byggt og það er verið að hanna það langt fram á þetta ár. Þannig að það þarf í sjálfu sér engan að undra þó heildaráætlunin fari fram úr áætlun.“ Og síðar í sömu grein: „Þessir menn geta náttúrulega ekki áætlað ef þeir vita ekki hvert á að stefna. Það verður algert sam- bandsleysi, menn eru á haus við að reyna að koma þessu frá fyrir opnun og hreiijega láta liggja á milli hluta að kíkja á kostnaðinn." Hver ber ábyrgð á að þessum vinnubrögðum? Hver ber ábyrgð á að þessar byggingar voru yfirleitt byggðar og hver ber ábyrgð á byggingahraðanum? Hveijum lá svona á? Hvernig axla menn ábyrgð þegar milljarðar af al- mannafé hafa farið í súginn? Er nóg að segja bara: „Eg ber ábyrgð“ ... og halda síðan áfram eins og ekkert hafí gerst? Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.