Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 19

Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 19 Komið með hjörðina niður hlíðarnar í Álsey. V estmannaeyjar: Eyiabændur rétta Vestmannaeyjum. FJÁRBÆNDUR í Eyjum réttuðu margir um helgina. Á sunnu- dag var réttað í þremur úteyjum og fé flutt til lands. Bændurn- ir voru ánægðir með féð sem þeir sögðu vera vænt og fallegt. Fjárbændur í Eyjum eru allir fristundabændur. Margir þeirra hafa fé á beit í úteyjunum allan ársins hring. Á sunnudag var réttaðj þremur eyjanna, Bjarna- rey, Álsey og Suðurey. Áður hafði verið réttað í Elliðaey og þaðan flutt 240 Qár til lands, bæði lömb og fullorðið fé. Þá er búið að rétta í Ystakletti en rétt- ir á heimalandinu og i Heima- kletti verða næstu daga. Suðureyingar fluttu til lands á sunnudag 35 lömb og sauði en eftir í eynni urðu 30 til 40 sém ganga munu þar úti í vetur. Bjarnareyingar fluttu 25 lömb og fjórar fullorðnar rollur til lands en skildu eftir milli 30 og 40 Jfjár til vetursetu. Úr Álsey voru flutt 70 lömb og nokkrar fullorðnar rollur. Þá voru hrútarnir teknir í land en þeir munu þó verða fluttir út á ný í desember til þess að sinna kalli náttúrunnar þegar feng- itíminn fer í hönd. 40 ær voru settar á vetrarsetu í Álsey. Gunnar Árnason, bóndi í Áls- ey, var ánægður með lömb sín eftir sumarið og sagði þau feit og falleg. Gunnar hefur stundað fjárbúskap í Álsey síðustu 12 árin og ávallt fengið falleg lömb. „Þetta var vel í meðallagi hjá mér núna. Ég hef þó séð þau fallegri eftir sumarið en ég er ánægður með minn hlut því strákarnir sögðu að lömbin úr Suðurey hefðu verið bölvaðir kettlingar miðað við mín,“ sagði Gunnar. Hann segist stunda bú- skapinn sér til skemmtunar enda sé þetta bara tómstundagaman. „Blessaður, ég er ánægður ef ég slepp fyrir horn með kostnaðinn af þessu og fæ í soðið. Þetta er mikil vinna og það þarf mann- skajp við þessa flutninga. Eg setti 40 hraustar og falleg- ar rollur á til vetrarsetu nú sem er svipað og síðast,“ sagði Gunn- ar. Gunnar og smalar hans höfðu í nógu að snúast í réttinni við að tína lömbin út en þau voru síðan sett.í net og slakað niður í báta sem biðu fyrir neðan og fluttu féð til lands. Gunnar gældi við hrút sinn áður en honum var slakað niður, sem hann sagði sitt uppáhald. Hann talaði til hans og sagði við hann að þeir ættu eftir að eiga góðar stundir saman í íjárhúsinu í vetur áður en honum yrði hleypt út á ný til að sinna jólaverkunum í Álsey. Grímur Lömbin hengd í blökkina sem rann með þau niður vírinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gunnar Árnason, stórbóndi í Álsey, með eitt lamba sinna. Dekkið á Lóðsinum fullt af fé úr Álsey og Suðurey. J ÞAÐ ER BARA HÆJARLEIÐ í BORGARNES V Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Spárisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLIUFELAGIÐ HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.