Morgunblaðið - 18.09.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
21
Reuter.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að veita
Israelum lán til þess að umræða um friðarráðstefnu í Miðausturlönd-
um sigli ekki í strand.
Miðausturlönd:
Bandaríkj astj órn
lofar ísraelum láni
Kaíró, Túnis. Reuter.
STJÓRN Bandaríkjanna hefur gefið Israelum loforð um að hún fari
ekki þess á leit við þing landsins að synja í annað sinn beiðni ísraela
um lán. Þessi ákvörðun er árangur tveggja daga viðræðna James
Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Israelsk sljórnvöld.
Akvörðunin er liður í sex liða samkomulagi sem ríkin gerðu með sér.
Með samkomulaginu hyggst
Bandaríkjastjórn koma í veg fyrir
að friðarviðræður í Miðausturlönd-
um flækist um of. Tilhögun friðar-
ráðstefnunar í október var einnig á
dagskrá á þessum tveggja daga
fundi Bakers og Israela.
Þau arabalönd, sem líkleg eru
talin til þess að taka þátt í friðarráð-
stefnunni, töldu að lánsloforðið
hvetti ísraela til þess að flytja fleiri
gyðinga inn á hernumdu svæðin og
að setja skilyrði fyrir ráðstefnunni
sem erfiðara væri fyrir araba að
samþykkja.
Talsmenn Frelsissamtaka Palest-
ínumanna, PLO, segja ísraela gera
allt til þess að koma í veg fyrir
nokkra þróun í friðarátt. I þessari
sjöundu ferð sinni til Miðaustur-
landa, frá því að Persaflóastríðinu
lauk, ræddi Baker einnig við tals-
menn PLO og sagði hann að nokkr-
um árangri hefði verið náð en enn
væru ýmis vandamál óleyst.
Suður-Afríka:
Manufall þrátt fyr-
ir friðarsamning-
Jóhannesarborg. Reuter.
íbúar í fátæktarhverfi austur af Jóhannesarborg sögðu lögreglu hafa
skotið tvo til bana í átökum í gærmorgun.
Óeirðir í Suður-Afríku halda
áfram þrátt fyrir friðarsáttmála. Sjö
aðrir blökkumenn féllu fyrir hendi
annarra blökkumanna í átökum í
öðrum bæjum í Suður-Afríku og eru
það verstu ofbeldisverkin frá því
friðarsáttmálinn var gerður um síð-
ustu helgi. Friðarsáttmáli milli ríkis-
stjórnarinnar og samtaka blökku-
manna var undirritaður á laugardag
og var honum ætlað að binda endi
á átök sem þessi. Þrátt fyrir mann-
fallið í gær eru menn enn bjartsýnir
á að friðarsáttmálinn boði friðsælli
tíma í Suður-Afríku.
Ferðamálaskóli íslands
í Menntaskólanum í Kópavogi
Ferðamálanám
Við hefjum 6. starfsárið hinn 26. september nk.
með hinu vinsæla grunnnámskeiði um ferðamál.
Veitt er fræðsla og undirbúningur undir hin ýmsu
störf innan ferðaþjónustunnar, um markaðssetn-
ingu, rekstur, mannleg samskipti o.fl.
Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöld-
um kl. 18.30-22.30. Aðeins örfá pláss laus.
Upplýsingar og innritun í síma 43964 í dag
og á morgun kl. 14.00-16.00.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur greiðir hluta afskólagjaldi
fyrir félagsmenn sína.
Á vorönn verða sérhæfðari námskeið eins og
áður, svo sem um útreikning fargjalda og farseðla-
útgáfu, markaðssetningu og ferðalandafræði.
Þýska vikuntið Der Spiegel:
Innri kreppa hjá Greenpeace
Náttúruverndarsamtökin Gr
gagnrýni í nýjasta hefti þýska
I greininni segir meðal annars
að samtökin hafi aldrei velt því
mikið fyrir sér hvaða umhverfis-
vandamál væru mest aðkallandi
heldur einbeitt sér að slíkum sem
víst væri að nytu almennrar at-
hygli. Samtökin hafi t.d. sérhæft
sig í skepnum eins og hvölum
og höfrungum. „Á meðan aðrir
gáfu út flóknar, vart skiljanlegar
yfirlýsingar um fjölbreyttar or-
sakir vatnsmengunar drógu
„nátturufriðungarnir" einfald-
lega gám með dauðum fiski fyrir
dyr einhverrar opinberrar stofn-
unar — og viti menn, vandamálið
varð altalað og þarmeð Green-
peace einnig." Tilgangurinn hafi
löngum helgað meðalið og stund-
um hafi tjónið sem samtökin ollu
verið meira en nytsemin af starf-
semi þeirra. Enn kvarti frum-
byggjar Grænlands yfir því að
samtökin hafi með herferð sinni
eenpeace verða fyrir harkalegri
vikuritsins Der Spiegel.
gegn selveiðum svipt þá lífsaf-
komu sinni. Og vísindamenn hafi
sýnt fram á að herferðin gegn
skjaldbökuveiðum á frönsku-
Guayana hafi verið misráðin. Þar
hafi útsendarar Greenpeace lagt
lífshætti heimamanna í rúst.
Der Spiegel segir að þrátt fyr-
ir góða fjárhagsstöðu samtak-
anna, en þau velta nú 141 milljón
Bandaríkjadala árlega (8,5 millj-
örðum ÍSK), eigi þau við innri
vanda að stríða. Margir starfs-
menn hafi yfirgefið samtökin
vegna óánægju með aðferðir
þeirra og það hversu lítil áhrif
almennir félagar hafa á ákvarð;
anatöku, mun verr gangi að
safna fé í Bandaríkjunum en
áður og fyrir skemmstu hafi
David McTaggart leiðtogi sam-
takanna sagt af sér. I stuttu
máli sagt hafi velgengnin stigið
samtökunum til höfuðs og lítið
sé orðið eftir af hugsjónunum
sem starfsemin byggðist upphaf-
lega á; stjórnendurnir séu hrædd-
ir við að fara nýjar leiðir en skipu-
leggi þess í stað sífellt umfangs-
meiri uppákomur til að halda
athygli fjölmiðla.
■ ■ ■
&arwFwrm
18.-28. september
Parket
k
flísar
Teppi
Mothr
Dúkar
© Gerið kjarakaup á
gólfefnadögum
Húsasmiðjunnar.
HUSASMIDJAN
Skútuvogi 16, Reykjavík