Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Byrði skatt
greiðenda
Friðrik Sophusson, fjármála-
ráðherra, hefur brotið blað
í meðferð opinberra fjármála með
því að birta yfirlit um áfallnar
skuldbindingar ríkissjóðs með
ríkisreikningnum fyrir árið 1989.
Morgunblaðið hefur oft bent á
nauðsyn þess, að slíkt yfirlit sé
birt til þess að raunsönn mynd
fáist af stöðu ríkissjóðs og hægt
sé að gera sér grein fyrir þeim
vanda, sem við er að etja í ríkis-
fjármálum. An þessa er unnt að
fela vandann og þar með að
skjóta sér undan því að taka á
honum. Yfirlit fjármálaráðherra
sýnir Ijóslega, að þetta hafí
stjórnmálamennirnir einmitt
gert.
Yfirlitið með skuldbindingum
ríkissjóðs fyrir árið 1989 sýnir
allt aðra mynd en hin hefð-
bundna niðurstaða ríkisreikn-
ingsins. Halli ríkissjóðs, með
áföllnum skuldbindingum, var
þetta ár 64,5 milljarðar króna,
en 4,5 milljarðar með fyrri skila-
venju. Mismunurinn er með ólík-
indum og sýnir að sjálfsögðu
miklu verri og alvarlegri stöðu
en langflestir landsmenn hafa
gert sér grein fyrir.
Langstærsta upphæðin af
þeim 61 milljarði króna, sem
hvílir á ríkissjóði og ekki hefur
fyrr verið færð til bókar, stafar
af áföllnum skuldbindingum
vegna lífeyrissjóðakerfis ríkis-
starfsmanna, eða 45,5 milljarðar.
Þetta er miðað við árslok 1989.
Upphæðin er því mun hærri nú,
því eignir sjóðsins standa ekki
undir skuldbindingum hans.
Ríkissjóður þarf að fá hátt í millj-
arð króna á fjárlögum hvers árs
til að brúa bilið. Það hefur ekki
bætt úr skák, að fyrrverandi fjár-
málaráðherra skar niður framlög
ríkisins til lífeyrissjóðs ríkis-
starfsmanna um hundruð millj-
óna í fjárlögum 1990 og 1991.
Þess má geta, að til viðbótar
skuldbindingum ríkissjóðs vegna
lífeyrissjóðs opinberra starfs-
manna bætast um 14 milljarðar
króna í árslok 1989, sem sveitar-
félögin og ýmis stéttarfélög bera
ábyrgð á.
Skuldbindingar ríkissjóðs
vegna lífeyrissjóðskerfisins koma
til greiðslu á löngu árabili, en
það má ekki heldur gleyma því,
að miklar fjárhæðir bætast við á
ári hverju. Það eru að sjálfsögðu
skattgreiðendur, sem eru að lok-
um ábyrgir fyrir þessum lífeyris-
skuldbindingum vegna opinberra
starfsmanna, en þeir búa upp til
hópa við miklu lakari lífeyrisrétt-
indi sjálfir.
I yfirlitinu eru margs konar
skuldbindingar, sem koma til
greiðslu allra næstu árin og má
þar nefna tæpa 3,3 milljarða
vegna sameiginlegra verkefna
með sveitarfélögum, 3,5. millj-
arða vegna yfirtöku á skuldum
orkuveitna; milljarð vegna land-
búnaðarmála (útflutningsupp-
bætur og ræktunarstyrkir) og
6,4 milljarða vegna vaxta-
greiðslna.
Fjármálaráðherra hefur upp-
lýst, að til athugunar séu ábyrgð-
ir ríkissjóðs vegna lífeyrisskuld-
bindinga hjá fyrirtækjum ríkis-
ins, sem geti numið milljörðum
króna. Taldi ráðherrann ekki
óeðlilegt, að þessi fyrirtæki bæru
sjálf ábyrgðina á lífeyrisskuld-
bindingum sínum, ekki ríkissjóð-
ur, og kæmi sá kostnaður fram
í því verði, sem fyrirtækin taka
fyrir þjónustu sína. Þetta er að
sjálfsögðu eðlilegt, því það er
. fráleitt að skattgreiðendur beri
uppi rekstrarkostnað ríkisfyrir-
tækjanna með þessum hætti. Það
gefur að sjálfsögðu ranga mynd
af rekstri þeirra.
Þótt yfirlitið með áföllnum
skuldbindingum ríkissjóðs sé
merk nýjung þá eru ekki öll kurl
komin til grafar. Það verður að
gera þetta yfírlit enn fyllra, t.d.
með skuldbindingum vegna
sjóðakerfis hins opinbera, stofn-
ana þess og fyrirtækja. Eðlilegt
verður einnig að teljast, að birt
verði yfirlit um ábyrgðir ríkis-
sjóðs, en ekki látið nægja að birta
aðeins skrá um eignir og skuldir
Ríkisábyrgðarsjóðs með fjárlaga-
frumvarpinu eins og nú er gert.
Þá væri ekki úr vegi að birta
með fjárlagafrumvarpinu yfirlit
um löng lán ríkissjóðs, stofnana
og fyrirtækja ríkisins, svo og
greiðslubyrði.
Allt miðar þetta að því, að
ráðherrar og þingmenn geri sér
Ijósa grein fyrir heildarskuld-
bindingum og greiðslubyrði ríkis-
sjóðs, þ.e. skattgreiðenda. Það
verður væntanlega til þess að
draga úr óráðsíu með opinbert
fé, þegar stjórnmálamenn sjá
hvílíkar byrðar hafa verið lagðar
á landsmenn, hversu Imikið við
lifum um efni fram. Peir hugsa
sig þá kannski tvisvar um áður
en þeir bera fram hvert frum-
varpið á fætur öðru án tillits til
kostnaðarins. Það fer ef til vill
úr tízku að slá sér upp á kostnað
kjósenda, ef þeir sjá hver reikn-
ingurinn verður.
Þótt þvi sé hér fagnað að brot-
ið sé blað í reikningsskilum opin-
berra fjármála skal á það bent,
að aðeins er verið að færa reikn-
igngsskilin að þeim reglum, sem
gilda um atvinnufyrirtæki í land-
inu.
Laug’skipummi siglt
frá Boston eftír viku-
langa víkingahátíð
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
VÍKINGASKIPIN Gaia, Oseberg og Saga Siglar sigldu í gær, þriðju-
dag, af stað frá Boston eftir að hafa legið í viku við bryggju þar sem
þau voru almenningi til sýnis. Skipin munu halda.suður með austur-
strönd Bandaríkjanna og er í bígerð að þau fara alla leið niður til Rio
de Janeiro í Brasiliu.
Koma víkingaskipanna vakti þó
nokkra athygli hér í Boston og var
fjallað um þau í sjónvarpi og dag-
blöðum. Norskur útgerðarmaður,
Knut Kloster, fjármagnar leiðangur
skipanna að miklu leyti, en einnig
lögðu ríkisstjórnir íslands og Noregs
fram fé, sem að mestu er varið til
að kynna menningu og list land-
anna. Mikil dagskrá var um síðustu
helgi af tilefni komu skipanna til
Boston. Á laugardag og sunnudag
tróðu listamenn og íþróttagarpar
upp í Charlestown Nacy Yard, nokk-
urs konar þjóðminjasafni, þar sem
sjóherinn sér um að viðhalda minjum
og gömlu herskipi, USS Constituti-
on, sem ber viðurnefnið gamla járn-
síða vegna þess að ekkert fékk því
grandað í sjóorrustum síðustu aldar.
Norðmenn sáu um bróðurhluta
skemmtiatriðanna, en einnig kom
fjöldi íslendinga fram. Leikhópurinn
Light Nights undir forystu Kristínar
S. Magnús sýndi Jjórum sinnum fyr-
ir fullu húsi. Sigrún Þorgeirsdóttir
söng íslensk lög, Ólöf Þorvarðardótt-
ir lék á fiðlu og Ástvaldur Trausta-
son lék með íslensk-norsku jazz-
hljómsveitinni, og þrír glímukappar
frá Glímusambandi íslands sýndu
glímu.
Boston var fyrsti viðkomustaður
víkingaskipanna í Bandaríkjunum.
Fyrsti _ áfangastaðurinn í Ameríku
var LÁnse-Aux-Medows í Kanada.
Það er eini staðurinn í vesturálfu
þar sem sannað er að víkingar hafi
gengið á land. Þar hafa fornleifa-
fræðingar fundið bæjarstæði og
ýmis verkfæri, sem notuð voru á
víkingaöld. Aðrir viðkomustaðir í
Kanada voru St. John’s og Halifax.
Frá Boston sigla skipin til Newport.
Þar er hlaðið mannvirki, sem ýmsir
halda enn fram að víkingar eigi heið-
uririn af, þótt vísindamenn hafi
margreynt að sýna fram á að svo
geti ekki verið. Því næst verður hald-
ið til New York og þaðan verður
komið til Washington 9. október,
sem í Bandaríkjunum er dagur Leifs
Eiríkssonar. Víkingaskipin þijú
sigldu í maí af stað frá Þrándheimi
til Björgvinjar, en aðeins Gaiu var
siglt yfir Atlantshafið. Hin skipin tvö
voru flutt til LAnse-Aux-Medows.
Þegar til Washington kemur mun
Gaia hafa lagt 3.500 sjómílur að
baki.
Fjórir íslendingar sigla með skip-
unum þremur, Eggert Sigurðsson,
Gunnar Eggertsson, Herdís Ellen
Gunnarsdóttir og Ríkharður Péturs-
son. Gunnar sagði að siglingin hefði
verið mikið ævintýri. „Við höfum
komið til hafnar á Shetlandseyjum,
Orkneyjum, Færeyjum og Grænlandi
og stóppað 5-7 daga á hverjum stað.
Það hefur verið lærdómsríkt að
kynnast hverri þjóð,“ sagði Gunnar,
sem er stýrimaður á Gaiu. Hann
sagði að ferðin hefði gengið vel,
utan hvað skipin hefðu lent í brælu
undan ströndum Labrador. „Við
sigldum inn í ís um 100 mílur frá
Labrador og það hefði getað farið
illa. Öldurnar voru um 15 metra
háar og gnæfðu yfir möstrin. Það
var haugasjór, ís og þoka. Við vorum
innan um borgarísjaka og hröngl út
frá þeim. Eitt skipið rakst meira að
segja utan í ísjaka," sagði Gunnar.
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl
til að gera sér í hugarlund að það
geti verið háskalegt að halda á þess-
um litlu víkingaskipum út á rúmsjó.
Reynt er að sigla með ströndum eft-
ir megni, en það er ekki alltaf hægt.
Borðstokkurinn er svo lágur á skip-
unum að það er hægur vandi að
beygja sig yfir hann og dýfa lófa í
hafið. Borðstokkurinn á Oseberg,
sem er gert eftir gömlu konung-
skipi, hefur verið hækkaður um
nokkur borð frá fyrirmyndinni. Ose-
berg sökk þegar skipinu var fyrst
hleypt af stokkunum og var það
rakið til þess að seglabúnaðurinn
hefði raskað jafnvægi skipsins og
borðstokkurinn ekki verið nógu hár.
Eftir það var smíðað nýtt skip og
seglabúnaðinum breytt.
Skipin þurfa að halda að minnsta
kosti fjögurra sjómílna ferð til þess
að hægt sé að hafa stjórn á þeim.
Skipveijar sögðu að það væri góður
byr ef vindurinn stæði í 60 gráður
á skipin, en það væri hægt að sigla
seglum þöndum þótt vindurinn stæði
þvert á skipin, þ.e. í 45 gráðum.
Skipin hafa verið endurbætt frá fyrri
gerð. Það eru vélar um borð í þeim,
auk ratsjáa og annarra nútíma
tækja. Herdís Ellen, sem siglir með
Oseberg, sagði að skipin lægju sem
best í hafi þegar þeim væri siglt
fyrir fullum seglum og sjógangur
ylli sýnu meiri veltu þegar vélarnar
væru notaðar. Ragnar Thorseth leið-
angursstjóri sagði að víkingarnir
hefðu verið miklir sjómenn og leið-
angursmenn kæmust ekki með tærn-
ar þar sem þeir hefðu hælana í þeim
efnum.
Tilefni ferðarinnar er að þúsund
ár eru liðin frá því að Leifur Eiríks-
son fann Vínland. Helsta markmið
hennar er fremur að vekja athygli á
umhverfisverndarmálum en að sýna
fram á að víkingar skutu Kristófer
Kólumbus ref fyrir rass svo að mun-
aði fimm hundruð árum. Þess má
geta að á næsta ári verður haldið
upp á það hér í Bandaríkjunum að
fimm aldir verða liðnar frá því að
Kólumbus sigldi til Nýja heimsins.
Víkingaskipið Gaia lagði að sömu bryggju og sögufrægasta skip Banda-
ríkjamanna, USS Constitution (Stjórnarskrá Bandaríkjanna) í Boston
11. september.
„Eftir þúsund ár höfum við enn ekki
lært að lifa í samræmi við plánetuna
og hvert annað,“ segir í kynning-
arbæklingi um ferðina. „Við höfum
enn ekki fundið okkar sameiginlegu
framtíð.“ Ragnar Thorseth, leiðang-
ursstjóri og skipstjóri Gaiu, sagði
að víkingarnir hefðu verið listasjó-
menn og þeir hefðu ekki haft nútí-
matækni til að styðjast við á ferðum
sínum eins og leiðangursmennirnir
nú. „Þegar siglt er á þúsund ára
gömlu skipi stendur maður nær
náttúrunni en ella,“ sagði Thorseth
þegar skipin komu til Boston. „Þá
fínnur maður til þess að nauðsynlegt
er að vinna með móður náttúru. Ef
til vill þyrfti maður að gera meira
af því.“ Umhverfisverndarþátturinn
kemur fram í nafni Gaiu. I grískri
goðafræði var Gaia gyðja jarðarinn-
ar, þannig að nafnið gæti útlagst
móðir jörð.
Valgeir Guðjónsson tónlistarmað-
ur hefur það verkefni með höndum
að sjá um undirbúning kynningar á
ferðalagi víkingaskipanna. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hér eftir yrði kynningarstarfsemin
með öðru sniði en í Boston. „Við
hyggjumst leggja áherslu á um-
hverfisverndarþáttinn og samtvinna
hann hinum sögulega þætti,“ sagði
Valgeir. „Þetta er spennandi verk-
efni. Það eru komnar margar hug-
myndir um það hvernig hægt verður
að vekja athygli á siglingunni suður
eftir, en ég hygg að það sé ekki tíma-
bært að rekja þær fyrr en þær verða
fastmótaðri.“ Valgeir sagði að skipin
myndu sigla niður til Rio de Janeiro
í Brasilíu og sennilega yrði komið
víða við á leiðinni meðfram ströndum
Suður-Ameríku.
Hið íslenska náttúrufræðifélag:
Rit um náttúru Mývatns gef-
ið út í tilefni aldarafmælis
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag hefur gefið út ritið Náttúra Mý-
vatns. Tilefni útgáfunnar er aldarafmæli félagsins árið 1989. Rit-
ið skiptist í tiu kafla. Segir þar frá margvíslegum rannsóknum á
Mývatni og nágrenni þess. Fjallað er um jarðsögu Kröflu og um-
brotin 1975-89. Lýst er undirstöðu lífríkisins og 2000 ára saga
þess rakin. Ritstjórar eru Arnþór Garðarsson, prófessor í dýra-
fræði, og Árni Einarsson, Iíffræðingur. Ritið telur 372 blaðsíður.
I því eru 240 myndir.
Á kynningarfundi um útgáfuna
sagði Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
fráfarandi formaður félagsins, að
farið hefði verið að huga að afmæl-
inu árið 1986. Hefði þá myndast
einhugur um útgáfu veglegs rits
um náttúru íslands en Mývatns-
sveit hefði orðið fyrir valinu vegna
sérstöðu sinnar. Þá væri heldur
ekki til neitt aðgengilegt rit um
svæðið. Sagði Þóra að ritinu hefðu
fylgt miklar væntingar en útgáfa
þess hefði farið langt fram úr
þeim.
Arnþór Garðarson, annar rit-
stjóri Náttúru Mývatns, sagði að
í ritinu væri reynt að koma til
skila á aðgengilegan hátt yfirliti
yfir vitneskju um Mývatn og um-
hverfi þess. Hann sagði að mikil
sérfræðiþekking væri samankom-
in í ritinu og lagði áherslu á niður-
stöður margs konar frumvinnu
sem hann sagði að ætti eftir að
skila sér til ýmissa aðila. Nefndi
hann í því sambandi skólakerfið.
Eins og áður sagði skiptist Nátt-
úrua Mývatns í tíu kafla. Kristján
Sæmundsson, jarðfræðingur, fjall-
ar um Jarðfræði Kröflukerfísins í
fyrsta kaflanum. í öðrum kaflan-
um fjallar Páll Einarsson, jarðeðl-
isfræðingur, um umbrot við Kröflu
1975 og er þar um eins konar
annál að ræða. Jón Ólafsson, haf-
fræðingur, fjallar um undirstöðu
lífríkis í Mývatni í þriðja kaflanum.
Þar segir meðal annars frá hita,
vatnsrennsli og dýpi. Hákon Aðal-
steinsson, vatnalíffræðingur, segir
frá plöntu og dýrasvifi í Mývatni
í fjórða kaflanum. Arnþór Garð-
arsson, prófessor í dýrafræði, og
Árni Einarsson, segja frá lífi á
botni Mývatns í fimmta kaflanum.
Gísli Már Gíslason, prófessor í
vatnalíffræði, fjallar um helstu
einkenni Laxár sem lindár í sjötta
kafla. Hörður Kristinsson, grasa-
fræðingur, og Helgi Hallgrímsson,
náttúrufræðingur, taka fyrir
helstu einkenni gróðurfars í Mý-
vatnssveit í sjöunda kafla. Jón
Kristjánsson, fiskifræðingur, segir
frá fisk í Mývatni og Laxá í átt-
unda kafla. Arnþór Garðarson
fjallar um fuglalíf við Mývatn í
næsta kafla en í lokakaflanum
fjallar Árni Einarsson um Lífríki
í 2000 ár.
Pétur M. Jónasson ritar formála
bókarinnar.
Morgunblaðið/KGA
Sjö af tíu höfundum Náttúru Mývatns. F. v.: Hákon Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Páll Einarsson,
Kristján Sæmundsson, Jón Ólafsson, Arnþór Garðarsson og Jón Kristjánsson.
Seltjarnarnes:
Jafnvægi á fjár-
málum bæjarsjóðs
Breytingar gefa tilefni til athugasemda
ENDURSKOÐUÐ fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Selljarnarness hefur verið
lögð fram til síðari umræðu og samþykktar. Tekjur eru áætlaðar
404.040.000,00 millj. og gjöld 346.523.000,00 millj. og til eignabreytinga
58.517.000,00 miiy. Fulltrúar bæjarmálafélagsins sátu hjá við afgreiðsl-
una og lögðu fram bókun vegna reikninganna, þar sem gerðar eru
athugasemdir vegna breytinga og tilfærslu í fjárhagsáætlun. I bókun
meirihlutans kemur fram að breytingarnar hafi allar verið ræddar áður
í bæjarstjórn og að endurskoðuð fjárhagsáætlun sýni gott jafnvægi á
fjármálum bæjarsjóðs.
í bókun bæjarmálafélagsins vegna
endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar
segir, að þar komi fram ýmsar breyt-
ingar og tilfærslur sem gefi tilefni
til athugasemda. „Áhaldahús bæjar-
ins hækkar um 6,5 milljónir án frek-
ari skýringa. - íþróttavöllur á Val-
húsahæð hækkar um kr. 900 þús,
einnig án umræðu eða samþykktar
í fjárhagsáætlun. - Lista og menn-
ingarsjóður um kr. 1,6 milljónir. -
Opin svæði um kr. 8 milljónir.
Allar þessar hækkanir kalli á
spurningar og athugasemdir, ekki
síst í ljósi þess að breyting á léikskól-
anum Fögrubrekku sem áætluð er
kr. 1.250 þúsund varð að ljármagna
með því að fella út úr fjárhagsáætlun
ýmsa aðra viðhaldsliði hjá dagvistun-
arstofnunum bæjarins. Hér er því
hvort tveggja í senn um mismunun
að ræða á fjármögnun á verkefnum
o g eyðslu bæjarins og farið fijálslega
me_ð fé hans.“
I bókun meirihluta bæjarstjórnar
segir, að þær athugasemdir sem
minnihlutinn geri við endurskoðaða
fjárhagsáætlun hafi allar verið rædd-
ar áður í bæjarstjórn svo sem sundur-
liðun verka frá Áhaldahúsi, breikkun
knattspyrnuvallar á Valhúsahæð,
hækkun á kostnaði við vinabæjarmót
aukinn kostnaður við listaverk í
Bakkavör og áhersluaukning á græn
útivistarsvæði í bænum án þess að
minnihlutinn sæi ástæðu til athuga-
semda. Að tillögu félagsmálaráðs var
rekstri Fögrubrekku breytt og var
hluti kostnaðar greiddur með milli-
færslum af fjárhagsáætlun ráðsins.
„Endurskoðun fjárhagsáætlunar
sýnir gott jafnvægi á fjármálum
bæjarsjóðs nú sem fyrr.“
Sæstrengur til Nýfundna-
lands óraunhæfur kostur
- segir Andrés Svanbjörnsson yfirverkfræðingur
„ÉG TEL raunhæft að leggja sæstreng til Skotlands. Hugsanlegt að
halda áfram til Þýskalands en ekki vestur á bóginn,“ sagði Andrés
Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar, þegar hann var inntur eftir því hvort raun-
hæft væri að flytja rafmagn með sæstreng til Nýfundnalands. Bandar-
ískt verkfræðingafyrirtæki kannar nú þennan möguleika.
Andrés sagði að verið væri að
kanna gerð sæstrengs til Norður-
Skotlands en þaðan kæmi til greina
að leggja streng til Hamborgar.
Hann sagði að leiðin til Norður-Skot-
lands gegnum Færeyjar væri yfír
900 km löng en öll leiðin til Ham-
borgar um 1.800 km, en til Nýfundn-
alands eru ekki minna en 2.500 km.
Fram kom að eftir því sem strengir
væru lengri væru þeir viðkæmari
fyrir hnjaski. Dýpi skipti máli auk
þess sem óæskilegt væri að leggja
streng á fiskimiðum.
Andrés sagði að ekki mætti heldur
gleyma því að í Kanada væri næg
vatnsorka. Langsótt væri að flyta
raforku um langan streng til lands
sem hefði nóg af henni. Viturlegra
væri að keppa við kol, olíu og jarð-
gas í Evrópu þar sem litla vatnsorku
væri að fá.
Lokanir á minni sjúkra-
húsum lengja ekki biðlista
segir Ölafur Ölafsson landlæknir
SAMKVÆMT árlegri úttekt Land-
læknisembættisins frá því 1. apríl
siðastliðnum var biðtimi eftir
bæklunaraðgerð allt að 12 mánuð-
ir, og þá biðu 350 manns eftir
gerviliðaaðgerð, 66 biðu eftir
hjartaaðgerð, biðtími eftir slag-
æðaaðgerð ver 4 til 6 mánuðir og
bið eftir háls- nef- og eyrnaaðgerð
var 6 til 12 mánuðir. Þá biðu 1000
manns eftir innlögn á lýtalækn-
ingadeild Landspitalans. Áð sögn
Ólafs Ólafssonar landlæknis, eru
biðlistar að öllum líkindum mun
lengri núna, þegar sumarlokanir
deilda eru ný afstaðnar. Hann tel-
ur að lokanir á skurðstofum á
minni sjúkrahúsum á landsbyggð-
inni muni ekki lengja verulega
biðlistana eftir aðgerð.
„Ég hef lagt það til að reynt verði
að sameina Borgarspítalann og
Landakot hér í Reykjavík," sagði
Ólafur. „Þannig mætti nýta báða
spítalana betur og mannaflann um
leið og þá hef ég sérstaklega með
skyndivaktirnar í huga, sem kalla á
mikinn mannskap. Vonandi gengur
sameiningin fram en það tekur sjálf-
sagt einhvern tíma.“
Fulltrúi Landlæknisembættisins á
sæti í nefnd á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins sem hefur verið falið að
kanna sparnaðarleiðir hjá sjúkrahús-
um á Iandsbyggðinni. Sagði hann
að verið væri að kanna hugsanlegar
takmarkanir á notkun skurðdeilda
en niðurstaða lægi enn ekki fyrir.
„Ég held að það fari mikið eftir því
hvemig starfsemi fer fram á spítul-
Á mótinu keppa, fyrir utan Karpov
og Jóhann, Vasilíj Ivantsjúk, Valerij
Salov og Alexander Beijavskíj allir frá
Sovétríkjunum, Jaan Ehlvest frá
Eistlandi, Alexander Khalifman frá
Þýskalandi, Jonathan Speelman og
Murray Chandler frá Bretlandi, Jan
Timman frá Hollandi, Predrag Nicolic
og Ljubomir Ljubojevic frá Júgóslavíu,
unum hvort loka eigi skurðdeildun-
um,“ sagði Ólafur. „Minni spítalar á
landsbygðinni sem sinna nú orðið
mjög fáum aðgerðum nema þá minni
háttar, þeir geta varla haft mikil
áhrif á biðlista annarra sjúkrahúsa.
En það þarf vissulega að hagræða
og ég held að sameining spítalanna
í Reykjavík lengi ekki biðlistana ef
rétt er á málum haldið.“
Ulf Andersson frá Svíþjóð, Lajos Port-
isch frá Ungveijalandi og Yasser
Seirawan og Boris Gulko frá Banda-
ríkjunum. Allir þessir skákmenn,
nema Jóhann, Gulko og Portisch, eru
með 2600 skákstig eða meira, og
Ivantsjúk er raunar næststigahæsti
skákmaður heims með 2735 stig.
Heimsbikarmót Flugleiða hefst á sunnudag:
Karpov keppir á Is-
landi í fyrsta sinn
ANATOLÍJ Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, verður meðal þátttak-
enda á Heimsbikarmóti Flugleiða 1991 sem hefst á Hótel Loftleiðum á
sunnudaginn. Þetta er í fyrsta skipti, sem Karpov keppir á íslandi. Einn
íslenskur skákmaður, Jóhann Hjartarson, keppir sem gestur á mótinu.