Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
URSLIT
Knattspyrna
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA
-Eyrri leikir í 1. umferð:
Rauða Stjarnan (Júg.)-Portadown (frl.)
...................................4:0
Miroslav Tanjga (15.), Vlada Stosic (37.),
Sinisa Mihajlovic (77., 85.) —
Áhorfendur: 7.000
Kaisersl. (Þýskal.)-Veliko (Búlg.).2:0
Wolfgang Funkel (38. vsp., 73.) —
Áhorfendur: 24.714
EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA
Hajduk Split (Júg.)-Tottenham.......1:0
Mario Novakovic (51.) —
Áhorfendur: 7.000
Valur-Sion (Sviss)...............0:1
— Alexandre Rey (80.)
Áhorfendur: 761.
Glenavon (N-írlandi)-Ilves (Finnlandi)3:2
^Ferguson (32.), McBride (60. vsp.), Con-
ville (80.) — Áaltonen (12.), Dziadulewicz
(78.)
Áhorfendur: 3.000
Swansea (Wales)-Mónakó (Frakkl.).1:2
Andrew Clegg (71.) — Gerald Passi (8.
vsp.), Rui Gill Barros (27.)
Áhorfendur: 6.208
EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA
HASK (Júg.)-Trabzonspor (Tyrkl.)...2:3
Petrovic — Cyzio, Hami, Unal.
Áhorfendur: 1.500
Ikast (Danmörku)-Auxerre (Frakkl.) .0:1
— Pascal Vahirua (67.)
Áhorfendur: 12.000
HSV (Þýskal.)-Gornik Zabrze (Pól.) ....1:1
Uwe Eckel (80.) — Pjotr Jegor (50.)
Áhorfendur: 5.800
Anorthosis (Kýpur)-Steaua (Rúmeníu)l:2
Ombikou — Stan, Dumitrescu.
Ghent (Belgíu)-Lausanne (Sviss)...0:1
— Dominique Cina (40.)
~ Jfnmax (Sviss)-Floriana (Möltu)..2:0
Patrice Mottiez (43.), Ibrahim Hassan (60.)
Slavia (Búlgaríu)-Osasuna (Spáni).1:0
Tzvetozar Dermendjiev (52.) —
ENGLAND
1. deild:
Crystal Palace - West Ham..........2:3
Salako (12.), Wright (61.) - Thomas (53.),
Morley (57.), Smali (77.)
Áhorfendur: 21.363
Luton - Queen’s Park Rangers.....0:1
— Barker (47.). 9.985.
Manchester City - Everton........0:1
Beardsley (67.). 27.509
Sheffield United - Notts County.....1:3
Agana (69.) — Bartlett (73., 77.), Rideout
■ífc.). 19.375
2. deild:
Bamsley - Leicester..............3:1
Blackburn - Watford.................1:0
Bristol City - Millwall............2:2
Cambridge - Wolverhampton........2:1
Charlton - Sunderiand..............1:4
Grimsby - Portsmouth.............1:1
Middlesbrough - Tranmere............1:0
Newcastle - Ipswich.................1:1
Southend - Plymouth..............2:1
Swindon - Bristol Rovers............1:0
AKUREYRARMÓTIÐ
KA-Þór.............................5:3
0:0 eftir framlengingu og því gripið til víta-
spyrnukeppni.
KNATTSPYRNA
Stefán Arnarson, markvörður FH, kom skemmtilega á óvart í 1. deildinni
í sumar. Hann fékk nítján M í einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Leikmaðurársins:
Stefán Arnarson
jafnPétrl
Þeirfengu báður 19 Jfil hjá Morgunblaðinu
Stefán Arnarson, sem átti
skemmtilega endurkomu í 1.
deildina í sumar, þegar hann ákvað
að veija mark FH-inga, fékk nítján
M í einkunn hjá Morgunblaðinu, en
ekki sautján eins og var sagt frá í
gær. Það láðist að færa inn tvö
M, sem hann fékk í leik með FH á
Akureyri í 16. umferð.
Markakóngar
ENN eitt árið er runnið upp
þar sem á að fara að rugla
með afhentingu gull-, silfur
og bronsskó Adidas, sem
leikmenn hafa fengið fyrir að
skora flest mörk í 1. deildar-
keppninni. Úthlutunin hefur
oft valdið óánægju þegar
gera hefur verið upp á milli
leikmanna, sem hafa skorað
jafn mörg mörk.
Tveir leikmenn 1. deildar
standa uppi sem Markakóng-
ar 1991 - Hörður Magnússon,
'"»FH og Guðmundur Steinsson,
af Víkingi, sem skor-
INNLENDUM uðu þrettán mörk.
VETTVANGI Þeir hafa því báðir
jA ^ , unnið það afrek að
ZjMgÉL tryggja sér gullskó
fyrir afrek sitt.
Ekki er allt sem
sýnist, því að allt
bendir til að Hörð-
ur eigi ekki að fá
gullskó þriðja árið
í röð. Ástæðan? Að hanr. hafi leik-
ið fleiri leiki en Guðmundur. Með
öðru orðum; það á að refsa Herði
fyrir að leika knattspyrnu. Hvað
hefði orðið ef báðir leikmennir
hefðu leikið jafn marga leiki?
Hvaða regla hefði þá verið tekin
upp - hvor þeirra hefði skorað
oftar með skalla, með vinstri eða
hægri fæti, eða þá úr vítaspyrn-
um? Hefði átt að verðlauna menn
- fyrir vinstri- eða hægrifótarskot,
eða refsa mönnum fyrir að þeim
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
sé treyst fyrir að taka vítaspyrnur
fyrir lið sitt?
Ef Hörður hefði ekki skorað
gegn Val í síðustu umferð, væri
hann með 12 mörk eins og Leifur
Geir Hafsteinsson, ÍBV. Hvor
þeirra hefði þá fengið silfurskó-
inn? Leifur Geir, sem lék sautján
leiki, en Hörður átján? Leifur
Geir hefði þá hagnast á því að
vera í leikbanni í síðustu umferð,
en Herði refsað fyrir að leika.
Þegar farið var að verðlauna
knattspymumenn í Evrópu fyrir
skoruð mörk, fengu þeir (og fá)
skó fyrir skoruð mörk, en ekki
hvað þeir leika marga leiki. Þeir
fengu verðlaun fyrir skoruð mörk,
en ekki hvað hlutfall þeirra var
úr leiknum ieikjum. I keppninni
um markakóngstitilinn í Evrópu,
er ekki tekið inn í myndina að
leikmenn í Englandi og Frakk-
landi leika 38 leiki, Þýskalandi,
Ítalíu og Hollandi 34 leiki, Dan-
mörku 26 leiki og Búlgaríu 30
leiki.
íslenskir markaskorarar eiga
að standa jafnt að vígi og marka-
skorarar í þeim löndum sem keppt
er um hina ýmsu skó. Þar fá leik-
menn skó við sitt hæfi, eða eftir
því hvað mörg mörk þeir skora.
.Þeir fá viðurkenningu fyrir skoruð
mörk, en ekki hvað lengi þeir
voru inná í hveijum leik. Þannig
á það einnig að vera hér á landi.
Það á gkki að refsa knattspyrnu-
mönnum fyrir að leika knatt-
spyrnu.
Stefán hefur átt mjög góða leiki
með FH og fékk t.d. þijú M í leik
gegn KR, en aðeins tveir leikmenn
fengu hæstu einkunn í sumar -
Stefán og Björn Bjartmarz, Víkingi.
FH-ingar fengu því 74 M og fóru
yfir KA-menn, sem fengu 73.
ÍÞR&mR
FOLX
■ SARAVAKOS er án efa þekkt-
asti leikmaður Panathinaikos.
Hann er fyrirliði liðsins og gríska
landsliðsins og mikill markaskorari,
var m.a. markahæsti leikmaðurinn
deildarinnar í fyrra. Hann er þrítug-
ur að aldri og elsti maður liðsins
en yngsti maður liðsins, Donis, 21
árs leikur með honum í framlínunni
í leiknum í dag.
■ GRÍSKIR blaðamenn sem
Morgunblaðið ræddi við á æfingu
hjá Panathinaikos í síðustu viku
voru hissa á því að enginn frá Fram
hefði komið til að líta á liðið leika.
■ ELDRI maður sér um að líta
eftir öllum hlutum á æfingasvæði
Panathinaikos. Hann spurði blaða-
mann Morgunblaðsins fyrst hvort
íslendingar færu ekki á skyttirí.
Ástæðan kom í Ijós síðar á æfing-
unni þegar karl rauk á fætur og
greip haglabyssu sem hann fretaði
síðan af upp í loftið og til jarðar
féllu tveir fuglar. Leikmenn brostu
og voru greinilega vanir þessu og
sögðu karl skjóta á allt sem hreyfð-
ist, nema leikmennina.
■ LEIKURINN í dag er 33. leik-
ur Fram í Evrópukeppni og verður
honum sjónvarpað beint til Grikk-
lands.
■ PANA THINAIKOS er fyrsta
liðið frá Grikklandi sem leikur hér
á landi. Landslið þeirra hefur aldrei
leikið hér á landi. KR lék árið 1968
gegn Olympiakos en báðir Ieikirnir
voru leiknir ytra og tapaði KR báð-
um 2:0.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI
Leikum alttaf
til sigurs
- segja þjálfarar Fram og Panathinaikos
„VIÐ leikum alltaf til sigurs og
ég tel að við eigum að geta náð
ágætum úrsltium hér heima,“
sagði Ásgeir Eiíasson þjálfari
Fram um leik liðsins við grísku
meistarana Panathinaikos en
liðin reyna með sér á Laugar-
dalsvelli ídag klukkan 17.30.
Þetta er alvörufélag sem við
leikum gegn og það verður
ekki auðvelt að komast áfram í
aðra umferð en það er að sjálfsögðu
alltaf markmiðið hjá okkur og ef
það tekst þá er næsta markmið að
komast í þriðju umferð. Við munum
allavega byija á að leika eins og
við erum vanir og reyna að ná hag-
stæðum úrslitum,“ sagði Ásgeir.
Pétur Ormslev fyrirliði Fram
sagðist hlakka til leiksins. „Það er
alltaf gaman að leika í Evrópu-
keppninni og þetta eru síðustu leik-
ir keppnistímabilsins þannig að
menn ætla að hafa gaman af þessu.
Við ætlum að leika okkar bolta en
við höfum ekkert séð til þeirra og
vitum því takmarkað um liðið,“
sagði Pétur.
Panathinaikos leikur venjulega
3-5-2 og miðað við æfingu hjá þeim
í gær þá verður þeirri leikaðferð
beitt í dag. I liðinu eru ijórir grískir
landsliðmenn, einn pólskur lands-
liðsmaður og tveir ástralskir lands-
liðsmenn auk nokkurra grískra
landsliðsmanna sem eiga ekki fast
sæti í liðinu en hafa leikið landsleiki.
„Leikmenn mínir eru í góðu
líkamlegu ásigkomulagi og við
munum leika til sigurs eins og við
gerum alltaf,“ sagði Vasilis Daneel
þjálfari Panathinaikos eftir æfingu
í gær. í hópinn vantar að vísu þijá
góða leikmenn. Argentínski lands-
liðmaðurinn Delgado og pólski
landsliðmaðurinn Warzycha eru
meiddir og komu ekki með til lands-
ins og gríski landsliðmaðurinn Ge-
orgakopoulos getur ekki leikið
vegna meiðsla sem hann hlaut í
leik liðsins um helgina.
„Veðráttan hér á íslandi er tals-
vert örðuvísi en heima en það á
ekki að valda okkur neinum erfið-
leikum. Völlurinn er góður nema
vítateigarnir og ég vona bara að
það rigni ekki fyrr en eftir leikinn.
Fram er með gott lið og leikmenn
eru metnaðarfullir og þeir hafa hug
á að sanna sig til að komast í at-
vinnumennsku og leikirnir gegn
okkur eru tilvalið tækifæri fyrir þá
til þess,“ sagði Daneel þjálfari, en
hann er nú með liðið annað árið í
röð og auk þess þjálfaði hann liðið
árið 1987.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grikkir á æfingu. Fremstur á myndinni er Saravakos markaskorarinn mikli
og fyrirliði liðsins. Lengst til hægri er Apostolakis, fyrir aftan hann pólski
markvörðurinn Wandzik og aftastur er Donis, yngsti maður liðsins.
Spánverjar með
sterkasta lið sitt
Ísland og Spánn leika seinni leik
þjóðanna í riðlakeppni Evrópu-
móts landsliða eftir viku og fer leik-
urinn fram á Laugardalsvellinum.
Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna
undir stjóm nýrra landsliðsþjálfara.
Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari
íslands, tilkynnir hóp sinn á sunnu-
dag, en Spánveijar hafa þegar valið
16 leikmenn. Þar á meðal er Mart-
in Vazquez, sem leikur með Tórínó
gegn KR í Evrópukeppni félagsliða
á Laugardalsvellinum á morgun, en
eftirtaldir leikmenn skipa annars
hópinn (landsleikir í sviga):
Markverðir:
Andoni Zubizarreta....Barcelona (62
BADMINTON
Francisco Buyo......Real Madrid (5)
Varnarmenn:
Manuel Sanchis.....Real Madrid (42)
Fernando Ruiz Hierro..Real Madrid (4)
Roberto SolozabaL.Atlético Madrid (2)
Alberto Ferrer........Barcelona (1)
Abelardo Fernandez .Real Sporting (1)
Alfonso Cortijo.............Sevilla
Miðjumenn:
Miguel Gonzales.....Real Madrid (57
Rafael Martin Vazquez....Tórínó (30
Eusebio Sacristan....Barcelona (13)
Juan Vizcaino....Atlético Madrid (6)
Framherjar:
Emilio Butragueno....Real Madrid (62)
Manolo Sanchez...Atlético Madrid (21)
Juan Goicoechea.......Barcelona (6)
Alvaro Cervera........Mallorca (l)
TBR tekur þátt í EM
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur tekur þátt í Evrópu-
keppni félagsliða í badminton sem
fram fer í Antwerpen i Belgíu og
hefst á morgun og lýkur á sunnudag.
TBR er í riðli með félögum frá
Ítalíu, Frakklandi og írlandi. Ef TBR
félagslið frá Hollandi í 8-liða úrslit-
um.
Lið TBR er skipað eftirtöldum leik-
mönnum; Brodda Kristjánssyni, Þor-
steini Páli Hængssyni, Árna Þór
Hallgrímssyni, Elsu Nielsen, Ásu
Pálsdóttur og Guðrúnu Júlíusdóttur.