Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
ERLENT
INNLENT
Slakur ár-
gangur 6.
arið i roð
Seiðarannsóknir Hafrannsókna-
stofnunar benda til að þorskár-
gangurinn 1991 verði sá sjötti í
röð lélegra árganga. Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir
að til greina komi að banna drag-
nóta- og netaveiðar við suður-
ströndina á meðan þorskurinn
hrygni þar. Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar,
tekiir undir þetta.
Rafstrengur vestur um haf?
Bandarískt verkfræðifyrirtæki
kannar möguleika á flutningi raf-
magns til Norður-Ameríku um
sæstreng til Nýfundnalands.
Dilkakjötíð hækkar
Dilkakjöt hækkaði um 8,7%, úr
425 kr. í 462 kr. kílóið, þrátt fyrir
að niðurgreiðslur hafí verið auknar
um tsaplega 22 kr. á kíló.
Spánverjar krefjast en
veiðiheimilda
Spánverjar halda fast við kröfur
um veiðiheimildir í íslenzkri lög-
sögu, sem skilyrði fyrir EES-samn-
ingi. Þetta kom fram í viðræðum
Þorsteins Fálssonar sjávarút-
vegsráðherra og Pedros Solbe
Mira, spænsks starfsbróður hans.
ÍJtlit fyrir hækkun hjá Pósti
og síma
Pósti og síma er ætlað að leggja
um milljarð króna í ríkissjóð á
næsta ári. Guðmundur Björns-
són, aðstoðarpóst- og símamála-
-stjóri, segir að þetta þýði að stofn-
unin verði að hækka gjöld sín um
10-15%.
Atvinnutryggingarsjóður
gjaldþrota
Byggðastofnun segir Atvinnu-
Vilja 4 mílna
„fiskveiðilögsögu" um Eyjar
Hópur fólks í Vestmannaeyjum
hefur ritað Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra bréf og farið
fram á að fjögurra mílna fískveiði-
lögsögu verði komið. á í kringum
eyjarnar, þar sem allar veiðar með
önnur veiðarfæri en net, línu og
handfæri verði bannaðar. Ráð-
herra segist vilja skoða hugmynd-
tryggingarsjóð, sem settur var á
laggirnar í tíð síðustu ríkisstjórn-
ar, vera gjaldþrota. Talið er að
atvinnutryggingardeild Byggða-
stofnunar þurfi 1,4 milljarða kr. á
næsta ári til að geta borgað af
lánum.
Sparnaður í
heilbrigðiskerfinu
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra er með áform um
sparnað í heilbrigðiskerfinu, sem
meðal annars felist í hærri gjöldum
fyrir þjónustu sérfræðinga, heilsu-
gæzlustöðva og tannlækna. Þá á
að þrengja þann hóp, sem greiðir
ekkert fyrir tannlækningar. Uppi
eru hugmyndir um að leigja starfs-
liði sjúkrahúsa skurðstofur um
helgar og sjúklingar geti greitt
fyrir aðgerðir, sem þá fari fram,
í stað þess að bíða á biðlista eftir
aðgerð.
Yfir milljarðs tap hjá ÍSAL
Nú stefnir í meira en milljarðs
tap á rekstri íslenzka álfélagsins
"á árinu vegna óvenjulágs álverðs
á heimsmarkaði.
Austurstræti opnað fyrir
bílaumferð
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti að opna Austurstræti til
reynslu fyrir bílaumferð.
ERLENT
EB sendir
ekki friðar-
gæslusveitir
til Júgóslavíu
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins (EB) ákváðu á fimmtudag
að leggja á hilluna allar hugmynd-
ir um að senda vopnaðar friðar-
gæslusveitir til Króatíu til að sjá
um að vopnahléi, sem átti að
ganga í gildi í Júgóslavíu á mið-
vikudag, yrði framfylgt. Utanrík-
isráðherra Serbíu, Vladímír Jo-
vanovic, aftók með öllu að slíkar
sveitir yrðu sendar. Sambandsher
Júgóslavíu herti árásir sínar í
Króatíu til muna eftir að vopna-
hléið átti að ganga í gildi en al-
mennt er talið að það hafi verið
síðasta tækifærið til að binda enda
á blóðsúthellingarnar í lýðveldinu.
Bildt reynir að mynda
borgaralega stjórn
Carl Bildt, for-
maður sænska
Hægriflokksins,
fékk umboð til
að mynda nýja
ríkísstjórn eftir
mikinn ósigur
Jafnaðarmanna-
flokksins í þing-
kosningum í Sví- Car, Bildt
þjóð sl. sunnu-
dag, þann næst mesta í sögu
flokksins. Jafnaðarmenn fengu
37,6% en Hægriflokkurinn og
Kristilegi demókrataflokkurinn
George Bush
bættu við sig, svo og flokkurinn
Nýtt lýðræði. Miðfiokkurinn og
Þjóðarflokkurinn töpuðu hins veg-
ar töluverðu fylgi. Flest benti til
þess á föstudag að Bildt tækist
að mynda stjórn fjögurra borgara-
flokka, sem Nýtt lýðræði myndi
verja vantrausti.
Viðbúnaður efldur við
Persaflóa
George Bush
Bandaríkjafor-
seti kvaðst á
miðvikuag ekki
búast við að
gripið yrði til
hernaðarað-
gerða gegn írök-
um á næstunni
þótt hann hefði
gefið leyfí fyrir
því að bandarískt herlið aðstoðaði
eftirlitssveitir Sameinuðu þjóð-
anna við að framfylgja ákvæðum
vopnahléssamningsins. Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti á fimmtudag að leyfa Irök-
um að selja nokkurt magn olíu á
heimsmarkaði næsta hálfa árið
en viðskiptabann hefur gilt gagn-
vart landinu frá því Saddam
Hussein sendi hersveitir inn í
Kúveit í ágúst í fyrra.
ísraelar yfirheyrðu fyrrum
PLO-menn í Noregi
Norðmenn hafa leyft útsendurum
ísraelsku leyniþjónustunnar
Mossad að yfirheyra Palestínu-
menn sem sótt hafa um pólitískt
hæli í Noregi, að sögn norska
blaðsins Aftenposten á þriðjudag.
Málið olli miklu uppnámi í Noregi
og telja sérfræðingar í mannrétt-
indamálum að yfirheyrslurnar séu
brot á alþjóðasáttmálum sem Nor-
egur á aðild að.
Rannsókn Tamílamálsins í Danmörku:
Frammámaður ber 107
sinnum fyrir sig minnistap
ALLIR Danir vita hvað „Ta-
mílamálið" snýst um. Það hef-
ur valdið stjórnmálamönnum
miklu hugarangri - og hróflað
mjög við traústi almennings í
þeirra garð. Svipt hefur verið
hulunni af pólitískum hrossa-
kaupum, alls kyns undirferli
og því hvernig ráðamenn hafa
farið undan i flæmingi, beitt
lygum og hálfum sannleika,
aðferðum sem flestir héldu að
tíðkuðust ekki í lýðræðissam-
félagi eins og því danska þar
sem valdhafar hafa a.m.k. á
yfirborðinu sýnt kjósendum
virðíngu og gætt hófs. Þegar
þingið hefur störf í byrjun
október mun málið varpa
skugga á stjórnmálalífið og
störf þingmanna.
Það er einkum forysta íhalds-
flokksins sem hefur átt í vök að
verjast. Mest
Viggo Fischer
Tamílarnir ættu skilyrðislaust að
fá að sameinast en Ninn-Hansen
lét „salta" málið í ráðuneytinu
og hélt greinilega að hann kæm-
ist upp með það.
Harðar ásak-
hefur mætt á
Erik Ninn-
Hansen, fyrr-
verandi dóms-
málaráðherra,
en ýmsir aðrir,
meðal þeirra
Poul Schliiter forsætisráðherra,
hafa verið dregnir inn í umræð-
una og hinn síðarnefndi á æ erfið-
ara með að hrinda í framkvæmd
draumi sínum um nútímalegan
og trúverðugan íhaldsflokk.
Traust kjósenda hefur snarm-
innkað og voldugir samstarfs-
menn hans hafa orðið að segja
af séj. Erfiðleikunum er ekki lok-
ið, sífellt fleiri frammámenn
flokksins lenda í því að þurfa að
verjast árásum vegna málsins.
H.P. Clausen, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, hefði verið endur-
kjörinn þingforseti í haust án
mótframboðs ef Tamílamálið
hefði ekki komið til en nú eru
líkur á baráttukosningum.
Vinstriarmur flokksins býður ef
til vill fram gegn honum, aðeins
til að gefa Clausen til kynna að
margir telji þátt hans í málinu
vafasaman.
Málið er kennt við nokkra tam-
ílska flóttamenn frá Sri Lanka
en það stafar ekki af því að þeir
hafi haft bein afskipti af dönsk-
um stjórrímálum. Það er heldur
ekki deilt um það hvort of mörg-
um flóttamönnum hafi verið leyft
að setjast að í landinu. Það er
aðeins deilt um gerðir ráðherra
- í þessu tilviki Eriks Ninn-Hans-
ens - hvað þingið hafi sagt að
hann ætti að gera í málinu og
hvað landslög mæli fyrir um að
gert skuli. í stuttu máli er átt
við lög sem heimila fjölskyldum
tamílanna að fá landvist í Dan-
mörku þegar flóttamennirnir
hafa dvalist í landinu ákveðinn
tíma. Þeir hafa rétt til að sam-
eina fjölskyldurnar, segir í lögum
sem þingið hefur sett og nú er
búið að leyfa fjolskyldunum um-
ræddu að sameinast en pólitísku
eftirhreyturnar eru erfiðar við-
fangs.
Ráðherra hnikar til lögum
Ninn-Hansen reyndi að fara í
kringum þessi lög og það er
ástæðan fyrir öllum látunum.
Ráðherrann reyndi að eigin frum-
kvæði - og með aðstoð nokkurra
embættismanna - að takmarka
réttinn til að sameina viðkomandi
fjölskyldur. Alllangur tími leið
áður en umboðsmaður þingsins
hóf afskipti af málinu því að
Tamílarnir og lögmenn þeirra
skildu í fyrstu ekki hvers vegna
lögin giltu ekki í máli þeirra.
Umboðsmaðurinn úrskurðaði að
BAKSVID
eftir Nils Jorgen Bruun
í Kaupmannahöfn
anir voru nu
bornar fram á
ýmsa málsaðila
sem sumir
reyndu að þvo
hendur sínar af
bví en ioks var
sett á laggirnar sérstakur rann-
sóknardómstóll sem enn starfar
og yfirheyrir alla þá stjórnmála-
menn sem hafa á einum eða öðr-
um vettyangi haft afskipti af
málinu. Áður en dómstóllinn hóf
störf sagði Schliiter í þingræðu
að Ninn-Hansen hefði frá upp-
hafi, þ.e. frá septembermánuði
1987, skýrt dómsmálanefnd
þingsins, ríkisstjórninni og al-
menningi frá þeirri ákvörðun
sinni að leggja ekki þunga
áherslu á rétt Tamílanna til að
sameina fjölskyldurnar. „Engu
hefur verið leynt," ítrekaði
Schluter er hann hinn 25. apríl
sama ár vísaði á bug kröfu stjórn-
arandstöðunnar um sérstakan
rannsóknardómstól til að fara
ofan í kjölinn á málinu. Að sögn
ráðherrans var krafan aðeins sett
fram til að reyna að koma höggi
á pólitíska andstæðinga en dóm-
stóllinn varð samt að veruleika.
Málið er að verða martröð fyr-
ir flokkinn. Nýir endar á hnútn-
um koma stöðugt í ljós og æ fleiri
menn eru nefndir til sögunnar.
Fjölmiðlar beindu um hríð mjög
sjónum sínum að Grethe Fenger
Moller, talsmanni flokksins í
dómsmálum á þingi og hún varð
fljótlega að segja. af sér þeirri
stöðu. Hans Engell, núverandi
dómsmálaráðherra, hefur einnig
verið undir smásjánni. Ríkis-
stjórnarfundur hinn 15. septemb-
er 1987 hefur verið lykilatriði í
málinu. Ninn-Hansen sagði að
hann hefði á fundinum skýrt hin-
um ráðherrunum frá gerðum sín-
um og ekkert dregið undan.
Margir ráðherranna, meðal
þeirra ráðherrar flokksins Radik-
ale venstre, neituðu að hafa heyrt
á þetta minnst fyrr.
I febrúar á þessu ári viður-
kennir Schliiter að Tamíla-málið
sé það versta sem hann hafi lent
í á pólitískum ferli sínum og sök-
in sé Eriks Ninn-Hansens. Síðan
hefur forsætisráðherrann ekki
tjáð sig um málið en látið dóm-
stólinn um að kanna það, jafn-
aðarmenn segja þessa afstöðu
hans vera einstaklega hrokafulla.
Skoðanakannanir gefa til kynna
að mikill meirihluti kjósenda vilji
að Ninn-Hansen verði dreginn
fyrir ríkisrétt vegna málsins.
Fáeinir embættismenn létu
ekki múlbinda sig og vitnisburður
þeirra skiptir sköpum. Það hefur
komið.fram að Ninn-Hansen lét
Erik Ninn-Hansen
Fenger Moller bera fram spurn-
ingu í dómsmálanefnd þingsins
er hafði það markmið eitt að tefja
fyrir rannsókn málsins. Fenger
Moller segir nú að þegar hún
hafi áttað sig á þessu hafí henni
fundist að ráðherrann væri að
misnota sig. I mars sagði dag-
blaðið Jyllandsposten að jafn-
aðarmenn biðu riú aðeins eftir
því að Schlöter viðurkenndi að
Tamílamálið væri orðið að slíkum
bagga á stjórninni að hann yrði
að segja af sér. Jafnaðarmenn
væru reiðubúnir að myndastjórn
ef svo færi, sagði blaðið. í apríl
reyndi Ninn-Hansen enn að
sanna að ríkisstjórnin hefði stað-
ið að baki gerðum hans. Hann
sagði m.a. að Mimi Stilling
Jacobsen, úr Miðdemókrata-
flokknum, og Flemming Kofoed
Svendsen, úr Kristilega þjóðar-
flokknum, hefðu vitað um mála-
vexti en þau vísuðu þessu af-
dráttarlaust á bug.
Sendibréf til Jótlands
Skyndilega er skýrt frá bréfi
sem forsætisráðherra hafði sjálf-
ur ritað hjúkrunarfræðingi á Jót-
landi. Hún á tamílskan kunningja
og skilur ekki hvers vegna ekk-
ert er aðhafst í fjölskyldumáli
hans. Schluter segir í bréfinu að
rétturinn til sameiningar fjöl-
skyldna Tamflanna hafi verið
takmarkaður, þetta sé ekki for-
gangsmál og markmiðið með
þeirri stefnu sé að reyna að fá
Tamílana til að hverfa aftur til
Sri Lanka. Schliiter viðurkennir
því í bréfinu, sem hann ritar í
september 1988, að honum sé
fullkunnugt um gerðir Ninn-
Hansens. Samsteypustjórn
íhaldsflokksins og Venstre er
nánast lömuð vegna málsins og
að sögn blaðsins Politiken í apríl
vildu stuðningsflokkar minni-
hlutastjómarinnar að mynduð
yrði ný ríkisstjórn.
Sehliiter var yfirheyrður af
dómstólnum í júní sl. og stjórnar-
andstaðan bjó sig undir að velta
stjórninni vegna Tamílamálsins.
Eftir nokkra daga sljákkaði þó í
mönnum vegna þess að Schliiter
vísaði útskýringum Ninn-Hans-
ens á bug og reyndi ekki að verja
hann. Jafnaðarmenn segjast nú
bíða eftir niðurstöðu dómstólsins
en enginn telur að Ninn-Hansen
sleppi óskaddaður frá málinu og
þannig er staðan núna. Síðasta
fórnarlamb málsins er Viggo
Fischer, þingflokksformaður
íhaldsmanna, er nú hefur sagt
af sér. Hann varð þekktur víða
um heim er hann svaraði spurn-
ingum rannsóknardómstólsins
107 sinnum með orðunum „Það
man ég ekki". Niðurstaða í mál-
inu fæst vart fyrr en á næsta
ári og hætt er við að öldurnar
lægi vart að fullu fyrr en langt
er. liðið á áratuginn.