Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 15
MORGTJNBLAÐIÐ. SUNNUI)AGUR 22. SEPTEMBER J991
45
HÆKKAR SJAVARBORÐIÐ?
Mælingar að hef jast á íslandí
Loftslagsbreytingar þær sem
búast má við vegna aukins
magns koltvísýrings í lofthjúpi
jarðar munu hafa áhrif á sjáv-
arstöðu. Sjávarborð mun
hækka yegna tvenns konar
áhrifa. f fyrsta lagi eykst vatns-
magn sjávar vegna bráðnunar
heimskautaíss og í öðru lagi
má búast við að meðalhiti sjáv-
ar hækki. Vatnið þenst því út
og fær meira rúmmál. Hækkun-
in gæti numið metrum á næstu
áratugum. Af þessum sökum
er nú lögð aukin áhersla á sjáv-
arborðsmælingar víða um lðnd.
Langtímamælingar á sjávar-
bqrði eru einungis á einum stað
á íslandi, þ.e. í Reykjavíkur-
höfn. Þannig er í skýrslu Raun-
visindadeildar Háskóla íslands
skýrt frá forsendunum fyrir
langtímamælingum sem nú eru
að fara í gang á vegum Páls
Einarssonar.jarðeðlisfræðings,
á hugsanlegri hækkun sjávar-
borðs við ísland. Hefur verið
smiðaður sérstakur mælir sem
settur verður niður í Reykjavík-
urhöí'n á þessu hausti og í fram-
haldi af því er ætlunin að koma
upp 10 slikum mælistöðum
kring um landið.
Páll Einarsson segir að ísland
sé mjög vel fallið til þess
að mæla hækkun sjávarborðs. Þar
komi tvennt til. ísland er úthafs-
eyja og lítið sem truflar, en stað-
bundnar aðstæður hafa mikil áhrif
á mælingar á hverjum stað. Að
vísu eru hér jarðskorpuhreyfing-
ar, en fyrir hendi eru leiðir til
þess að rétta slíkt af. Gerðar hafa
verið mjóg nákvæmar mælingar
til að staðsetjalandmælingamerki
álandinu meðgervitunglum allt
frá 1986 og því hægt að ákvarða
jarðskorpuhreyfingar með mikiili
nákvæmni óháð sjávarstöðu. Páll
segist því nú hafa fest O-punktinn
í samræmi við það og geti því
gert ráð fyrir og leiðrétt vegna
jarðskorpuhreyfinga. Mælirinn
sém bíður þess að verða komið
Páll Einarsson
fyrirþegar viðgerðum lýkurvið
Faxagarð, er sérsmíðaður hjá fyr-
irtækinu Hugrún sf. Sagði Páll
að með því móti hefðu verið gerð
mæligögn í tölvutæku formi sem
leiðrétta sig, en það skiptir miklu
máli við svona langtímamælingar.,
Mælingar þær sem gerðar hafa
verið í Reykjavíkurhöfn síðan
1956 benda til hækkunar, en það
er eina beina mælingin sem til er
hér við land. Þessar mælingar
hefur Páll verið að skoða. Ymis-
legt bendir til þess að eitthvert
landsig sé á þessu svæði. Jarð-
fræðifræðilegar mælingar hafa
benttil sigs á hafsbotninum og S
Seltjöm og Kolbeinsey hafa fund-
ist mólög sem nú eru komin und-
ir sjó og við uppgröft á bæjar-
stæði Ingólfs Amarsonar við Að-
alstræti kom fram að þær rústir
eru nú vel undir sjávarmáli. Önn-
ur vísbending er gömlu verslunar-
staðimir í Hólminum, sem nú fer
á kaf á flóði, en verslunin hörfaði
á sínum tíma fyrst í Örfírisey og
síðan í land. Rðð flóða á liðnum
tíma gefur það sama til kynna.
Þetta hefur menn lengi grunað
og til gamans má geta þess að
eitt sinn var hugmyndin að gera
varúðarráðstaf anir í Miðbæ
Reykjavíkur og ber hið háa þrep
upp á gangstéttina framan við
Morgunblaðshúsið merki þessa. •
Þegar við ræðum þetta við Pál
segir hann að landsig tengist
eflaust eldvirkni á Reykjanes-
skaganum og gosum þar. „Við
ætlum að bæta við og mæla um
leið breytingu á afstöðu lands og
sjávar. Það hefur verið algjörlega
vanrækt hér á landi."
Hvort sjávarborðshækkunar sé
farið að gæta hér verður auðvitað
ekki sagt til um fyrr en fyrirhug-
aðar mælingar fara að skila sér.
En ætli hækkunar á sjávarborði
gæti annars staðar í heiminum?
Páll segir að hægfara sjávarborðs-
hækkunar virðist hafa gætt víðs-
vegar um heim um nokkurt skeið,
hækkunin hálfur til hálfur annar
millimetri á ári aö meðaltali á
heimsvísu. Mismunandi sjónarmið
eru á því hvað valdi. Ekki er vitað
hve sjórinn hitnar hratt við hlýnun
á jörðinni. Talað um að í framtíð-
inni geti sjávarborðið hækkað af
þeim sökum um nokkra metra.
Nú hefur Páll verið að skoða
mælingagögnin sem til eru í
Reykjavíkurhöfn og sigta frá
hugsanlegar skekkjur. Sýnist
honum af þeim að um hækkun á
sjávarborði sé að ræða? Hækkun-
in virðist svolítið meiri en almenna
sjávarborðshækkunin sem að ofan
er getið. Það bendir til landsigs
hér. En þetta á allt eftir að koma
betur í ljós í fyrirhuguðum mæl-
ingum. Eftir að fyrsti mælirinn
er kominn í gagnið í Reykjavík
verður mælum komið fyrir á fleiri
stöðum kring um landið, líklega
10 mælum. Um þetta er samvinna
við Hafnarmálastofnun. M.a. er
ætlunin að koma einum mæli fyr-
ir í Austur-Skaftafellssýslu vegna
þess að þar er vitað að land er
að rísa. Var það staðfest með
mælingum úr gervihnetti í sumar.
Það mun stafa af því að Vatnajök-
ull hefur minnkað ogþrýstingur-
inn af hans völdum minni á landið.
hafa áhrif á hvernig brugðist sé
við. En ég og margir aðrir teljum
að það sé fyrst og fremst spurning
um pólitíska stefnu. Ef stjórnmála-
mennirnir hafa ekki vilja til þess
að gera eitthvað, þá verður bara
taka því. Komi það sem koma skal.
í rauninni er engin leið að sjá hvort
þær breytingar sem yrðu við hlýnun
á jörðinni séu æskilegar frá alþjóð-
legu sjónarmiði. Sumir mundu
græða á því, aðrir tapa. Það fer
þá eftir því hverjir eru duglegastir
við að koma sínu fram. Þótt enginn
geti verið á móti mengun, þá vitum
við of lítið um veðurfarskerfið til
að leggja í kostnað við það sem
yrði ef til vill æskilegt. Allt okkar
ííf hér á Vesturlöndum gengur af
því að við höfum næga orku. Ef
fólk annars staðar í heiminum ætl-
ar að ná sér upp á sviþað stig þá
þarf orku, sem kallar á notkun á
kolum og olíu með meðfylgjandi
aukningu á koltvísýringi. Þótt
æskilegt sé að draga úr mengun,
getum við varla ætlast til þess að
þjóðir þriðja heimsins seinki sínum
efnahag&ata til þess að spilla ekki
veðurfarinu fyrir okkur í allsnægt-
unum. Sumir telja jafnvel að við
hitabreytingar gæti matvælafram-
leiðslan í heiminum aukist á stórum
svæðum, þótt kornframleiðslan i
Bandaríkjunum yrði e.t.v. fyrir
miklum áföllum. Það er ekki hlut-
verk veðurfræðinga að hafa áhrif
á slíkt. Þar er hlutverk stjórnmála-
mannanna að taka ákvarðanir."
Vatnið binst ekki í jöklunum
Á fyrmefndum norrænum fundi
var líka fjallað um vatnið, að því
leyti sem það kemur veðrinu
við.„Einkum var fjallað um hvort
úrkoma hefði aukist eða minnkað.
Veðurfarslíkönin gefa heldur ekki
nægilega góð svör við því," segir
Trausti. „En með auknum hita
verður umsetning vatnsins að sjálf-
sögðu hraðari. Þá gufar meira upp
og rignir meira. En það er ekki
víst að rigni á sömu stöðum á hnett-
inum og nú. í Evrópu og Ameríku
hafa menn áhyggjur af því að ef
hlýnar dreifist rigningin öðru vísi
á árið. Meira rigni á vetrum en
minna á sumrin, sem mundi hafa
slæm áhrif á gróðurinn. Einnig að
þá snjói minna að vetrinum, sem
getur haft áhrif á vatnsforðann til
sumarsins. Úrkoman mundi ekki
bindast í snjó og jöklum heldur
renna fram jafnóðum. Sjálfsagt
mundi gróður þá fara fyrr af stað
á vorin en uppskeran kannski ekki
verða að sama skapi góð. Þótt spár
um hitastig séu óvissar þá em úrko-
muspámar í enn meiri óvissu."
— Hvað er þá til ráða? Geta
Norðurlöndin lagt þama eitthvað
til?
„Norðurlöndin hafa ekki bol-
magn til þess að reka svona lík-
ön," segir Trausti.„TiI þess em þau
alltof dýr í rekstri. Tölvumínútan
kostar mörg hundruð þúsund krón-
ur og þá fer verkið fljótt að hlaupa
á milljörðum. Slíkt er ekki á okkar
f æri, þótt Norðurlöndin séu í ágætri
samvinnu við stærri löndin sem
hafa forustuna. Okkar hlutverk er
fyrst og fremst að gera veðurfars-
gögn betri til úrvinnslu. í gangi er
sameiginleg norræn áætlun, nor-
rænn veðurgagnagrunnur, sem við
íslendingar tökum þátt í. Enda er
mjög mikilvægt að finna út hvernig
veðurfarið hefur vferið undanfarin
eitt til tvö hundmð árin, svo ekki
þurfi um það að deila. Að þessu
erum við að vinna. Einnig að gæða-
prófa þær mælingar sem gerðar
hafa verið. Það er mikilvægt að
geta lagt okkar skerf í þessa vinnu.
Elstu veðurmælingar á íslandi era
um 200 ára gamlar og samfelidar
mælingar einhvers staðar að af
landinu allt frá 1822. Þær er verið
að vinna upp til samræmis við yngri
gögn. Norræna nefndin fær smá-
vegis styrk í þetta verkefni frá
norrrænu ráðherranefndinni. ír-
land, Holland og Belgía eru líka
að koma inn í þetta verk og verður
sótt um fjárstuðning til Evrópu-
bandalagsins."
Trausti segir að útkomur úr veð-
urfarslíkönunum birtist í nokkurs
konar véfréttastíl og þarfnist túlk-
unar. Þurfi að bera þær saman við
núverandi veðurfar og veðurfar
undanfarinna hundrað ára. Ríði á
að þau gögn séu í lagi. Nú er ætlun-
in að fara í norrænt túlkunarverk-
efni, sem hann vonast til að við
getum tekið þátt í. Norðurlandaráð
er nýlega búið að samþykkja að
veita fé til sérstakrar umhverfis-
málaáætlunar á árunum 1993-
1997. Af þeim peningum eiga u.þ.b.
150 milljónir íslenskra króna að
renna til veðurfarsrannsókna.
Hvemig upphæðin kemur til með
að skiptast er enn óljóst. En Trausti
kvaðst vona að hún nýtist að ein-
hverju leyti í þetta verkefni.
Þeirri spumingu er samt ósvar-
að: Eigum við að gera ráð fyrir að
það sem við ekki þekkjum skaði
ekki? Eða á að bregðast við í þeirri
trú að það geri það?
BORGARFUtÐIR
ðdýrar fielgar- og vikuferðir
í sepíemlier, október, Róvember os desember
Pantaðu strax til að komast í ferðina sem iiér hentar.
Verööæmi: Sept./okt. nóv./des.
• GLASG0W, 3 nætur verðfrá 23.960,-23.960,-
• L0ND0N, 3 nætur verðfrá 31.140,-32.120,-
• AMSTERDAM, 3 nætur verð frá 27.080,- 26.090,-
• EDINBORG, 3 nætur verð frá 23.595,-
• LUXEMBURG, 4 nætur verð frá 32.090,-
• BALTIMORE, 3 nætur verð frá 39.640,- 39.640,-
• TRIER - JÓLAMARKADUR 28. nóvember, 4 nætur,
verð frá 34.000,-
• KIRKJUUSTARFERÐ til Þýskalands 28. september,
1 vika.
Fararstjóri Hörður Áskelsson orgelleikari.
Verð 50.240,-
2 sæti laus.
Verð á mann miðað við tvíbýli, innifalið flug og gistíng. Ekki inni-
falið flugvallarskattur og forfallagjald.
Höfum einnig á boðstólum lengri borgarferðir.
• HESTAMENN - HESTAMENN
Hópferð á alþjóða SKEIÐREIÐARMEISTARAMÓTIÐ í
WEISTRACH í AUSTURRÍK118,22. október næstkom-
Ferðin erfarin á vegum Hestaíþróttasambands íslands,
Fáks og Landssambands hestamanna.
Fararstjóri er Guðlaugur Jryggvi Karlsson.
Takmarkað sætaframboð.
Tryggðu þér sæti sem fyrst.
Hafðu samband við okkur og fáðu nánari upplýsingar.
26. sept., laus sæti, 1 eös 1 vikur
3.
í vika frá kr. 33.540 miðað við 2 í íbúð
2 vikur frá kr. 47.200 miðað við 2 í íbúð
Verðið lækkar ef fleiri eru saman í íbúð.
Bamaafsláttur er gefinn af ofangreindu verði.
Innifalið flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis og
íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið flugvallarskattur og forfallagjald.
FERÐASKRI FSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16 - sími 62-14-90