Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 Vestmannaeyjar: Ráðherra mótfallinn kvótakaupum áhafna Vestmannacyjum. Á ALMENNUM fundi í Eyjum á föstudagskvöld kom fram í svörum Þorsteins Pálssonar við fyrirspurnum að hann væri mótfallinn því að skerða skattaafslátt sjómanna. Einnig kom fram sú skoðun ráðherr- ans að áhafnir skipa ættu ekki að taka þátt i kvótakaupum útgerða. „Við höfum verið að taka erfiðar ákvarðanir um mikinn aflasamdrátt sem koma fyrst niður á afkomu út- gerðar og launum sjómanna og það eru gömul sannindi að menn höggya ekki tvívegis í sama knérunn. Ég Steinþór held- ur sýningu á Kaffi Mílanó STEINÞÓR Marínó Gunnarsson myndlistarmaður hefur opnað sýningu á veitingahúsinu Kaffi Mílanó í Faxa- feni. Sýningin er opin alla virka daga inilli kl. 9-19, á laugar- dögum klukkan 9-18 og sunnu- dögum klukkan 13-18. Steinþór hefur haldið fjölda eink- asýninga og tekið þátt í samsýning- um, bæði hér heim og erlendis. Hann sýnir nú olíumálverk, pastel og verk unnin með blandaðri tækni. Steinþór Marínó hygg að það væri óskynsamleg að- gerð að taka slíka ákvörðun," svar- aði Þorsteinn Pálsson þegar beint var til hans spuningu um hvort af- nema ætti skattaafslátt sjómanna. Þorsteinn var spurður hver væri afstaða hans til þátttöku áhafna í kvótakaupum. „Ég lít á kaup á kvóta sem hvern arinan útgerðarkostnað og finnst eðlilegt að sjómenn og útgerðarmenn geri út um það í samningum sín á milli hvort sjómenn taki þátt í útgerðarkostnaði," sagði Þorsteinn. Hann sagði að á fundin- um hefði verið vitnað til þess að í samningum nú væri skýrt kveðið á um að sjómenn ættu ekki að taka þátt í útgerðarkostnaði. Menn ættu að halda sig að þeim samningum sem gerðir væru og þar sem hann teldi kvótakaup heyra undir útgerðar- kostnað væri afstaða hans skýr í þessu efni. Á fundinum í varð talsverð um- ræða um landhelgi kringum Eyjar. Ræðumenn Voru á einu máli um að koma þyrfti á einhverri verndun. Sjávarútvegsráðherra var á fundin- um afhentur undirskriftalisti 550 Eyjamanna sem gera kröfu til þess að komið verði á landhelgi kringum Eyjar. Grímur Heimsklúbbur Ingólfs í Höfðaborg í fyrra. Borðfjallið í baksýn. 90 manns með heims- klúbbnum til Japans NYLEGAhefur Ingólfur Guðbrandsson, fyrrverandi eigandi og forstjóri Útsýnar, gert samkomulag við Ferðamiðstöðina Veröld um rekstur sjálfstæðrar deildar, sem nefnist Heimsklúbbur Ing- ólfs og sérhæfir sig í ferðum í fjarlægar álfur, auk sérskipu- lagðra lista- og menningarferða um Evrópu. Reynsla og við- skiptasambönd Ingólfs um heim allan koma þar að góðu gagni, og aðsókn eykst stöðugt. Lista- og óperuferð til ítalíu með 40 manna hóp er nýlokið undir stjórn Ingólfs, og er það mál þátttakenda, að sú ferð hafi verið samfelld listaveisla, sem verði öllum ógleymanleg. Hinn 6. október næstkomandi hefst þriggja vikna ferð til Aust- urlanda fjær, sem nefnist „Lönd morgunroðans". Dvalist verður 3 daga á Filippseyjum, 8 daga í Japan með aðsetri í miðri Tókýó en kynnisferðum um borgina en einnig til Nikko, Kamakura, Hakone og til Fjalls- ins helga, Fuji. Japanir trúa því að fjöll, vötn og skógar séu guðlegrar náttúru og umgang- ast það því með mikilli virðingu og lotningu. Síðan liggur leiðin til Osaka, en þaðan verða hinar fornu höfuðborgir Nara og Ky- oto heimsóttar og einnig Hiros- hima, sem er að nýju risin úr rústum fyrstu kjarnorkuspreng- ingarinnar, sem leiddi til loka síðari heimsstyrjaldar. Næst liggur leiðin til eyjarinnar Taiw- ans, þar sem kínversk menning hefur haldist óslitin í 5.000 ár og varðveittir eru mestu dýr- gripir kínverskrar listar, komnir frá hinni „Forboðnu borg" í Peking. Mun þetta vera fyrsti hópur íslenskra ferðamanna til Japans og Taiwans. Ferðinni lýkur með vikudvöl á nýjasta lúxusbaðstað Asíu, í Jomtien við Síamsflóann í Tælandi. Ferð þessi hefur verið uppseld síðan í vor, en nú eru 4 sæti laus vegna forfalla. Hinn 7. nóvember hefst þriggja vikna ferð til Suður-Afr- íku, þar sem ferðast veður vítt og breitt um landið að skoða stærstu villidýralendur heimsins og landslag og gróður, sem vart á sér sinn líka að fjölbreytni og fegurð. Nú sér fyrir endann á aðskilnaðarstefnunni, og óeirðir svartra þjóðflokka eru utan slóða ferðamanna. Vor er í Suð- ur-Afríku í nóvember og gróður jarðar með ólíkindum litríkur. Orfá sæti eru enn laus í ferðina. (Fréttatilkynning frá Heimsklúbbnum.) Valin best af keppinautum Morgunblaðið/KGA „Eg er orðlaus," sagði Guðmundur Steinsson, Vík- ingi, sem er lengst til hægri á myndinni, við Morgun- blaðið eftir að hann var útnefndur besti leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu á lokahófi, sem leik- menn héldu á Hótel íslandi á föstudagskvöld. Laufey Sigurðardóttir, IA, var kjörin best í 1. deild kvenna við sama tækifæri. Leikmenn liðanna í 1. deild karla velja besta og efnilegasta leikmanninn að loknu ís- landsmóti og sami háttur er hafður á í 1. deild kvenna. Kjörið er hápunktur lokahófs, sem leikmenn standa að. Breiðablik í Kópavogi fagnaði, þegar nöfn efnileg- ustu leikmanna karla og kvenna voru tilkynnt. Elísa- bet Sveinsdóttir, UBK, var útnefnd efnilegasti leik- maðurinn hjá kvenfólkinu og Arnar Grétarsson frá sama félagi var kjörinn sá efnilegasti hjá körlunum. Guðmundur var markakóngur íslandsmótsins ásamt Herði Magnússyni, FH, en Laufey gerði flest mörk í 1. deild kvenna og var verðlaunuð sérstaklega fyrir það í hófinu. Hún var hins vegar ekki viðstödd — er farin til náms í Bandaríkjunum. Oformlegt tilboð EB 5. júlí um tollalækkanir: Þýddi að Islendingar yrðu lausir við 85% af tollum EF innflutningstollar Evrópu- bandalagsins (EB) væru í sam- ræmi við óformlegt tilboð frá 5. júlí 1991, myndu Islendingar losna við a.m.k. 85% af þeim tollum sem greiddir eru á þessu ári. Samkvæmt tilboðinu, sem enn er sá grunnur sem EB byggir á, falla tollar fyrst og fremst niður á salt- fiski og ísfíski. Ýmsir innflutning- stollar EB hafa hamlað innflutningi á sjávarafurðum, s.s. tollar á saltsfld og ferskum flökum. Tollgreiðslur ís- lendinga eru því ekki algildur mæli- kvarði á það vandamál sem innflutn- ingstollar EB skapa. Hér að neðan eru nokkrar töflur sem sýna hvaða áhrif tollaniðurfelling samkvæmt til- boðinu hefði hér á landi. Tollar EB á sjávarafurðum frá íslandi 1989* Milljónir ísl. kr. Tollfrjálst samk. tUb. 5.7. '91: Ferskur, heill fískur 413 Fiskur, saltaður, þurrkaður eða í saltlegi 920 Fiskur, þurrkaður, skreið 110 Krabbadýr, lindýr 69 Lagmeti 2 AUs(88%afheiIdar- tollgreiðslum) 1.514 Ekki tollfrjálst samk. tilb. 5.7. '91: Flök, fersk 129 Kindakjötssala jókst um 2% TÆPLEGA 1.100 tonn af kinda- kjöti seldust í ágústmánuði og er það svipað magn og í sama mán- uði í fyrra. Að sögn Þórhalls Arasonar, hjá samstarfshópi um sölu lambakjöts, nam sala kindakjöts á síðasta verð- lagsári, sem lauk 31. ágúst, 8.200 tonnum, en það er um 2% söluaukn- ing frá því sem var í fyrra. Birgðir kindakjöts um verðlags- áramótin voru um 1.350 tonn, sem er um 8% minna en í fyrra, en gert er ráð fyrir að 600-700 tonn af birgð- unum verði seld úr landi. Fiskur, frystur (aðall. flatfískur, síldogkarfi) 78 Alls(12%afheildar- tollgreiðslum 207 Tollur, alls (100%) 1.721 * Um gröfa sundurliðun á tollgreiðslum er að ræða þannig að taflan gefur ekki ná- kvæma mynd af þeim tollum sem falla myndu niður ef fallist yrði á tilboð EB frá 5.júlí. Óformlegttilboð EB'frá 5. júlí Ytri Tollur tollur EBáfsl. EB sjáv.-inif. Tollar falli niður á eftirtöldum afurðum 1.1.1993: ísfiskur: Grálúða 8 8 Atlantshafsgrálúða 8 8 Þorskur 15 3,7 Ýsa 15 3,7 Ufsi 15 3,7 ískóð 12 12 Frystur fiskur annar en fiskflök: Grálúða 8 8 Atlantshafsgrálúða 8 8 Þorskur 15 3,7 Ýsa 15 3,7 Ufsi 15 3,7 ískóð 12 12 Söltuð flök: Þorskur 20 20 Ufsi 16 16 Skreið: Þorskur 13 - 13 ískóð 13 13 Lagmeti: Kavíareftirlíking 30 0 Flök, hrá, í deigi, mjöli eða raspi, einnig djúp- steikt, fryst 15 0 Tollalækkanir á tímabilinu 1993-1997 0%tollur 1.1.1997: Lagmeti: Sardínur, brislingur 20 10 Lagmeti úr ýmsum fiskteg. 20 10 Krabbadýr 16 0 Rækjur 20 0 Utan óformlegs tilboðs EB um tolla- lækkanirfrá 5.7.1991 eru m.a. eft- irtaldar afurðir: Tollur EB Fersk fiskflok .,,„, 18% Saltsíld 10-12% Keila, langa, steinbítur, ísfískur 15% Síld, fryst 18% Koli, ísfískur 15% Loðna, fryst 15% Humar, hörpudiskur, frystur 8% ? » ? Stykkishólmur: Séra Gunnar E. Hauksson ráðinn prestur SÉRA Gunnar Eiríkur Hauksson frá Þingeyri hlaut kosningu sem prestur Stykkishólmsprestakalls í kosningum sem þar fóru fram á fimmtudag. Tveir menn sóttu um embættið, séra Gunnar og dr. theol Sigurjón Árni Eyjólfsson frá Reykjavík. Séra Gunnar hlaut bindandi kosningu kjörmanna prestakallsins. íkveikja á Akureyri KVEIKT var í skúr sem áfastur er við húsgagnaverslunina Aug- sýn við Strandgðtu á Akureyri á fimmta tímanum í fyrrinótt. Mað- 'i ur var handtekinn grunaður um [ ikveikjuna og var hann í haldi Akureyrarlögreglunnar í gær. Að sögn lögreglunnar er skúrinn notaður sem einhvers konar geymsla fyrir húsgagnaverslunina. Slökkvilið- ) ið brást skjótt við og réði niðurlögum eldsins án þess að hann breiddist út í verslunarhúsið sem er járnklætt timburhús. Tjón er ekki talið mikið að sögn lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.