Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 14
01
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
GROÐURHUSAAHRIFIN:
SUMIR
ADR
Viðtal: Elín Pálmadóttir
MIKIL umræða er nú hvarvetna um svonefnd gróðurhúsaáhrif og
spurninguna um það hvort farið sé að gæta hækkandi hitastigs á
jörðinni. Merki um að svo sé eru mörg og jafnframt umdeild með-
al vísindamanna, iðnaðarframleiðenda og ríkisstjórna. En lykil-
spurningin er: A hvaða stigi hefur samfélagið nægilega miklar
sannanir til þess að réttlæta erfiðar aðgerðir, séu þær nauðsynleg-
ar? Sé farið að hitna hjá okkur jarðarbörnum er það ekkert smá-
mál og því fylgir krafa um að hefta útblástur koltvísýrings. En
það er hann sem safnast fyrir í andrúmsioftinu kring um jörðina
og talinn hindra endurkast sólargeislanna og þarméð hækka hita-
stigið við jörðu !íkt og verður í gróðurhúsi.(Ekki má blanda þessu
saman við þynningu ósonlagsins, sem á sér allt aðrar og ólíkar
orsakir og afleiðingar.) Fréttir um þessi mál berast að úr öllum
áttum. Til þess að lesa úr þeim og glöggva sig á þýðingu þeirra
höfðum við samband við Trausta Jónsson, veðurfræðing, sem fylg-
ist með umræðunni og því sem er að gerast á þessum vettvangi,
m.a. gegnum norrænt samstarf.
TAPA
á landi norrænn
um vatnafræði og
Ivor var hér
fundur
gróðurhúsaáhrif, þar sem
þessi mál voru tekin til með-
ferðar. Var Trausti spurður
hvað það væri sem sneri að Norður-
löndum og þau þyrftu að gera.
„Við vorum svo heppin að fá fyrir-
lesara bæði frá Bretlandi og Þýska-
landi, sem kynntu vinnuna í sam-
bandi við veðurfarslíkön í þessum
löndum. Fræddumst þannig frá
fyrstu hendi um vankantana á veð-
urfarslíkönum. Og þeir eru veruieg-
ir," segir Trausti. Vísar þá í þessi
veðurfarslíkön sem gerð hafa verið
til þess að líkja eftir eða vera í
takt við núverandi loftslag, en eru
um leið notuð til þess að sjá hvern-
ig hitastigið í líkaninu breytist með
auknum koltvísýringi eða öðrum
gróðurhúsavekjandi þáttum.
Trausti segir að þóttþessi líkön séu
það besta fáanlega í dag þá hermi
þau ekki veðrið nægiiega vel.„Efn-
íslega hafa niðurstöður lítið breyst
að undanförnu.^VUir útreikningar
gefa til kynna að hlýna muni
á jörðinni, þótt iagt -sé út
af mismunandi forsendum.
En líkönin herma 'bara
ekki nægilega vel það
veðurfar sem við búum
við í dag. M.a. þess-
vegna er ekki hægt
að svo stöddu að
svara því hvort
byrjað sé að hlýna
með fullri vissu
um að það muni
gerast." i
— En hvað j
þá um þá \
kenningu að
hér norðurfrá
muni fyrst kólna
um árabil áður en
hlýnar? Að kulda-
skeiðið sé líklega byrj-
að?
„Það sem fram kemur
er að ekki hitnar jafnmik
ið alls staðar á hnettinum
eins og við mátti búast. Eri
vegna landfræðilegra o]
haffræðilegra skilyrða hér u:
slóðir þá muni einmitt þ
svæði hér láta mest á sér standa,
Hitnunin tefjist sums staðar í 30-50
ár, en hún verði alls staðar orðin
einhver eftir hálfa öld. En sem fyrr
segir eru h'könin ófullkomin."
Þá spyrja menn sig hve mikla
áherslu eigi að leggja á þessa spá-
dóma. I þessum efnum er ekki
hægt að fara að eins og í ýmsum
öðrum yfirgripsmiklum og álíka
flóknum málaflokkum, sem erfitt
er að höndla í líkönum, svo sem
um staðbundin og alþjóðleg um-
ferðarvandamál eða þá efnahags-
málin í heiminum og einstökum
löndum. Ef forsendur og spádómar
hafa ekki reynst rétt á þeim sviðum
þá má bara endurskoða og
byrja upp á nýtt, en hafi
hitnað ájörðinni verð-
ur ekki aftur ..
Bílamengun;
MINNI HRAÐI, MINNA BENSIN
LÍTIL viðbrögð hafa enn orðið á íslandi til að hamla me.ngun
af völdum farartækja. í umhverfisráðuneytinu var sett reglu-
gerð, sem gerði ráð fyrir heimild til að krefjast þess að allir
nýir bílar yrðu frá næstu áramótum útbúnir hreinsitækjum til
að draga úr mengun í útblæstri. Ekki kemur það þó til fram-
kvæmda. Þegar núverandi umhverfisráðherra kom að málinu
reyndust vera í gildi tvær reglugerðir sem stangast á, önnur sem
nýtt umhverfisráðuneyti tók í arf frá heilbrigðisráðuneyti, hin í
dómsmálaráðuneytinu. Málið reyndist því lítt undirbúið og þarf
lengri aðlögunartíma. Eru reglugerðirnar nú í skoðun hjá fulltrú-
um beggja ráðuneyta.
Eins og umsvo margt annað
eru ekki allir á einu máli um
viðbrögðin við mengun af völdum
farartækja. Víða í nágrannalönd-
unum er hreinsitækja krafist.
Aðrir halda því fram að slík tæki
dragi of lítið úr mengun í út-
blæstri vegna þess að bensíneyðsl-
an aukist að sama skapi þegar
slíkur útbúnaður er kominn í bíl-
ana. Áhrifaríkara sé að miða að
því að draga úr bensínnotkuninni
og þá um leið menguninni, t.d.
með því að minnka aksturshrað-
ann.
Nýlega sáu íslendingar hversu
mjög má minnka bensínnotkun á
þennan hátt, þegar kaþólski prest-
urinn séra Jakob ók á einum bens-
íntank frá Reykjavík til Akureyrar
og tilbaka og átti enn bensínleka
eftir í tanknum. Hann gaf þá skýr-
ingu á þessari litlu bensínnotkun
/
að hann hefði aldrei f arið yfir 60
km. hraða. Við það sparaðist ekki
aðeins dýrt bensín, sem ætti að
gleðja a.m.k. þá sem kvarta undan
bensínverðinu, heldur líka meng-
un af útblæstri.
Fleira virðist til ráða til að
draga úr bensínnotkun og um leið
mengun. Á norrænu umhverfis-
ráðstefnunniMiljöDl varíslensk-
ur innflytjandi, D.E.B. þjónustan
á Akranesi, með sýningarbás, þar
sem kynnt var svonefnt Powerpl-
us-tæki í bíla. Tin er þar notað
sem efnahvarfi til að bæta
brennslu eldsneytis í vélinni. Þetta
er lítill hólkur, stærðin fer eftir
vél farartækisins. í enda hans er
segull, en út frá honum keilur úr
tinblöndu, sem bensínið eða olían
leikur um á ferð sinni eftir hólkn-
um. Tinið verkar sem hvati á elds-
neytið, þannig að rafvirkni á að
aukast og ferlið í sprengingunni
gengur betur fyrir sig. Auk þess
leysist örlítill snefill af tini upp í
eldsnéytinu, sem á að hafa svipuð
áhrif á oktantöluna og blý, sem
þá er hægt að losna alveg við.
Segir innflytjandinn, David Butt,
að þetta gefi um það bil 8% elds-
neytissparnað og um 50% minni
mengun og vísar til prófana og
staðfestinga tiltekinna erlendra
aðila, aðallega breskra. Tækið á
að endasti 240.000 km akstur
og kostar 12.250 kr. með skatti,
30 þúsund kr. í stóra bíla og
,!> hálfa milljón í skip.
snúið.
„Allar breytingar
frá byrjun iðnbyltingar
eru innan tölfræði-
legra marka slembi-
dreifingar," minnir
Trausti okkur á.
Hyaða tölur erum við
þá að tala um? Hvað
hitnar mikið? í þeim
efnum eru menn
heldur ekki sam-
mála. Heyrast tölur
í allt frá 0,7 stigum
og upp í 5 stig á
jörðinni sem heild.
En Trausti segir að
tilheigingin upp á
síðkastið sé sú að draga
heldur úr og nefna
iægri tölurnar.