Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 FJOLMIÐLAMARKAÐI eftir Ómar Friðriksson MIKIL umbrot eru fyrirsjáanleg á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Vett- vangur atburða er sem fyrr í kringum Stöð 2 og að þessu sinni einnig meðal Blaðaprentsblað- anna svokölluðu, Tímans, Þjóðvilj- ans, Alþýðublaðsins og Pressunn- ar. Eigendur íslenska útvarpsfé- lagsins undirbúa stóraukin umsvif sem felast m.a. í að hefja sjón- varpsútsendingar Sýnar hf. í lok nóvember, taka hugsanlega upp beinar útsendingar frá Alþingi og hefja útsendingar textavarps. Þá hefur skipulag Bylgjunnar verið stokkað upp og dagskrá útvarps- stöðvarinnar gerð markvissari í samkeppninni við Rás 2. Ekki er minni tíðinda að vænta hjá Blaða- prentsblöðunum, sem berjast nú fyrir tilvist sinni. Viðmælendur Morgunblaðsins, sem tengjast þeirri útgáfustarfsemi, eru sam- mála um að áramótin verði tími mikils uppgjörs þessara blaða, slit- ið verði á bein tengsl við flokkana og hugsanlega stofnað til útgáfu- félags um nýtt sameiginlegt blað sem komi í stað Þjóðviljans og Tímans. Blöðin munu heldur ekki róa á vísa flokksstyrki á næstunni. Sú ákvörðun fjármálaráðherra í sumar að hætta að kaupa 500 blöð fyrir ríkisstofnanir hefur valdið minni blöð- unum miklum erfiðleikum og fjármálaráðherra segir að forystu- menn stjórnarflokkanna hafi ákveðið að skerða enn frekar ríkisframlag til útgáfustarfsemi flokkanna í fyrir- liggjandi fjárlagadrögum. Þriðja sjónvarpsstöðin Eftir að Sýn hf. fékk leyfi til að hefja sjónvarpsútsendingar sl. sumar hefur verið unnið skipulega að undir- búningi sjónvarpsútsendinga sem eiga að hefjast í lok nóvember, ef sú áætlun Pósts og síma stenst að sjónvarpssendum verði komið upp innan tveggja mánaða. Skv. heimild- um Morgunblaðsins er næsta víst að í fyrstu verði um helgarsjónvarp að ræða á Sýnarrásinni, þar sem áhersla verður lögð á íþróttir og skemmtiefni sem verði með nokkuð öðru sniði en dagskrá Stöðvar 2. Að sögn Páls Magnússonar sjón- varpsstjóra á Stöð 2 er enn ekki far- ið að ráða starfsfólk til Sýnar hf. en væntanlega mun sjónvarpsstöðin verða undir sérstakri framkvæmda- stjórn. ísleriska útvarpsfélagið á 70% hlutafjár í Sýn hf. en það skilyrði fylgdi sjónvarpsleyfi stöðvarinnar að eignarhlutur félagsins yrði minnkað- ur í a.m.k. 20% innan næstu tveggja ára. Þingrás? Fleira er á döfínni á Stöð 2. Að sögn Páls Magnússonar er verið að kanna möguleika á að koma á reglu- legum útsendingum frá Alþingi. „Það verður kannað hvort það sé fýsilegt að senda beint frá Alþingi og hvort samningar takast við þingið um það. Við gætum gert þetta með nánast engum fyrirvara. Þetta verður skoð- að á allra næstu vikum," sagði Páll. Væntanlega yrði Sýnarrásin notuð I mSm »«* ÞjÓÐVIIJINN iIÞYBBB flforgnttMabfö HLmin til þessara útsendinga frá Alþingi ef af yerður. Á Stöð 2 eru í gangi tilraunir með annað form á textavarpi en hjá Ríkis- útvarpinu. Páll segir að ný tækni gerði kleift að senda út textavarp sem ekki krefðist sérstaks móttöku- búnaðar en væri fyrir öll sjónvarps- tæki og að textinn yrði á fullkominni íslensku. „Við teljum að það séu aðeins 10-15% sjónarpstækja í landinu með búnað til að taka á móti textavarpi eins og Ríkisútvarpið sendir út og okkur finnst til lítils að fara út í það. Sú tæknilega lausn sem við höfum í huga gæti orðið að veru- leika á næstu vikum," sagði Páll. Steríósjónvarp RUV Hörður Vilhjálmsson, settur út- varpsstjóri til 1. október, segir að undirbúningur textavarps hafí kost- að ríkisútvarpið undir fimm millj. kr. Ekki sé vitað hversu mörg viðtæki í landinu gætu tekið á móti útsending- um textavarpsins en þeirri tilraun verði haldið áfram. Ríkisútvarpið stefnir einnig að steríóútsendingum um næstu áramót sem verða í fyrstu bundnar við höfuðborgarsvæðið. Vetrardagskrá RÚV hefst nú 1. októ- ber eða nokkru fyrr en venjulega og verður með nýrri framsetningu efnis í sjónvarpi að sögn Harðar. Styrkur sameiningarinnar Lúðvík Geirsson formaður Blaða- mannafélagsins segir að sameining Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafi styrkt báða aðila, bæði fjárhagslega og ekki síður sem fréttamiðla. „Ég held að Bylgjan veiti til dæmis fréttastofu ríkisútvarpsins mun meiri samkeppni núna en áður var. Þetta er jákvæð þróun en á sama hátt er áhyggjuefni hvað frjálsa fjölmiðlunin svokallaða er að safnast á fáar hendur. Það er í rauninni sama þróun og hefur átt sér stað í löndunum í kringum okk- ur," segir hann. Blaðastyrkir skornir Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að það hafi orðið að sam- komulagi á milli forystumanna stjórnarflokkanna að lækka nokkuð framlag fjármálaráðuneytisins til blaðaútgáfu. Um er að ræða tvo liði í frumvarpinu sem heyra undir fjár- málaráðuneytið og eru annars vegar styrkur til blaðaútgáfu skv. tillögum stjórnskipaðrar nefndar og hins veg- ar framlag til útgáfumála skv. ákvörðun þingflokkanna. Dregið verður úr þessum útgjöldum í sparn- aðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar en fjármálaráðherra vildi ekki segja hversu mikið verður skorið. Fyrir utan þessi framlög hefur fjármála- ráðuneytið heimild til að kaupa allt að 250 eintök af hverju blaði fyrir stofnanir ríkisins en ráðherra er í sjálfsvald^ sett hvort hann nýtir þá heimild. Ákvörðun ráðherra að hætta að kaupa 500 eintök af hverju blaði í sumar hefur þýtt um sjö millj. króna tekjutap fyrir hvert blað um sig. Hefur Steingrímur Hermannsson, sem tók við formennsku útgáfu- stjórnar Tímans í sumar, sagt að þessi ákvörðun ein hefði valdið blað- inu verulegum erfiðleikum og nú stefni í talsvert tap á rekstri þess. Tveir valkostir Tímans Öllu starfsfólki Tímans hefur verið skýrt frá, að til uppsagna kunni að koma sem taki gildi um áramót. Steingrímur mun hafa lýst því svo fyrir starfsfólki að tvennt kæmi til greina varðandi framtíð Tímans. Annars vegar að leggja blaðið niður og gefa út nýtt blað eftir áramót í eigu annarra aðila en Framsóknar- flokksins og hins vegar að blaðið yrði gefið út í öðru og talsvert mínna sniði en nú. Alfreð Þorsteinsson sem sæti á í útgáfustjórn Tímans segir að meðal þess sem rætt sé um sé útgáfa nýs blaðs, sem væri reist á grunni Þjóðviljans og Tímans en án þátttöku flokkanna. Það sé þó ein- göngu á hugmyndastigi ennþá. Heimildir Morgunblaðsins herma að Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins og Stein- grímur Hermannsson hafi átt með sér fundi um möguleika á sameigin- legri útgáfu nýs blaðs eftir áramót, sem kæmi í stað Þjóðviljans og Tímans. Sú útgáfa yrði þó engan veginn tengd þessum flokkum heldur á grundvelli sjálfstæðs hlutafélags. Er Steingrímur sagður hafa átt við- ræður við bændasamtökin og verka- lýðshreyfinguna um möguleika k_ stuðningi við. slíka útgáfu. Greiðslustöðvun Þjóðviljans Þessi umræða hefur hins vegar lítið eða ekkert komið upp á borð þeirra sem berjast við að bæta rekstr- arstöðu blaðanria. Greiðslustöðvun Þjóðviljans rennur út eftir fjórar vik- ur og herma óstaðfestar heimildir að líklega verði reynt að fá hana framlengda til áramóta. Öllum starfsmönnum blaðsins, 40 að tölu, var sagt upp í síðasta mánuði. Að sögn Halls Páls Jónssonar framkvæmdastjóra hefur þegar tek- ist að safna tæplega 1.000 áskrifend- um en markmiðið er 2.000 nýir áskrifendur til að fjárhag blaðsins verði snúið í hagnað en það gefur útgáfunni um 29 millj. kr. tekjur að sögn hans. „Við ætlum að reyna að ná þessu marki og gangi það upp, á ég ekki von á öðru en útgáfan verði óbreytt," sagði hann en vísar hug- myndum um nýtt blað ekki frá sér: „011 smærri blöðin eru nú í veruleg- um erfíðleikum samtímis en það hef- ur ekki gerst áður. Það kæmi mér ekkert á óvart að aðstandendur blað- anna færu að skoða hugmyndir um nýtt blað," sagði Hallur Páll. Ástæða erfiðleika Blaðaprents- blaðanna er fyrst og fremst minnk- andi auglýsingatekjur en þar sem þau hafa með sér sameiginlega prentun, pökkun og dreifingu er ófrá- víkjanlegt að örlög þeirra tvinnast saman. Prentkostnaður þeirra hækk- aði um 60% eftir að Blaðaprent, sem var í sameiginlegri eigu blaðanna, komst í þrot á síðasta ári og Oddi tók við prentun þeirra. Þrátt fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.