Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 32
N -A-M- AN
Landsbanki
íslands
1 Bankiallralandsmanna
wgtmÞIafeife
FORGANGSPOSTUR
UPPLÝSINGASIMI 63 71 90
IUORGUNULADW, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVIK
TELEX 2/27, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
fWHJ.
Dómari sekt-
aði 13 manns
ELLEFU karlar og tvær konur
sem gistu fangageymslur lögregl-
unnar aðfaranótt laugardagsins
voru færð fyrir dómara í gær-
morgun og gert að greiða 6-9
þúsund króna sektir.
Ýmist var fólkið sektað fyrir ölv-
un, óspektir eða að fylgja ekki fyrir-
mælum lögreglu.
Að sögn Jónasar Hallssonar aðal-
varðstjóra voru flest þeirra handtek-
in í miðbænum. Fólkið var á aldrin-
um 18-47 ára, þorri þess 24 - 32 ára.
? t ?
Mælingar á
^ sjávarstöðu
aðhefjast
við Island
VEGNA aukins magns koltvísýr-
ings i lofthjúpi jarðar er búist við
að loftslagsbreytingar muni hafa
áhrif á sjávarstöðu. Til þess að
fylgjast með hækkun sjávarmáls
við Island eru á þessu hausti að
fara í gang mælingar. Er verið
að koma fyrir tölvutengdum mæli
í Reykjavíkurhöfn, en í framhaldi
eru áform um að koma fyrir 10
mælum kring um landið.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
stendur fyrir þessum mælingum í
samvinnu við Hafnamálastofnun.
Sjávarborð virðist hækka mjög hægt
víða um heim og heldur meira hér
við Reykjanesskagann. Getgátur eru
um að það stafí af landsigi vegna
eldvirkni.
Þar kemur einnig fram að reglu-
gerð frá umhverfisráðuneyti um að
frá næstu áramótum skuli nýir bílar
hafa hreinsitæki til að draga úr kol-
sýringsmengun hefur verið frestað.
Komið hefur í ljós að tvær reglugerð-
ir stangast þar á og er málið í skoð-
un í nefnd. Þá kemur fram að til
landsins er flutt tæki sem tengja á
bílvélum og dregur þá verulega úr
bensínnotkun og um leið úr mengun
frá útblæstri. Annars eru uppi radd-
ir um að besta vörnin, sem í senn
sparar bensín og dregur úr mengun,
sé að aka ekki á yfir 60 km hraða.
Sjá grein um gróðurhúsaáhrif-
in á blaðsíðu 14-15.
HAUST I SVEITINNI
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grútarmengun á fjörum frá
Sauðanesi til Haganesvíkur
Siglufirði.
GRUTUR mengar nú fjörur á svæðinu frá frá Sauðanesi, vestur af
Siglufirði, til Haganesvíkur, að sögn Trausta Magnússonar vitavarð-
ar á Sauðanesvita. Að sögn Trausta líkist mengunin grútarmengun-
inni á Ströndum í sumar eins og henni var þá lýst.
Engin tilkynning hafði komið til
Siglingamálastofnunar á laugar-
dagsmorguninn og ekki náðist aftur
samband við Sauðanesvíta eða aðra
bæi á Siglufjarðarsvæðinu vegna
símabilunar.
Grútarmengun olli miklu tjóni á
lífríki á Ströndum í júlí í sumar.
Mengunin var þá talin stafa af
dauðri rauðátu en ekki var ljóst
hvað olli því að rauðátan drapst í
stórum stíl. Var getum leitt að þör-
ungablóma, sjúkdómum eða hlýind-
um. Grútarmengunar varð síðan
vart allt frá Hornbjargi að Langa-
nesi, Þá varð einnig vart mengunar-
flekkja í sjónum úti fyrir öllu Norð-
urlandi, allt frá .Hornbjargi að
Langanesi.
Eyjólfur Magnússon yfirmaður
mengunarmála á Siglingamála-
stofnun sagði við Morgunblaðið, að
í septembermánuði fyrir fimm árum
hefði hann ásamt fleirum verið að
skoða birgðastöðvar við Húnaflóa
og norður á Strandir. Þá hefðu
þeir séð grútarmengun fyrir utan
Veiðileysufjörð sem líktist mengun-
inni á Ströndum í sumar, svo grút-
armengun af þessu tagi væri greini-
lega ekki bundin við sumarmánuði.
Matthías.
? ? ?
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Dregið úr styrkjum til blaða-
útgáfu í fjárlagafrumvarpinu
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að samkomulag hafi
orðið á rnilii forystumanna stjórnarflokkanna að draga nokkuð
úr framlagi fjármálaráðuneytisins til blaðaútgáfu í fjárlagafrum-
varpinu sem lagt verður fyrir Alþingi í haust. Friðrik vill ekki
upplýsa um hversu mikinn niðurskurð sé að ræða en hann kemur
til viðbótar ákvörðun ráðherra í sumar að fella niður heimild ríkis-
ihs til að kaupa 500 eintök af hverju blaði til þjónustustofnana
rikisins. Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eiga nú í miklum
fjárhagserfiðleikum og er farið að ræða hugmyndir um möguleika
á stofnun nýs sameiginlegs blaðs í stað Tímans og Þjóðviljans upp
úr áramótiim, skv. heimildum Morgunblaðsins.
Útgáfustyrkir ríkissjóðs til aðgerðirnar að þeim liðum frum-
blaða og þingflokka eru undir varpsins sem heyra beint undir
nokkrum liðum í fjárlagafrum-
varpinu en skv. upplýsingum fjár-
málaráðherra beinast sparnaðar-
fjármálaráðuneytið. Þar er um að
ræða styrk til blaðaútgáfu skv.
tillögum stjórnskipaðrar nefndar
og framlag til útgáfumála skv.
ákvörðun þingflokkanna.
Guðmundur Oddsson formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins, sem sæti á í útgáfu-
stjórn Alþýðublaðsins og Press-
unnar, segir að gengið verði frá
fullum rekstrarlegum aðskilnaði
þessara blaða fyrir næstu mánaða-
mót. Hann segir að Alþýðuflokk-
urinn hafi nýlega lagt þrjár millj.
kr. til útgáfunnar en útgáfustjórn-
in hefur farið fram á fimm millj.
framlag til viðbótar. Sú beiðni
hefur verið lögð fyrir fram-
kvæmdastjórn flokksins sem frest-
aði umræðu um hana fram í næstu
viku á fundi sínum sl. fimmtudag.
Nokkrir menn sem starfa í við-
skiptum hafa að undanförnu kann-
að grundvöll fyrir útgáfu viku-
blaðs og sýnt áhuga á að kaupa
meirihluta í Pressunni eða allan
útgáfurétt hennar. Einn þessara
aðila er Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Skrifstofuvéla-
Sunda hf., sem staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið en vildi
ekki greina frekar frá málinu.
Sjá „Umrót á fjölmiðlamark-
aði" á bls. 10-11.
Mikillsam-
drátturí
lyfjaveltu
LYFJAVELTA hefur dregist
saman um 39% í tveimur apótek-
um í júlí og ágúst miðað við með-
altal mánaðanna á uudan. Um
leið hefur meðalverð lyfjaávísana
lækkað um 12,4%. Þetta kom
fram í máli Sighvats Björgvins-
sonar heilbrigðisráðherra á mál-
þingi Læknafélags íslands sem
haldið var í tengslum við aðal-
fund þess í Garðabæ í gær.
Að sögn heilbrigðisráðherra eru
áhrif lyfjaverðsbreytingarinnar í
sumar að koma æ betur í Ijós. Á
vegum ráðuneytisins hafa verið
teknar saman upplýsingar úr tveim-
ur apótekum og lyfjasala í þeim,
fyrir og eftir breytinguna, bornar
saman. Ráðherrann tekur sérstak-
lega fram að hamstur á lyfjum hafi
ekki verið sérstaklega áberandi síð-
ustu vikurnar áður en breytingin
var gerð.
Séu júlí og ágúst bornir saman
við mánuðina á undan komi til dæm-
is fram að lyfjavelta í þessum apó-
tekum hafi dregist saman um 39%
og meðalverð lyfjaávisana hafi
lækkað úr 2.329 krónum í 2.040.