Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 14
MORGUNBI.AÐIÐ SUNNUDÁGUR 22. sfeþTEMÉER 1991 1*4 * / GROÐURHUSAAHRIFIN: Viðtal: Elín Pálmadóttir MIKIL umræða er nú hvarvetna um svonefnd gróðurhúsaáhrif og spurninguna um það hvort farið sé að gæta hækkandi hitastigs á jörðinni. Merki um að svo sé eru mörg og jafnframt umdeild með- al vísindamanna, iðnaðarframleiðenda og ríkisstjórna. En lykil- spurningin er: A hvaða stigi hefur samfélagið nægilega miklar sannanir til þess að réttlæta erfiðar aðgerðir, séu þær nauðsynleg- ar? Sé farið að hitna hjá okkur jarðarbörnum er það ekkert smá- mál og því fylgir krafa um að hefta útblástur koltvísýrings. En það er hann sem safnast fyrir í andrúmsloftinu kring um jörðina og talinn hindra endurkast sólargeislanna og þarmeð hækka hita- stigið við jörðu líkt og verður í gróðurhúsi.(Ekki má blanda þessu saman við þynningu ósonlagsins, sem á sér allt aðrar og ólíkar orsakir og afleiðingar.) Fréttir um þessi mál berast að úr öllum áttum. Til þess að lesa úr þeim og glöggva sig á þýðingu þeirra höfðum við samband við Trausta Jónsson, veðurfræðing, sem fylg- ist með umræðunni og því sem er að gerast á þessum vettvangi, m.a. gegnum norrænt samstarf. Ivor var hér á landi norrænn fundur um vatnafræði og gróðurhúsaáhrif, þar sem þessi mál voru tekin til með- ferðar. Var Trausti spurður hvað það væri sem sneri að Norður- löndum og þau þyrftu að gera. „Við vorum svo heppin að fá fyrir- lesara bæði frá Bretlandi og Þýska- landi, sem kynntu vinnuna í sam- bandi við veðurfarslíkön í þessum löndum. Fræddumst þannig frá fyrstu hendi um vankantana á veð- urfarslíkönum. Ogþeireru veruleg- ir,“ segir Trausti. Vísar þá í þessi veðurfarslíkön sem gerð hafa verið til þess að líkja eftir eða vera í takt við núverandi loftslag, en eru um.leið notuð til þess að sjá hvem- ig hitastigið í líkaninu breytist með auknum koltvísýringi eða öðrum gróðurhúsavekjandi þáttum. Trausti segir að þóttþessi líkön séu það besta fáanlega í dag þá hermi þau ekki veðrið nægiiega vel.„Efn- íslega, hafa niðurstöður lítið breyst að undanförnu.Allir útreikningar gefa til kynna að hlýna muni á jörðinni, þótt iagt sé út af mismunandi forsendum. En líkönin herma 'bara ekki nægilega vel það veðurfar sem við búur við í dag. M.a. þess- vegna er ekki hægt að svo stöddu að svara því hvort byijað sé að hlýna með fullri vissu um að það muni gerast.“ — En hvað þá um þá kenningu að hér norðurfrá muni fyrst kólna um árabil áður en hlýnar? Að kulda- skeiðið sé líklega byrj-..- að? „Það sem fram kemur er að ekki hitnar jafnmik- ið ails staðar á hnettinum, eins og við mátti búast. En vegna landfræðilegra o haffræðilegra skilyrða hér u slóðir þá muni einmitt þessi svæði hér láta mest á sér standa. Hitnunin teijist sums staðar í 30-50 ár, en hún verði alls staðar orðin einhver eftir hálfa öld. En sem fyrr segir eru líkönin ófullkomin." Þá spyija menn sig hve mikla áherslu eigi að leggja á þessa spá- dóma. í þessum efnum er ekki hægt að fara að eins og í ýmsum öðrum yfirgripsmiklum og álíka flóknum málaflokkum, sem erfítt er að höndla í líkönum, svo sem um staðbundin og alþjóðleg um- ferðarvandamál eða þá efnahags- málin í heiminum og einstökum löndum. Ef forsendur og spádómar hafa ekki reynst rétt á þeim sviðum þá má bara endurskoða og byija upp á nýtt, en hafi hitnað á jörðinni verð- ur ekki aftur Bílamengun: MINNI HRAÐI, MINNA BENSIN LÍTIL viðbrögð hafa enn orðið á íslandi til að hamla me.ngun af völdum farartækja. í umhverfisráðuneytinu var sett reglu- gerð, sem gerði ráð fyrir heimild til að krefjast þess að allir nýir bílar yrðu frá næstu áramótum útbúnir hreinsitækjum til að draga úr mengun í útblæstri. Ekki kemur það þó til fram- kvæmda. Þegar núverandi umhverfisráðherra kom að málinu reyndust vera í gildi tvær reglugerðir sem stangast á, önnur sem nýtt umhverfisráðuneyti tók í arf frá heilbrigðisráðuneyti, hin i dómsmálaráðuneytinu. Málið reyndist því lítt undirbúið og þarf lengri aðlögunartíma. Eru reglugerðirnar nú í skoðun hjá fulltrú- um beggja ráðuneyta. Eins og um.svo margt annað eru ekki allir á einu máli um viðbrögðin við mengun af völdum farartækja. Víða í nágrannalönd- unum er hreinsitækja krafist. Aðrir halda því fram að slík tæki dragi of lítið úr mengun í út- blæstri vegna þess að bensíneyðsl- an aukist að sama skapi þegar slíkur útbúnaður er kominn í bíl- ana. Ahrifaríkara sé að miða að því að draga úr bensínnotkuninni ogþá um leið menguninni, t.d. með því að minnka aksturshrað- ann. Nýlega sáu íslendingar hversu mjög má minnka bensínnotkun á þennan hátt, þegar kaþólski prest- urinn séra Jakob ók á einum bens- íntank frá Reykjavík til Akureyrar o g tilbaka og átti enn bensínleka eftir í tanknum. Hann gaf þá skýr- ingu á þessari litlu bensínnotkun Hlutverk stjórnmálamanna Veðurfræðmgar einbeita sér þessvegna nú að því að ráða í nútíðina og fortíð- ina. „Farið hafa fram talsverðar umræður um hvort eitthvað eigi að gera í málinu," segir Trausti.„Sumir veð- urfræðingar vilja að hann hefði aldrei farið yfír 60 km. hraða. Við það sparaðist ekki aðeins dýrt bensín, sem ætti að gleðja a.m.k. þá sem kvarta undan bensínverðinu, heldur líka meng- un af útblæstri. Fleira virðist til ráða til að draga úr bensínnotkun og um leið mengun. Á norrænu umhverfis- ráðstefnunni Miljö 91 varíslensk- ur innflytjandi, D.E.B. þjónustan á Akranesi, með sýningarbás, þar sem kynnt var svonefnt Powerpl- us-tæki í bíla. Tin er þar notað sem efnahvarfí til að bæta brennslu eldsneytis í vélinni. Þetta er lítill hólkur, stærðin fer eftir vél farartækisins. í enda hans er segull, en út frá honum keilur úr tinblöndu, sem bensínið eða olían leikur um á ferð sinni eftir hólkn- um. Tinið verkar sem hvati á elds- neytið, þannig að rafvirkni á að aukast og ferlið í sprengingunni gengur betur fyrir sig. Auk þess leysist örlítill snefíll af tini upp í eldsnéytinu, sem á að hafa svipuð áhrif á oktantöluna og blý, sem þá er hægt að losna alveg við. Segir innflytjandinn, David Butt, að þetta gefi um það bil 8% elds- neytissparnað og um 50% minni mengun og vísar til prófana og staðfestinga tiltekinna erlendra aðila, aðallega breskra. Tækið á að endastí 240.000 km akstur og kostar 12.250 kr. með skatti, 30 þúsund kr. í stóra bíla og hálfa milljón í skip. snúið. „Allar breytingar frá byijun iðnbyltingar eru innan tölfræði- legra marka slembi- dreifingar," minnir Trausti okkur á. Hvaða tölur erum við þá að tala um? Hvað hitnar mikið? í þeim efnum eru menn heldur ekki sam- mála. Heyrast tölur allt frá 0,7 stigum og upp í 5 stig á jörðinni sem heild. En Trausti segir að tilheigingin upp á síðkastið sé sú að draga heldur úr og nefna lægri tölurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.