Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 21
ieei aaaMHTqa?. .ss huoaquhvihs aiGAiiavsuoHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 0 os e 2i Auðvitað er leikarinn ómissandi, það er ekkert leikhús án leikara. En án leikara missti veröldin sinn besta spegil; í þeim spegli sér hún sínar eigin hrukkur, en hún sér líka ýmislegt, sem endurprentun greinir aldrei frá og er einmitt af ævintýrakyni. Auðvitað þarf höfundurinn að vera með, og leikstjórinn; sá leik- ari, sem ekki gerir sér grein fyrir gildi samvinnu, verður fljótt §jnn í eyðimörkinni. En ekki eru höf- undurinn og leikstjórinn síður háð- ir leikaranum. Höfundurinn á allt sitt undir leikaranum, þegar á svið er komið. Leikstjórinn tekur meðal annars að sér hlutverk áhorfan- dans á æfingum, hann hefur þá yfirsýn yfir heildina, sem leikarinn getur aldrei náð. Og hann getur lagt alla sína tilfinningu, alla sína hugsun, allan sinn listræna næm- leika og alla sína sál á borðið. En það er þó leikarinn, sem skapar hið gullna blik, því að það er hans blóð sem er á staðnum og sem er hætt tii. Einstaka sinnum eignast leik- stjórinn þetta gullna blik utan leik- sýninga — á æfingum. Mig langar í lokin að segja hér frá einu slíku dæmi. Við vorum að æfa leikrit Kjartans Ragnarssonar Snjó í Þjóðleikhúsinu — leikrit, sem ekki féll í nógu góðan jarðveg hjá áhorf- endum og er það mat leikstjórans, að það hafi verið sér og sýning- unni að kenna. A einni æfingu kastaðist eitthvað lítils háttar í kekki milli mín og Rúriks Haralds- sonar, sem lét eitt aðalhlutverkið, og ég ögraði honum. Og allt í einu gerðist þetta undur, sem er svo sjaldgæft, leikarinn opnaði frá ein- hvetjum sálargáttum, sem enginn vissi að voru til og sýndi okkur inn í afkima mannlegrar reynslu, nak- innar neyðar, ófullnægju, von- brigða, sársauka yfír því, að hafa ekki staðið við sín fyrirheit, hræðslu, af því að þetta var kannski eina tækifærið, eina lífið, skömm yfir því að viðurkenna þetta fyrir öðrum, skömm yfír því að hafa aldrei þorað að viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér, sársaukaóp um tilgang lífs og fullnægju. Mað- urinn breyttist í frumstætt dýr og dýrið breyttist í mann, sem var flóknari en nokkru sinni fyrr. Við stóðum agndofa og önduðum í takt. í þessar listrænu hæðir komst ■þetta atriði reyndar aldrei aftur og ekki á sýningum, en lcannski má líka skrifa það á kostnað Jeik- stjórans, því að leikárinn var 'þó búinn að 6ýna, "að þetta hyldýpi örvæntingarinnar bjó í honum. Ó, gullna blik. Ég færi íslenskum leikurum árn- aðaróskir á þessum tímamótum og þakka fyrir lún gullnu blik. Stefanía Guðmundsdóttir í hlutverki Steinunnar t Galdra-Lofti, 1914. gefur okkur hin sjaldgæfu gullnu blik, en það minnir okkur á þau, er partur af erfiðinu, sem fæðir af sér erindið. Þarna eiga líka að vera handrit höfunda okkar og leikstjórnar- handrit. Stundum kemur upp barn- alegur metingur um það, hver sé mest áríðandi, leikarinn eða leik- stjórinn, eða jafnvel höfundurinn. Þó að til sé leíklist án orða, býr þó höfundur að baki, og oftast er samhljómur milli þess, hve leik- texti er góður og þess, hversu vel leiksýning tekst. Þarf ekki að hafa fleirí orð um það. Margir hinna bestu höfunda skrifa með ákveðna leikara í huga. Það eru leikarar, sem hafa opnað þeim nýjar dyr með list sinni eða þeir finna til samsvörunar með og hafa ást á. Líku gegnir um leikstjórann. Ekki held ég geti marga leikstjóra, sem ekki bera leikara sína fyrir brjósti af fullri ástríðu, að minnsta kosti, þegar þeir eru að vinna með þeim, mér liggur við að segja elska þá takmarkalítið. Mér er þó minnisstætt, þegar ég var í námi í Stokkhólmi og frægustu leikstjór- ar, eins og Olof Molander, Aif Sjö- berg og Ingmar Bergman kenndu okkur með því að fara í gegnum og greina uppsetningar sínar. Mo- lander lýsti sínum rómuðu Strind- berg-sýningum, sem hæst bar í sænskri leiklistarsögu á sínum tíma. Aðalhlutverk í flestum þeim sýningum lék Lars Hansson, og nú kom í ljós, að leikstjórinn og leikarinn höfðu ekki alltaf verið sammála um það, hvar Hansson skyldi standa eða hvað hann skyldi gera. Þessu hafði Molander ekki aldeilis gleymt og var að tíunda það fyrir okkur byijendunum þrjá- tíu árum síðar. „En af hveiju völ- duð þér þá alltaf Hansson aftur og aftur í aðalhlutverkin?“ dirfðist einhver að spyija. Þá brosti Mo- lander, sem öðru jöfnu var annars býsna alvarlegur, og sagði: „Af því að Hansson var bestur, og mér var ekki sama um hann.“ Fleira rifjast upp úr námi mínu af þessu tilefni. Einn fyrirlestra- flokkur, sem ég fylgdist með við Sorbonne-háskóla, hét Racine depuis Racine, og skyldi fjalla um það, hvemig verk Racines hefðu verið túlkuð frá dögum hans og. fram á okkar daga. Þetta var svo- lítið nýstárleg aðferð þá í akadem- ísku námi, og sannfærði mig betur en áður, ef hægt var, að leiklistar- sagan hefur frá ýmsu að segja, sem enginn annar kann að segja frá. Þarna var því lýst, fyrst af frásögn- um sjónarvotta, síðan af dæmum líkum því, 3em við höfum verið að rekja og nútímamönnum era til- tæk, hvemig jafn ólíkar leikkonur og Mlle Dumesnil og Mlle Clairon, Mlle Mars, Marie Dorval, Rachel, Sarah Bemhardt, Mme Réjane og Júlía Bartet, Edwige Feuliére, Annie Ducaux og Maria Casarés túlkuðu hetjumar og andhetjumar hjá Racine: Phédre, Agrippine, Bérenice, Roxane, Athalie ... Hví- lík mannlífssaga, stflsaga, hugsun- arsaga laukst ekki upp gegnum túlkun þessara kvenna og annarra listamanna, hvflíkt menningarsög- ulegt ævintýri! leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Allir þessir listamenn báru hingað heim með sér andblæ evrópskrar leik- menningar, ekki aðeins með list sinni, heldur einnig í stéttarlegum félagsanda og metnaði fyrir list- grein sína. — Við þessa brautryðj- endur standa íslenskir leikarar í óbættri þakkarskuld. Nöfn þeirra eru þessi: Þorsteinn Ö. Stephensen, sem var fyrsti for- maður félagsins á árunum 1941- 1947, Haraldur Björnsson, ritari fyrstu fjögur árin, og Lárus Páls- son, sem gegndi gjaldkerastörfum í jafnlangan tíma. Þá var hann síðar formaður í eitt ár. Eftir að fyrsta stjórnin lét af störfum völdust nýir menn í þeirra stað og ber þar helst að nefna leik- arana Val Gíslason og Brynjólf Jó- hannesson, en þeir settu hvað mest- an svip á alla stjórnun og rekstur félagsins í næstu tvo áratugina og vel það. Valur var formaður á árun- um 1949-1956 og aftur 1958-1961. Brynjólfur gegndi formennsku á árunum 1963-1967 og var kjörinn varaformaður næstu 6 árin, eða allt til ársins 1973. Báðir vom þess- ir leikarar óvenju glöggir og fram- sýnir menn. Þeir höfðu lag á að velja til samstarfs við sig dugandi fólk og miðluðu af þekkingu sinni til hinna yngri af langri reynslu í félagsmálastarfi. Of langt mál er að telja upp nöfn þeirra er við tóku, enda standa þeir nær okkur í tíma, en núverandi formaður félagsins er Guðrún Al- freðsdóttir. Ekki er hægt að rita sögu FÍL án þess að minnast á Sigurð Reyni Pétursson, fyrsta lögmann félags- ins, en hann átti stóran þátt í öllum samningamálum leikara, allt frá árinu 1963 og í næstu tvo áratug- ina þar á eftir. Honum má m.a. þakka hina svonefndu línutalningu í samningum við Ríkisútvarpið, stofnun lifeyrissjóðs FÍL, mótun sjónvarpssamninga og fyrsta raun- vemlega fastráðningarsamningin- um við Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar. Félag íslenskra leikara var eins og fyrr segir stofnað á árum síðari heimsstyrjaldar, þegar samband við nágrannalöndin var rofíð að mestu leyti. Það var fyrst árið 1948, sem FIL gerðist aðili að Norræna leika- rasambandinu _og 8 árum síðar gengum við í FÍA — Alþjóðasamtök leiklistarfólks. Það hefur reynst mjög farsælt fyrir FÍL að tengjast þessum samtökum og hafa heimild til að senda fulltrúa á fundi og ráð- stefnur til að kynnast starfsemi þeirra. Einangrunin var þar með rofin og andblær nýrra menningar- strauma hefur borist til landsins á ótrúlega skömmum tíma. Þá hefur það farið vaxandi að unga fólkið fari utan til að stunda nám í leiklist- arfræðum og með því hafa borist nýjar stefnur í listgreininni til lands- ins. Kjara- og Samningamál leikara hafa jafnan verið eitt af aðalverk- " efnum stjórnar FÍL. Engir samning- ar voru til fyrir þessa stétt lista- manna, þegar félagið var stofnað. Fyrstu samningar leikara voru m.a. gerðir við Ríkisútvarpið nokkrum dögum eftir stofnfund FÍL 1941. Segja má að aðal prófraun stjórn- ar FIL í samningagerð hafi byijað þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950, en það var í fyrsta skiptið hér á landi, sem leikarar öðluðust fasta ráðningu og gátu helgað sig listgrein sinni óskiptri. Áður urðu þeir að vinna fyrir sínu daglega brauði við óskyld störf. Æfingar og sýningar hófust þá að loknum löngum vinnudegi og litið fékkst í aðra hönd fyrir þá kvöld- og nætur- vinnu. Þjóðleikhússamningar leikara voru því tímamótasamningar í orðs- ins fyllstu merkingu. Allir kjara- samningar við önnur leikhús hafa verið byggðir á þessum fyrstu fast- ráðningarsamningum. Nú annast FÍL gerð allra samn- inga fyrir félaga sína, hvort sem það er í leikhúsum, kvikmyndum, sjónvarpi eða útvarpi. Allt til ársins 1978 voru það að- eins leikarar sem gátu gerst félagar í FÍL, en þá voru framkvæmdar breytingar á lögum félagsins á þann veg að allir sem unnu að leiklistar- störfum, við leikhús, sjónvarp, kvik- myndir og útvarp var gefínn kostur á félagsaðild — þó voru hljóðfæra- leikarar undanskildir, en þeir höfðu þá þegar stofnað öflugt stéttarfélag — það voru óperusöngvarar, list- dansarar, leikmyndateiknarar og leikstjórar, sem þá gerðust félagar í FÍL. Með þessari lagabreytingu jókst félagatala FÍL að mun og gerði samtökin öflugri. í sambæri- legum stéttarfélögum í nágranna- löndum okkar hefur þegar skapast hefð á þessu fyrirkomulagi og gefið góða raun. Það var fámennur hópur leikara, sem sat stofnfund Félags íslenskra leikara í Iðnó fyrir nákvæmlega 50 árum eða alls 16 leikarar. Nú mun félagatalan vera nær 300. Þessi aukning sýnir best gróskuna í þess- ari ungu og ört vaxandi listgrein hér á landi. Megi hún þroskast og dafna um alla framtíð. Klemenz Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.