Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 2
§ é MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 etta var að næturþeli. Gamlar og óþægilegar endurminningar sóttu ákaft á hann. Þær hrönnuðust óviðráðan- lega upp í hugarheimi hans, mögnuðust og urðu að lokum yfir- þyrmandi, ægilegar og ógnvekj- andi. Styron átti myndband af kvik- myndinni The Bostonians, eftir samnefndri skáldsögu Henry Ja- mes. I þessu kvíðakasti, neyddi hann sig til þess að setja myndina í tækið. Hann gat samt ekki fengið sig til að horfa á hana, en reyndi að hlusta fyrstu mínúturnar. Allt í einu nam hann daufan óm. Ein- hvers staðar í bakgrunni myndar- innar var kvenmaður að æfa sig í að syngja alt-rapsódíu Brahms. Söngurinn kippti honum í einu vetfangi meira en hálfa öld aftur í tímann, aftur til bemskuáranna, þegar hann hlýddi á móður sína, er dó þegar hann var þrettán ára gamall, æfa þennan sama kafla úr alt-rapsódíunni. í þessum kafla læt- ur Brahms drunga og dimmu þoka fyrir von. Á táknrænan hátt sam- einast rödd söngkonunnar karla- röddum í bæn: Vater der Liebe... so erquicke sein Herz! eða: „Ástar- faðir... endurlífga hjarta hans!“ Frá þeirri stundu vissi William Styron, að hann gæti ekki framið sjálfsmorð. Andartaki áður hafði hann verið ákveðinn í því að sálga sér; nú gat hann það ekki lengur. Hann kaliaði tii konu sinnar, sem svaf uppi á lofti og bað hana um að koma niður og hjáipa sér. Raunin sem göfgar Hálft sjötta ár er liðið frá því, að William Styron hvarf frá því óráði að ráða sjálfum sér bana. Nú er hann glaðlegur á svip, þegar hann lítur út um dagstofugluggann á reisulegum bóndabæ sínum í Connecticut á Nýja-Englandi, og virðir fyrir sér öldótt landslagið, hálsa, hæðir og hóla í dalnum sín- um. Þama hefur hann búið ásamt fjölskyldu sinni í fjörtíu ár, og þama er skógurinn, þar sem hann áður gekk um í þungum þönkum í löng- um gönguferðum, þegar hann reyndi að bægja þunglyndinu frá sér með því að streitast við að setja saman skáldsögur í huganum. Hann vann óendanlega hægt — næstum því eins og Gustave Flaubert — og með kvöl og þjáningu í sinni og sál, barði hann af þrautseigju sam- an meistaraverk á borð við Val Soffíu og Játningar Nats Turners, sem hann fékk Pulitzer-verðlaun fyrir. Eitt kemur skýrt fram í tali Styr- ons. Þótt raun sú, sem á hann var lögð, hafi tyftað hann og hirt, hefur hún einnig agað hann, skírt og göfgað. William Styron er nú vel á sig kominn, lítur vel út, heill heilsu, og hann er aftur farinn að vinna -og skrifa með eðlilegum hætti. Bókin sem hann skrifaði um reynslu sína heitir Myrkur fram- undan; minningar um geðveiki,(D- arkness Visible — A Memoir of Madness), 84 hnitmiðaðar síður sem skýra á næstum læknisfræðilegan hátt frá því hvernig hann gældi við sjálfsvíg, og vann loks bug á löng- uninni. Sjálfum honum og öllum öðrum til mikillar undrunar varð þetta bókarkver í flokki metsölu- bóka í Bandaríkjunum á síðasta ári. Sumum ritdómurum þykir sem að í bókinni sé loks komin lýsing á því, sem fram að þessu var talið ólýsanlegt: Hvemig það sé að vera á kafí í svo djúpstæðu og sársauka- fullu þunglyndi, að líf manns, sem á ytra borði sýnist vel heppnað, hamingjusamt og árangursríkt, virðist innra með honum vera svo ömurlegt, að það taki því ekki leng- ur að lifa því til eðlilegra loka. Álagið, sem fylgdi þessum ósköp- um, var svo miicið, að sitthvað get- ur hafa skolazt til í minni hans. Til dæmis lýsir hann því mjög skýrt og greinilega, að hann hafi farið á sjúkrahús daginn eftir að hann heyrði alt-rapsódíu Brahms, sem hann kallar hugljómun og opinber- un. í reynd var þetta ekki svo. „Polly, dóttir mín, hélt dagbók, sem hún sýndi mér ekki fyrr en eftir að bókin var komin út,“ segir Styr- on. „Mér til mikillar undrunar sá ég, að ég hafði ekki verið sendur í sjúkrahús næsta dag, heldur þamæsta dag. Ég hef nefnilega misst heilan sólarhing úr minni mínu. Hún skrifar um þessa hræði- legu klukkutíma í dagbók sína og segir frá því, hvernig mér var nán- ast haldið föngnum í svefnherberg- inu. Hún skrifar, að- ég hafí sagt við sig:„Heilinn er að klofna. Heil- inn er að springa!" Ég man ekkert eftir þessum tíma; hef gjörsamlega máð hann burtu.“ Margir bandarískir rithöfundar á svipuðum aidri og Styron uxu upp í barnalegri aðdáun á stór- karlalegum lifn- aðarháttum fyr- irmyndanna miklu, sem voru heimsfrægir pennavíkingar á borð við Ernest Hemingway og William Faulkn- er. í hugum byij- endanna, sem voru að feta sig út á ritvöllinn, hafði mótazt ein- stæð, að ekki sé sagt skrítin mynd, af hinum sannbandaríska rithöfundi. Hon- um átti að þykja gott í staupinu, mátti eiginlega vera drykkju- svoli, þótt bann- að væri að kalla hann alkóhól- ista, harðskeytt- ur, grófgerður í líferni og hátt- um, og honum bar að fyrirlíta sér andlega smærri menn. Styron segir nú, að meginhluta ævi sinnar hafí hann drukkið of mikið. Hann kveðst þó aldrei hafa verið diykkjusjúkur. Drykki hann hálfpela af viskí á dag, fannst hon- um það ekkert til að leiða hugann að. Þegar leið á ævina fékk hann sér alltaf tvö eða þijú glös af skosku viskí um daginn, vín með kvöld- matnum og talsvert af bijóstbirtu fram eftir kvöldi. Að lokum hætti hann þó að drekka áfengi. Fljótlega fann hann til angistar og örvæntingar innra með sér. Hann reyndi að bæla niður áhyggjur sínar af þessu óeðlilega hugarástandi með því að sannfæra sig um það, að þetta væru aðeins venjuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi sull í áfengi. Drykkjan var karlmannleg og fráhvarfsein- kennin þá líka. Þetta var almennt viðurkennt. Hins vegar gilti ekki hið sama um þunglyndisköst; þau var alls ekki hægt að viðurkenna. „Svokallað „sjúklegt þunglyndi“,“ segir hann, „er ekki annað en orða- leppur, frasaræfíll, hugtaksdrusla um mjög alvarlegan, meiriháttar sjúkdóm." Smám saman fór honum að verða örðugt og loks ókleift, að einbeita sér að vinnu sinni. Ekki var reynandi að skrifa neitt af viti lengur; hann gat ekki agað hugann og einbeitt sér að ákveðnu marki. Hann gat í rauninni ekki horft á kvikmyndina Bostonbúa; það var hljóðið í myndinni, sem hratthonum frá því algerri vitfírringu og sjálfs- morði. Það var alt-rapsódía Brahms, sem kom vitund hans til hálfrar heilbrigði aftur, aðeins söngurinn bjargaði honum frá því að sálga sér. Áður en hann varð fyrir þessari opinberun hafði hann í raun lokað sig inni. Hann fór ekki lengur á mannamót og neitaði að heimsækja eða taka á móti gömlum vinum. Grýla geðveikinnar Kona hans, Rose, er virkur þátt- takandi í flestum aðgerðum á veg- um Amnesty Intemational. Það fór ekki fram hjá henni, að eitthvað var að. Áhyggjur hennar jukust jafnt og þétt. En hvað átti hún að gera? Hún var hjálparvana, því þegar grýla geðveikinnar vitjaði þeirra, voru þau jafn illa stödd og hver annar, þrátt fyrir gáfur og auðæfi. Hvert átti að leita, hvað áttu þau til bragðs að taka? Loks knúðu þau sig til þess að tala um ástand hans, og urðu að lokum sátt um að leita til heimilis- læknisins. Hann vísaði þeim til geð- læknis, sem áður hafði verið sér- fræðingur við geðdeild sjúkrahúss, en var nú á eigin vegum. Tilvísunin var gerð í góðu skyni, en reyndist hafa óheppilegar afleiðingar í för með sér. Styron var reiðubúinn að þiggja hvaða ráðleggingu sem var. „Eg var hreinlega á barmi örvænt- ingar,“ segir hann. „Ég sagði við lækninn: „Stýrðu mér eitthvert í burtu frá þessu.““ Styron vill ekki kalla geðlækninn réttu nafni. Hann kallar hann „dr. Gold“ og segir hann hafa brugðizt sér hrapallega í tveimur atriðum. í fyrra lagi skrif- aði hann lyfseðla handa honum fyr- ir ávanabindandi, róandi lyfjum. Þetta frestaði aðeins bata, og tafði nauðsynlegan skilningi Styrons á eðli sjúkdómsins, því að hann þurfti að gera sér ljóst, að hann þjáðist af alvarlegum þunglyndissjúkdómi, sem þarfnaðist mun meiri og betri sérfræðilegrar umönnunar en hér var veitt. I síðara lagi — og það er erfiðara að fyrirgefa — mælti hann gegn því, að Styron legðist í sjúkrahús, vegna þess að þá yrði hann brennimerktur sem „geðbilað- ur rnaður" ævilangt. Styron fer að rifja upp samskipti sín við geðlækninn: „Maðurinn var alveg óskaplega þægilegur í um- gengni, einstaklega viðfelldinn og ljúfur, svo að ég hef ekki kynnzt öðrum eins. Hann var eiginlega ein- um of þægilegur, smeðjulegur væri ef til vill réttara orð. Hér var áreið- anlega maður á ferð, sem gerði sér allt far um að þóknast öðrum. Hann var alger andstæða þessara kulda- legu og fráhrindandi manna, sem við hittum allt of oft í lífínu. Gallinn var sá, að undirstöður menntunar hans og þekkingar voru ekki traust- ar. Undir hlýlegu viðmóti skorti sanna og nauðsynlega hæfileika." Ekki bætti úr skák, að Rose bar ekki minnsta traust til læknisins, og raunverulega hafði hún skömm á honum, fannst hann óhæfur, og fyrirleit hann jafnvel. Að lokum urðu þau að koma sér undan til- raunum hans til aðhlynningar og bijóta gegn ráðum hans, svo að Styron auðnaðist að komast á sjúkrahús til þess að fá betri sál- fræðilega þjónustu og geðfræðilega umönnun. Þegar Styron lítur nú til baka telur hann dvölina í sjúkrahúsinu hafa orðið honum til mestrar gæfu í baráttunni við bringsmalaskottu. Þar öðlaðist hann andlegan frið og innri rósemi, sem hann trúir, að hafí læknað hann öllu öðru fremur. Honum geðjast lítt að valinu, sem andlega bilað fólk stendur frammi fyrir nú á dögum: Sá vanheili á að velja á milli tveggja kosta: Geð- lækningu eða sálfræðilega meðferð. Annaðhvort lyf eða sálfræðimeð- ferðarsnakk, hópmeðferð, sálgrein- ingu, Gestalt o.s.frv. Styron jafnar þessum tveimur kostum við aðferð- ir lækna á átjándu öld, þegar annað- hvort átti að láta blæða eða ekki. Hugsunin á bak víð þetta sé frum- stæð, miðaldaleg að inntaki og komi næstum að engu gagni. Hann líkir Ffjótlega fann hann til ang- istar og ðrvæntingar innra með sér. Hann reyndi að bæla niður áhyggjur sínar af hessu ðeðlilega hugar- ástandi með hvíað sann- færa sig um hað, að betta væru aðeins venjuleg frá- hvarfseinkenni eftir lang- varandi sullíáfengi. „dr. Gold“ við hinn einfalda og góð- viljaða sveitalækni í sögunni um frú Bovary (Madame Bovary) eftir Flaubert. Emma leitaði til hans í vandræðum sínum — til manns, sem einungis var fær um að veita hennr gagnslaus ráð, fímmauraspeki, margþvældra tuggur og innantóma frasa. Allt átti þetta að hljóma sem ný og merkileg sannindi, þegar hinn hámenntaði nýtízkumaður, „dr. Gold“, tók sér frasana í munn. Styron skildist loks, að „dr. Gold“ hefði lítinn sem engan skilning á hræðilegum vandkvæðum hans, dýpt og umfangi sársaukans í bijósti hans, þegar geðlæknirinn mælti gegn notkun ákveðins hugar- léttislyfs við geðlægð, af því að hann ætti þá á hættu að missa náttúruna að einhveiju leyti („frygð- arlöngun og almenn kynhvöt gæti dofnað eða þorrið að nokkru“). Þeg- ar hér var komið sögu, var ekkert fjær hugarheimi Styrons og getu en einmitt kynlíf. Hann telur að geðveiki sín hafi hafist með aðkenningu af sleni og ónotum. Smám saman fór hann að verða eirðarlaus, kvíðinn og óróleg- ur. Sðar fór hann að verða ímynd- unarveikur, en að lokum var öll gleði og ánægja horfín úr lífínu. Þá var skammt í lokastigið, en það segir Styron að hafi verið dauðaósk sem hefði að lokum getað leitt til sjálfsmorðs. En setjum sem svo, að hinar gömlu kenningar Freuds, sem hafa verið undirstöður hefðbundinna skoðana og aðferða hjá sálfræðing- um og geðlæknum allt fram á okk- ar daga, þótt nú sé allt að snúast við, um að þunglyndi sé raunveru- lega reiði sem beinist inn á við, séu eftir allt réttar að þessu leyti. Getur þá ekki verið, að hinn lánlausi „dr. Gold“ trúi enn á þessar kenningar, og að honum hafí fundizt hann hafa verið svo óheppinn að verða sjálfur að eins konar lifandi, mann- legum boxarasekk, sem reiði Styr- ons og beizkja hafi beinzt gegn og barið á? „Þetta finnst mér verulega góð spurning,“ svarar Styron. „Eg hef einmitt oft velt því fyrir mér, hvort áhrif þessa mannætusálfræðings og geðlæknis hafí ekki mildazt af þeirri staðreynd, að hann var ekki aðeins óhæfur í starfi, heldur einnig og framar öðru gersamlega hjálpar- vana. Aðallega var hann maður hins takmarkaða skilnings. Ég held, að hann hafí verið þjak- aður af því að þurfa að bera þá byrði hið innra með sér að vita, án þess að geta viðurkennt það, að öll sálfræði og geðlæknisfræði ei hjálparvana frammi fyrir þeim, er þjást af djúpstæðu og alvarlegu þunglyndi. Hér er engan við aé sakast. Það er engum sérstökurr um að kenna, að vísindin eru ekki komin lengra. Framfarir í þessum fræðigreinum eru ekki komnar á það stig, að búast megi við uppgötv- un læknisdóma, sem geti skyndi- lega ráðið bót á jafn alvarlegum og hræðilegum sjúkdómi sem þess- um. Að minni hyggju mun það held- ur aldrei verða; slíkir læknisdómar munu aldrei finnast. Samt ætla ég mér ekki að fara að afsaka hann neitt eða draga úr gagnrýni minni á hann, vegna þess að ég álít, að hann hafí verið alveg einstaklega sljór og skilningsvana í mörgum greinum. Það er gersam- lega óafsakanlegt af honum að hafa skilgreint sjúkrahúsið sem stað, þar sem ég yrði brennimerktur til æviloka, stimpli með auglýsingu um bijálsemi. Hæfur læknir getur einfaldlega ekki leyft sér að segja, að sjúklingar þeirra eigi að forðast- sjúkrahús, af því að þar fái þeir smánarmark geðveikinnar — og skiptir þá engu máli, hvað mönnum kann annars að finnast um gildi og gagnsemi þessa sjúkrahúss og annarra. Þegar um alvarlegt þung- lyndi er að ræða, ættu læknar ein- mitt að minna sjúklinginn á sjúkra- húsið og hlutverk þess, sem er að vera honum hæli og skjól. Þegar verulega mikið bjátar á, eiga þeir að tala um það eins og gott at- hvarf, sem sjúklingurinn getur leit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.