Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 18
m $ MQRGUfrJRLAPIÐ MENNINGARSliRÆMW'ARA&IÍfllMÍfflÍHlflSBPTEMBBRllOTil/ X Ferskur blær Sveit- armenn slappa flestir af í keilu á meðan Jón Ólafsson þrælar í hljóðblöndun. MJÚKU MENNIRNIR NÝDÖNSK sendi frá sér í vor skífu með tveimur hljóðverslögum og fimm af tónleikum. Sveitarmenn lýstu þá þeim vilja sínum að gera aðra breiðskífu fyrir jól og luku einmitt fyrir skemmstu þeirri plötu. Nýdanskir ákváðu snemma að vinna plötuna á skömmum tíma. Þeir fóru því í tveggja vikna æfingabúðir og tóku síðan upp plötuna á sex dögum. Hljóðblöndun tók líka skamman tíma, því platan var hljóðblönduð á fjórum dögum. í stuttu spjalli sögðu sveitarmenn að þeir hafi viljað taka upp plötuna á skömmum tíma og án alls stafræns- dóts, til að ná betur anda sveit- arinnar. „Þetta er unnið það hratt að fyrstu hug- myndir fá yfirleitt að standa, sem gefur píötunni ferskan blæ. Við spiluðum allt inn „læf“; þ.e. allir samtímis, og söngurinn er yfirleitt bara ein taka.“ Sveitin tók upp ellefu lög, „allt glænýja tónlist og allt eins einfalt og hægt var. Þetta verður fyrsta platan sveitarinnar sem hljómar einmitt e'ins og sveitin er þegar hún kemur út,“ segja þeir og Danni söngspira bætir við: „Við erum mjúku mennirnir, því stafræna vinnslan gerir tónlist harða og kalda.“ DÆGURTÓNLIST Hver er hœttulegasta hljómsveit í heimi? ÓBILANDITRÚ FÁUM rokksveitum hefur verið eins hampað austan hafs og vestan eins og banda- risku rokksveitinni Guns n’ Roses. hún sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir fjórum árum og sýndu fáir áhuga. Nokkrum mánuðum síðar vaknaði áhugi manna á sveitinni og rokkþyrstir unglingar fengu æði; plata sveitarinnar rauk upp í efsta sæti vinsældalista og á eftir fylgdi tætingsleg tónleika/afgangaplata, en sveitin er ein örfárra sem hafa átt tvær breiðskífur samtímis á topp fimm Billboard-listans bandaríska. Síðan hafa heyrst margar ljótar sögur af sveitinni, en ekki bólað á nýrri plötu, þar til í siðustu viku að hún sendi frá sér tvær plöt- ur. Þegar plötuverslun Skífunnar í Kringlunni opnaði á mánudag, var biðröð ungmenna fyrir utan sem öll vildu plöturnar Use Your Illusion I og II. Eins og fram kemur hér að framan hefur mikið verið látið með Guns n’ Ro- ses. Þar ræður líklega mestu að sveitarmenn hafa verið einkar iðnir við að halda sér í sviðsljósinu og vekja ýmist óhug eða ótta. Sem rokk- sveit er Guns n’ Roses kraftmikil og fyrir at- beina gítarleikara sveitarinn- ar er tónlist sveitarinnar hugmyndarík og all fjöl- breytt. Mesta athygli vekur þó söngvarinn Axl og fram- koma hans utan sviðs og inn- an. Frægt varð fyrir stuttu þegar honum lenti saman við öryggisverði og áhorfanda á tónleikum í Bandaríkjunum, sem kom af stað óeirðum og lögðu tónleikastaðinn í rúst. Axl hefur einnig verið óspar á glannalegar yfirlýsingar um aðra tónlistarmenn sem honum þykir lítið til koma, aukinheldur sem textar hans hafa vakið reiði minnihluta- hópa. Það hefur því gert sitt til að halda sveitinni í sviðs- ljósinu þegar við bætist heró- ínfíkn og fyllerí í góðu sam- ræmi við þá gömlu þumal- puttareglu að illt umtal sé betra en ekkert. Þetta styrk- ir-og þá ímynd sveitarinnar að þar fari „hættulegasta" rokksveit heims. Á tvennum tónleikum í Maracaná-leikvanginum í Ríó snemma á árinu komu vel fram andstæðurnar í sveitinni. Fyrra kvöldið voru á staðnum um 140.000 manns, sem biðu óþreyjufull eftir Guns n’ Roses. Sveitin lét líka bíða eftir sér, en þeg- ar hún byrjaði leik sinn kom fátt fram sem benti tii að þar færi ein frægasta rokksveit heims; sveitin óþétt og Axl óöruggur. Seinna kvöldið var aftur á móti annað upp á teningnum, því þá var sveitin geysiþétt fyrir framan um 160.000 áheyrendur. Þá bar mjög á öxlinum Axl/Slash, þar sem Axl bar uppi sviðs- framkomu sveitarinnar og Slash tónlistina. Fyrra kvöld- eftir Árna Matthíasson Hættuleg? Guns n’ Roses í upphafr tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn. ið tróðust nokkrir undir t' æsingnum (þrír látnir), en seinna kvöldið hélt sveitin öllum í skéfjum með framúr- skarandi frammistöðu. Fyrstu viðtökur við plöt- unum tveimur hér á landi bera því vitni að íslenskir rokkvinir hafi óbilandi trú á sveitinni og ekki er að ætla annað en að svo sé um heim allan. Hvort það nægir til að halda henni á toppnum er ekki gott að segja, en víst að á góðum degi standa fáar sveitir Guns n’ Roses á sporði. Morgunblaðið/Þorkell Heilsteypt Ásgeir Sæ- mundsson, alias Geiri Sæm. HEIL- STEYPT Ásgeir Sæmundsson, sem þekkastur er sem Geiri Sæm, er um þessar mund- ir að leggja síðustu hönd á þriðju breiðskífu sína, sem Skífan gefur út. Hann hefur jafnt og þétt unnið sér sess á íslenskum rokkmarkaði og farið um Ieið sínar eigin leiðir. Geiri sagði plötuna nýju stefna í að verða heil- steyptari en oft áður, á fyrstu plötunum tveimur hafí hann verið að reyna meira fyrir sér, en nú stefni í samfellda plötu. „Mér finnst ég búinn að finna mig vel í tónlist og ég hef trú á að þetta verði góð plata.“ Hann sagði áberandi á plötunni léttleika, en þó með alvarlegu ívafí. Fimm lög plötunnar vinnur hann með Þorvaldi B. Þorvaldssyni, en fimm lög með Styrmi Sig- urðssyni félaga sínum. Það er fleira á dagskránni en plötugerð, því Geiri er einnig búinn að setja saman hljómsveit til að kynna plöt- una áður og eftir að hún kemúr út. „Æfingar hefjast innan skamms, en með mér í sveitinni eru Kristján Edel- stein, Bjarni Bragi bassa- leikari, Sigurður Gröndal á hljómborð og Sigfús Hall- dórsson trommuleikari. Það er óráðið hvað sú sveit kem- ur til með að heita, en við ætlum að vinna saman fram að áramótum og meta svo framhaldið eftir stöðunni þá.“ Sigur Stone Roses. MSTONE Roses var efni- legasta poppsveit Bretlands árið 1889 og fram á 1990, enmálaferli við útgáfu sveit- arinnar, Silvertone, varð til þess að sveitin sendi ekkert frá sér og kom hvergi fram í rúmt ár. Fyrir stuttu vann sveitin sigur þegar dómari lýsti samninginn við Silver- tone ómanneskjulegan og óraunhæfan, en meðal þess sem hann nefndi var að í honum var klausa þar sem Silvertone hafði einkarétt á sveitinni í „öllum sólkerfum" og klásúla tryggði fyrirtæk- inu eilífan rétt, ef það kærði sig um. Geffcn-útgáfan bandaríska (Guns ’n’ Roses m.a.) gerði við sveitina samn- ing um leið og þetta lá fyrir og greiddi fyrir um 250 millj. ísl. kr. Sveitarmenn segjast eiga í fórum sínum á annað hundrað laga, en plata er ekki væntanleg fyrr en eftir áramót. HEILLEG MYND AF VILHJÁLMI VILHJÁLMUR Vilhjálmsson var harmdauði öllum tón- listarunnendum, þegar hann lést í bíslysi í Lúxemborg 1978. Hann lét eftir sig mikið safn tónlistar og liklega verður þorri þess verði endurútgefinn þessu ári. Fyrr í sumar kom út safn laga frá árunum 1965 til 1976 með Vilhjálmi í ser- íunni Gullnar glæður frá Steinum hf. Diskurinn, sem ber heitið Við eigum sam- leið, er fyrri af tveimur, sem ætlað er að gefa sem heil- legasta mynd af ferli Vil- hjálms. Seinni diskurinn, I tíma og rúmi, kemur svo út í haust. Skífan hefur einnig sent frá sér Vilhjálm á disk, því platan Hana nú frá 1977 kom út fyrir skemmstu. Að sögn Jónatans Garð- arssonar, sem annaðist út- gáfuna á safnplötunni, hljóðritaði Vilhjálmur hátt í hundrað lög og því af nógu að taka. Því hefði snemma verið ákveðið að gefa út tvo diska. „Þegar ég var búinn að fara yfir það sem til var stóð ég uppi með yfir fimm- tíu lög sem ég hafði áhuga á að gefa út. Ur þessu völd- um við Magnús Kjartansson á tvo diska og-miðuðum við að hvor diskur spannaði Söngvaramynd Vilhjálmur Vilhjálmsson nánast ferilinn og hefði sæmilega breidd.“ í þessa útgáfusyrpu Steina vantar þó upptökur frá því Hana- nú var tekin upp, en eins og fram hefur komið hefur Skífan endurútgefið þá plötu á geisladisk. Þegar allt er talið kemúr því á sjötta tug laga Vilhjálms út á árinu og er það vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.