Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 4
4 e
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
ÚT ÚR MYRKRI
SÁLSÝKINNAR
að til, þegar í nauðir rekur.“
Styron var ár að jafna sig eftir
það, sem hann kallar nú „kastið“
eða „áfallið". Honum varð tíðhugs-
að um þessa reynslu sína. „Ein-
hvem veginn fór mér smám saman
að finnast, að ég yrði að skrifa um
þetta. Mér fannst ég verða að tak-
ast á við þennan hrikalega og sálar-
nístandi kafla í ævi minni.
Ég reyndi að skrifa um þetta í
skáldsögu, í langri smásögu, í smá-
sögu o.s.frv. Ekkert af þessu heppn-
aðist hjá mér, þó að ég reyndi lengi
fyrir mér í ýmsum formum skáld-
skapar og ritaði nokkur þúsund
orð. Þessar tilraunir skorti spennu,
drifkraft... eða eitthvað annað.
Um síðir gafst ég upp á þessu.“
Enn fannst honum þó nauðsyn á
því, að hann skýrði fyrir fólki, sem
hefur ekki þjáðst af djúptæku þung-
lyndi, hve þessi sjúkdómur væri
þjáningarfullur, eyðileggjandi. . .
og að lokum tortímandi. Hann vildi
skýra fyrir heilbrigðu fólki, hvers
vegna sumir sjúklingar sæju að lok-
um enga aðra iausn undan kvalara
sínum en að deyða sjálfan sig. Styr-
on gramdist ákaflega, að siðræn
mælistika skyldi lögð á þá, sem
reyna að fyrirkoma sér eða tekst
að ganga af sjálfum sér dauðum.
Þeim er ekki sjálfrátt, sjúkdómurinn
knýr þá til þess að svipta sig lífi.
Um þetta leyti las Styron ritdóm
um bók með safni bréfa frá Rand-
all Jerrell. Hann var bandarískt
skáld og gagnrýnandi, sem lézt
árið 1965, þegar bifreið ók á hann.
Talið er að hann hafi flýtt fyrir
dauða sínum með því að ganga vís-
vitandi í veg fyrir bílinn. „Ritdóm-
inn skrifaði kvenmaður,“ segir
Styron, „sem hafði verið nemandi
hans á æskuárum. Hún var enn svo
elsk að honum, að eftir öll þessi
ár taldi hún sig sýna honum holl-
ustu og trygglyndi með því að af-
neita, harðneita sjálfsmorði hans.
Mér þótti þetta fáránlegt dæmi um
misskilning á hugtakinu trúfestu.
Ég settist niður og fór að skrifa
ritgerð um þetta mál, en það mis-
heppnaðist allt hjá mér eins og
annað.“
En það var frétt í The New York
Times um að ítalski rithöfundurinn
Primo Levi hefði framið sjálfsmorð,
sem hleypti í hann kjarki og vilja-
styrk. Levi hafði sloppið á lífi úr
fangabúðum nazista, en kaus engu
að síður að drepa sig. „Þegar hér
var komið sögu, hafði ég eflzt svo
mikið andiega og hugsað svo mikið
um þessi mál, að við lestur fréttar-
innar hraut af vörum mér: „Nei,
svona getur þetta ekki gengið leng-
ur. Ég leyfi það ekki]“ Eg lét hend-
ur standa fram úr ermum og í mikl-
um flýti skrífaði ég grein handa
The New York Times, aiveg hvítgló-
andi af innra krafti.
Ég sagði í greininni, að allt þetta
fólk, sem hefði verið að skrifa um
Primo Levi dauðan og láta hafa
eftir sér spakleg ummæli um dauð-
daga hans — allir þessir svokölluðu
hámenntuðu og siðfáguðu lærdóms-
og fræðimenn — virtist ekki hafa
minnstu hugmynd um það, hvað
ýtti mönnum fram af ættemisstap-
anum, hvað framkallaði sjálfsmorð,
og það hefði ekki minnsta snefil
af þekkingu á því, hvað þunglyndi
væri í raun og veru. Ég reyndi að
koma því að á ögrandi og ertandi
hátt, að við verðum að skilja, hvað
þunglyndi er, og hvemig það getur
knúið menn til þess að leggja hend-
ur á sjálfa sig.“
Greinin hafði mikil áhrif. Hún
varð ein af þessum frægu greinum,
sem enginn heldur að muni vekja
mikia athygli, en reynist svo hleypa
af stað skriðu. Það var eins og
stungið hefði verið í falda taug með
nálaroddi. Þetta þarf þó ekki að
koma á óvart. Skýrslur sýna, að
tíundi hver maður fær einhvern
tíma ævinnar svo magnað þung-
lyndiskast, að hann ætti að fá sér-
fræðilega umönnun.
Styron segir, að síðan hafi dunið
á sér „stanzlaus flóðbylgja" af bréf-
um frá fólki, sem vilji ræða þessi
mál við hann; að ógleymdum öllum
símtölunum. „Alloft mæli ég mér
mót við þetta fólk, eða það rýkur
á mig á mannamótum, og oft fæ
ég að heyra setningar eins og „þetta
vildi ég sagt hafa“, „þetta er eins
og mælt út úr mínum munni“, „þú
hefur hjálpað mér með því að skrifa
svona“, „þú tekur minn málstað"
o.s.frv. Fyrir mér eru þetta sérkenn-
ilegustu afieiðingarnar: Ég hef
snert við fólki, komið við eitthvað
í innstu kviku þess, skrifað setning-
ar, sem ókunnugt fólk gerir alger-
lega að sínum eigin. Eg fann, að
ég hafði opnað leynihólf."
Hvað kom honum til? Gerði hann
þetta af éigin ástæðum, e.t.v. sín-
gjörnum hvötum, eða fór hann að
skrifa til þes's að hjálpa öðrum?
„Hvort tveggja er rétt. Upphaf-
lega var þetta áreiðanlega gert
vegna þess, að ég vildi kljást við
máiið að eigin hætti, með eigin
skilmálum og af eigin ástæðum.
Fyrir mér var þetta andleg lækning
og skírsla, einkalegur sálarþvottur,
þar sem ég hengdi fyrst ófeiminn
allan óhreina þvottinn út á snúru
handa öilum að skoða, áður en ég
fór að þvo og gera hreint. Hrein-
gerning og lækning. Hafi þetta svo
getað hjálpað öðru fólki er það dá-
samleg aukaverkan.
Þegar öllu er á botninn hvoift,
var þetta samt neyðaróp samvis-
kunnar. Mig langaði til þess að
segja öllum eftirfarandi: „Ekki er.
allt sem sýnist í þessum efnum.
Skoðið betur. Sjálfsmorð og þung-
lyndi eru ekki afkvæmi hins fijálsa
vilja mannsins. Þau eru honum ekki
sjálfráð. Þau eru afleiðing eða hluti
af einhveijum hræðilegum og ill-
kynjuðum, jafnvel banvænum sjúk-
dómi, sem situr fastur í djúpum
sálarinnar". — Þetta var það, sem
mig langaði til þess að segja, af
því að ég hafði verið haldinn þessum
sjúkdómi sjálfur."
Dragbítur og aflgjafi
En er samband milli listrænnar
sköpunargáfu og geðveiki?
„Þetta er erfið spuming, og ég
held, að enginn viti þetta með sönnu
í raun og veru,“ ansar Styron,
„grunur minn er sá, að flestir rithöf-
undar, flest skáld, flestir listamenn
almennt, hafí vott af þessum kvilla
í sér. Vera kann, að þessi eðlis-
bundna tilhneiging, þessi móttöku-
leiki, valdi því, að þeir velji sér list-
ræna tjáningu að andlegri útrás í
lífi sínu. Ég er þó ekki viss um
þetta. Vissulega hef ég samt kom-
izt að því, að þessi tilhneiging til
geðveilu hefur verið hluti af sköpun-
arlífi mínu, þó að mig hefði ekki
grunað það áður. Ég er alveg hand-
viss um þetta, þegar ég hugsa um
sjálfan mig. Þetta hefur verið mér
bæði dragbítur og aflgjafi. Þessi
hluti af sálarlífi mínu hefur bæði
tafið mig og heft, þegar ég hef
ætlað að beizla tjáningargáfu mína
og nýta hana til hins ýtrasta, — en
hann hefur einnig stundum verkað
til góðs einhvers staðar djúpt í und-
irvitundinni og fært mér fijósamar
andans gjafir og verðug verkalaun.
Sé þessi greining á sjúkdómi mínum
og sköpunargáfu minni rétt, sem
ég held, að hún sé, hefur þessi geð-
kvilli orðið mér bæði til góðs og ills.
Hann hefur knúið mig áfram með
góðum árangri, en hann hefur líka
verið mér fjötur um fót.“
Mætti hann velja, hvort myndi
hann þá heldur vilja vera frægur
en vítiskvalinn skáldsagnahöfund-
ur, eða venjulegur hamingjusamur
bókhaldari, sem sæti við vinnuborð
sitt frá klukkan níu til fimm dag
hvern? „Ég myndi miklu fremur
kjósa að vera kvalinn rithöfundur,
já, miklu fremur. Þrátt fyrir þennan
liðna kvalartíma, þrátt fyrir vanlíð-
unarköstin óviðráðanlegu, og þótt
þunglyndi mitt sé inngróið í verk
mín. Hví? Því að efra borð þessa
óskapnaðar í sálarlífi mínu er dá-
samlegt, alveg unaðslegt. Ég held,
að í mínu dæmi hafi þetta sálar-
mein gert mér fært að öðlast inn-
sýn, sem ég hefði ekki fengið nema
að nokkru, hefði ég verið algerlega
stabíll andlega, uppþomaður og
flatur.“
William Styron er fulltrúi allra
hinna óteljandi sálna, sem þjást
(eða hafa þjáðst) af alvarlegu þung-
lyndi, opinberlega eða einkalega.
Hann er lifandi staðfesting á því,
að allir eiga sér lækningar von. „Ég
ber því vitni,“ segir hann, „að þetta
eru veikindi sem mönnum batnar
af að lokum.“ Enn koma þó þeir
dagar, þegar honum líður ekki vel.
Þá segist hann óttast, að bringsmal-
askotta og þunglyndismóri komi
aftur í heimsókn. „Komi þau, þá
kom þau,“ segir hann, „en þá mun
ég vita, hvernig ég á að takast á
við hina illu ára og hrekja þá á
burtu úr sálarfylgsnunum."
Stiklað á stóiu um Styran
William Styron fæddist 11. júní árið 1925 í Newport News í Virg-
iníu-fylki í suðurríkjum Bandaríkjanna, sonur William Styrons
og Pauline Abraham. I tæplega þijú ár gegndi hann herskyldu
í flota Bandaríkjahers á Kyrrahafinu, á sama tíma og seinni heims-
styrjöldin stóð sem hæst. Styron hefur rætt um vanlíðan sína á
þessum árum, og dauðageiginn sem þjakaði ungmennin í orra-
hríð bardaganna. Sá skuggi hefur fylgt honum síðan.
Að lokinni styijöldinni sneri
hann aftur til náms síns í
Duke-háskólanum, og 1951
kom út fyrsta skáldsaga hans, „Lie
Down in Darkness", sem rekur ein-
tal söguhetjunnar, Peyton Loftis,
við sjálfan sig, og vitnisburð um
hremmingar stríðs, eða þó frekar
sársaukafulla skynjun á stríði og
grimmum örlögum. Bókin var álitin
ein merkasta frumraun höfundar á
6. áratugnum, og fyrir hana fékk
hann verðlaun bandarísku lista- og
bókmenntaakademíunnar; Prix de
Rome. Árið 1953 kvæntist hann
Rose Burgunder, en þau eiga sam-
an fjögur börn; dreng og þijár
dætur. Bókin „The Long March“,
kom út tveimur árum síðar, hún
kannaði svipaðar slóðir og fyrri
bókin; líf í skugga „sprengjunnar“
og erfiðleika fyrrverandi hermanns
við að aðlagast borgaralegu lífemi.
Árið 1960 kom „Set this house on
fire“ fyrir sjónir lesenda, metnaðar-
full saga um sjúkleika aðalpersón-
unnar Cass, hvemig hann læknar
sig, og kynni hans af ólíkum heim-
um trúarbragða. Árið 1967 kom
út „Confessions of Nat Turner" og
varð fljótt umdeild metsölubók,
raunar varð lýðhylli hennar svo
mikil, að ýmsirgagnrýnendur, sem
áður höfðu rómað Styron, urðu
hikandi í afstöðu sinni til hennar
og höfundar. Sögusviðið var banda-
ríska þrælauppreisnin 1831, og
með töluverðu skáldaleyfi sauð
Styron saman sögulegar stað-
reyndir, ímyndun og sálfræðilegar
forsendur fyrir ofbeldi, trúarofs-
tæki og kynferðislegum bælingum,
William Styron
þar sem Nat gegndi hliðstæðu hlut-
verki og ýmsir messíasar bókmenn-
tanna. Fyrir þetta.verk fékk Styron
Pulitzer-verðlaunin 1968. Leikritið
„In the Clap Shack“ var frumsýnt
árið 1973, og síðan liðu sex ár
þangað til hans þekktasta verk var
gefið út; „Sophie’s Choice",
kraftmikið melódrama um ástarþrí-
hyming milli Sophie, Nathan og
sögumannsins Stingo, sem var
skyldari höfundi sínum en flest
fyrri hugarfóstur Styrons, og
hvemig margsnúið samband þeirra
endar með hörmungum, enda
mengað tryllingslegum minningum
Sophie frá vem hennar i Ausch-
witz. Þungi þeirra útilokar að hún
geti samlagast umhverfinu. Rit-
gerðasafn Styrons, „The Quiet
Dust“, kom út 1982, og loks á síð-
asta ári bókin „Darkness Visible“,
sem skráir sjúkrasögu Styrons frá
1985, þegar svefnleysi og slen hófu
að hijá hann, fyrstu merki þung-
lyndis.
Styron hefur oft verið líkt við
frægustu „suðurríkja-höfunda“
Bandaríkjanna s.s. William Faulkn-
er og Nathanel West, sökum fijós
ímyndunarafls sem litað er Ijóð-
rænu og skopskyni, en dauðinn og
bijálsemin aldrei fjarri. Hann var
forseti dómnefndar á kvik-
myndahátíðinni í Cannes 1980, og
hefur hlotið fjölmargar heiðurs-
nafnbætur við listaakademíur og
háskóla í Bandaríkjunum og Evr-
ópu.