Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 C <7 jafnvel smávægilegar en þó óheppi- legar aukaverkanir. Útbreiðsla á „andvísindalegum hugsunarhætti“ sé einnig alltaf til skaða. Dr. Mary-Margaret Richardson er fulltrúi bandaríska fæðu- og lyfja- málaráðuneytisins í neytendamál- efnum. Hún er mjög hneyksluð eftir lestur á nýútkominni bók, „Greindar- töflur og næringarefni", þar sem töflunum er hælt á hvert reipi. Hún segir meðal annars: „Hugsunarhátt- urinn á bak við þessa bók er bókstaf- lega viðbjóðslegur . .. Neyzla á lyfj- um án lyfseðils getur haft skaðlegar aukaverkanir í för með sér.“ Annar tveggja höfunda bókarinn- ar, Ward Dean, læknir í Pensacola í Flórída, hafnar aðfinnslum ráðu- neytisins og segir þær hlægilegar. „Hvað á þessi kona við? Er hún að halda því fram, að engar skaðleg- ar aukaverkanir komi til greina séu lyf tekin samkvæmt lyfseðli? Hvílíkt rugl!“ Hann heldur áfram: „Við John Morgenthaler, höfundar bókarinnar, gefum hvergi í skyn, að hver sem er geti farið að taka inn greindartöfl- ur án eftirlits læknis." Dr. Ward Dean er fyrrverandi bardagamaður úr skyndiárásarsveit Bandaríkjahers í Vítetnam. Hann hlaut heiðursmerki fyrir framgöngu á vígveili. Þegar hann dvaldist í hin- um fjarlægu Austurlöndum skildist honum, að í lyfjafræði eru enn fleiri leyndardómar en vísindamenn geta svarað. Hann hefur átt þátt í út- breiðslu á notkun greindartaflna, síðan þær fóru að koma á markað fyrir um það bil einum tugi ára. egar hann fékkst við líf- og lækn- isfræðileg öldrunarfræði í Los Angeles var það honum undrunar- efni hve margt tiltölulega ungt fólk, sem hafði náð góðum árangri í líf- inu, kvartaði undan minnisleysi og öðrum einkennum of bráðrar öld- runar. Ellimörkin komu of snemma, og Dean ákvað að beijast gegn þeim. Dean hafði fyrst heyrt getið um greindartöflurnar, þegar hann var að búa sig undir nám í læknisfræði í Kóreu í kringum 1975. Hann komst að því, að meðalið „hydergine“, sem notað var í Bandaríkjunum gegn Alzheimersveiki, var notað þarna eystra við heilablóðfalli, vegna þess að það flutti meira súrefni til heilans. Dean fór að taka inn „hydergine" — fyrstu greindartöflurnar — og innan skamms hafði hann næstum öðlast nákvæmt minni ljósmyndavél- arinnar. Dean er alinn upp í Kalifórníu. Hann lauk prófi úr herskólanum í West Point og gegndi herþjónustu í tíu ár. Hann endaði sem ráðgjafi skyndiárásarsveitar í Víetnam og var sæmdur bronz-stjörnunni fyrir frækilega frammistöðu í orrustu, hugrekki og útsjónarsemi. Nú var hann í Kóreu, orðinn 32 ára gamall og um það bil að hefja nám í læknis- fræði, styrktur greindartöflum á sál og líkama. Áhugi hans á töflunum og skyldum efnum var vaknaður fyrir alvöru. „Fyrst varð ég að læra að tala, lesa og skrifa kóresku. Síðan þurfti ég að standa mig í skóla í sam- keppni við hina ljóngáfuðu og stál- greindu hugi ungra Asíumanna. Án greindartaflnanna hefði verið vita vonlaust fyrir mig að keppa við hina tvítugu skólabræður mína í Han- jang-háskólanum í Seúl.“ Að prófi loknu gekk Dean aftur í Bandaríkjaher. Hann sérhæfði sig í læknisaðgerðum um borð í skipum og flugvélum. Hann segist hafa ver- ið orðinn yfirlæknir í hinni leynilegu gagnhryðjuverkasveit, „The Delta Force“, og hafa tekið þátt í mörgum leynilegum aðgerðum, meðal annars í samvinnu við brezku öryggisdeild- ina SAS. Hann er einn starfsamasti og at- kvæðamesti félaginn í „Banda- ríska lyfja- og lækningaframfarafé- laginu", og tekur sjálfur inn skammta af ýmsum tegundum greindartaflna dag hvern. Töfluátið hefur haft mjög djúpstæð áhrif á Dean, hina kóresku eiginkonu hans, Kumja Chae, og syni þeirra tvo, þriggja og fjögurra vetra gamla. „Konan tók greindartöflurnar, þegar hún gekk með eldri dreng- inn“, segir Dean. „Því miður láðist henni að taka inn greindartöflur, þegar hún gekk með hinn yngri. Við iðrumst þess sárlega, að hún skyldi vanrækja það, og tökum það bæði ákaflega nærri okkur. Fjölskylduvinir, kennarar og upp- eldisfræðingar álíta eldri drenginn okkar, Paul, vera algeran snilling, gæddan undragreind. Þótt hann sé ekki nema fjögurra ára gamall stjórnar hann stóreflis tölvukerfi. Hann hjálpar mér við að ráða í töl- urnar í stjórnkerfisborði myndbands- tækisins, en því hefur hann stjórnað frá því að hann var aðeins tvævetur. Til allrar óhamingju er litli bróðir hans, Kenton, aðeins venjulegur en ástríkur og elskulegur drengur. Illu heilli átti hann ekki móður, eins og stóri bróðir, sem tók reglulega inn greindartöflur, meðan hún bar hann í móðurkviði. Sami faðir og sama móðir, en engar greindartöflur á meðgöngutímanum. Við foreldrarnir erum þrúguð af sektarkennd, af því að hann mun aldrei fá sömu tæki- færi í lífinu -og eldri bróðirinn. And- legir hæfileikar hans verða ekki hin- ir sömu, greindarmunur er of mikill.“ Dean er orðinn 49 ára gamall, en hann lítur út fyrir að standa á þrít- ugu. Hann tekur inn fimm tegundir af greindartöflum á hveijum degi. Hann álítur, að sérhver fullorðinn maður geti haft mjög gott af því að taka þær inn. Hann ráðleggur fólki þetta í starfi sínu, en hann er nú lyflækningastjóri í „miðstöð lí- földrunarfræða“ í Pensacola í Flórída. Við gleypum í okkur fjörefni," seg- ir hann, „reynum að borða hæfi- lega mikið og aðeins hollan mat, þjálfum skrokkinn og forðumst skaðleg efni á borð við alkóhól, tób- ak og önnur eiturefni. Allt þetta gerum við til þess að efla starfsemi líkamans. Hví skyldum við þá ekki einnig gera allt, sem við getum, til þess að efla starfsemi hugarins? Greindartöflur hafa éngin alvarleg, óholl aukaáhrif og þær eru ekki ávanabindandi." Bandaríska lyfjafræðingafélagið telur líklegt, að um þessar mundir séu allt að 140 mismunandi tegund- ir af greindartöflum á ýmsum stigum tilraunaframleiðslu víðs vegar í heiminum. „Þarna gæti geysilega mikill markaður verið í augsýn, sem allir lyfjagerðarmenn hljóta að taka eft- Flestir segjast vera minnisbetri en áður. Þeir hugsi skýrar, gleymi sjaldnar og líði almennt betur. Sumum finnst eitthvað athugavert eða jafnvel rangt við það að ætla sér að bæta minnið og efla greindina með því að taka inn töflur. ir,“ segir Larry Eisner, taugafræð- ingur í Flórída. Hann vinnur hjá fyrirtækinu „Neuro Medical research Associates". Þar er verið að rannska áhrif sjö tegunda greindartaflna á Alzheimersveiki og skylda sjúk- dóma. Rannsóknin er gerð í sam- vinnu við lyfjagerðir og með vel- þóknun bandarískra yfirvalda. „Takist okkur að setja saman lyf, sem geti bætt veikan heila, end- urnýjað eða auðveldað starfsemi hans, er í sjálfu sér ekkert, sem mælir gegn því fyrirfram, að slíkt lyf geti einnig hugsanlega örvað heilastarfsemi hjá heilbrigðum manni. Það yrði þó undir ýmsu kom- ið og of snemmt að spá nokkru um slíkt. Svo mikið er þó víst, að upp- götvun slíks örvunarefnis hlyti að byggjast á vandlegum, vísindalegum aðferðum, þar sem ströng rökhyggja og heilbrigð skynsemi ræður ferð- inni, en ekki á eftiröpun á frum- stæðri og fornaldarlegri hjátrú, inn- fluttri frá þeim hlutum heims, þar sem fáfræði, hræðileg fátækt, land- lægir og banvænir sjúkdómar, lágur meðalaldur og almennur menntun- arskortur hefur um aldir heijað á mannfólkið, sem hefur ekki meiri greind til að bera en annað fólk í heiminum." Ymisleg efni er nú verið að kanna í Bandaríkjunum og sum þeira fást þegar til kaups í öðrum löndum. Nefna má efnablöndur, sem herða á blóðstreymi til heila, hraða efna- skiptum í heilafrumum, endurnýja viss efni í heila, er eyðast eða rýrna með aldri eða í veikindum og við- halda lífi og hæfni heilafrumna leng- ur en ella. Dean segir: „„Hydergine" er sú tegund greindartaflna sem mest hefur verið athuguð og mest er not- uð. Hún er hin eina, sem fæðu- og lyfjamálaráðurneytið hefur sam- þykkt. Önnur tegund, sem okkur finnst lofa góðu, er „nootropil". Hún er fremstí flokki nýrrar undirtegundar greindartaflna, sem kallast „noo- tropics". Sú tegund fæst nú,“ heldur hann áfram, „næstum í öllum lönd- um nema Bandaríkjunum. Af ein- hveijum ástæðum er ráðuneytið óhemju tregt að viðurkenna lyf, sem auka greind manna og gæði lífs þeirra. Ráðuneytisfólkið segir, að lyf eigi aðeins að nota við sjúkdómum." Meðal þess, sem Dean tekur sjálfur inn í daglegum skömmtum eru 3-6 milligrömm af „hydergine", 40 milligrömm af DMÁE (di-methyl- amino-ethanol), 3 grömm af „chól- ine“ og 5 milligrömm af „deprenyl". DMAE eyðir einnig ljótum blett- um og skellum, sem lýta stundum húðina á gömlu fólki eða svo segir Dean. „Það, sem sumir læknar og vísindamenn virðast ekki gera sér ljóst,“ segir hann, „er að sama efnið (lipofuscin), sem otsakar elliskelli á handarbökum, hleðst einnig saman og safnast fyrir í hjarta og heila. DMAE-meðferð hreinsar burt elli- bletti, bæði utan á líkamanum og innan í honum. „Deprenyl" er önnur tegund af greindartöflum, sem ég neyti reglulega. Menn hafa viður- kennt stórkostlegt gildi hennar í nýrri meðhöndlun á Parkinsonsveiki. Hún hefur líka reynzt vel við Alzhei- mersveiki. Þetta lyf hefur einnig lengt hámarkslífdaga hjá rottum um 40%. Þetta er fyrsta lyfið í sögu mannsins, sem hægt er að láta lengja ævidaga annarrar dýrateg- undar. Lengd ævinnar fer saman við hæfileika hugarins." Dean vill leggja áherslu á eftirfarandi: „Margar af þessum greindartöflum, sem ég tek daglega, eru aðeins og einfaldlega hrein næringarefni, sem auka nær- inguna, er berst til heilans. að má vel vera, að einhveijum kunni að finnast það fyndið að heyra eða lesa um allar þessar greindartöflur, sem ég og mínir líkar tökum inn,“ segir Dean, „en sért þú, sem heyrir eða lest þetta, kominn yfir þrítugt, ertu þegar haldinn hin- um banvæna sjúkdómi, sem nefnist öldrun, og ert kominn með forstig- seinkenni ellinnar. Það er ekkert fyndið. Smávægilegt minnistap, hrörnandi ástand minnisgeymslunn- ar í heila þínum, er meðal fyrstu einkenna þessarar farsóttar sem gengur yfir allt mannkyn og drepur að lokum hvern einstakling. Þú ætt- ir að hafa mjög mikinn áhuga á þessu. Við erum að fást við hin brýn- ustu efni, líf og dauða, árangnr og misheppnun. Tími er til kominn, að þú og allir aðrir vaknið upp af sljó- leikaværð. lærið að láta ykkur skilj- ast mikilvægi þessarar uppgötvunar, greindartaflnanna, og veitið þeim þá athygli sem þær eiga skilið. Hug- sið ykkur hvílíka blessun greind- artöflurnar geta fært einstaklingum, þjóðum og gervöllu mannkyni! Hvers yrði maðurinn ekki megnugur, kæmu þjóðir heims hugarfari sínu í lag? Elliheimili tæmdust, grafreitir fylltust á mun lengri tíma [svo]! Framfarir í tækni og vísindum myndu haldast í hendur við fulla notkun á öflugasta verkfæri manns- ins, eigin heila.“ Bókin, sem um er talað, heitir „Smart Drugs and Nutrients" og er eftir Ward Dean og John Morgent- haler. Útgefandi er Compendium Bookshop, 234, Camden High Stre- et, London, NWl 8QS, England. Samtök bandarískra lyfjagerðar- manna segja, að lyf, sem eigi að efla heilastarfsemi og nú sé verið að rannsaka, eigi að verka með ýmsum hætti samkvæmt hugmynd- um áhugamanna og annarra: 1) Endurnýja efni í heilanum, sem smám saman gengur á með aldri eða við vissa sjúkdóma. 2) Auka blóðstreymi til heila. 3) Varðveita hæfni heilafrumna og lengja líf þeirra. Grein þessi er að mestu leyti þýð- ing á grein eftir Ron Laytner, „Edit Internationa, Inc.“, en einnig er stuðzt við fréttir og greinar í nýleg- um, bandarískum blöðum ogtímarit- um. RAUTT EÐAL GINSENG - þegar reynir á athygli og þol VASKUR 0G VAKANDI „STÓRMÓT í skák eru mjög krefjandi. Þess vegna nota ég Rautt eöal-ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafn- vægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið." Helgi ólafsson, stórmeistari í skák. Hvert hylki inniheldur 300 mg af hreinu rauöu eöal-ginsengi. ■ í ,j * i ■', Dr. Ward Dean er einn starfsamasti og atkvæðamesti félaginn í „Bandariska lyfja- og lækningaframfarafélaginu" og tekur sjálfur inn skammta af ýmsum tegundum greindartaflna dag hvern.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.