Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
Morgunblaðið/Þorkell
Aðstandendur Vináttu ’91 halda á lofti í lófum sér merki verkefnis-
ins. Frá vinstri, Petrína Ásgeirsdóttir forstöðumaður Útideildar,
Vilmar Pétursson deildarstjóri Unglingadeildar, Sveinn M. Ottósson
og Edda Olafsdóttir framkvæmdastjórar Vináttu ’91, Benóný Ægis-
son forstöðumaður Fellahellis og Logi Sigurfinnsson forstöðumaður
Frostaskjóls.
Mannleg samskipti
efld með Yináttn ’91
VINÁTTA ’91 nefnist verkefni sem sett hefur verið á laggirnar um
allt land, og er markmiðið að efla öll mannleg samskipti milli ungra
sem aldraðra. Hugmyndin er að fá alla aldurshópa til að taka sér
eitthvað jákvætt og skemmtilegt fyrir hendur og minnka þar með
kynslóðabilið. Það eru íþrótta og Tómstundaráð Reykjavíkur og
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur sem hafa haft frum-
kvæði að þessu verkefni.
Forsvarsmenn verkefnisins von-
ast eftir samstarfi skólanna, þar
sem unnið væri að þessu átaki í
allann vetur. Félagsmiðstöðvar hafa
nokkurs konar yfirumsjón með
starfinu í sínum hverfum og í nóv-
ember nk. verða haldnir vináttudag-
ar í hverfunum með ýmsum uppá-
komum.
Að sögn aðstandenda Vináttu ’91
er hugmyndin m.a. sú að fá mis-
munandi aldurshópa til að kynnast
hvor öðrum og þar með vinna gegn
öllum fordómum á milli kynslóða.
Vináttustarfið hefst í Grafarvogi
i næstu viku með vináttugöngu um
liverfið og einnig fara fermingar-
börn á barnaheimili í hverfinu og
gefa bömunum kerti.
Öllum er velkomið að taka þátt
verkefninu á hvern þann hátt sem
veijum þykir við hæfi. Skemmtun
rir allar kynslóðir verður svo hald-
2. nóvember nk. í Laugardalshöll-
PHUPS-RALUÐ
í tilefni PHILIPS-RALLSINS
höfum við opið í dag frá kl. 10-14 og bjóðum.
Ath.
ikl. 11:30-12:30
ídag
verða allir bílarnir
á planinu hjá
okkur við Sætún 8.
HEITT A KONNUNNI!
o
afslátt
afölium
pHlLIPs
vorum
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
í SCUKHÚUJUM
Dagur Ijóssins 1991
Vinnulýsing
á heimilum
Ráðgjöf um lýsingu, sjónstarf og umgengni við
rafmagn verður í dag kl.13-15 í eftirtöldum versl-
unum:
Rafbúð, Bíldshöfða 16, +
Ljós og orka, Skeifunni 19,
Borgarljós, Skeifunni 8, f XtV *
Rafkaup, Ármúla 24,
Rafbúð, Domus Medica.
Verið velkomin!
Ljóstæknifélag íslands
Félag raftækjasala
Ferðamálaráðstefnan í Hveragerði:
Fjöldi ferðamanna
aldrei meiri en í fyrra
Tekjur af ferðamönnum hafa aukist um 60% á fjórum árum
Selfossi.
FJOLDi erlendra ferðamanna
sem komu til landsins varð meiri
á síðastliðnu ári en nokkru sinni
eða 141.718 sem er 8,6% aukning
frá fyrra ári. Liðið ár er einnig
metár hvað snertir dvalartíma
ferðamannanna í Iandinu og
heildartekjur af þjónustu við þá.
Gjaldeyristekjur af þessum ferð-
amönnum nema 11,1 milljarði
’króna. Á síðustu fjórum árum
nemur raunaukning gjaldeyris-
tekna af ferðamannaþjónustu
60%. Þetta kemur meðal annars
fram í inngangsorðum Magnúsar
Oddssonar í skýrslu um störf
Ferðamálaráðs íslands 1990 sem
lögð var fram á ferðamálaráð-
stefnunni á Hótel Örk í Hvera-
gerði á fimmtudag.
Um árangurinn í ferðaþjón-
ustunni segir Magnús Oddsson:
„Hér er að skila sér árangur af
starfi einstaklinga og fyrirtækja í
'ferðaþjónustu, sem unnið hafa af
miklum dugnaði að uppbyggingu,
landkynningu og móttöku ferða-
manna.
Við setningu ráðstefnunnar
fluttu ávörp Kristín Halldórsdóttir
formaður Ferðamálaráðs, Halldór
Blöndal samgönguráðherra og Hall-
grímur Guðmundsson bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar. Þrjú framsögu-
erindi um ferðamál voru flutt á
fímmtudag. Eiður Guðnason um-
hverfísráðherra flutti erindi um
ferðaþjónustu og umhverfismál, dr.
Karl Lukas, ferðamálastjóri Austur-
ríkis og formaður ferðamálanefndar
Evrópu, talaði um ferðaþjónustu í
Evrópu og þróun greinarinnar inn-
an EB og EFTA. Karl Sigurhjartar-
son framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra ferðaskrifstofa talaði um
ferðaþjónustu utan háannatíma.
„Við verðum að auka eftirlit með
ferðalögum á hálendinu. Mönnum
fínnst það ef til vill ekki sérstaklega
aðlaðandi hugmynd en undan þessu
verður ekki vikist,” sagði Eiður
Guðnason meðal annars í sínu er-
indi er hann ræddi umgengni ferða-
manna um landið. Hann sagði auk
þess að hugsanlegt væri að þeir sem
vildu ferðast um hálendið greiddu
fyrir það og þyrftu að kaupa sér
sérstakt hálendisvegabréf til að
sýna löggæslumönnum og kæmu
sektir til ef það væri ekki ’til stað-
ar. Hann sagði einnig að stöðva
þyrfti lausagöngu búfjár og einnig
að takmarka eða stöðva lausagöngu
ferðamanna um hálendið.
Dr. Klaus Lukas sagði að heildar-
velta ferðaþjónústu á heimsvísu
næmi 2.700 milljörðum bandaríkja-
dala og það væri meira en velta
landbúnaðar, rafeindatækni og bíla-
iðnaðar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu
væru ábyrg fyrir 5,5% af þjóðartekj-
um á mann á heimsvísu og við þau
störfuðu 112 milljónir manna. „Á
næstu árum verður ferðaþjónustan
sú atvinnugrein sem mest vex í
heiminum. Það vekur þó athygli að
aðeins 6% mannkyns ferðast milli
landa,” sagði Karl Lukas meðal
annars í erindi sínu.
í máli Karls Sigurhjartarsonar
kom fram að Hagstofan áætlar að
6000 ársstörf séu í ferðaþjón-
ustunni. Hann lagði áhérslu á að
auka þyrfti ferðamannastraum til
landsins utan háannatímans. Hann
benti á að ef sama nýting á gisti-
rými næðist og er á sumrin, 83%
þá myndu tekjur af fiugi og gist-
ingu aukast um tvo milljarða. Hvert
prósentustig sem bætist við vetrar-
nýtingu þýðir tekjuaukningu um
80 milljónir, nánast án tilkostnaðar.
„Með markvissum aðgerðum er ég
sannfærður um að hægt er að auka
hér verulega ferðamennsku að vetr-
arlagi og það þarf ekki að taka
ýkjalangan tíma,” sagði Karl í lok
erindis síns.
Sig. Jóns.
I
<
<
i
<
<
i
<
<
i
i
(
<