Morgunblaðið - 12.10.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
15
Þannig viljum við muna sr.
Bjarna, glaðan og broshýran. Eins
þótt á sækti sjúkleiki á iiðnu vor-
misseri hélt hann kímni sinni og
léttleika. Þegar við heimsóttum
hann á spítalann gerði hann lítið
úr krankleika sínum, en fór með
vísur og gamansögur. Hið eina sem
sýnilega á hann fékk var að geta
ekki sinnt skyldustörfum sínum við
kennslu og nefndir, en þann dag
var einmitt fundur í siðareglunefnd
Blaðamannafélags íslands, sem
hann hafði átt sæti í frá upphafí,
án þess að missa einn fund úr. Slík
var skyldurækni sr. Bjarni Sigurðs-
sonar og trúfesti, hvort sem litið
var til guðfræðideildar eða þeirra
fjölmörgu félagsstjórna og nefnda,
sem hann átti sæti í. Sr. Bjarr.i var
ábyggilegur og heiðarlegur, sjálfum
sér samkvæmur á alla lund.
Við kveðjum virtan prófessor og
vænan mann. Frú Aðalbjörgu Guð-
mundsdóttur og fjölskyldu hans
allri biðjum við blessunar Guðs.
Drottinn minn gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Fyrir hönd guðfræðinema,
María Agústsdóttir.
Með fáum orðum vil ég minnast
föðurbróður míns, séra Bjama frá
Mosfelli. Fá svið mannlífs eru til
sem hann kom ekki nálægt með
einum eða öðrum hætti og verða
örugglega margir sem sagt geta
vel og vitnað um einstök verk hans.
Það sem efst er í mínum huga
er sá skilningur sem hann hafði á
lífinu og allri tilvem sem hans til-
gerðarlausa og hlýja viðmót vottaði
svo vel.
Bjami var hafsjór af fróðleik,
víðlesinn, vel menntaður, kennari
góður og mjög svo vandaður að
virðingu sinni.
Mér er það einnig minnisstætt
er setið var og spjallað á Hiíðarveg-
inum hve afburða góður sögumaður
Bjarni var og átti hann alla athygli
óskipta.
Þó Bjami sé ekki lengur á meðal
vor mun minningin um góðan og
traustan mann lifa um ókomna tíð.
Elsku Aðalbjörg og fjölskylda,
ég sendi ykkur mínár innilegustu
samúðarkveðjur.
Sif Hauksdóttir
Áratugir em liðnir frá fyrstu
kynnum okkar séra Bjarna Sigurðs-
sonar. Lágu leiðir okkar saman er
hann gerðist blaðamaður á Morgun-
blaðinu árið 1949. Þá var Morgun-
blaðið til húsa í gamla ísafoldarhús-
inu í Austurstræti. Hann var þá
orðinn lögfræðingur. Báðir vomm
við galvaskir og áhugasamir í starf-
inu á fréttaritstjórn blaðsins. Hún
var þá fáliðuð. Þar áttum við sam-
leið með ýmsum góðum blaðamönn-
um næstu fimm árin. Þá tók Bjami
þá ákvörðun sem kom mér á óvart
þá, að gera ekki blaðamennskuna
að starfsvettvangi sínum á komandi
tímum, nema að hluta til. Blaða-
mennska féll honum vel, m.a. af
því hve hann hafði næma tilfínningu
fyrir góðu máli.
Við vomm á göngu saman hér
fyrir innan bæ á góðviðrisdegi. Þá
sagði hann mér frá þeirri ákvörðun
sinni að ílendast ekki í blaða-
mennskunni, heldur gerast prestur
og þá prestur í sveit. Ekki ætlaði
hann að hætta á blaðinu fyrr en
hann hefði lokið náminu í guðfræði-
deildinni og stunda námið meðfram
vinnunni. Hann var þá orðinn fjöl-
skyldumaður. Bjó fjölskyldan í her-
mannabraggahverfí í námunda við
þar sem vatnsgeymirinn stóð í
gamla daga á Rauðarárholtinu.
Bjarni var lærdómsmaður og
framúrskarandi námsmaður. Það
kom fram oftar en einu sinni. Ein-
beittur var hann alla tíð og kom
það fram þegar á æskuárunum.
Hann sótti skóla í Hafnarfírði frá
heimili sínu suður í Straumi
(Straumsvík). Lét hann sjaldan eða
aldrei nein vetrarveður aftra sér frá
því að fara í skólann. Þessi ein-
beitni reyndist gott veganesti út í
lífíð og lífsbaráttuna.
Aldrei var neitt mulið undir
Bjarna. Draumur hans um að ger-
ast prestur úti í sveit rættist. Sama
árið og hann varð guðfræðingur var
hann kosinn prestur í Lágafells-
kirkju í Mosfellssókn. Var það
ánægjulegt hve vel honum og fjöl-
skyldunni var tekið af innansveitar-
fólki þar. Eignaðist hann' þar
trausta vini.
Þar í sveitinni kom hann allvíða
við á ýmsum sviðum. Minnisstæður
er mér frá þeim árum áhugi hans
á þvi að reisa kirkju á hinum forna,
kirkjugrunni Mosfellskirkju við
prestsetrið á Mosfelli. Að því vann
hann af miklum krafti og naut til
þess aðstoðar góðra manna. Með
honum og stórbóndanum þar í Daln-
um, Stefáni Þorlákssyni, bónda í
Dal, tókst góður kunningsskapur.
Eftir lát Stefáns gekk fé af eignum
hans til kirkjubyggingarinnar á
Mosfelli. Kirkjan sem þar reis hefur
mér ætíð fundist tengjast nafni hins
látna sveitahöfðingja.
Bjarni tók fljótlega ástfóstri við
heimabyggð sína. Svona til að
leggja á það áherslu kenndi hann
sig ætíð við Mosfell.
Eins og fyrr segir var Bjami
lærdómsmaður. Á ' prestsskapar-
árum braut hann blað í eigin lífs-
sögu. Hann ákvað að fara til út-
landa til framhaldsnáms. Lagði
hann leið sína til Þýskalands. Hann
setti sér það mark í þessu sérnámi
að ljúka því með doktorsprófi. Fór
hann um árabil í námsferðir og til
dvalar þar. Lauk hann náminu með
doktorsprófí í lögfræði með kirkju-
rétt sem sérgrein frá háskólanum
í Köln árið 1985. Urðu nú tímamót
í lífí hans og fjölskyldunnar sem
fluttist úr Mosfellssveitinni suður í
Kópavog og hann gerðist háskóla-
maður; lektor og dósent við guð-
fræðideildina og síðar prófessor.
Átti hann upp frá því heima í Kópa-
vogi.
Á Morgunblaðsárunum gekk
Bjarni undir nafninu Strauma-
Bjarni meðal samstarfsmanna og
vina. Var hann hér kenndur við
æskuheimilið í Straumi. Hann skrif-
aði fyrstur blaðamanna Morgun-
blaðsins undir nafninu Velvakandi,
en þá var sá þáttur ekki eingöngu
lesendabréf eins og nú. Hann var
mjög fær íslenskumaður. Skrif hans
í Morgunblaðið og ræður frá prest-
skaparárunum og' önnur skrif bera
með sér hve kjarnyrt mál hann til-
einkaði sér í ræðu og riti. Hann var
afbragðs ræðusmiður.
í hinu hversdagslega lífi og um-
sýslan var Bjarni dulur maður. En
það vissu vinir hans og samstarfs-
menn að ekki voru margar skóflu-
stungur niður á létta lund og
gamansemi ef færi gafst til slíks í
góðra vina hópi. Þeir munu hafa
verið teljandi á fíngrum annarrar
handar sem vissu að hann hafði
ekki gengið heill til skógar síðustu
árin. Hann ræddi ekki sín dýpstu
einkamál, kaus heldur að ræða við
vini sína og kunningja um önnur
hugðarefni og uppákomur hjá þeim
og þeirra lífshlaup, ef persónuleg
mál bar á góma.
Bjami sigldi ekki lygnan sjó á
lífsfleyi sínu. Óvæntir og miskunn-
arlausir sjóir brotnuðu á honum og
hans góðu konu, Aðalbjörgu Guð-
mundsdóttur. Miklu mótlæti tóku
þau af aðdáunarverðu æðruleysi.
Það er trú mín að mikill andlegur
styrkur og lífsreynsla Bjama og
Aðalbjargar hafí fleytt þeim og fjöl-
skyldunni gegnum brimskaflana.
Lokið er vegferð mikils mann-
kostamanns, einlægs vinar sem að
lokum gat horft yfir dagsverk sitt
og sagt: „Það var harla gott.”
Eg og mínir færum Bjama ein-
lægar þakkir fyrir samfylgdina.
Við gamlir samstarfsmenn hans á
Morgunblaðinu senda Aðalbjörgu,
bömum þeirra og ættmennum inni-
legar samúðarkveðjur.
Sverrir Þórðarson
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Þessi bæn er ein af mörgum
bænum sem afí minn kenndi mér.
Þegar ég var lítil var ég svo heppin
að fá að alast upp hjá afa og ömmu
og þeim ámm gleymi ég aldrei, þau
eru sennilega með betri ámm ævi
minnar. Og nú er afí dáinn. Þessari
setningu er erfítt að trúa. Það er
nefnilega svo sjálfsagt að hafa þá
sem maður elskar alltaf hjá sér.
En lífið er víst ekki alltaf eins og
maður vill hafa það. Afí minn var
mikill náttúmunnandi, gekk mikið,
ekki með neinum hægagangi heldur
léttur á fæti. Ekki eru það heldur
ófá tré sem hann hefur gróðursett,
bæði hér heima og uppi í sumarbú-
stað.
Eg sé hann fyrir mér á hestbaki
alveg teinréttan og með gleði-
glampa í augum og ekki minnkaði
glampinn þegar hann horfði á fjöl-
skyldu sína og eiginkonu.
Elsku amma mín. Guð styrki þig
á þessari erfiðu stund. Þú veist að
afa þótti mjög vænt um þig og
mundu eftir öllu góðu stundunum
ykkar. Eg kyssi afa minn á nef-
broddinn í kveðjuskyni í huganum
eins og hann kvaddi mann svo oft.
Guð blessi minningu elsku afa
míns, Bjarna Sigurðssonar, manns
sem vildi að öllum liði vel í kringum
sig.
Yr
SJÁ BLS. 32
15-OKT., 29.0KT., 12.NÓV., 26.NÓV., 10.DES.,
7.JAN., 21JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS ....
spehnanw
- efþú átt mida!
í beinni útsendingu á Stöð 0annan bvern þriðjudag.