Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 17 Sala á sorpbrennslu- o g Ævintýraár í Astralíu reykhreinsikerfum könnuð Ef þú ert fædd/ur á árunum 1975-76 og ert í skóla getur þú sótt um að gerast skiptinemi í Ástralíu á vegum ASSE á íslandi. ÍSLENSKUR verkfræðingur, Kjartan Jónsson, sem rekið hefur verkfræðistofuna Energy & Value Consultants í Bandaríkjunum undanfarin ár er nú staddur hér á landi til að kanna möguleika á markaðssetningu sorpbrennslukerfa og reykhreinsikerfa hér. Reykhreinsikerfin eru reyndar framleidd hér á landi. Verkfræðistofan sem Kjartan hefur rekið í Bandaríkjunum sl. 17 ár, sérhæfír sig í hönnun sorp- brennslukerfa en reykhreinsikerf- in eru framleidd hér á landi hjá Vélsmiðju Sigurðar H. Þórðarson- ar. „Undanfarin ár hef ég fengist við hönnun og sölu brennslukerfa og hef samtals hannað tæplega 170 slík,” sagði Kjartan, í samtali við Morgunblaðið. „Fyrir tveimur árum samdi ég svo við Vélsmiðju Sigurðar H. Þórðarsonar hf. um að framleiða fyrir mig reykhreinsi- tæki en þau eyða efnum í reyknum sem myndast við brennsluna og koma þannig í veg fyrir mengun.” Fyrsta hreinsitækið sem Kjart- an seldi í Bandaríkjunum var tek' ið í notkun sl. sumar í sorp- brennslu við sjúkrahús og nú er verið er að setja upp kerfi á tveim- ur öðrum sjúkrahúsum sem tekin verða í notkun innan skamms. „Ég byijaði að selja hreinsikerf- in í Bandaríkjunum í fyrrahaust og það fyrsta var gangsett í júní sl. sumar. Síðan hefur verið geng- ið úr skugga um að það mæti öll- um lögum og reglum sem gilda um hreinsikerfi í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að tæk- ið hafi sannað sig fullkomlega,” sagði Kjartan. Um þessar mundir er hann að semja við forráðamenn fyrirtækja í Danmörku og Tékkóslóvakíu um Stjómvöld viðurkermi sjálí'- stæði Króatíu og Slóveníu ÞRJÁTÍU einstaklingar sendu Alþingi skeyti í gærmorgun, þar sem þeir skora á íslensk stjórn- völd að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu tafarlaust. Fram kemur í skeytinu að um- ræddir einstaklingar eigi allir upp- runa sinn að rekja til Króatíu og Slóveníu, og því sé málið þeim afar skylt. sölu á tækjunum auk þess sem hann hefur undanfama daga átt viðræður við aðila hér á landi um markaðssetningu. „Víða hafa menn verið að gera sér grein fyrir því að það er röng aðferð við frá- gang sorps að urða það. Til þess að rotnun geti átt sér stað þarf súrefni og vatn en þegar sorpinu er þjappað mjög saman eins og gert er þegar það er baggað kemst hvorugt að því svo það eyðist mjög seint. Sjálfur hef ég opnað bagga sem voru urðaðir fyrir meira en þijátíu^arum og lesið dagblöð úr þeim,” sagði Kjartan að lokum. Við viljum benda áhugasömum umsækjendum á að sækja um hið fyrsta þar sem um takmarkaðan fjölda plássa er að ræða. Brottför tii Ástralíu er um miðjan janúar 1993 og komið heim um miðjan desember. Dval- ið er hjá völdum fjölskyldum. Ef þú ert fædd/ur á árunum 1974-76 getur þú sótt um til Bandaríkjana, Kanada, Evrópu og Japan. Við viljum minna á að umsóknarfrestur til þessara landa rennur út 1. nóv. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu ASSE, Lækjar- götu 3, Reykjavík, sími 621455 virka dagafrá kl. 13-17. FROSTVÖRN Á VATNSINNTÖK! Notkun á sjálfhitastillandi rafhitastreng kemur í veg fyrir að vatnsinntakið frjósi. Slíkur strengur hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. Engin stýritæki nauðsyn- leg. Rafhitastrengir eru einnig notaðir í þakniðurföll, rennur og víðar. Strengirnir eru samþykktir af RER. Útsölustaðir: PR. BÚÐIN, Kópavogi BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfirði GLÓEY, Ármúla RAFVÖRUR, Langholtsvegi RAFDEILD KEA, Akureyri -hátækni, errggi, þægindL SYNING UM HELGINA Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Globusn Lágmúla 5, sími 68 15 55 Nýr Saab 9000 tilkvnnir komu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.