Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 19

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER1991 19 Einar Signrðsson blaðafulltrúi Flug~leiða um fargjaldatilboð SAS; Rekstraráætlanir hefðu riðlast BEIÐNI SAS-flugfélagsins um heimild til að bjóða rýmri kjör á helgarfargjöldum til Kaupmannahafnar og framhaldsflug þaðan til níu borga á Norðurlöndum vakti að vonum athygli. Viðbrögð sljórnvalda og þá flugeftirlitsnefndar vöktu upp spurningar um hvað liði frjálsri samkeppni þegar Flugleiðir ættu í hlut. Flugleið- ir eru talsmenn frjálsrar samkeppni, að sögn Einars Sigurðsson- ar blaðafulltrúa félagsins, og hafa jafnframt látið í ljós ósk um að samið verði við Efnahagsbandalagið um að ísland verði aðili að reglum bandalagsins. Reglum sem fela í sér frelsi til að fljúga milli bandalagslandanna óhindrað í samkeppni við flugfélög í Evrópu. En hvaða möguleika eiga Flugleiðir í slíkri samkeppni? Er ekki alltaf sama hættan fyrir hendi að stóru félögin nái yfir- höndinni á markaðinum og að leita verði til sljórnvalda um vernd? Nýju frjálsu reglurnar gera ráð fyrir eftirliti með undirboðum á fargjöldum og stærð flugvalla mun takmarka aðgang að þeim. „Við erum ákafir talsmenn fijálsrar samkeppni og erum þess vegna hlynntir því að hún verði aukin,” sagði Einar. „Við búum við kerfi, þar sem öll flugfélög njóta einhverrar verndar stjórn- valda. Þetta á ekki sérstaklega við um Flugleiðir. Félagið býður lægra fargjald yfir vetrarmánuðina og gengur eins nærri sér og unnt er. Við teljum því að eitt af risafélög- unum í Evrópu, SAS, hafi með þessari beiðni um fimm nátta far- gjald á sömu kjörum og við bjóðum þriggja nátta helgarferðir, ákveðið að nota íslandsmarkaðinn til að undirbjóða verðið. Þetta boð SAS, ef það hefði fengist samþykkt, hefði riðlað öllum okkar rekstrará- ætlunum á þeim tíma ársins sem við erum veikastir fyrir og erum að tapa 200 milljónum á mánuði.” Þá mætti ekki gleyma því for- dæmi sem sex nátta fargjaldið hefði gefið öðrum evrópskum flug- félögum sem þannig eygðu mögu- leika á að komast inn á íslands- markaðinn með svipuð boð og ganga þar með af íslensku flug- félagi dauðu. En hvað þá með ís- lenska neytendur? „Við teljum rétt að hugsa um hagsmuni þeirra, en ekki eingöngu til skemmri tíma,” sagði Einar. „Við erum sannfærðir um að hagsmunir íslendinga verða ekki tryggðir ef erlend flugfélög ráða markaðinum milli íslands og annarra landa. Við teljum að þjón- ustan muni versna, tíðni ferða verði lakari og það verður örugg- lega ekki boðið upp á lægra verð.” Samvinna félaganna er góð Samvinna milli flugfélaganna tveggja hefur verið og er með miklum ágætum enda var ekki verið að fjalla um almennt far- gjald, pex eða apex gjald, heldur um sértilboð sem átti að bjóða í nokkra mánuði. „Við erum í sam- keppni milli Islands og Kaup- mannahafnar,” sagði Einar. „SAS byijaði að fljúga eina ferð hingað í viku, en þær voru þijár í sumar og það er farið að tala um fjórðu ferðina næsta sumar. Eftir því sem framboð eykst frá þeim á þessari leið þá missum við hluta markaðar- ins.” Samkeppnin er mest um þá far- þega sem þurfa að komast áfram til landa sem Flugleiðir fljúga ekki til. Samið hefur verið við önnur flugfélög um áframhaldandi flug og er SAS það félag sem er mikil- vægast. Á sínum tíma var rætt um enn nánara samstarf félaganna og að SAS keypti hlut í Flugleið- um. „Markaðssamstarf um þetta framhaldsflug breyttist ekki þó svo að samningar um hlutafjárkaup tækjust ekki,” sagði Einar. Island er heimamarkaður Flug- leiða og þar búa 250 þús. manns. Á síðasta ári var hlutur Islendinga 35% af heildarsölu félagsins, Norðurlandabúa 24%, Mið-Evrópu 21%, Bandan'kjamanna 14% og Breta 6,2%. Salan utan íslands er því mest á Norðurlöndum, ólíkt því sem áður var, þegar Ameríku- flugið var meginstoð félagsins. Heimamarkaður SAS eru öll Norð- urlöndin, með margfalt fleiri íbúa og félagið er um 25 sinnum stærra en Flugleiðir. „Það er ekkert leynd- armál að öll flugfélög í öllum lönd- um hafa afskipti af fargjaldatil- boðum annarra flugfélaga um flug til heimalandsins. Þegar einhver stór aðili, sem skiptir máli, óskar eftir að komast inn á markaðinn, þá leita flugmálayfirvöld álits félaganna sem fyrir eru og þá eink- um og sér í lagi síns heimafé- lags,” sagði Einar. „Ólíkt því sem gerist með skipaflutninga, sem eru öllum fijálsir, þá er allt flug milli landa byggt á undanþágum.” ísland á ekki að verða afgangsstærð „Við viljum ekki búa við það, fram til þess tíma að samið hefur verið við Evrópubandalagið, að stóru félögin geti notað íslenska markaðinn sem afgangsstærð,” sagði Einar. „Ef íslendingar ákveddu að hér yrði allt gefið fijálst, þá væri það hægur vandi fyrir þessi stóru félög að taka okk- ur úr umferð, ef við eigum engan mótleik og fáum ekkert í staðinn. Þess vegna viljum við fylgjast með þessum félögum þangað til samn- ingar hafa tekist. Ef samkeppnin eykst verulega innan Evrópu á næstu árum, þá er líklegt að þess- um stóru félögum verði þröngvað út í það að fara að nýta betur sína markaði. Við sjáum þessa tilburði SAS sém þátt í því að stóru félög- in séu að fara að nýta betur þessa smáu markaði, sem þeir hafa ekki sinnt hingað til. Ef sú verður raun- in; þá verðum við að fara inn á þennan Evrópumarkað og beijast þar upp á líf eða dauða, eða til fjár og frama við þessi félög.” Á næstu árum mun verða mikil breyting í flugmálum Evrópu- bandalagsríkjanna. Þegar þær reglur ganga í gildi mun ríkja full- komið frelsi í verðlagningu og á flugleiðum, en eftir sem áður verða í gildi reglur, er gefa stjórn Evr- ópubandalagslandanna tækifæri til að kanna hvort um undirboð á markaði er að ræða. „Afstaða Flugleiða er sú að við eigum að taka þátt í þessum slag í Evrópu og semja við Evrópubandalagið um að flugmálalöggjöf Evrópu gildi fyrir ísland líka,” sagði Einar. „Þá skapast möguleikar fyrir íslend- inga til að fljúga með farþega til fleiri áfangastaða í Evrópu og jafn- framt með farþega á milli staða innan Evrópu, en það er ekki leyft í dag nema að mjög takmörkuðu leyti. Þetta yrði samkeppni, sem íslenskt flugfélag hefur aldrei áður staðið frammi fyrir. Flugleiðir standa nokkuð vel að vígi ef félag- ið kemst inn á markaðina í Evrópu og sömu reglur gilda báðum meg- in.” Hugmyndin er að fjórðungur tekna Flugleiða verði í framtíðinni á leiðum innan Evrópu eftir að samningar hafa tekist við Efna- hagsbandalagið. Samkeppnin verði hörð, eh félagið standi betur að vígi en mörg önnur félög vegna þess að það hefur litla yfirbygg- ingu og nýjar vélar. Stærri félögin, sem í dag ráða markaðinum í Evr- ópu, hafa mestan hluta tekna sinna af styttri flugleiðum með farþega í viðskiptaerindum, sem borga fullt gjald. Þessu er öfugt farið vneð Flugleiði, einungis 13% farþega greiða fullt gjald. Flugleiðir hafa því reynslu af því að gera sér mat úr mörkuðum sem gefa takmarkað af sér. Félagið er ekki hrætt við samkeppni á þessum mörkuðum. Það vill hins vegar tryggja að sam- keppnin sé háð með sambærilegum vopnum. Hagsmunur Flugleiða fara í raun saman við hagsmuni íslenskra neytenda. Þetta er eini markaður félagsins. Hér er fyrir- sjáanleg harðnandi samkeppni og Flugleiðir verða því alltaf að bjóða hér fargjöld við hæfi,” sagði Einar. Viðtal: Kristín Gunnarsdóttir Kortið sýnir farþegafjölda í ferðum SAS og Flugleiða milli ís- lands og Norðurlanda fyrstu átta mánuði ársins. í súlu Flugleiða eru teknir saman farþegar til og frá Kaupmannahöfn (í ár 44.366), Osló (í ár 20.652), Stokkhólmi (í ár 21.550), Gautaborg (í ár 7.828) Helsinki (í ár 1.751) og Færeyja (í ár 2.944). í súlu SAS er sýnd- ur fjöldi farþega milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur og sér- staklega er tilgreindur sá fjöldi sem keypti farseðla hér á landi (7.007. Alls flutti SAS 9.617 íslendinga milli áfangastaða innan Norðurlanda (t.d. milli Oslóar og Kaupmannahafnar), og eru þá íslenskir farþegar félagisins milli íslands og Kaupmannahafnar metaldir. Upplýsingar um fjölda farþega eftir þjóðerni lágu ekki fyrir hjá Flugleiðum. Myndlist- arsýning Þroska- hjálpar LANDSSAMTÖKIN Þroska- hjálp opna í dag, laugardaginn 12. október 1991 kl. 15, sýningu á grafíkmyndum í húsakynnum sínum að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík. Sýningin er opnuð í tilefni af útkomu happdrættisalmanaks Þroskahjálpar og eru myndirnar á sýningunni þær sem prýða alman- akið 1992. Þekktasti listamaður sýningarinnar er hinn heimsfrægi listamaður Erró sem hefur sýnt Þorskahjálp einstakan velvilja og höfðingskap með því að gefa sam- tökunum þijár grafíkmyndir á þessu ári. Myndirnar verða allar á sýninginni en mynd af einni þeirra „Draumurinn” (frá 1990) prýðir forsíðu almanaksins 1992. Aðrar myndir á sýningunni eru eftir vel þekkta íslenska listamenn sem hafa átt góða samvinnu við samtökin á undanfömum árum. Þessir listamenn eru: Sigrún Eld- járn, Jóhanna Bogadóttir, Ragn- heiður Jónsdóttir, Þórður Hall, Daði Guðbjörnsson, Guðrún E. Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Sigrid Valtingojer, Valgerður Hauksdóttir, Helga Ármanns, Ingunn Eydal og Guðmundur Ár- mann. Allar myndir á sýningunni eru til sölu. Sýningin verður opin dag- lega til áramóta frá kl. 15-17 (Fréttatilkynning) Opið mán.-fös. 9-18 Lau. 10-16 BRIMBORG BÍLAGALLERÍ Faxafeni 8 S. 685870 LADA 1500 Station '86, 4 gíra, beige, útvarp og segulb. '92 skoðun Ek. 100 þús km. Verð 70.000 staðgr. FORD FIESTA '87, rauð, 4 gíra '92 skoðun, útv./segulb. Ek. 64 þús. km. Verð 285.000 staðgr. LADA SPORT '88, 4 gíra, rauð, útv./segulb. '92 skoðun. Ek. 31 þús. km. Verð 350.000 staðgr. FORD ESCORT L '85, 4 gira, 1300 cc, blár, '92 skoðun, Ek. 95 þús. km. (uppt. vél). Verð 245.000 staðgr. HONDA ACCORD EX '82, Ijós- blá, sjálfsk. vst., útv./segulb., sóllúga, '92 skoðun. Ek. 130 þús. km. Verð 255.00 staðgr. LADA SAFIR '87, beige, '92 skoðun, útv./segulb. Ek. 60 þús. km. Verð 140.000 staðgr. 323 GLX '86, hvítur, 1500 cc, 5 gíra, '92 skoðun. Ek. 105 þús. km. Verð 345.000 staðgr. DODGE ARIES LE '88, dökk- blár, ssk, vst, útv./segulb. '92 skoðun, einn eig. Ek. 42 þús km. Verð 670.000 staðgr. SUZUKI FOX '88, VX-413, Ijós- blár, 5 gíra, útv./segulb., '92 skoðun. Ek. 73 þús. km. Verð 570.000 staðgr. FORD SIERRA GL '86, hvítur, 4 gíra, útv./segulb. '92 skoðun. Ek. 80 þús. Verð 440.000 staðgr. V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.