Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 25

Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Vinsælasta HÁSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntunarnefnd FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA FJARMALASTJORN: Alþjóðleg I jármálast jórn og takmörkun áhættu Ætlað framkvæmdastjórum, fjármálastjórum og þeim aðilum, sem taka fjárhagslegar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum. EFNI: Leitast verður við að vekja athygli á helstu áhættuþáttum alþjóðlegrar fjármálastjómunar og kynntar verða aðferðir til að takmarka áhrif slíkra áhættuþátta. Fjallað verður m.a. um þróun gengi- sviðmiðana og gjaldmiðlasvæða, sveiflur í gengis- skráningu helstu mynta, áhættu, sem felst í fjár- hagslegri uppbyggingu og helstu aðferðir, sem má beita til að takmarka áhættuj LEIÐBEINENDUR: Kristján Óskarsson, cand. oecon og M.B.A., framkvæmdastjóri Glitnis hf. og Arnar Bjarna- son, cand. oecon og M.B.A., sérfræðingur hjá alþjóðadeild íslandsbanka. TÍMI OG VERÐ: 16.-17. oktober kl. 16.00-19.00 og 18. okt. kl. 15.00-18.00. Skráning ferfram f móttöku Tæknigarðs í stma 694940, en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarnefndar í símum 694923 og 6949241 GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF <jlT KEJ Dósakúlur um allan bæ. I 1 I r spil í heimi BRIDS ER nú vinsælasta spil í heimi og hefur verið það allt frá millistríðsárunum er Bandarikja- maður að nafni Ely Culbertsson hóf að kynna það á skipulegan hátt. Uppruna spilsins má hinsveg- ar rekja til þriggja manna vistar en uppruni þess spils er ekki þekktur að ráði. Svipað spil og þriggja manna vist var þekkt í Istanbúl árið 1870 og nokkrum árum síðar var það vinsælt á frönsku Rivierunni undir nafninu „biritch”. Af þessu nafni er hið alþjóðlega heiti spilsins, bridge, dregið en þýðing þess á íslensku hefur verið nokkuð á reiki, ýmist er notað brids eða bridds. Aður en núverandi útgáfa af brids náði fótfestu í heiminum, einkum fyrir tilverknað Ely Culbertssons og konu hans Joshepine, voru spiluð afbrigðin brids-vist árin 1880 fram til aldamóta og síðan auction-brids eða „uppboðs-brids” árin 1900 fram undir 1930 er núverandi útgáfa sem kallaðist contract-brids eða „samn- ings-bridge” tók við. Vegur spilsins eftir 1930 óx hröð- um skrefum í Bandaríkjunum og Evrópu einkum í kjölfar landsleiks milli Bandaríkjamanna og Breta árið 1932 sem kallaður var brids leikur aldarinnar. Þar vann sveit Culberts- son-hjónanna stóran sigur á bresku sveitinni en leikurinn vakti heimsat- hygli. Á þessum árum mátti finna ein 800 bridsfélög í New Yorkborg. Uppúr 1950 var talið að um 50 millj- ónir manna spiluðu brids á Vestur- löndum, um það bil helmingur þeirra í Bandaríkjunum. Hér á Islandi var fyrst farið að spila brids snemma á stríðsárunum og náðu íslendingar fljótt töluverðri leikni í spilinu. Meðal annars keppti íslenskt par í fyrsta sinn um heims- meistaratitilinn árið 1950, sem hluti af sveit Evrópu á mótinu. íslending- amir voru þeir Einar Þorfínnsson og Gunnar Guðmundsson, sem báðir eru látnir, og gátu þeir sér gott orð í keppninni. Hefur frammistaða þeirra tveggja verið hið lengsta sem íslend- ingar hafa náð á alþjóðvettvangi þar til nú. . , . __Arn<'lr_ Kagiiarsson Bridsáhugamenn fylgjast léttir á brún með síðustu spilunum. Þorkeii Ehn Bjarnadottir framkvæmda- stjóri Bridgesambandsins í fer- földu húrrahrópi. Gífurlegur fögnuður á bridsvökunni: „Velgefnir menn, íslendingar” GÍFURLEG fagnaðarlæti og iófaklapp brutust út á næturvöku Brids- sambandsins í Sigtúni í gærmorgun þegar endanleg úrslit lágu fyrir í leik íslendinga og Pólverja í Yokohama. íslendingar voru orðnir heimsmeistarar í brids, nokkuð sem einhverntíman hefði þótt saga til næsta bæjar. Elín Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Bridssambands- ins steig upp á stól þegar úrslitin lágu fyrir, sagði viðstöddum að hoppa hæð sína í loft upp og hrópa ferfalt húrra fyrir íslensku brids- sveitinni. Séra Baldri Kristjánssyni varð að orði er úrslitin lágu fyr- ir: „Já, þetta sýnir að við erum velgefnir menn íslendingar.” Elín Bjamadóttir er jafnframt eiginkona Jóns Baldurssonar, eins af keppendunum í íslenska liðinu og hún sagði á sigurstundinni að síðustu dagar hefðu verið eins og draumur: „Ég hef mikið verið að pæla í hvenær ég vakna upp af þessum draumi;” Það má líkja and- rúmsloftinu sem ríkti á næturvök- Valgerður með tónleika í Kirkjuhvoli VALGERÐUR Andrésdóttir heldur síðari píanótónleika sína á vegum EPTA (Evrópusam- bands píanókennara) í Kirkju- hvoli, Garðabæ, laugardaginn 12. október kl. 17.00. Á efnisskrá Valgerðar eru „Der wohltemperierte Pianist” eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Duport”- tilbrigði Mozarts, E-dúr sónata Beethovens op. 109, Tilbrigði Webers op. 27 og Tilbrigði og fúga um stef Handels eftir Brahms. Valgerður Andrésdóttir píanó- leikari. unni undir lokin við draum. íslenska sveitin var með það gott forskot fyrir síðustu lotuna í úrslitaleiknum að titilinn var svo gott sem í höfn en það var eins og viðstaddir á vökunni fengju sig ekki alveg til að trúa því að þessi einn mesti sig- ur íslands á alþjóðavettvangi væri staðreynd. Og þegar Pólveijamir fóru að saxa stíft á forskot íslend- inga á lokasprettinum fór vemlega um salinn. Fólk svitnaði í lófunum og horfði á hvort annað með kvíða- svip... „en okkar menn halda örugg- lega haus núna,” varð einum að orði og það gekk eftir. Forskot ís- lendinga var of stórt til að Pólveij- ar næðu að vinna það upp á loka- spilunum. Ásmundur Pálsson fyrmm lands- liðsmaður í brids taldi sigur íslend- inga á heimsmeistáramótinu stór- merkilegan og sagði að gaman og spennandi hefði verið að fylgjast með keppninni frá upphafí. Jakob Möller sagði að málið hefði einfald- lega verið að íslendingamir hefðu spilað betur og betur eftir því sem leið á keppnina og verið hveijum vandanum á fætur öðrum vaxnir. „Þessi árangur okkar manna sýnir vel að smáþjóð eins og íslendingar getur sett mark sitt á þessa íþrótt og hann sýnir líka hve öflug íþrótt- Klappað fyrir lokaniðurstöðu í úrslitaleiknum gegn Pólverjum. in er hérlendis.” Hrólfur Hjaltason skaut því hér inn í að það væri vel tilefni til að halda stórveislu þegar strákarnir kæmu heim. Sigtryggur Sigurðsson taldi að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær íslendingar næðu góðum árangri á alþjóðvettvangi í þessari íþrótt ef mið væri tekið af því hve öflugt félagastarfíð í henni væri hérlendis. „Það er búið að vera raf- magnað andrúmsloft hérna í saln- um og gaman að fylgjast með þessu.” Gissur Ingólfsson sagði það ljómandi góða tilfinningu að sjá heimsmeistaratitilinn í höndum Is- lendinga... „og mér fannst aldrei nein raunveruleg hætta á að tapa fyrir Pólveijum í síðustu lotunum þótt þeir næðu að sprikla eitthvað,” sagði Gissur. Sigurður Vilhjálmsson sagði að úrslitin væru merkileg fyrir sig og að það hefði komið ánægjulega á óvart að íslensku keppendunum tókst að halda dampi út allt mót- ið... „þeir voru í raun alltaf að spila yfír getu og það er bæði ótrúlegt og frábært. I raun mætti líkja þessu við að Kamerún hefði unnið heims- meistrarkeppnina í fótbolta. Þetta er alveg einsdæmi og ekki líkur á að neitt svipað gerist næstu 100 árin,” sagði Sigurður. Ólafur Lárusson sagði að héma hefði verið um að ræða algeran sig- ur áhugamanna á atvinnumönnum þar sem leikgleðin hefði spilað stórt hlutverk. Hermann Lárusson tók undir þetta og sagði að sennilega hefði hin líkamlega þjálfun haft sitt að segja... „Það þýðir ekki að fara fram á það við atvinnumenn í þess- ari keppnisgrein að þeir gangi á Esjuna,” sagði Hermann. ISLENDINGAR HEIMSMEISTARAR I BRIDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.