Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991
27
Hjartavemd - til almenningsheilla
eftir Magnús Karl
Pétursson
Rannsóknarstöð Hjartavemdar
hefur nú starfað í hartnær aldar-
íjórðung. Stöðin er ein sinnar teg-
undar í heilbrigðiskerfinu, þar sem
höfuðáhersla hefur jafnan verið
lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir í
hjarta- og æðasjúkdómum. Láta
mun nærri að um 80.000 einstakl-
ingsskoðanir hafi verið gerðar á
vegum stöðvarinnar og niðurstöður
þeirra rannsókna sem fyrir liggja
hafa ótvírætt leitt í ljós þá áhættu-
þætti sem leiða til hjarta- og æða-
sjúkdóma og hljóta að verða gmnn-
ur þess forvamastarfs sem heil-
brigðisyfirvöld munu byggja á í
náinni framtíð.
í rannsóknarstöð Hjartavemdar
er nú verið að rannsaka tengsl
ákveðinna áhættuþátta við líkam-
lega og andlega sjúkdóma hjá öldr-
uðum. Byggist sú rannsókn á hópi
þátttakenda sem komið hafa reglu-
lega í rannsóknir sl. 20 ár. Þessi
rannsókn er einstök hér á landi og
þótt víðar sé leitað. Meðal annars
má nefna það að á rannsóknarstöð-
inni hefur frá upphafi verið sýnd
sú forsjálni að djúpfrysta blóðsýni
„Hafinn er undirbún-
ingur að næsta stóra
rannsóknarverkefni
Hjartaverndar sem
beinast mun að ung-u
fólki og áhrifum lífs-
venja þeirra á heilsuf-
ar.”
frá þeim einstaklingum sem þang-
að hafa komið, og er nú hægt að
rannsaka þau með nútíma tækni.
Hafinn er undirbúningur að
næsta stóra rannsóknarverkefni
Hjartavemdar sem beinast mun að
ungu fólki og áhrifum lífsvenja
þeirra á heilsufar. Verið er að at-
huga hvort tengja megi þá rann-
sókn fyrri rannsóknum með því að
velja í úrtakshópinn afkomendur
fólks í fyrri rannsóknarhópum og
skoða þannig áhrif arfgengis á
hjarta- og æðasjúkdóma.
Ekki má heldur gleyma þeirri
fræðslustarfsemi sem Hjartavemd
hefur ætíð staðið fyrir með útgáfu
tímarita og bæklinga um .hjarta-
og æðasjúkdóma og vamir gegn
þeim.
Magnús Karl Pétursson
Rannsóknarstöð Hjartavemdar
er sjálfseignarstofnun og þær rann-
sóknir sem hér hafa verið nefndar
em að stærstum hluta kostaðar af
sjálfsaflafé Hjartavemdar. Enda
þótt mikið starf sé unnið í sjálf-
boðavinnu í þágu samtakanna þá
kostaði rekstur stöðvarinnar einnar
31 milljón á sl. ári en framlag ríkis-
ins var rúmar 7 milljónir. A þeim
tíma sem talað er um sparnað og
aðhald í rekstri ríkisins er vert að
benda á það mikla starf sem unnið
er af sjálfseignarstofnunum á sviði
heilbrigðismála og spara ríkinu og
þar með skattborgurunum umtals-
verðar fjárhæðir. Rannsóknarstöð
Hjartavemdar er ein slíkra stofn-
ana. Hún hefur allt frá stofnun
notið sérstakrar velvildar og stuðn-
ings almennings sem sýnt hefur
vilja sinn í verki með peningagjöf-
um og styrkjum.
Happdrætti Hjartaverndar hefur
nú um langt árabil skilað umtals-
verðu fé sem öllu hefur verið varið
í rannsóknastarfsemi. Enn einu
sinni leitar Hjartavernd til almenn-
ings með sölu happdrættismiða og
enda þótt hart sé barist á þéim
markaði treystir Hjartavernd því,
að fólk kaupi heimsenda miða og
stuðli þannig að áframhaldandi
starfsemi rannsóknarstöðvarinriar.
Höfundur er læknir á
Landspítalanuni ogformaður
Hjartavemdar.
U SILFURLÍNAN, síma- og við-
vikaþjónusta fyrir eldri borgara,
er í þann mund að hefja vetrarstarf
sitt. Starfið í vetur verður öflugra
en í fyrra, sem meðal annars kemur
fram í því að nú verður svarað
símann alla virka daga frá kl. 14.00
til 18.00. Silfurlínan er samstarfs-
verkefni Rauða kross íslands,
Félags eldri borgara, Soroptim-
ista og Bandalags kvenna í
Reykjavík. Eldri borgarar geta
hringt í línuna og rætt við sjálfboða-
liða um það sem þeim liggur á
hjarta í algjörum trúnaði. Þeir geta
fengið upplýsingar um hvert á að
snúa sér með erindi við hinar ýmsu
stofnanir samfélagsins og jafnframt
stendur þeim til boða aðstoð við
stuttar sendiferðir, smá viðgerðir
og önnur viðvik sem sjálfboðaliðai%
sjá sér fært að vinna. Silfurlínan
varð til eftir að könnun var gerð
meðal eldri borgara um víðhorf
þeirra til sjálfboðaliðastarfa. Könn-
unin leiddi í ljós svo ekki varð um
villst að aldraðir telja þörf fyrir
þjónustu af þessu tagi. Enda sýndi
það sig í vor að talsvert var leitað
til Silfurlínunnar þrátt fyrir litla
kynningu. Um fímmtíu sjálfboðalið-
ar hafa þegar sótt námskeið sem
Fræðslumiðstöð Rauða kross ís-
lands hélt fyrir þá sem vildu vinna
fyrir Silfurlínuna. Með aukinni
starfsemi vantar enn fleiri sjálf-
boðaliða, sérstaklega í viðvikaþjón-
ustuna. Silfurlínan er í húsakynnum
Félags eldri borgara við Hverfis-^
götu 105 í Reykjavík.
Kvikmynclahátíð Listahátíðar:
Eitt af mörgum súrrealískum atriðum í nýjustu mynd Vestur-
íslendingsins Guys Maddin.
Erkiengill
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Erkiengill - „Archangel”.
Sýnd í Regnboganum. Leik-
stjóri, handritshöfundur og
kvikmyndatökumaður Guy
Maddin. Aðalleikendur Kyle
McCullock, Kathy Marykuca,
Ari Cohen. 90 mín. Kanada
1990.
Ein af persónulegri myndum
þessarar hátíðar er Erkiengill
eftir Kanadamann af íslenskum
ættum (auk þess má sjá falleg
og notaleg nöfn einsog Herdís
og Guttormsson í titlunuml), og
átti sá fyndna og furðulega mynd
á síðustu Kvikmyndahátíð. Erki-
engill er stórdularfull, lýjandi til
að byija með en smám saman
ná undarleg stílbrögð Maddins
til manns en útlit myndarinnar
er harla óvenjulegt. Hún er
svart/hvít og aukinheldur reynir
leikstjórinn að ná áhrifum kvik-
mynda frá fyrstu áratugum ald-
arinnar með hráu yfírbragði,
slæmum fókus, hvassri lýsingu,
búningum, titlum á kaflaskiptum
o.s.ft-v. Þetta tekst með ólíkind-
um vel, myndmálið seytlar inní
hugann og manni líður hálf ann-
arloga þegar upp er staðið, og
þá "í' 'il nokkurs unnið.
Það er best að ætla sér ekki
þá dul að reyna að skýra sögu-
þráðinn sem er súrrealískur í
anda myndar Davids Lynch, Er-
aserhead, og í engu aðalhlut-
verki. En sjálfur lýsir höfundur
honum svo: „Stríðsharmleikur,
harmleikur um mannskæða
styijöld, angurvær frásögn af
draumkenndri veröld löngu glat-
aðrar ástar.” Hann er húmoristi
karlinn.
Það má flokka Erkiengil með
tilraunamyndum, áhorfandinn
upplifir sýnir og áhrif sem hann
hefur ekki rejmt áður. Maddin
er að þróa með sér mjög sér-
stakan stfl, allavega um þessar
mundir, sem hefur lukkast vel
og verður forvitnilegt að fylgjast
með honum í framtíðinni. Mun
hann halda sig við tilraunir og
kvikmyndahátíðir eða reyna
sömu leiðir og Lynch? Hvað sem
því líður og sumir telji Erkiengil
erkivitleysu þá puntar hún mikið
uppá Kvikmyndahátíð 1991.
Myndir sýnd-
ar í dag
Heimkoman, Hetjudáð Daníels,
Henry: Nærmynd af fjöldamorð-
inga, Gluggagægirinn, Lögmál
lostans, Freisting vampírunnar,
Taxablús, Erkiengill.
Sjáðu til
Sjáðu til
DAGUR LJÓSSINS
1991
Ljóstæknifélag íslands og Félag raftækjasala vekja athygli á
nauðsyn góðrar vinnulýsingar á heimilum, sem eru fjölmenn-
asti vinnustaður landsins.
Kynning á Ijósfærum til vinnulýsingar á heimilum verður 12.
til 19. október og sérstök ráðgjöf um lýsingu, sjónstarf og
umgengni við rafmagn verður í eftirtöldum raftækjaverslunum:
Rafbúð, í dag kl. 13-15,
Bíldshöfða 16, þriðjudag og fimmtudag kl. 16-18.
Ljós og orka, í dag kl. 13-15,
Skeifunni 19, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 16-18.
Rafbúðin, föstudag kl. 16-18.
Auðbrekku 11,
Borgarljós, í dag kl. 13-15
Skeifunni 8, og fimmtudag kl. 16-18.
Rafkaup, í dag kl. 13-15,
Ármúla 24, þriðjudag og föstudag kl. 16-18.
Rafbúð, í dag kl. 13-15,
Domus Medica, þriðjudag og föstudag kl. 16-18.
Verið velkomin!
Stuðning veita:
Rafmagnseftirlit ríkisins,
Sjónstöð Islands,
Rafmagnsveita Reykjavíkur o.fl.
DAGUR LJÓSSINS