Morgunblaðið - 12.10.1991, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991
Já, leiklistargagnrýni -
fyrir hvern o g hvernig?
eftir Guðrúnu
Alfreðsdóttur
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
6. okt. sl., er að fmna greinarkorn
eftir leiklistargagnrýnanda blaðsins,
Súsönnu Svavarsdóttur, með yfir-
skriftinni „Fyrir hvern er leiklistar-
gagnrýni?” Þar leitast Súsanna við
að svara fyrrnefndri spurningu, við-
brögð leikhússfólks við gagnrýni
dagblaðanna og „faglegar kröfur”
þeirra eru henni hugleiknar og nýjar
staðreyndir um dagblaðsgagnrýni
eru fram settar. Trúiega hafa orð
verið lögð í belg af minna tilefni...
Súsanna bendir í upphafí rétti-
lega á að nokkrar umræður hafi
verið að undanfömu um leiklistar-
gagnrýni og einkum þá er birtist í
dagblöðum. Segir hún menn velta
því fyrir sér fyrir hvem sú gagnrýni
sé: „Er hún fyrir gagnrýnandann
persónulega? Er hún fyrir leikhúss-
fólk ? Er hún fyrir áhorfendur frum-
sýninga? Er hún fyrir hinn almenna
lesanda?” Þá telur Súsanna það vera
almenna skoðun leikhússfólk s að
sú leiklistargagnrýni sem tíðkast
hjá daglöðunum eigi ekki rétt á sér
því „gagnrýnendur séu ekki leiklist-
armenntaðir - og því vanhæfir: Þeir
skilji ekki leikhúsið og þau lögmál
sem þar er unnið eftir”. Og hún
heldur áfram: „Hugleiðingar af
þessu tagi em ekki undarlegar þeg-
ar á það er litið að leikhússfólk er
stöðugt að krefjast „faglegrar”
gagnrýni, eins og það er kallað.”
Eftir formála í þessum dúr leiðir
Súsanna okkur lesendur í allan
sannleikann um eðli dagblaðs:
„Dagblað er dagblað. Þar er fyrst
og fremst hugsað um að vinna hlut-
ina á augnablikinu - vera með fersk-
ar fréttir og umfjöllun um menn og
máiefni.” Hún segir dagblað ekki
vera fagblað um listir og fullyrðir
að Mörgunblaðsfólk hafí ekki talið
sig vera með „gagnrýni” eða fag-
lega úttekt á leiksýningum - heldur
„umsögn” og á því sé „reginmun-
ur”. Síðan útskýrir hún í stórum
T
Hcílsuvörur
nútím^fólks
YAMMAH
Bátavélar
Rafstöðvar
0
dráttum þann mun sem er á fag-
legri gagnrýni og umsögn dagblaða.
Hið síðamefnda segir hún „nær
fréttamennsku”, þar sé aðallega
hugsað um að lýsa upplifun og áhrif-
um sýningarinnar.
Þetta eru sannarlega „ferskar
fréttir” en um leið grunar mann að
þær séu óstaðfestar. Skilgreining
Súsönnu á faglegri gagnrýni annars
vegar og umsögn hins vegar stenst
út af fyrir sig, en eftir stendur sú
staðreynd að umfjöllun um leiklist,
í Morgunblaðinu sem og öðrum dag-
blöðum, hefur ávallt verið meira í
ætt við gagnrýni en umsögn. Enda
tíðkast fagleg listagagnrýni í helstu
dagblöðum heims og þaðan er fyrir-
bærið vafalaust hingað komið.
Nú væri fróðlegt að vita hvað
gagnrýnendur almennt hafa að
segja um þessar fullyrðingar Sús-
önnu Svavarsdóttur og það að í raun
séu þeir alls ekki gagnrýnendur
heldur aðeins umsagnaraðilar. Um
leið vaknar sú spurning hvort ekki
sé tímabært að endurvekja félag
gagnrýnenda svo þeir geti skoðað
málið og komist að niðurstöðu um
hvers eðlis leiklistammljöllun dag-
blaðanna eigi að vera í framtíðinni.
(Ekki efa ég að leikhúsunnendur
kjósi fremur að lesa faglega gagn-
iýni en lauslega umsögn, jafnvel þó
að hún sé í æsifréttastíl.) Einnig
gætu gagnrýnendur velt fyrir sér
spurningunni um fýrir hvern gagn-
rýnin (umsögnin) eigi að vera, ef
fleiri skyldu vera í vafa.
Ég held að leikhúslistafólk velkist
ekki í neinum vafa um hveijum
hefðbundin, fagleg gagnrýni eigi að
þjóna. Auðvitað lesendum fyrst og
fremst, væntanlegum áhorfendum
og þess vegna birtist hún í blöðum.
En einnig getur hún verið gagnleg
þeim sem þegar hafa séð sýning-
una, hjálpað til við að skoða og
skilgreina. Þá getur gagnrýni líka
vissuiega verið listamönnunum holl
og góð, sé hún heiðarleg og upp-
byggileg. (Þar er Súsanna því miður
ekki á sama máli.)
Og þá er komið að starfi gagnrýn-
andans og „kröfum” leikhússfólk s
um „faglega” gagnrýni. Það að
skrifa gagnrýni í blöð er afar vanda-
söm og ábyrgðarmikil iðja, einfald-
lega vegna þess að máttur hins rit-
aða máls er mikill. Þetta þarf gagn-
rýnandinn að hafa í huga er hann
sest við skriftir. Mörg dæmin sanna
að lengra eða styttra líf leiksýninga
hefur mátt rekja beint til gagnrýni
dagblaðanna. Og fljótfærnisleg út-
listun á starfí og hæfni listamanns
getur haft áhrif á listræna framtíð
hans. Þá er ekki út í hött að álíta
að megintilgangurinn með blaða-
gagnrýni sé sá að vekja áhuga á
viðfangsefninu, hvort sem um hrós
eða skammir er að ræða, fremur
en að fæla lesendur frá með nei-
kvæðri, einhliða afgreiðslu.
í ljósi þessa telja leikhúslistamenn
varla til of mikils ætlast þó að gerð-
ar séu þær kröfur að opinber gagn-
týni sé byggð á faglegri þekkingu
á viðkomandi listgrein. Fagleg
þekking þarf vel að merkja ekki að
þýða það sama og fræðileg þekking
og þarf ekki að útskýra nánar.
Raunar er nauðsynlegt að gera fleiri
„Öneitanlega gerir
leikhússfólk töluverðar
kröfur til gagnrýnenda,
en eru þær svo ósann-
gjarnar miðað við völd
þeirra og óvéfengjan-
legan áhrifamátt?”
kröfur til gagnrýnenda; svo sem
áhuga og elsku á listgreininni (sem
verður þó að ætla að flestir hafi sem
gefa kost á sér í starfið), óhlut-
drægni og þess að þeir hafí a.m.k
séð sýninguna tvisvar áður en penn-
inn er mundaður. Öll erum við nefni-
lega með þeim ósköpum gerð að
vera misjafnlega upplögð frá degi
til dags. Það að þurfa að sitja leik-
sýningu þreyttur eða argur er lík-
lega ekki alltaf vænlegt til jákvæðr-
ar afstöðu, hvað þá að þurfa síðan
að skrifa leikdóm og jafnvel í tíma-
hraki.
Já, óneitanlega gerir leikhússfólk
töluverðar kröfur til gagnrýnenda,
en eru þær svo ósanngjarnar miðað
við völd þeirra og óvéfengjanlegan
áhrifamátt? Það tel ég ekki vera.
Listamenn geta ekki og eiga ekki
að sætta sig við það að listagagn-
rýni eða umsögn sé hespað af með
hraða fréttamennskunnar, eins og
hvert annað efni byggt á bláköldum,
einföldum staðreyndum úr hinu dag-
lega lífi. Leiksýning, list augnabliks-
ins sem sjaldan er eins í tvö skipti,
er og verður alltaf matsatriði hjá
þeim sem á horfir. Gæði listar verða
aldrei sett undir mælistiku til að
finna hið eina rétta svar. Gagnrýn-
andi þarf, eins og hver annar, tíma
til að meðtaka og „melta” heildar-
áhrif sýningar, en auk þess þarf
hann á þekkingu sinni að halda til
að kafa dýpra áður en hann myndar
sér endanlega skoðun. Skoðun sem
segir lesendum meira en það hvort
sýning hafi verið góð, vond, leiðinleg
eða skemmtileg.
Fullyrðing Súsönnu í grein henn-
ar, um að það sé „viðtekin skoðun
leikhússfólks” að gagnrýnendur
sem ekki eru leiklistarmenntaðir séu
„vanhæfir”, er auðvitað hæpin al-
hæfing. Sagan segir okkur líka að
sú er ekki alltaf raunin. En á hinn
bóginn eru athugasemdimar um
kröfur leikhússfólks um faglega
gagnrýni mjög athyglisverðar. Það
er nefnilega svo að sjálfgefið þykir
að þeir sem skrifað hafa gagnrýni
í dagblöðin um t.d. tónlist, sönglist,
myndlist, listdans og bókmenntir,
séu meira eða minna menntaðir eða
reyndir á sínu listasviði. Af hveiju
í ósköpunum ætti annað að gilda
um leiklist? Og að lokum þetta:
Fagleg, uppbyggileg gagnrýni er
ölium í hag - þó að Súsanna telji
það mikinn misskilning að gagn-
rýni/umsögn sé fyrir leikhúsið og
starfsfólk þess. Hvað um það, les-
endur eiga þó alltént skilið að fá
að njóta þess besta og virðulegt
dagblað sem tekur sig alvarlega sér
fyrir því.
Höfundur er formaður Félags
íslcnskrn leikara.
SKOVERSLUN
Odýru kuldaskórnir
komnir aftur
Stærðir: 36-46 Litur: Svartur. Dökkbrúnn
Verðfrákr. 3.295."
Ath.: Ur mjúku leðri með grófum sóla.
5% staðgrei&sluafsláttur. Póstsendum samdægurs.
Kringlunni, Toppskórinn, Domus,
,s. 689212. Veltusundi, sími 21212. s. 18519.
CAHY S I H P I B I L l
SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI
Til afgreiðslu strax:
Tilboðsverð m/vsk. 796.000.-
árl/vsk. 639.000.-
$SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 SlMI 66 61 00
Sá&astm dagur
úfsölunnar/
Sófav', stóla/r, borð, speglar.
Komið og kynnið ykkur sértilboð dagsins
d húsgögnum. Veruleg verðlœkkun.
Opið í dag
11-16.
Borgartúni 29,
sími 20640.